Þjóðviljinn - 08.09.1964, Page 8
g SlÐA
— Þú ert efcki leikari lengur,
hélt Bresach áfram. Þú ert gáf-
aður, duglegur máður með góða
rödd, sem virðist alltaf vera á
mörkum þess að verða leikari en
fer aldrei yfir strikið. Er þetta
nógu ljóst?
— PuUkomlega Ijóst, sagðd
Jack.
— Og þótt þú ■ vserir leikari,
þá ert þú ekki Stiles. Þú ert
betri en Stiles að sjálfsögðu, í
þvi sem Stiles hefur gert fram
ac þessu en það er vegna þess
að hann hefur verið svo slæmur.
Delaney frysti þessa vesalings
byttu svo skelfilega, að hann
kom aldrei uppúr sér óbjagaðri
setningu.
— Hvað leggurðu til að við
gerum?
— Ég legg til, að við þíðum
hann, sagði Bresach rólega og
blés frá sér stóru reykskýi.
Þurrkum hann upp og þíðum
hann í sömu lotu.
— Hvemig hefurðu hugsað þér
að við gerum það? spurði Jack.
— Ég las handrit Sugarmans
i kvöld, sagði Bresach og virt-
ist ekki hafa tekið eftir spum-
ingu Jacks. Hann benti á hand-
ritin, sem lágu á stólnum við
hlið hans. Ég fékk Hildu til að
finna það handa mér. Mig lang-
aði til að sjá hvemig sagan
leit út áður en Delaney fór að
róta í henni. Mér datt í hug að
ég gæti kannski fundið fáein at-
riði til að hjálpa Stiles ....
— Jæja, og hvað fannstu svo?
— Svínarí, að sjálfsögðu. sagði
Bresach. Það var það sem ég
fann. I handriti Sugarmans er
verið að segja sögu mannsins. en
Delaney varð ástfanginn af
Barzelli og sneri öllu saman við^
En frásögnin þolir það bara
ekki. Þess vegna eru öll þessi
leiðindaatriði með Barzelli í for-
grunninum að gera ekki neitt,
greiða sér kannski. eða glápa
útum gluggann með tilfinningu
eða hátfa sig og sýna á sér fal-
legu fótleggina og þetta eyði-
leggur allt saman gersamlega.
Og það eina sem Delaney gat
fundið handa Stiles var að ganaa
edns og svefngengill um alla
kvikmyndina eins og þunglynd-
islegur St. Bemhardshundur og
segja með tilfinningu: Ég elska
þig. Ég fann sitthvað fleira en
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslu og
snyrtistofu STEINU og DÓDÓ
Laugavegi 18. III. h flyftaj —
SÍMI 2 46 16.
P E R M A Garðsenda 21. —
SIMI: 33 9 68. Hárgreiðslu og
snyrtistofa.
D 0 M U R !
Hárgreiðsla við allra hæfi —
TJARNARSTOFAN — Tjamar-
götu 10 — Vonarstrætismegin —
SÍMI: 14 6 62
HARGREIÐSLUSTOFA
AUSTURBÆJAR, - íMarla
Guðmundsdóttir) Laugavegi 13
— SÍMI' 14 6 56 — Nuddstofa 4
sama stað.
eitt lítið atriði í handriti Sugar-
mans. Hann lét manninn vera
ölvaðan megnið af tímanum og
gera gys að sjálfum sér og mæla
þvert um hug sér og hann læt-
ur hann fara illa með kven-
manninn og hata hana talsvert
miklu meira en hann elskar
hana. Þetta er gott hlutverk, og
Stiles getur ledkið það afbragðs-
vel.
— Já. kannski, ef hann heldur
sér þuirum, sagði Jack.
— Vissirðu að Stiles bragðaði
ekki dropa af víni fyrsta hálfan
mánuðinn sem upptökumar
stóðu yfir?
— Nei, ég vissá það ekki, sagði
Jack.
— Nei, en það er nú satt
samt. Svo komst hann að því
hvemig Delaney var að fara
með hann og þá gafst hann upp.
sagði Bresach. Og fyrst hann
gat þetta fyrsta hálfa mánuðinn
þá ætti hann líka að geta það
í lokin. Ef hann er sannfærður
um að það sé ekki til einskis.
— Hvernig getum við sann-
fært.hann?
— Með þvf að taka eins mikið
af upphaflegu atriðunum með og
við getum — eða taka lausar
línur og nærmyndir og skeyta
þeim inn þar sem við á. Og
jafnvel þau atriði, sem við get-
um ekki breytt, getum við látið
tala inn aftur með Barzelli og
Stiles en í öðrum anda. ölvaður,
kaldhæðinn, bitur .... Og þar
sem ekki er hægt að sleppa við
gomlu setningamar og þær eru
svo hroðalegar að ekki er hægt
að afbera þær, getum við skellt
inn tónlist eða hávaða frá jám-
brautalestum eða einhverjum öðr.
um hamagangi, til að drekkja
því allraversta. Við getum sann-
fært Stiles um það að okkur
sé alvara með því að hjálpa
honum, gefa honum tækifæri,
sýna að við treystum honum og
trúum því að hann geti ráðið
við þetta ....
Meðan Jack hlustaði á hann
alvarlegur og svipbrigðalaus.
fann hann hvernig hann smitað-
ist af ákafa unga mannsins,
skarpskyggni hans og innsæi,
hinni óbrigðulu tilfinningu hans
fyrir því sem var athugavert
við kvikmyndina og hvað hægt
værí að gera til að bæta ýr því.
Allt í einu var Jack orðið létt-
ara um hjartað, honum hvarf
þreytan. og hann fylltist sjálfur
brennandi löngijn til að bjarga
kvikmyndinni. Honum varð
ljóst að hann hafði ekki fundið
hjá sér slíka kennd síðan í þá
góðu gömlu daga fyrir strí^ið,
þegar hann og Delaney sátu
saman nótt eftir nótt og rök-
ræddu og hrópuðu og hlógu
meðan á vinnunni stóð. Ágætt.
sagði hann og benti á handritin
tvö á stólnum. Sýndu mér hvað
þú heldur að hægt sé að gera.
Bresach lagði handritin tvö á
borðið og hendur hans skulfu.
Við byrjum á því — Hann reis
á fætur. Fyrirgefið þið, en ég
þarf að kasta upp aftur.
Hann flýtti sér gegnum veit-
ingasalmn og fram á karlasal-
ernið. _
— Vesalings pilturinn, sagði
Max sorgbitinn. Allur þessi góði'
matur.
Þegar Bresach kom til baka,
var hann fölur en rólegur. Hann
ÞIÓÐVILIINN
Þriðjudagur 8. September 1964
settist við hliðina á Jack og þeir
fóru að yfirfara handritin tvö.
blað fyrir blað. Klukkan var
meira en eitt, þegar þeir voru
búnir, og það var búið að deyfa
Ijósin í öðrum álmum veitingá-
hússins, og þjónninn þeirra
stóð sofandi upp við súlu.
— Þá skal ég biðja Holt um
viðbótartíma. sagði Jaek. Undir
eins.
Hann gekk að símanum og bað
um símanúmerið hjá Holt. Það
var svarað undir eins og hann
heyrði rödd Holts, hýra og
hressilega: Halló?
Jack flýtti sér að útskýra
hvað hann og Bresach hefðu
haft fyrir stafni og til hvers
þeir þyrftu viku í viðbót.
— Ábyrgist þú að það borgi
sig? spurði Holt.
— Það er aldrei hægt að á-
byrgjast neitt í svona málum,
sagði Jack. Ég get aðeins sagt,
að ég held að það sé ómaksins
vert.
— Það er nóg fyrir mig, Jack.
sagði Holt. Þú færð þessa viku.
Nei. ekki leggja á. ðg hef fleiri
fréttir að færa þér. Ég var hjá
Maurice i kvöld og hann sagð-
ist hafa lesið nýtt handrit eftir
þennan unga mann, Bresach, og
það væri mjög gott og hann
vildi gjaman taka það sem
næstu kvikmynd sína. þegar
hann kemur af spítalanum.
Hefur þú lesið það, Jack?
— Já, sagði Jack.
— Ert þú sammála því, að það
sé þess virði að leggja vinnu í
það?
— Það er fortakslaust þess
virði.
— Prýðilegt, sagði Holt. Segðu
unga manninum að mig langi
til að tala við hann á skrifstofu
64
minni einhvern tíma á morgun
til að ganga frá samningunum.
Ég verð við allan daginn. Ætl-
arðu að segja honum það?
— Já, sagði Jack. — Góða
nótt. Hann gekk aftur að borð-
inu, sem nú var atað í vindla-
ösku og bréfmiðum. Max og
Bresach höfðu fengið þjóninn til
að koma með lokaglösin af koní-
akL
— Þetta er í lagi, sagði Jack.
— Holt lætur okkur hafa viku
í viðbot.
— Já, því ekki það? sagði
Bresach áhyggjulaus. — Það er
ekkert í húfi nema peningar.
Hann reis á fætur. — Max,
fjandakornið, við verður að fara
heim að sofa.
— Og eitt enn, sagði Jack.
— Hann vill gjarnan að þú
komir til hans á skrifstofuna
einhverntíma á morgun. Ðelan-
ey er búinn að' segja honum,
hann vilji gjama kaupa hand-
ritið og kvikmynda það og Holt
ætlar að ræða um kaupin við
þig- -
— Róbert, sagði Max æstur.
— Heyrðirðu þetta?
— Já, ég heyrði það.
— Þú samþykkir þetta, er það
ekki Róbert? spurði Max.
Bresach saup síðustu konjaks-
löggina. — Kannski, sagði hann.
Hann leit hugsandi á Jack.
— Minntist Delaney ' nokkuð á
þetta við þig?
— Aðeins.
— Hvað sagði hann? Hefur
hann hugsað sér að gera breyt-
ingar?
— Hann sagðist hafa góðar
hugmyndir í þúsundatali, sagði
Jack. — Hann ætlar að beita
gömlu Delaney-sveiflunni.
— Æ, herra minn trúr, sagði
Bresach. — Og ætlar hann sjálf-
ur að vera leikstjóri?
— Já.
— En þetta er samt of gott
til að láta það fara framhjá
sér, Róbert, sagði Max.
Bresach ýtti tómu glasinu yfir
dúkinn, eins og hann færði til
mann í skák. — Andrus, sagði
hann. — Hefur þú nokkuð að
segja um þetta mál?
— Ekki í svipinn.
Bresach kinkaði kolli. — Nei,
ekki í svipinn, sagði hann. Hann
gekk af stað. — Við skulum
kioma okkur út héðan. Við eig-
um margt ógert á morgun.
Komdu heim til mín. Þar er
enginn sími sem truflar okkur.
Ég get ekki hugsað mér að
vinna á hótelinu þínu. Þar lykt-
ar allt af svikum.
Jack þóttist ekki taka eftir
þessari sneið. Ég kem klukkan
tólf. Við höfum báðir gott af
því að sofa út.
Þeir gengu þegjandi framhjá
syfjuðum þjóninum og út á
götuna. Þar var hvasst og hrá-
slagalegt og Max sagði við Bres-
ach eins og piparkerling:
—Hnepptu að þér^frakkanum.
— Jæja, sagði Bresach og dró
djúpt andann. — Við komum
heilmiklu í verk í kvöld. Hann
neri augun þreytulega. — Nú
skal ég segja þér dálítið um
sjálfan þig, Jack. Mér þykir há-
bölvað að þú skulir vera svona
skýr og duglegur. Það verður
verra og verra fyrir mig að hafa
andstyggð á þér. Hann brosti,
magur og tekinn til augnanna
í allri birtunni frá götuljósunum.
— Ef þú heyrir frá Veronicu,
sagði hann, — þá biddu hana
að koma og heimsækja okkur í
kvikmyndaverið. Svo að hún
geti séð mig í allri minni gervi-
dýrð. Það er kannski það sem
mig vantar til þess að ég hætti
að kasta upp. Andlit ástarinnar.
23
Síminn hringdi eins og vana-
lega klukkan sjö um morgun-
inn og vakti hann. Hálfsofandi
fór hann fram úr rúminu og
byrjaði að raka sig. Það var
ekki fyrr en hann var að bera
sápuna framan S sig að hann
mundi, að hann þurfti ekki að
fara í, kvikmyndaverið um
morguninn. Hann horfði gremju-
lega á spegilmynd sína og sápu-
froðan minnti á skegg og hann
var eins og rytjulegur gamall
maður, útjaskaður og illa farinn
af léttúðarlíferni. Hann þvoði
sápuna framan úr sér og
þurrkaði sér og leit aftur á
sjálfan sig. Nú var hann ekki
lengur eins og gamall maður,
en hann var með leiðindapoka
undir augunum og fölur og ó-
hraustlegur. Gramur sjálfum sér
fyrir að hafa gleymt að tilkynna
siinastúlkunni að vekja sig ekki,
fór hann aftur í rúmið. Hann
neyddi sjálfan síg til að liggja
kyrr í klukkutíma, en gat ekki
sofnað, og loks fór hann á fæt-
ur og pantaði morgunverð.
Hann opnaði ekki blöðin sem
þjónninn kom með ef ske kynni
að þar væri minnzt á útför Des-
piéres. Því minna sem hann
hugsaði um Despiére í dag og
næstu daga, því betri stjórn
hefði hann á taugum sínum.
Meðan hann var að drekka kaff-
ið sitt áttaði hann sig á því, að
það voru næstum fjórir klukku-
tknar þangað til hann átti að
hitta Bresaéh. Hann hugsaði um
hina hótelgestina sem sátu eins
og hann og borðuðu morgunverð
í herbergjum sínum og bjuggu
sig undir að fara út og gleðjast'
yfir furðuverkum borgarinnar.
í dag ætla ég líka að vera ferða-
maður í nokkra klukkutíma,
hugsaði hann. Það er kannski
síðasta tækifærið til þess fyrir
mig. Hann gekk að skrifborðinu
og fann gamla Badekerheftið frá
1928 og lagði það fyrir framan
sig, meðan hann dreypti á kaff-
inu sínu og nartaði í sætt smá-
brauðið.
Tilhugsunin um að skoða Róm,
þótt ekki væri nema eina morg-
unstund, með aðstoð ferða-
mannakorts sem kom út 1928,
var mjög spennandi. Eftir lýs-
ingunni að dæma virtist borgin
fyrir þrjátíu árum hafa verið
snyrtilegri, þægilegri og raun-
Bótagreiðslur almanna■
trygginga i Reykjavík
Útborgun ellilífeyris
hefst að þessu sinni miðvikudaginn 9. september.
Útborgun bóta fer fram sem hér segir:
Mánudaga kl. 9.30 til 16.
Þriðjudaga til föstudaga kl. 9.30 til 15.
Laugardaga kl. 9.30 til 12 nema mánuðina júní til
september er lokað á laugardögum.
TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS.
Flugsýn hJ. sími 18823
FLUGSKOLI
Kennsla fyrir einkaflugpróf — atvinnuflugpróL
Kennsla 1 NÆTURFLUGI
YFIRLANDSFLUGI
BLINDFLUGL
Bókleg kennsla fyrir atvinnuflugpróf byrjar f nóvember
og er dagskóli. — Bókleg námskeið fyrir einkaflugpróf,
vor og haust.
FLUGSÝN h.f. sími 18823.
FERÐIZT
MED
LANDSÝN
# Sefjum farseðla með flugvéfum og
skipum
Greiðsfuskilmálar Loftfeiða:
# FLOGIÐ STRAX - FARGJALD
GREITT SÍÐAR
# Skipufeggjum hópferðir og ein-
staklingsferðir
REYNIÐ VIÐSKIPTfN
FERÐASKRIFSTOFAN
L A N □ S V N nr
TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK.
UMBOÐ LOFTLEIÐA.
Auglýsið í Þjáðviljanum
KVENSKÓH— ^
KARLMANNASKÓR "
o
Mjög góð kaup — Mikil verðlækkun A
SKÓVERZLUNIN FRAMNESVEGI 2. *