Þjóðviljinn - 10.09.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.09.1964, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 10. september 1964 — 29. árgangur — 204. tölublað. SÍLDVEIÐISKIPIN HÉLDU AFTUR ÚT Á MIÐIN í GÆR ■ í gærdag hófu síldveiðiskipin aftur veiðar eftir bræl- una um síðustu helgi, en engar fréttir bárust í gærkvöld af miðunum. ■ Markaðsverð er gott á afurðum síldarverksmiðjanna og selzt lýsistonnið á sjötíu og eitt sterlingspund og mjöl- tonnið er sex til sjö pundum hærra en í fyrra. ■ Ennþá vantar hundrað og fimmtíu þúsund tunnur af saltsíld upp í sölusamninga. I gærdag voru síldveiðiskipin fyrir norðan og austan að tín- ast út á síldarmiðin, en þau hafa legið í höfn síðan um helgi vegna brælu. Tilfinnanlengur vatnsskortur VATNSSKORTUR hefur herjað hér í bænum undanfarva daga og hefur gætt um allan bæ. Sérstaklega hefúr þessa gætt í Hlíðunum, Háaleitishvarfi og á Skólavörðuholtinu . SAMKVÆMT upplýsingum frá Vatnsveitu Reykjavíkur er lít- ið vatn þessa dagana í Gvend- arbrunnunum og stafar vatns- skorturinn af þeim sökum. NG ÞARF bara að rigna á næst- unni segja þeir hjá Vatnsveit- unni. Lenti undir mal- bikunarvél Um ki. 11,30 í gærmorgun varð það slys er menn voru að vinna við malbikun hjá Hallar- múla að aldraður maður, Her- sveinn Þorsteinsson að nafni, lenti með hægri fótinn undir malbikunarvél og mun fóturinn hafa brotnað. Var hann fluttur í slysavarðstofuna og síðan í sjúkrahús. Engar spumir höfðu borizt af veiðisvæðinu í gærkvöld, en þó mun meginflotinn hafa leitað á miðin út af Langanesi og undan Dalatanga. Hátt markaðsverð Samkvæmt viðtali við Sigurð Jónsson, framkvæmdastjórá S.R. í gær þá er bræðslu víðast hvar að ljúka í síldarverksmiðjunum og mun bræðslu þar Ijúka um helgina. Nokkur brögð eru á því. að skóiapiltar í verksmiðjunum séu á förum og hafa þannig tuttugu Siglfirðingar og þrír Skag- strendingar verið sendir í verk- smiðjumar á Seyðisfirði og Reyðarfirði. Hátt verð er nú á afurðum verksmiðjunnar á heimsmark- aði og munar þannig sjö sterl- ingspundum á hverju tonni af síldarmjöli borið saman við verðið í fyrra og í dag selst lýsistonnið á sjötíu og eitt sterl- ingspund. Meðalverð fyrir lýsistonnið í fyrra var sextíu og tvö pund á tonnið. Ennþá vantar 150 þúsund tunnur Samkvæmt viðtali við Jón StefánsSon, framkvæmdastjóra Síldarútvegsnefndar fyrir norð- an og austan, þá er búið að salta í tvö hundruð og níutíu þúsund tunnur í sumar. Vantar þannip um hundrað og fimmtíu þúsunt' tunnur upp i sölusamninga, se’ hljóða upp á fjögur hundruð op þrjátíu þúsund tunnur. Við lifum ennþá í voninni, sagði Jón. Nokkuð ber á fólksskorti á söltunarstöðunum fyrir austan og var verið að auglýsa eftir kvenfólki á Akureyri. Ungir æsingamenn í Tyrklandi hafa undanfarið hahlið mikla móímælafundi og lýst andúð sinni á þeím ríkjum er annaðhvort styðja Kýþur eða eru ekki nógu eindregin í afstöðu sinni með Tyrk- landi. Á myndinni sjást stúdentar í Ankara á leið að bandaríska sendiráðinu. Á kröfuspjaldinu fyrir miðri mynd stendur: Nato, hvert er takmark þitt og tilgangur? Hverjum þjónar þú? — Um þessar mundir er friðvænlegra á Kýpur en oft áður og hefur matvælaskömmtun verið aflétt í tveim héruðum. Sjá þriðju síðu. Bretar semjq um sína EIGIN landhelgi: Samningurinn uppsegjanlegur eftir aðeins TUTTUGU ár! Þann 1. september 1958 færðu íslendingar landhelgi sína út í 12 mílur, og var þeim aðgerðum mótmælt af hálfu Breta, ekki aðeins með hinum venjulegu „rökum“ brezka heimsveldisins, að það ætti þann rétt, sem það hefði einu sinni tekið sér, heldur var þessum mótmælum fvlgl eftir með vopnuðu ofbeldi í landhelgi íslands. ■ En brezka heimsveldið varð að gefast upp á þessum „byssuleik" sínum; það beið hinn herfilegasta ósigur í „þorskastríðinu", og nú að 6 árum liðnum hefur verið tilkynnt opinberlega í Lond- on, að þann 30. september n.k. hyggist Bretar sjálfir taka þau skref, sem þeir reyndu að hindra með Aukin viiskipti vií Sovét- •***■ —■—i-■■■—MBWI I ... ríkin eru brýnt hugsmunumál ■ Frétt sú er Þjóðvilj- inn birti í gær um viðræð- ur þær er fulltrúanefnd Sósíalistaflokksins átti við forystumenn Komm- únistaflokks Sovétríkj- anna í Moskvu um sl. mánaðamót þar sem m.a. var rætt um möguleika á auknum viðskrotum ís- lands og Sovétríkianna hefur að vonum vakið mikla athygli. ■ I viðræðum þessum kom í ljós að miVH’- rnn«u- leikar eru á að aukq miöc* verulega viðskinti iand- anna frá bví sem nú er Ji og er bað að siálfsöoSn (• skvlda íslenzkra stíórnar- I valda Vvnna f’ór 'hó tii Mítar. ' * 'S v> pr 17TT1 mjög brýnt hagsmunamál ckkar íslendinga að ræða. ■ Eins og bent var á í leiðara Þjóðviljans í gær hefur sala á sjávarafurð- um okkar til Sovétríkj- anna verið íslenzku at- vinnuljfi og útflutnings- verzlun okkar mikil lyfti- stöng á undanfömum ár- ura begar við höfum átt í erfiðleikum með mark- að fyrir framleiðslu okk- ar. W Með föstum samningi 'við Sovétríkin um sölu á unnum síldarafurðum bangað evgjum við loks möguleika á lausn á vandamálum síldariðnað- arins og þá um leið á þeim miklu atvinnuörðug- leikum sem sumir norð- lenzku síldarbæirnir, svo sem Siglufjörður og Skagaströnd eiga nú við •að stríða. En með upp- byggingu síldariðnaðar á. þessurp og fleiri stöðum væri ekki aðeins hægt að ráða bót á atvinnuleysinu þar heldur og að skapa aukin verðmæti sjávaraf- urða okkar með vinnslu beirra hér heima í stað þess að selja hráefnið ó- unnið úr landi. Þarf að athuga bessi mál öll gaumóæfilegq með tilliti til beirra möguleika sem nú hafa opnazt. Verður J> rætt nánar um þessi mál jj hér í blaðinu á næstunni. \ vopnavaldi, að íslendingar tækju 1958 — að færa fisk- veiðilandhelgi sína út í 12 mílur. Ákvörðun brezku stjórnarinn- ar er í samræmi við samkomu- lag, sem 12 fiskveiðiþjóðir í Vestur-Evrópu náðu á ráðstefnu um fiskveiðar o.fl. í London í marz s.l. í samkomulagi þessu er gert ráð fyrir, að þjóðir, sem um árabil hafa stundað veiðar á þessum slóðum, geti gert sér- stakan samning við brezku stjórnina um að mega halda þar áfram veiðum inn að sex míl- um. Þetta samkomulag ríkjanna er þó uppsegjanlegt með tveggja ára uppsagnarfresti að tuttugu árum liðnum, og er sérstök á- stæða fyrir íslendinga að gefa því atriði gaum. Skýr uppsagnarákvæði Þegar Bretar semja um sína eigin Iandhelgi láta þeir sem sagt ekki undir höfuð leggjast að hafa skýr og ótvíræð upp- sagnarákvæði í þeim samning- um. En eins og menn minnast eru engin uppsagnarákvæði í nauðungarsamningi þeim, sem núverandi ríkisstjórn gerði við Breta og hefur kallað ,„sigur- samning“. Eðli þessa samnings skýrist hins vegar enn betur í Ijósi samkomulagsins, sem Bret- ar hafa nú gert um sína eigin landhelgi. Mikil ölvun Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var mikil ölvun á götum bæjarins í gærkvöld. Klukkan 8 var Síðumúli orð- inn fullur og bjóst lögreglan vid að taka yrði „Kjallarann“ í notk- un er liði á kföldið. Fólksflutningubíll brennur á Dulvík ÐALVíK, 9/9 t- 1 nótt kom upp eldur í langferðabíl hér á Dal- vík og eyðilagðist hann að mestu. Laust eftir miðnætti í nótt kom hér langferðabifreiðin A-396 sem er eign Gunnars Jónssonar bifreiðastjóra og veittu menn því athygli er bifreiðin nam staðar að einn hjólbarði hennar var sprunginn og var farið að rjúka úr honum. Var vatni sWett á hjólið og sprautað á það Reynt eftir föngum að hraða störfum skattanefndarinnar ★ Eins og Þjóðviljinn hefur áður skýrt frá varð það að sam- komulagi milli ríkisstjörnarinnar, Alþýðusambandsins og Banda- Iags starfsmanna ríkis og bæja að skipa sameiginlega nefnd sér- fróðra manna til þess að athuga möguleika til lækkunar á opin- berum sköttum. ★ 1 nefndinni eru eftirtaldir menn: Ámi Halldórsson, lögfræðing- ur af hálfu Alþýðusambandsins, Guðmundur I. Sigurðsson lög- fræðingur af hálfu Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Páll Líndal lögfræðingur af hálfu Sambands ísl. sveitarfélaga og Jón- as Haralz ráðuneytisstjóri af hálfu ríkisstjómarinnar. ★ Þjóðviljinn aflaði sér frétta af störfum nefndarinnar í gær. Hefur nefndin þegar haldið 4 fundi og rætt þar um þær leiðir sem helzt koma til greina, og er nú unnið að ýmsum útreikning- um þar að lútandi fyrir nefndina. Stefnt er að því að nefndin ljúki störfum á svo skömmum tíma sem unnt er. slökkvivökva og virtist það bera fullan árangur. — Um klukkan 4 í nótt vöknuðu menn svo upp við það að bif- reiðin var orðin alelda. Var slökkviliðið kvatt á vettvang og tókst því fljótlega að vinna bug á eldinum en bíllinn vár þá gerónýtur innan og flestar rúð- ur í honum sprungnar og einn- ig var hann stórskemmdur að utan. Bifreið þessi sem er 27 manna fjallabíll hefur verið notaður til öræfaferða 1 sumar og undan- farin sumur. Blaðburður Enn vantar fólk til blað- burðar í eftirtalin hverfi: TEIGAR MELA SKJÓL HJARÐARHAGA KVISTHAGA GRUNNA BRtlNIR SOGAMÝRI SKULAGATA Talið við afgreiðsluna sími 17-500.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.