Þjóðviljinn - 03.09.1964, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 03.09.1964, Qupperneq 10
Kjörbúðarvagninn er þarfaþing Kjörbúðarvagn frá Kaupfé- lagi Hafnfirðinga hefur nú ekið um Silfurtúnið í eitt ár og fróðlegt að kynnast við- horfum húsmóður þ?,r, sem hefur notið þessarar þjón- ustu um eins árs skeið. Við börðum að dyrum hjá Guðnýju Einarsdóttur til heimilis að Smáraflöt 9 i Silfurtúninu. Ekki get ég hugsað mér að missa þessa þjónustu eftir þá reynslu, sem ég hef haft eft- ir árið, segir Guðný. Ég er bíllaus og við skipt- um áður við Austurver i Reykjavík. Bóndinn vinnur . vaktarvinnu og þrjú börn eru á heimilinu og óhægt um' vik að fara langar Xeiðir í verzlunarerindum. ☆ Einkennileg deila hefur risið upp um tilvist kjörbúð- arvagna og hvort leyfa skuli notkun þeirra. Þessi deila hljóp af stokkunum, þegar kjörbúðarvagn frá KRON tók að aka um Kópavoginn og létta undir viðskiptum við heimili langt úr verzlunar- leið. ☆ Bæjarfógetinn í Kópa- vogi reið á vaðið og vildi banna þessa vagna og taldi þá ekki uppfylla reglur heil- brigðislöggjafar og tók þar mið af verzlunum reknum i verzlunarhúsnæði. ☆ Þetta mál er nú til at- hugunar hjá Dómsmálaráðu- neytinu og fellir það úr- skurð næstu daga. Hvað er hér raunverulega að gerast á bak við tjöldin? Hyaða aðil- ar pressa á þennan hæggerða embættismann, sem hefur þótt seinþreyttur til vand- ræða hingað til? ☆ Ástæða er til þess að ætla, að matvörukaupmenn í Reykjavík standi hér á bak við tjöldin. Formaður Félags matvörukaupmanna í Reykja- vík heitir Guðni Þorkelsson og rekur Kársneskjör í Kópa- vogi. Hvaða tengsl eru milli bæjarfógetans og þessa mat- vörukaupmanns í Kópavogi? ☆ Á skal að ósi stemma og ekki er ólíklegt að reykvískir matvörukaupmenn hyggist koma þessu dýra þjónustubragði fyrir kattar- nef í Kópavoginum áður en reykvískir neytendur fengu að njóta þess í úthverfunum. ■fr Sennilegt þykir að reyk- vískir matvörukaupmenn hafi margir hverjir ekki bolmagn til þess að rísa undir svona þjónustu. Þeir eru svo smá- ir í sniðum og ekki vilja þeir missa viðskiptavini sína. fV f þessari deilu hefur þó sjónarmiðs neytenda lítið gætt og birtum við hér spjall við fimm húsmæður í Kópa- vogi og eina húsmóður í Silf- urtúninu um reynslu þeirra af kjörbúðarvögnum. TÍMASÓIJN FYRIR BÖRNIN Og það sópaði að húsmóður- inni að Fögrubrekku 13 í Kópa- vogi. Hún heitir Margrét Áma- dóttir. Of mikið að segja, að hún hafi verið grimm í skapi, en meiningin komst snuðrulaust á framfæri: Ætla þeir virkilega að banna þennan kjörbúðarvagn? Þeir vita ekki hug okkar húsmæðranna og hvað þetta er vel þegin þjónusta í verzlunarmálunum. Það eru ekki allir, sem eiga bílana og tafsamt að skjótast eftir hverju smáviki rúmlega kílómetra í næstu búð. Annars ættirðu að tala við, eldri dóttur mína og heyra i henni hljóðið. Sendiferðir á heimilum lenda oft á krökkum og það er timasóun frá námi að hendast oft langar leiðir í búð- ir. Þessir aumingjar þurfa líka að sinna sínu. Hríðarveðrin, hér á hálsinum eru heldur ekkert barnagaman og slysahætta mik- il við Reykjanesbrautina. Það yrði mikil eftirsjá eftir þessum kjörbúðarvagni hér um slóðir. \ BURÐURINN VAR UPPlMÓTI Hún er sex bama móðir og dagsins önn er mikil að Hlað- brekku 5 í Kópavogi, — heitir Valgerður Einarsdóttir og fórust henni svo orð um nýja kjörbúð- arvagninn: Þetta voru mikil tíðindi á mínu heimili, þegar hægt var að kaupa algengustu nauðsynjavör- ur svona rétt við bæjardymar og hefði svona þjónusta mátt sjá dagsins Ijós fyrr á þessum slóðum. Hér eru margar barnafjöl- skyldur við þessa götu og þetta er svo til austast í austurbæn- um og rúmlega kílómetri í næstu búð. Éé er rúmlega tuttugu mínút- ur að labba þennan spöl og burðurinn til baka er uppímóti. Stundum hefur maður gefið sér tíma til að bíða eftir strætis- vagni og alltaf er maður að flýta sér af því að kvíðinn sezt að manni með yfirgefin ungböm á heimilinu. Nú vilja þeir ekki leyfa þessa bjónustu. Það yrði mikil eftir- sjá eftir þessum kjörbúðarvagni á mínu heimili. Fleiri húsmæður hér í hverf- inu eru áreiðanlega sama sinnis. FYRIR OTHVERFIN I BYGGINGU Hún heitir Agnes Ingólfsdótt- ir og hefur gert út verzlunar- leiðangra á hverjum degi fyrir heimili sitt að Holtagötu 50 i Kópavogi. Fjórar angalúmr á heimilinu eru uppistaðan í þessum miklu leiðangrum dag hvem og er það ótrúlegt vesen að standa i þessu. Það er ekkert spaug að búa við götu, þar sem húsin eru í byggingu og hlýtur þjónustu að vera ábótavant í mörgu und- ir svoleiðis kringumstæðum. í nágrannalöndunum er reynt að bæta þessa þjónustu í slík- um hverfum með því að senda kjörbúðarvagna og líkar mér vöruúrvalið ágætlega í þessum kjörbúðarvagni hér og hef ekk- ert út á það að setja. Þetta er okkur ótrúlega mik- ils virði húsmæðrunum á svona stöðum og væri það með ólík- indum, ef þeir bönnuðu slíka starfsemi. SPARAR STRÆTISVAGNAÚTGJÖLD Húamóðirin að Hlaðbrekku 3 í Kópavogi er fimm bama móð- ir og hefur átt óhægt um vik að bregða sér burt af heimilinu í verzlunarerindum. Hún heitir Sigríður Jónsdóttir og lagði þetta til málanna: Þessi kjörbúðar- vagn er bezta þjónustubragð við okkur húsmæður og er til mik- ils hagræðis. Það væri mikil missa af hon- um og hefði betur verið látið ó- gert að kynna okkur svona þjón- ustu. ef við ættum svo að hverfa aftur til sama vandræðaástands- ins. Við spörum líka átta krónur í strætisvagna á dag og ég ætla ekki að lýsa þvi, hvað það er erfitt stundum fyrir húsmæður með mörg böm að komast frá þeim. Margrét — hríðarveðrin á hálsinum Valgerður og þrjár dætur — kílómeter í næstu búð. Agnes og börnin — vöruúrvalið got*. DIOÐVUII Fimmtudagur 3. saptember 1964 — 29. árgangur — 198. tölublað. Æ’ Osæmileg framkoma í garð kennara við Háskóia ísiands ■ Vakið hefur athygli að skipt hefur verið um kenn- ara í þýzku við BA-deild Háskólans með óvenjulegum og lítt sæmilegum hætti, og hefur skiptunum verið mótmælt opinberlega af hálfu nemenda. Stúdent sem numið hefur þýzku við deildina þirti 19. þ.m grein um málið í Tímanum og segir þar m.a. að „þessi manna- skipti geti haft mjög óþægilegar afleiðingar fyrir okkur, sem vorum orðin vön fráfarandi kennara og kennsluaðferðum hans“. Stúdentinn segir síðan að kennaraskiptin hafi verið ráð- in fyrirvaralaust, og án þess að kennarinn segði upp starfi og án þess að hann væri lát- inn vita, og hafi frétt það á skotspónum að annar maður hafi verið ráðinn til starfans. Þjóðviljinn hefur snúið sér til kennarans sem fyrir þessu varð, Þorgeirs Einarssonar. og beðið hann að skýra lesendum blaðsins frá gangi þessa máls. Þorgeir hefur stundað nám við háskólann í Vín, á árunum 1951—1958 og lagt stund á þýzku, ensku og heimspekisögu. Próf- ritgerð hans fjallaði um William Morris og samband hans við Is- lendinga. • - , tH Hóf kennslu haustið 1961 Um kennslu sina við Háskól- ann og hinn snögga endi henn- ar segir Þorgeir: Það var sumarið 1960, sem Ingvar Brynjólfsson kom að máli við mig og bað mig að kenna fyrir sig þýzku við BA- deild Háskólans veturinn 1960— ’61. Ég sagði honum að þýzka væri formlega mitt aukafag, en hann sagðist vita það. Nokkru síðar átti ég tal við prófessor Guðna Jónsson, sem þá var forseti heimspekideild- ar, og sagðist hann fallast á að ég kenndi fyrir Ingvar. Ég ben.ti honum einnig á að þýzka væri aukafag mitt. Ekki vgrð þó úr að ég færi til Háskólans um haustið, vegna veikinda minna. Það var ekki fyrr en haustið 1961 að ég hóf kennslu við Háskólann. -fclHefur kennt þrjá vctur Að lokinni kennslu um vorið skýrði prófessor Matthías Jón- asson mér frá því, að Ingvar Brynjólfsson hefði fengið lausn frá kennslu við Háskólann, og fór fram á, að ég héldi áfram að kenna við deildina. Ég greindi þá prófessor Matthíasi frá námi mínu og þvi að ég hefði skrifað ritgerð mína um Wiliam Morris og yrði enska af þeim sökum að teljast min aðalgrein. Ekki tali prófessor Matthías að þau formsatriði skiptu máli. Hélt ég áfram kennslu við deildina næstu tvo vetur. Þegar ég lauk kennslu í vor, vissi ég ekki annað en ég hæfi kennslu við deildina aftur í haust, enda hafði prófessor Hreinn Benediktsson, sem nú er forseti heimspekiderldarinnar, ekki sagt mér að deildin hyggi á að fá annan kennara. ★I Fyrirvaralaus kennaraskipti Svo var það dag einn í byrjun ágúst. að ég hafði af því spurn að prófessor Hreinn hefði ráð- ið annan maim í minn stað. Frétimar bárust mér frá óvið- komandi manni. Ég vil taka fram að lokum að ég var aldrei settur eða skipaður í starfið af ráðherra, aðeins ráðinn til eins árs í senn af forseta heimspeki- deildar. Þannig skýrir Þorgeir Einars- frá málinu, og er ekki ólíklegt að slík framkoma ráðamanna við Háskóla íslands veki athygli og hana ekki þægilega fyrir hina virðulegu stofnun. Almean samkoma í Þjóðleikhúsinu í kvöld efnir Lútherska heims- sambandið til almennrar sam- komu í Þjóðleikhúsinu og hefst hún með ávarpi biskups Islands, Sigurbjamar Einarssonar. Ræð- ur flytja dr. Rajah B. Manikam biskup á Indlandi og dr. Sig- urd Aske stjórnandi útvarps- stöðvar heimssambandsins í Addis Abeba. Einnig kynna for- seti Lúherska heimssambands- ins, dr. Fredrik A. Schiötz og framkvæmdastjóri þess, dr. Kurt Schmidt-Clausen sambandið. Pólí- fónkórinn syngur undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar og Sig- urður Björnsson syngur einsöng. Undirleik annast Guðrún Krist- insdóttir. 22 hæstu síldarskipin á miðnætti si. laugardag Sigríður og dæturnar — það væri mikil missa Landssambaiid íslenzkra út- vegsmanna befur gefið út skýrslu um afla síldveiðiskipanna í sumar miðað við miðnætti sl. laugardag. Frá því siðasta skýrsla var gerð fyrir hálfum mánuði hafa aðeins veiðzt 15— 16 þúsund mál og litlar sem engav breytingar orðið á afla m-Trgra skipanna og verður skýrslan því ekki birt í heild hér í blaðinu að þessu sinni en hér á eftir fer skrá yfir þau 22 skip sem aflað höfðu yfir 18 þús. mál og tunnu,- á mið- nætti sl. Iajgardag: Jörundur III., Rvík, 30.792 Jón Kjartansson, Eskif., 28.665 Snœfsll, Atoureyri, 27.044 Höfi'ungur III., Akran., 25.500 Sigurpáll, Garði. 25.159 Sigurður Bjamas., Aeyri. 24.158 Helga Guðmundsd., Patr., 22.964 Helga, Rvík, 22.283 Bjarmi II., Dalvík, 21.879 Reynir, Vestmeyjum, 20.383 Hafrún., Bolungarv., 20.105 Þórður Jónass., Rvík, 19.955 Sólfari, Akranesi, 19.851 Ámi Magnúss., Sandg.. 19.»94 Ólafur Friðbertss., Súg.f., 19.596 Pétur Ingjaldss., Rvík. 19.069 Hrafn Sveinbj.s., III, Grv. 19.007 Þorbjöm II.. Grindav., 18.987 Faxi, Hafnarfirði, 18.928 Ófeigur II., Vestm.eyjum, 18.800 Guðrún Jónsdóttir, ísaf., 18.681 Loftur Baldvinss., Dalvík. 18.403 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.