Þjóðviljinn - 03.09.1964, Blaðsíða 4
4 SIÐA
ÞJðÐVIUINN
Otgelandi; SamemingarfloKkur aiþýöu — Sóslalistaflokk-
urinn —
Ritstjórar: ívar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson,
Siguröur Guðmundsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason
Fréttaritstjórl: Sigurður V BYiðþjófsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja, Skólavörðust 19,
Sími 17-500 (5 línur) Áskriftarverö kl 90,00 á mánuði
Látið var undan Nató
Að. vonum er vandræðatónn í leiðara Alþýðu-
blaðsins í gær, og blaðið kveinkar sér undan
því að Þjóðviljinn rifjaði upp með fáeinum orðum
framkomu Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokks-
ins í landhelgismálinu. Segir blaðið Þjóðviljann
falsa söguna með því að telja Lúðvík Jósepsson
einan höfund tólf mílna landhelginnar. Það hef-
ur Þjóðviljinn aldrei gert, einungis bent á að það
átti úrslitaþátt í hinni djörfu ákvörðun íslendinga
1958 að Alþýðubandalagið átti aðild að ríkisstjórn,
og forystu málsins í embætti sjávarútvegsmála-
ráðherra hafði maður, sem mat meir íslenzkan
málstað en fyrirskipanir svonefndra „vinveittra
ríkisstjórna“ Atlanzhafsbandalagsríkja um þetta
stórmál íslenzku þjóðarinnar. Sagnfræði Alþýðu-
blaðsins er ekki upp á marga fiska. En atburðirn-
ir 1958 eru orðnir hluti af íslandssögu, og Þjóðvilj-
inn leggur fúslega það mál í dóm sögunnar og
framtíðarinnar.
^nnar þáttur málsins er enn brennandi baráttu-
mál og verður um ske.ið. Það er tilraun Sjálf-
i
stæðisflokksins og Alþýðuflokksins til réttindaaf-
sals í landhelgismálinu með samningum við Bre't-
land og Vestur-Þýzkaland, sem engin Ííkindi eru
til að þjóðin uni til frambúðar. Allar stækkanir
landhelginnar hafa verið gerðar með einhliða á-
kvörðun íslendinga og gegn harðvítugri andstöðu
Bretlands og mótmælum annarra Natóríkja. í
samningum núverandi stjómarflokka er ríkis-
stjórnum Bretlands og V-Þýzkalands veitt heim-
ild til að vita með fyrirvara ákvarðanir íslendinga
um frekari stækkun landhelginnar, gefin heimild
til að leggja ákvörðun íslendinga fyrir erlendan
dómstól og skuli íslendingar hlíta úrskurði hans.
Vonlaust er fyrir verjendur samninganna að gera
lítið úr þessum atriðum, hér var skammarlega illa
haldið á málstað íslands.
j^Jikilvægi einhliða’ ákvörðunar íslendinga um
stækkun landhelgi sinnar verður ekki vefengd.
Þegar íslendingar stækkuðu út í fjórar mílur 1952
og Bretar ruku upp til handa og fóta að mótmæla,
var afstöðu íslenzkrar ríkisstjórnar lýst á þessa
leið. í milliríkjaorðsendingu, og fyrst vitnað til
viðræðna Ólafs Thórs við brezka valdamenn: „Ól-
afur Thórs ráðherra lagði aftur á móti á það á-
herzlu, að íslenzka ríkisstjórnin áliti, að hinar
fyrirhuguðu ráðstafánir væru í samræmi við al-
þjóðalög, og að ekki væri hægt með milliríkja-
samningi að afsala réttinum til að taka einhliða
ákvarðanir um mesta velferðarmál þjóðarinnar . ..
Það er vissulega skoðun íslenzku ríkisstjórnarinn-
ar, að hvert ríki megi sjálft, innan sanngjarnra tak-
marka ákveða víðáttu fiskveiðilögsögu sinnar með
hliðsjón af efnahagslegum, fiskifræðilegum og
öðrum ástæðum á staðnum“. Ummæli sem þessi
getur verið hollt að rifja upp, þegar reynt er að
láta líta svo út að samningr.r Sjálfstæðisflokksins1
og Alþýðuflokksins við BretJand og Vestur-Þýzka- j
land séu hagstæðir íslendingum, og meira að s^gja |
„stórsigur“ þessara flokka í landhelgismálinu. — s. j
F'mmtudagur 3. september 1964
Einn dag á hausti, 1922
hófst eitt mest morðmál
Bandaríkjanna, morðmál, sem
enn er ekki upplýst að fullu.
Um morguninn, laugardaginn
16. sept. 1922 gengu piltur og
stúlka grasivaxna stigu fyrir
utan baeinn New Brunswick í
New Jersey Stúlkan hét Pearl
Bahmer en pilturinn Raymond
Schneider. Þegar kom að út-
Prcsturinn
jaðri bpndabæjar. sem farinn
var í eyði en hét Philips Farm,
benti stúlkan skyndilega á
gamalt eplatré. — Sjáðu, þama
liggur maður 0:g kona hreyf-
ingarlaus.
Raymond gekk að trénu og
sagði að bragði: Við skulum
hafa okkur á burt.
Þau tvö, sem þarna lágu
myrt, voru prestur bæjarins
og ástkona hans. Þau höfðu
verið skotin, konan þremur^.
skammbyssuskotum í höfuð,
maðurinn einu. Konan. hafði
auk þess verið skorin á háls.
Hjá likunum fann lögreglan
tætlur af fjölmörgum ástar-
bréfum, sem konan hafði skrif-
að elskhuga sínum. Á einu
þeirra stóð: „Ég hef hlotið þá
blessun, sem bezt er: Göfugan
mann og djúpa, sanna og ei-
lífa ást. Hjarta mitt og líf
er hans, allt sem ég á er hans
um eilífð alla”. Líkin lágu í
faðmlöeum begar að var • kom-
ið. gullúr prests os reiðufé var
hvorttvegcia horfið TJpp við
Vinstri fót prests hafði verið
reisf nafnsniald. nafnspiald
hans siálfs.
Ástarævintýrl
Presturinn hét Hall og hafði
frá fyrstu stund verið einkar
eftirsóttur hani í hænsnahús-
um smábæjarins. Konan, frú
Mills, var ung og fögur og
hafði fallega rödd. Hún ætlaði
sér annað og meira í lífinu en
að sitia unni með manngarm
þann er hún var gefin. graf-
arann, kirkjubjóninn og iðju-
leysingiann Jlmipy MiIIs. Kon-
an hafði vísað honum til heim-
ilis i kvistherbergi eit.t i íbúð
beirra hióna og sökkti sér
síðan niður í söngæfingar og
annað safnaðarstarf. Þar hitti
hún séra Hall og það var haft
fyrir sátt. að þau hefðu gert
skrúðhús kirkiunnar ef ekki
að ræningiabæli bá að hóru-
húsl. í votta viðurvist hafði
frú Mills sagt við ástkæran
eiginmann sinn- „Ég hirði meir
um litlafingur séra Hall en
iíimma þinn allan”.
Út á við lét kirkiuþjnnninn
og grafarinn Mr. Mills þó sem
ekkert væri. Þega.r kona hans
átti stefnumót méð prestj' i
kirkjunni, sagði hann aðeins,
að þau væru að ræða safnað-
armálefni sín á milli — enda
bótt allir vissu hvað fyrir væri
tekið. Sama dag og morðið
var framíð saknaði kirkju-
biónninn síðu úr dagblaði sínu.
Hana hafði konan rifið út off
lagt á skrifborð prests' í kirkj-
unni, en á síðunni var löng og
ítarleg grein um hjónaskiln-
að
Prestsfrúin, frú Hall, var
hæglát Qg greind, smávaxin
kona og hár hennar tekið að
grána. 37 ára gömul hafði hún
klófest klerk og var ekki von-
um fyrr að henni tækist að
krækja ,sér í eiginmann. Ber-
sýnilegt var, að frú Hall var
reiðubúin að þola, mikið og
margt af hendi manns síns,
svo framarlega ekki yrði af
opinbert hneykslismál.
Líkin fundust sem fyrr seg-
ir á laugardagsmorgni og lækn-
ar slógu því föstu, að undir
eplatrénu hefðu þau legið i
hálfan annan sólarhring, senni-
laga frá því á fimmtudags-
kvöld. Lögreglurannsókn hófst
og á fáum tímum fylltist bær-
Prestfrúin.
inn af blaðamönnum hvaðan-
æva að úr Bandaríkjunum.
Þeir áttu langa setu fyrir
höndum.
Eplatréð var rúið hverju
blaði af fólki sem .. eitthvað
vildi eiga til minningar um
glæpinn. Langar. bílalestir
stefndu til New Brunswick og
pylsubárár ó'g ' áðfár sjopp-
ur þutu upp eins og gor-
kúlur. Lítil dóttir hinnar
myrtu voru boðnir 750 dalir
á viku fyrir það eitt að koma
fram á leiksviði í New York
án þess að mæla orð áf vör-
um. Eiginmaðurinn og kirkju-
þjónninn seldi dagblaði einu
nýjan stafla af ástarbréfum
konu sinnar fyrir 400 dali, og
iðraði þess mest að hafa ekki
heimtað meira.
Morðkvöldið
Morðkvöldið, fimmtudaginn
14. september, hafði frú Mills
hringt hvað eftir annað til
prests úr húsi nágranna síns,
saumakonunnar ungfrú Oples,
sem leigði aðgang að síma.
Síðast hringdi hún kl. 19,15.
Séra Hall sagði konu sinni,
að frú Mills væri í vandræð-
um með læknareikning, sem
hún botnaði ekkert í, og hann
ætlaði að labba yfirum og að-
stoða hana smávegis.
En prestur og ástkona hans
hittust ekki heima hjá henni.
Nokkrum mínútum siðár hélt
frú Mills að heiman. — Hvert
skal halda? spurði eiginmað-
urinn, sem stóð og dyttaði að
gluggum. — Eltu mig og sjáðu,
sagði konan hlæjandi og fór.
Þetta var um kl. átta að
kvöldi.
Kirkjuþjónnlnn dundaðl einn
við starfa sinn fram til kl.
hálf ellefu. Nábúamir heyrðu
smíðahöggin lengi fram eftir.
Kl. um það bil 23 tók hann
að undrast um frúna. Hann
gekk til kirkjunnar til að gæta
að konu sinni þar, en fann
ekki, kirkjan var auð og tóm.
Svo hélt mr. Mills héim og fór
í rúmið. Kl. 2 um nóttina
vaknaði hann aftur, og enn var
konan ókomin. Hann klædd-
ist og gáði í kirkjunni enn
einu sinni, en án árangurs.
Heima á prestsetrinu sat
prestsfrúin og lagði kabal. Um
tíu leytið um kvöidið kom
WiIIie, bróðir hennar, niður í
stofuna og bauð henni góða
nótt. Wiilie þessi var sérvitur
náungi, svo ekki sé sagt
heimskur, og prestshjónin
höfðu orðið að taka hann að
sér. Frúna tók nú að undra
fjarveru prests. Hún sagði löff-
reglunni síðar,, að hún hefði
gengið til náða en vaknað aft-
ur kl. hálf þrjú um nóttina og
orðið mjög hrædd þegar hún
sá að presturinn var enn ekki
kominn heim Hún vgkti Willie
Framhald á 7. síðu.
FRAMTÍÐARSTARF
H AGRÆÐIN GARSTARF '
Vinnumálasamband samvinnufélaganna óskar að ráða í þjónustu sína
mann til sérfræðilegra starfa á sviði hagræðingartækni.
Starfið mun hefjast á 10—12 mánaða launuðu námi í rekstrartækni, nú-
tíma rekstrarskipulagi og hagræðingartækni, sem fer fram hér á _landi
og erlendis. \ ’
Æskilegt er, að umsækjendur séu verkfræðingar eða tæknifræðingar, en
hagfræðingar og viðskiptafræðingar koma einnig til greina.
Góð þekking á ensku og einu norðurlardamáli er nauðsynleg.
Umsóknir um starf þetta skulu sendar Vinnumálasambandi samvinnufé-
laganna. Pósthóif 180. Feykjavík, fvrir 10. sept. n.k.
Frásögn af gömlu glæpamáli, er gíf-
urlega athygli vakti um öll Bandarík-
in og er enn ekki upplýst að fullu.
M0RÐ
UNDIR
EPLA TRÉ
AUur bærino New Bruns-
wick vissi um ástarævintýrið
milli prestsins os söngkonunn-
ar ungu í kirkjukórnum.
\
*
* i
>