Þjóðviljinn - 03.09.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.09.1964, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 3. september 1964 ÞIÖÐVILIINN UND/R EPLA TRÉ MORÐ Framhald af 4. síðu. og saman héldu þau í rann- sóknarleiðangur til kirkjunn- ar. Mr. Mills hlýtur að hafa verið þar staddur fám mínút- um áður, en ekki hittust þau. Prestsfrúin gekk fram og aftur í herbergi sínu það sem eftir var naetur og beið. Kl. 7 um morguninn hringdi hún til lögreglunnar án þess að láta nafns síns getið og spurði, hvort nokkurt dauðaslys hefði verið tilkynnt. Svq var- ekki, og hún lagði heyrnartólið á. Síðan hélt hún til íbúðar kirkjuþjónsins og spurði, hvort einhver væri veikur þar. „Konan mín hefur ekki verið heima í nótt”, sagði mr. Mills. „Ekki maðurinn minn heldur”, sagði frúin. Kirkjuþjónninn sagði lög- reglunni síðar, að prestsfrúin hefði velt því fyrir sér, hvort þau skötuhjúin hefðu stungið af, en síðan sagt: „Þau eru sjálfsagt dauð og koma aldrei aftur heim”. f>að var ekki fyrr en föstu- dagskvöld, sem frú Hall til- kynnti lögreglunni, að maður hennar væri horfinn. Morgun- in eftir fundust líkin. Handtaka Innan skamms voru meir en hundrað blaðamenn komnir til bæjarins. Kögreglan reifst um það, hver ætti að rannsaka málið, því líkin höfðu fundizt á mörkum tveggja lögsagnar- umdæma, Middlesex og Somer- set. Blaðamenn voru á hælum lðgreglumannanna í löngum röðum. Allir, sem við málið voru riðnir, birtu blaðayfir- lýsingar. Prestsfrúin var sú eina sem neitaði að tala við blaðamenn hvað þá halda þlaðamannafund — -en það þótti lögreglunni einkar grun- samlegt. Eftir nærri því mánuð, nán- ar tiltekið mánudaginn 8. okt. handtók svo lögreglan mann, sem enginn hafði grunað. Þetta var ungur piltur, Cliff Hayes að nafni og var ifélagi Raymonds, piltsins sem hafði fundið líkin ásamt stúlkunni Pearl Bahmer. Morðnóttina höfðu þeir Cliff Qg Raymond verið saman og Cliff borið skammbyssu. Piltamir höfðu elt Pearl Bahmer sem var á ferli með föður sínum, al- ræmdum fyllirafti. Margir grunuðu Bahmer um að fremja sifjaspell með dóttur sinni, enda hafði hún sjálf skýrt frá því, að svo væri. Raymond sagði nú lögreglunni, að er þeir hefðu elt þau feðginin, hefði Cliff skotið prestinn og ástkonu hans. Meðan á eftir- förinni stóð, hefðu þeir misst sjónar á Pearl og föður henn- ar, og þegar þeir hefðu séð mann og konu á Philips Farm, hefði Cliff haldið, að hér væru þau feðginin komin, og skot- ið þæði. Cliff Hayes neitaði þessu með öllu, en var settur í gæzlufangelsi. Nokkrum dög- um síðar sagði svo Raymond, að framburður sinn hefði ver- ið falskur og lögreglan neydd- ist til þess að sleppa Cliff. Rajrmond var ákærður fyrir meinsæri, Pearl kærði föður er gamli var tekinn höndum. En mQrðmálið sjálft var enn óupplýst, Vitnið Þá kom fram vitni í málinu Þetta var fimmtug kona, frú Gibson að nafni, sem hafði atvinnu af svinarækt. Hún bjð ein sér i gamalli hlöðu ekki langt frá Philips Farm, þar sem líkin fundust. Morðkvöld- ið hafði frú Gibson, að eigip sögn, heyrt til mannaferða á. bóndabýlinu. Helzt kom henni til hugar, að hér væru þjófar á ferð, og söðlaði múldýr sitt og hélt á þjófaveiðar. Er hún nálgaðist eplatréð heyrði hún raddir í háarifrildi. Kona heyrðist veina; síðan skothvell- ur og þrír þar á eftir. Frú Gibson þekkti ekki einn af þátttakendum, en þeir höfðu að hennar sögn verið margir, sennilega þrír auk þeirra, sem drepin voru. Frú Gibson keyrði múldýrið sporum og reið sem fljótast hún mátti til síns heima. llögreglan hafði í fyrstu enga sérstaka trú á þessari frásögn. En svo bætti frú Gibson um betur. f annarri úfcgáfu taldi hún að morðingj- arnir þrír hefðu verið prests- frúin, Willie bróðir hennar og annar bróðirinn til, Henry Stevens að nafni. Henry þessi Stevens bjó aðeins fáa km frá Brunswick. Og enn endurbætti frú Gib- son söguna. Hún hafði sem gé séð meira, því kl. eitt um nótt- ina hafði hún enn á ný riðið á múldýri sínu til trésins, Máninn var þá kominn hátt á loft, og í tunglskininu kvaðst hún hafa séð prestsfrúna, frú Hall, grátandi yfir- líkunum. Enn tók lögreglan frásögn frú enda hafði hún á sér miður gott orð. En svo kom í ljós, að veðurfræðingar staðfestu það, að tunglið hefðj komið upp þessa nótt við miðnætti, eins og kella sagði — svo að frá veðurfræðilegu sjónarmiði að minnsta kosti gat saga hennar staðizt. Þar við bættist vitni, sem hafði séð frú Gibson á þeysireið á múldýrinu. Enn kom fram vitni sem hafði heyrt skotin, fyrst eitt og svo þrjú hvert á eftir öðru. Þetta átti að hafa verfcð á svipuðum tíma og frú Gibson sagði. í árslpk 1922 kom málið að lokum fyrir rétt. Allir sem við málið voru riðnir voru vendi- lega yfirheyrðir og svörin hraðrituð Kviðdómur komst síðan að þeirri niðurstöðu, að enginn skyldi ákærður. Málið yrði lagt til hliðar. Málíð tekið upp Nú liðu fjögur ár, og alltaf öðru hverju rituðu blöðin um málið. Árið 1926 ákvað svo mr. Bergen, sem þá var orð- inn nýr opinber saksóknari, að taka málið upp að nýju. Berg- en var undir sterkum þrýst- ingi frá blöðum og ekki bætti bað úr skák, að allskonar sögu- sagnir voru á kreiki um mál- ið. Sérstakur ákserandi 'var út- nefndur í málinu og hét sá Simpson. f júlf 1926 hófst Simpson handa fyrir alvöru. Hann á- kærði og lét handtaka prests- frúna og bræður hennar tvo, Henry og Willie, Var þeim gefið að sök að hafa frarnið morðin í sameiningu. Ákær- andinn taldi að prestsfrúin hefði gegnum aukatæki heyrt síðasta símtal manns síns og hórkonu hans, og tekið þá á- kvörðun að ryðja þeim báðum úr vegi. Bræðurna hefði hún svo fengið sér til hjálpar. Fjarverusönnun frú Hall var að verulegu leyti bundin Willie •— sem einnig var á- kærður fyrir morðið. Henry Stevens var stangarveiðimaður af ástrfðu. og gat það eitt frá ferðum sínum sagt, að hann hefði setið og dorgað morð- kvöldið likt og öll önnur kvöld. Frú Gibson var aðalvitni lög- reglunnar. Eftir því sem á málið leið varð hún vissari ! sinnj sök að það væru systkin in þrjú, sem hún hefði séð Ofaná betta bættist. að fingra för Willie fundust á nafn snjaldinu, sem reist hafði w 'ð unp við fót nrestsins Réttarhöldin hófust 1926 og stóðu í nærri fjórar vikur, og. vitnin voru eitthvað um 160 ■» talsins. Hinir ákærðu höfðu her lögfræðinga sér til vam- ar, og vart þarf að geta þess, að almenningur barðist um hvert sæti í réttarsalnum. En einmitt þegar ákærandinn hugðist leiða höfuðvitni sitt, frú Gibson, bárust fréttir af þvi, að svínaræktarkonan hefði veikzt og verið lögð inn á sjúkrahús. Dag hvem bárust réttinum fregnir af líðan henn- ar, og svitinn draup af ákær- andanum. Að lokum missti ákærand- inn þolinmæðina og lét sig hafa það að ræna frú Gibson úr sjúkrahúsinu — eða fast að þvi. Hann birtist á sjúkra- húsinu með hóp af lögreglu- mönnum og undir fokvondum mótmælum yfirlæknisins lét hann flytja kellu á spítala, sem var samvinnuþýðari við yfir- völdin. Eftir að hafa litið fljót- lega á frú Gibson lýsti yfir- læknirinn á hinu nýja sjúkra- húsi yfir því, að sú gamla væri hvergi nærri dauðvona og gæti mætt í réttarsalnum eftir fáa daga. Á kviktrjám var frú Gibson borin inn í réttarsalinn og end- urtók sögu sína af morðnótt- inni fyrir fjórum árum, Til þess að veikja framburð frú Gibson höfðu verjendur tekið það til bragðs að setja á fremsta bekk móður vitnisins. Þama sat svo gamla frú Gib- son og tautaði í sífellu undir sögu dótturinnar: „Hún lýgur, hún lýgur“. Samkomulagið var nefnilega ekki sem bezt á þeim bæ með móður og dóttur. En svínaræktarfrúin hélt fast við sitt og þegar kviktrén hurfu út úr réttarsalnum lyfti hún tíu fingrum skinhoruðum tij guðs því til sönnunar, að rétt væri með allt farið. Hinir ákærðu voru gllir sýknaðir. En. núverandi Qpin- beri ákærandi 1 Somerset seg- ir, að hann muni taka málið upp að nýju ef hann geti bara fundið ný gögn til að byggja á. Af helztu bátttakendum þessa harmleiks er það kirkju- þjónninn, Mills, sem eipn Jif- ir eftir i hárri elli, og ætlar sér hreint ekki að deyja að svo stöddu. E-t.v. er hann sá seki, Hver myrti , . . ? Og nú getur lesandinn s.jálf- ur getið sér til um það, hver myrti velæruverðugan prestinn séra Hall og hórkonu hans frú Mills, Var það — þrátt fyrir sýknndóminn — prestsfrúin og þræður hennar? Var það for- smáður kirkjnþjónn, sem að lokum vaknaði til „dáða“? Kannski var það Cliff Hayes eins og Raymond hélt fram í fyrstu. Oc hver veit nema Raymond sjálfnr hafi komið presti fyrir kattamef i þeirri trú að þarna væri unnusta hans og karl faðir hennar á ferð. Eða svínaræktarkonan sjálf? Skaut hún þau e.t.v. í þeirri trú, að þarna væra þjófar á nóttu? Skyldi Ku-klux-klan hafa staðið að morðinu svo sem ti! hefnda fyrlr forkastanlegt sið- ferfti klerks? Sennilega fáum við aldrei að vita rétta svarið. Á annað hundrað íbúðir og einbýl- ishús Við höfum alltaf til sölu mik- ið úrval af íbúðum og ein- býlishúsum af öllum stærð- um. Ennfremur bújarðir og sumarbústaði. Talið við oJckur og látlð vita hvað ykkur vantar. Málflutnlngsskrlfjtof*: . » bórvaiður K. borsfciníson Mlklubrsut 74. • Fastelgriíj'líiklptl! Guðmundur Tryggvason $lnil 22790. . ' i ÓDÝRT -ÖDÝRT Seljum næstu daga ELDHÚSBORÐ — STÓLA og KOLLA á sérstaklega hagstæðu verði. H N O T A N , húsgagnaverzlun, Þórsgötu 1 — Sími 20820. jr jr Utsala — Utsa/a Mikil verðlækkun. G/ugginn Laugavegi 30. Sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn. Mars Trading Company, Klapparstíg 20. Sími 17373. Skóla- dg skjaiatöskur fyrirliggjandi. — Heildsölubirgðir. DAVÍÐ S. JÓNSSON & Co. h.f. Slmi 24-3-33. sinn fyrir sifjaspell og Bahm- Gibson með mestu tortryggni, TIL SðLU 2ja herb. fbúðir við Hraun- teig. Njálsgötu, Laugaveg. Hverfisgötu Grettisgöbu. Nesveg, Kaplaskjólsveg, — Blönduhlíð Miklu- braut, — Karlagötu og viðar. 3ja herb. íbúðir við Hriúg- braufc Lindargötu Ljós- heima. .Hverfisgötu, Skúlagötu, Melgerði Efstasund, Skipasund. Sörlaskjól. — MávahlíS. Þórsgötu og viðar 4ra herb íbúðir við Mela- braut Sólheima. Silfur- teig. Öldugötu Leifsgötu Eiríksgöfcu, Kleppsveg Hringbraut. Seljaveg Löngufit. Melgerði. Laugaveg. Karfavog og vfðar. 5 herb íbúðir við Máva- hlíð. Sóiheima, Rauða- læk Grænuhlið Klepps- veg Asgarð. Hvassaleiti- Óðinsgötu. Guðrúnargötu. og víðar. tbúðlr i smíðum við Fells- múla Granaskjó! Háa- lelti. Llósheima, Nýtýla- veg Álfhólsveg. Þinghóls- braut og víðar Eínbýlishús á vmsum stöð- um, stér og lftil. FastftirnssálaR Tjarnargötu 14. Simar; 20196 — 20625. ALMENNA FASTEiGN ASAl AN 2—3 herb. íbúð 1 úthverfi borgarinnar eða i Kópa- vogi. með góðum bílskúr. 2—5 herb fbóðir og hæð- jr 1 borginnf og Kópa- vogi Góðar útborganir. TIL SÖLU; 2 herb. ibúð á hæð f timb- urhúsi < Vesturborginni hitaveita útb. kr. 150 bús., laus strax. 3 herh nýstandsett hæð við Hverfisgötu. sér inngangur. sér hitaveita. laus strax. 4 herh hæð við Hringbraut með T rb. o. fl I kjall- ara. sér inngangur sér hitaveíta eóð kjör. 4 herb. nýlea . hæð á faliegum stað f Kópa- vogi. sér bvottahús á hæðinni. suðursvalir. sér híti, bflskúr, mjög góð kjðr B þerb. vðnduð íbúð 135 ferm. á hæð við Ásgarð ásamt herb. f kjaHara. svalir, teppi, 5 herb. ný og giæsileg f- búð f báhýs! við Ról. heima. teppaiögð og fúll- frágengin. laus strax. HAFNARFJÖRÐUR: 3 herb hæð f smfðum á faiiegum stað, sér fnn- eangur, sér hitavelta, frá- gengnar. Snnnglörn út- borgun. kr.‘ 200 þús lán- aðaT til 10 ára. árs- vextír. FinhýHshtts við Hverfis- eötu. 4 herb nýlegar innréttingar. tennsinet bfiskúr. eignarlóð 5 herh ný og glsesileg bæð við Hringbraut. stórt vinnuherbersi f fciallam Mlt sér. Glæsileg lóð Laus strax - 'wnaHRKFPTTR: "ið Löngnflt 3 herb. hæð. komin undir tréverk og fokheld rishæð ca. 80 ferm. Góð áhvflandi lán i sanngjarnt verð StÐA 7 Kvöldsími: 33687 HÖFUM KAUPENDUR AÐ: 2 herbergja nýlegri íbúð. Til mála kemur tilbúið undir tréverk. Stað- greiðsla. 4 herbergja fbúð í sambýl- ishúsi. > 3 herbergja nýlegri íbúð i sambýlishúsi i Háaleit- ishverfi, eða Hlíðahverfi. Mikil útborgun. TIL SÖLU: 3 herbergja fbúð í Ljós- heimum. Nýleg. 3 herbergja kjallaraíbúð I Vogunum. Tveggja íbúða hús. Allt sér. þar á með- al þvottahús. Bílskúrs- réttur. skiptur garður, ef þess er óskað. 3 herbergja vönduð íbúð^ á glæsilegum stað f nýj- asta hluta Hlfðahverfis. Harðviðarinnréttingar 2. hæð. Lóð frágengin. og gata malbikuð. 4 þerbergja íbúð f nýlegu sapnbýlishúsi f Vesfcur- þænum, 5 herbergja íbúð með sér- inúgapgi í 10 ára gömlu húsi í Vesfcurbænum. 1. hæð. 5 herbergja glassileg enda- fbúð í sambýlishúsi við Kringlumýrarbraut, Sér hitayeita, tbúðin selst fullgerð til afhepdingar 1. ofctóber pæstkomandi. 3—4 svefnherbergi. Harð- viðarinnréttingar, tvenn- ar svalir og bílskúrsrétt- ur. Aðeins 8 fbúða hús. Stórt lán til langs tíma og með lágum vðxtum getur fylgt. 4 herbergja ca. 120 ferm. fþúð á 2, hæð f nýlegu steinhúsi við Kvisthaga. Tvennar svalir, hitaveita. Stór bílskúr af vönduð- usfcu gerð fylgir. 6 herbergja fullgerð fbúð f tvíbýjishúsi á Seltjamar- nesi. Óvenju glæsileg efri hæð. Góður staður. TIL SÖLU I SMfÐUM: 210 fermetra ehjbýlishús f borginni er til sölu. Selst uppsteypt Aflt á eirmi - hasð Glæsilegt umhverfi, snjöll teikning eftír kunnan arkitekt. 150 fermetra lúxusíbúðir. Tvær í sama húsi á hita- veitusvæðinu f Vestur- bænum. Seljast fokheld- ar. Tveggja íbúða hús. 150 fermetra fokheldar hæðir f Kópavogi og á Seltjamamesi. 5 herbergja hæðir á falleg- um stað á Nesinu. Sjáv- arsýn. Bflskúr á jarðhæð. AUt sér 3 fbúða hús. 2 herbergja fokheldar hæð- ir f ausfcurborginnf. 3 herbergja fokheldar haeð- ir á Seltjaroamesi 4 herbergja fokheldar hseð- ir á Seltjamamesi. 4 herbergja fbúð tilbúin undir tréverk og máln- ingu f Heimunum. 6 herbergja lúxusíbúð f Heimunum. Selst tilbúin undir tréverk og máln- ingu með fullgerðri sam- eign. Til afhendingar nú begar. 180 fermetra hæð í húsi við Borgargerði, Selst fokheld. Óvenju glæsi- leg hæð. Áskriftarsíminn eí 17-500 ÞJÓÐVILJINN A I 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.