Þjóðviljinn - 10.09.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.09.1964, Blaðsíða 2
) 2 SÍÐA MÓÐVILJINN ffSJ (AN * ~ 011 SOSiA LISMI NN OTG.: ÆSKULYÐSFYLKINGIN — RITSTJÖRAR: HRAFN MAGNÚSSON, RÖGNVALDUR HANNESSON OG SVAVAR GESTSSON. 21. þing Æskulýðsfylkingarinnar 21. þing Æskulýðsfylkingarinnar, sambands ungra sósíalista, verður haldið í Góð- templarahúsinu í Hafnarfirði, dagana 25.—27. september n.k. Þingsetning fer fram á föstudagskvöld, en þingfundir standa síðan á laugardag og sunnudag. FRAMKVÆMDANEFND Æ.F. Þegar ciginKona lícinrich Kaus, varaiorsætísrá ...! ;a Ai.t.. ouiyoveidisins dvaldi i hgypta- landi í boði Nassers forspta, notaði hún tækifærið og heimsótti börn Patriee Lumumba, sem Bandalag Arabaríkja hafði þá tekiö að sér. Meira um morð Lumumba FLÓTTINN ’ x ■ .< □ Fyrir skömmu birtum við hér á síðunni gresin, þar sem skýrt var frá síðustu yfirlýsingu Thjombe um dauða Lumumba. Nú verður birt skýrsla um dauða Lumumba, sem tveir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna, Helene Tournaire og Robert Bouteud sömdu. Höfundar hennar voru talsverðan tíma í Katanga við rannsóknir sínar. 17. janúar 1961 kom maður frá Kóngósku öryggisþjónust- unni til Thysville-fangabúð- anna. Hann bað um, að sér yrði vísað til klefans, þar sem forsætisráðherrann dvaldist og tilkynnti honum ákafur: ..Uppreisn hefur brotizt út 1 Leopoldville. Kasavúbú, tlléo og Móbútó eru undir vemd Sameinuðu þjóðanna. Þeir von- ast til að geta myndað nýja stjórn". Þetta var vissulega mögulegt. t Kongó var það nsestum því eðlilegt. Lúmúmba trúði hon- um. Ásamt starfsmanni örygg- isþjónustunnar ,fór hann í flugvél og með honum ráðherra- ar hans; Okitó og MPólo. En hvaða leið fór flugvélin? Hún virt'St ekki stefna til Leopoldville. Fyrst var ásetl- unin að fara til Brassaville. en flugvélinni var neitað þar um lendingarleyfi Hún var í eign belgíska félagsins Air- Brussels og flugmaðurinn hét Van der Meershesse. Að end- ingu lenti flugvélin í borginni Moanda við strönd Atlanzhafs- ins. 1 flugvélinni hafði Lúm- úmba og samlandar hans tveir verið barðir grimmilega. Annar belgískur flugmaður lenti flugvél sinni, sem var í eign flugfélagsins Air-Congo, þar skammt frá. Lúmúmba, Okito og MPólo voru bundnir saman. Þeim var öllum hent inn í nýju flugvélina. Bouwens, eh svo hét flugmaður'nn, flaug flugvélinni í áttina til Elisa- betville. (Rétt er að taka fram. að á öllum flugvöllum Kongó voru hermenn frá Sameinuðu þjóðunum til gæzlu. Þeir gerðu ekkert til að hindra þessar aðfarii’. Innsk. síðunnar). Fjarlægðin er mikil milli Moanda og Elisabethville. All- an tfmann, sem flugferðin stóð voru fangarnir barðir. Áhöfn flugvélarinnar lýsti seinna ..yf- ir: „Við þoldum ekki lengur að horfa á þetta og héldum okkur kyrr í stjópiklefanum". Á meðan flugvéhn flaug til Katanga barst símskeyti til Elisabethville frá Kandolo, ráðuneytisstjóra Cyril Adula. í því stóð: „Ég sendi hér með þrjá pakka“. Flugvélin lenti á flugvelli. þar sem voru grænir, rauðir og hvítir fánar og áletrunin: „Velkominn til hins frjálsa ríkis Katanga“. Innanríkisráð- herrann Godefroy Munongó (núverandi innanríkisráðherra alls Kongó. — Innsk. síðunnar), hafði yfirumsjón með móttök- unum frá flugtuminum. 1 margar klukkustundir höfðu hundruð vopnaðra kat- anskra lögr/egluþjóna undir stjóm belgískra liðsforingia beðið á flugvellinum. Brynvörð- um bíl var ekið að flugvél- inni. Fyrstur sem kom út úr<$>■ flugvélinni var vel klæddur farþegi. Næst honum komu þrír menn, bundnir um hend- ur og augun, ataðir i blóði. Sá hæsti þeirra og sá grennsti sá sem gekk fyrstur, var með stutt skegg. Hann skjögr- aði áfram þegar kallað var: „Hann má ekki troða á kat- anskri jörð“. , Manninum var hent til jarð- ar. Riflum var beint að hon- um og sparkað var í hann á viðkvæmustu staði. Lúmúmba, MPólo og Okitó vom nú litið annað en pakkar af þurru blóði og sundurrifnu kjöti, þegar þeim var ýtt inn í bifreið. Lög- regluþjónar sátu á þeim. Her- menn Sameinuðu þjóðanna hreyfðu sig ekki. Síðan ók bif- i-eiðin út af flugvellinum. Nokkra kílómetra burtu beið Munongó. Bindið var tekið frá augum Patrice Lúmúmba, og geislar sólarinnar féllu á það sem eftir var áf þeim. Gode- froy Munongó gekk í áttina til hans. Franska var eina málið, sem þeir báðir skíldu og Munongó sagði á frönsku: „Heldurðu ennbá að þú sért ósigrandi?" Munongó þreif byssusting frá lögregluþjóninum og hall- j. Framhald á 7. siðu. Félagsheimili Æ.F.R. * Félagsheimili Æskulýðsfylkingarinnar í * Reykjavík er opið mánudaga, þriðjudaga, * fimmtudaga og föstudaga frá kl. 21.00—23.30. * Þar eru veitingar seldár á vægu verði. * Komið og reynið viðskiptin. f i. I, ■— ... Fimmtudagur 10. september 1964 VÍUT ÞÚ? AÐ 21. Sambandsþing Æskulýðsfylkingarinnar verður haldið daga»a 25.—27. september í Hafnarfirði. AÐ Sambandsþing hefur æðsta vald í öllum mál- efnum Æskulýðsfylkingarinnar og er haldið annað hvert ár í september. AÐ fastir dagskrárliðir þingsins eru: 1. Rannsókn kjörbréfa. 2. Kosning starfsmanna þingsins og ne'fnda. 3. Starfsskýrsla framkvæmdanefndar Æ.F. 4. Reikningar Sambandsins og ,allrar starf- semi þess. 5. Kosning sambandsstjórnar og tveggja end- urskoðenda ásamt einum varaendurskoð- anda; ennfremur kosning annarra starfs- manna. AÐ allir félagar Æskulýðsfylkingarinnar hafa rét'f til að sitja þingfundi, meðan húsrúm leyfir, og getur þingforseti með samþykkt þingheims, veitt þeim málfrelsi og tillögurétt. AÐ Sambandsþingið kýs framkvæmdanefnd til tveggja ára, sem sér um að starfsemi Fylk- ingarinnar sé samkvæmt lögum þess og stefnuskrá, og ályktunum sambandsþinga og sambandsstjórnarfunda, og fer að öllu leyti með málefni sambandsins milli þinga. AÐ tilkynningar um mál, sem óskast íekin fyr- ir á sambándsþingi skulu vera komnar í hendur sambandsstjórnar a.m.k. viku áður en þing á að hefjast. Þó getur þingfundur samþykkt að taka fyrir önnur mál. AÐ sérhver félagsdeild skal senda framkvæmda- nefnd skýrslu um starfsemi deildarinnar, fjárhag og félagatölu. AÐ fjöldi þingfulltrúa fer eftiý því, hversu margir eru skuldlausir félagar 1 viðkomandi deildum. AÐ þess vegna er nauðsynlegt að félagar greiði félagsgjöld sín skilvíslega. AÐ þetta, sem þú hefur nú lesið um starfsemi Æskulýðsfylkingarinnar á aðeins að minna þig enn einu sinni á 21. þing Æ.F í Hafnar- firði. AÐ í næstu Æskulýðssíðum verður nánar vikið að dagskrá og tilhögun þingsins..

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.