Þjóðviljinn - 10.09.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.09.1964, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 10. september 1964 ÞIOÐVIUINN SfÐA '*» Finn á fleka yfir Kyrrahaf SDDNEY 9/9 — 11 árs gamall Bandaríkjamaður, Willíams Willis að nafni vann það afrek að sigla einn á fleka sínum frá Perú til Ástralíu. Willis lagði upp frá Perú 4. júlí í fyrra. 128 dögum síðar kom hann til Samoa og hélt síðan áleíðis til Ástral- íu 25. júní sl. Hann kom svo að landi í Norður- Queensland og hafði meiðst á hrygg fyrir um það bil viku og var síðasta áfanga leiðarinnar nær lamaður fyrir neðan mitti. Engin kjarnavopn handa Kínver jum LONDON 9/9 — Moskvu- útvarpið hélt því fram á miðvikudag, að Kínverska alþýðulýðveldið æskti kjarnorkuvopna til þess að geta framkvæmt víðtækar útþensluáætlanir. Fyrir- lesari útvarpsins sagði í þessu sambandi, að Kína hefði ekkert við kjarnorku- vopn að gera þar eð Sovét- ríkin vernduðu landamæri þess eins og annarra' sósí- alistiskra ríkja. 30 miljóna rán AJACCIO 9/9 — Grímu- klæddir menn réðust á þriðjudagskvöld inn í virðulegt samkvæmi greifa- frúar nokkurrar i Ajaccio og höfðu á brott með sér lausafé og gimsteina fyrir um það bil 30 miljónir ís- Ienzkra króna. Perluháls- band rifu skálkarnir af ' frúnni sjálfri og hótuðu henni morði ef lnin léti ekki af hendi rakna lykl- ana af peningaskápnum. Gestgjafi og veizlugestir máttu svo horfa upp á það að ræningjarnir létu greip- ar sópa um fjárhirzlur all- ar. Lögreglan skýrði svo frá, að ræningjarnir hafi farið sér að engu óðslega, þeir dvöldust hátt í klukku- stund í lúxusvillu greifa- frúarinnar, lokuðu alla inni og skáru sundur sima- leiðslur. Hefðarfólkið mátti svo dúsa í prisundinni þangað til nokkrir fiski- menn heyrðu hrupað á hjálp. Sovétlán til sundrungar NEW YORK 9/9 — Hið áhrifamikla blað New York Times heldur því fram í forsíðugrein í dag, að kapphlaup hinna vest- rænu þjóða um það að veita Sovétríkjunum lán til langs tíma geti leitt til sundrungar. Leggur blaðið til, að vesturveldin hafi framvegis samráð sín á milli áður en Sovétríkjun- um sé veitt aðstoð af þessu tagi. I Kanavél í Kínahaf MANILA 9/9 — Bandarísk flugvél af gerðinni P-2 Neptun hrapaði í Kínahaf á þriðjudag og fórust 5 manns. Herskipið Maddox bjargaði öðrum er með flugvélinni voru. Nguyen Khanh tekur að sér starf varnarmálaráðherra — og afnemur ritskoðun í S-Víetnam SAIGON 9/9 — Forsætisráðherrann í Suður-Víet- nam, Nguyen Khanh, hershöfðingi, tók á mið- vikudag að sér embætti varnarmálaráðherra. Jafn- framt þessu felldi hann niður ritskoðun á dag- blöðum og sleppti úr haldi fimm hershöfðingj- um, sem setið höfðu í fangelsi frá því í janúar sl. er Khanh tók völd í landinu. Fram að þeim tíma, er Khanh tók völdin í sínar hendur í jan. var Duong Van Minh, hershöfð- ingi, forystumaður herforingja- klíkunnar í Suður-Víetnam. Minh neitaði að styðja Khanh nema hershöfðingjamir fimm væru látnir lausir, en allir voru þeir nánir samstarfsmenn Minhs. Á þriðjudag var Minh svo út- nefndur formaður í þremenn- ingastjórn þeirri er nú ræður í landinu og á að taka að sér ýmis þau störf, er forsætisráð- herra gengdi áður. Þriðji mað- urinn i þeirri stjóm er Tran Thien Khiem, hershöfðingi. Khanh styrkir aðstöðu sína Stjórnmálafréttaritarar í Saig- on segja, að sú ákvörðun Khanhs að afnema ritskoðun eigi að geta bætt aðstöðu hans. þar eð með því sé komið til móts við stúdenta í landinu, en ritskoð- unin hefur verið þeim hinn mesti þyrnir í augum. Ritskoð- unin var sett þann 7. ágúst síð- astliðinn, en þá var lýst herlög- um í landinu. Lýðræðisráð. Á fundi með fréttamönnum á miðvikudag lýstu þeir þremenn- ingarnir því, hvernig þeir hygð- ust skref fyrir skref undirbúa lýðræðislegar kosningar sem fram eigi að fara í nóvember næsta ár. Minh hershöfðingi hefur fengið það verkefni að skipa fulltrúaráð, sem á að koma á lýðræði í landinu og gera bráðabirgðastjórnarskrá. Er ætl- unin að kalla þetta ráð saman fyrir septemberlok. Fréttamenn skýra svo frá, að Minh hers- höfðingi hafi bersýnilega verið hinn ánægðasti með þróun mála í Suður-Víetnam. en einkum þó 420 miliónir dollara til vígbúnaðar ALEXANDRÍU 9/9 — Helztu menn Arabaríkjanna, en þeir eru nú staddir á fundi í Alex- andríu, hafa ákveðið að verja 420 miljónum dala til vígbún. aðar ef til átaka komi við ísra- el. Einkum eru það fyrirhugað- ar. áveituframkvæmdir fsraels- manna, sem eru Aröbum þyrnir í augum, og vilja þeir með öll- um tiltækum ráðum hindra það að þær fyrirætlanir nái fram að ganga. Sakari Tuomioja lézt í gærkvöld HELSINGFORS 9/9 — Sakari Tuomioja, fyrrum sáttasemjari Sameinuðu þjóðanna í Kýpur- deilunni. lézt á miðvikudags- kvöld í Helsingfors. Heilsu Tu- omiojas hrakaði stöðuga eftir að hann kom frá Genf í fyrri viku og síðustu klukkustundirn- ar fyrir dauða sinn var hann meðvitundariaus. Tuomioja varð 52 ára gamall. Hann hafði auk sáttasemjarastarfans gegnt ýms- um mikilvægum embættum fyr- ir þjóð sína og um eitt skeið var hann forsætisráðherra Finn- lands. að hershöfðingjamir fimin skyldu látnir lausir. Á umræddum fréttamanna- fundi var Khanh að því spurð- ur, hvort stjórnin hygðist af- nema herlög í landinu. Khanh svaraði því einu til, að þau lög hefðu verið sett bæði af innan- ríkis- og utanríkisástæðum, en lét þess um leið getið, að í næstu viku væri að vænta mik- ilvægra ákvarðana viðvíkjandi afstöðunni til nágrannaríkisins Kambodja. Johnson ræðir við Taylor. Frá Washington berast þær fréttir, að Johnson forseti haf’ beðið helztu ráðgjafa sína að hraða vinnunni við að herðr baráttuna gegn skæruliðum Ví- etkong. Á miðvikudag ræddi for setinn við Maxwell Taylor. sendi herra Bandaríkjanna í Saigon. en ekki vilja embættismenn vestra þó ræða það, hverjar að- gerðir Bandaríkjastjóm hafi helzt í hyggju. Taylor heldur að líkindum til Saigon í lok þessarar viku. Kambodja kærir. Stjórn Kambodja hefur sent orðsendingu U Þant fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, og einnig ríkisstjómum Sovétríkjanna og Englands. Seg- ir þar, að herlið frá Suður-Ví- etnam hafi gert árás innfyrir landamæri Kambodja, og krefst Kambodjastjóm þess. að kölluð verði saman alþjóðleg ráðstefna til þess að ábyrgjast hlutleysi og sjálfstæði landsins. Heimboð Erbards gaprvnt í Bayern MUNCHEN 9/9 — Flokksblað kristilegra demókrata í Bayern gerði í dag harða hríð að Er- hard, kanzlara Vestur-Þýzka- lands, fyrir það að bjóða Krústjoff, forsætisráðherra Sov- étríkjanna heim. Blaðið nefnist Bayern Kurier og segir, að bæði Sovétríkin og nokkur ríki í bandalagi vestrænna þjóða muni nota heimsókn hins .sovézka forsætisráðherra' sér til fram- dráttar. Blaðinu stjórnar Franz- Josef Strauss, fyrmm landvarn- aráðherra í stjórn Adenauers, en hann hefur að undanförnu gagnrýnt mjög stjórnmálastefnu Erhards. öryggisróð rceðir kœru Malasíu NEW.YORK 9/9 — öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun á mið- vikudagskvöldið fjalla um kæm Malasíusambandsins á hendur Indónesíu, en Malasía mælist til þess, að ráðið fordæmi árásir Indónesa. Er þetta í fyrsta skipti sem Öryggisráðið tekur til með- ferðar deilu þessara ríkja. Síð- ustu fregnir frá Kualá Lumpur, höfuðborg Malasíu, herma, að tveir indónesískir fallhlífaher- menn hafi fallið í viðureign við Gurkha-hermenn, sem enska stjómin hefur lagt Malasíu til í baráttunni. Þetta á að hafa orðið í grennd við Labis, og hafa þá Indónesar að sögn Mala- síustjómar misst sjö manns á þessum slóðum. Mynum sKyrir sig sjálf! MatvælasLámmtun aflétt á Kýpur NICOSIA, ANKARA 9/9 — Kýpurstjórn ákvað í dag að af- nema matvælaskömmtun til um tólf hundmð Tyrkja, sem búa í hémðunum Famagusta og Larnaca. Einnig verður létt á ýmsum homlum, sem Tyrkir hafa búið við undanfarið. Það er fyrir tilmæli SÞ sem þessari matvælaskömmtun er aflétt, ög segir _Galo Plaza. sérlegur full- trúi Ú Þants á eynni, að það sé gert án nokkurra skilyrða. Tyrk- ir á þrem svædum öðmm, þeirra á meðal Nicosia, munu þó áfram þurfa að búa við mat- vælaskömmtun. 1 Ankara felldi tyrkneska þingið í dag vantraustsyfiriýs- ingu á stjóm Inönus vegna stefnu stjómarinnar í Kýpur- deilunni. 198 greiddu atkvæði gegn vantraustinu. en 169 með. Tyrkneska stjómin hefur ákveð- ið að senda í lok mánaðarins tyrkneska herdeild til Kýpur, og á hún að leysa af hólmi her- deild, sem átti að vera komin heim fyrir löngu samkvæmt samningi. Kýpurstjóm snerist gegn því í síðasta mánuði, að Tyrkir skiptu um lið á eynni. og t.yrkneska stjómin ákvað þá að fresta mannaskiptunum. Talsmaður grísku stjómarinn- ar lét svo um mælt í Aþenu- borg í dag, að ef dæma skyldi eftir ummælum Inönus, forsæi- isráðherra Tyrklands, væri nú hjá liðin hættan á styrjöld milli landanna. Þá var og tilkynnt. að Kýpurstjóm og stjóm Grikk- lands hafi náð fullu samkomu- lagi um sameiginlega afstöðu til allra atriða, sem hugsazt geti að til umræðu komi er öryggisráð- ið fjallar um Kýpurdeiluna inn- an skamms. Slíta nú sambandi við Kúbu MONTE.VIDEO 9/9 — Stjómin í Uruguay ákvað í gærkvöld að slíta stjómmálasambandi við Kúbu. Þrír ráðherrar ríkisstjórn- arinnar greiddu atkvæði gegn þessari ákvörðun. Þessi ákvörðun er tekin samkvæmt ályktun, er gerð var á fundi OAS, sambands Ameríkuríkjanna. Af meðlima- löndunum er nú Mexico eitt eft- ir sem heldur stjórnmálasam- bandi við Kúbu. R INGÓLFSSTRÆTI 9 - SÍMI 19-4-43 k *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.