Þjóðviljinn - 10.09.1964, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.09.1964, Blaðsíða 8
2 SlÐA ÞlðÐVIUINN Fimmtudagur 10. september 1964 irmi upp stigann að skrifstofu sinni eftir matinn. Fámáll, hrana- legur, gáfaður, ríkur, tryggur, ofþreyttur. Um það bil þúsund manns höfðu verið við jarðar- för hans, flestir himinlifandi yf- ir fráfallinu. Mestu hamingjuár í ævi Carlottu ... — Fólk hefur mismunandi hamingjuskeið í lífi sínu, sagði Carlotta. — Sumir eiga það milli tvítugs og þrítugs, aðrir milli þrítugs og fertugs. Aðrir aldrei, geri ég ráð fyrir. Ég komst að raun um að ég gat verið ham- ingjusöm eftir fertugt. — Lukkunnar pamfíll, sagði Jack. — Hvað um þig? spurði hún. — Hvaða tímabil ævi þinnar er bezt? Bezta tímabil ævi hans. Það hefði verið svo auðvelt að segja það. Að byrja á kvöldinu með hundinn og kádilljákinn í inn- keyrslunni, halda áfram með morgnana í garðinum í Cali- fomíu og upphringingarnar frá Delaney, hinum manninum, sem var allt öðru vísi, heilsteyptur, fagnandi, og hætta með stríð- inu. En hann sagði það ekki. Þetta var liðið og það gagnaði engum að rifja það upp. — Ég er ekki búinn að reikna það út enn, sagði hann. — Kemur það þér á óvart þegar ég segi, að ég var örvíln- uð þegar allt fór í hundana hjá okkur? spurði Carlotta. — Já, dálítið. — Hvað hélztu þá að ég væri? — Tja, sagði Jack. — Ef ég ætti að segja það í einu orði, þá myndi ég einna helzt segja ágjöm. Carlotta leit af honum og út- um gluggann. — Það er víst ekki sérlega fallegt, eða hvað? — Nei, sagði Jack. — Það er það ekki. — Ég vildi ekki að þú færir, sagði Carlotta og sneri sér aft- ur að honum. — Og lögfræð- ingarnir gerðu ráð fyrir þvi, að ef ég gerði þér þetta of út- gjaldásamt, þá myndirðu kannski hugsa þig um, ekki fiana að neinu ... — f ástamálum, sagði Jack, er ævinlega skynsamlegaSt að ráðfæra sig við lögfræðing. HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofu STEINU og DÓDÓ Laugavegi 18. III. h (lyftaj — SÍMI 2 46 16 P E R M A Garðsenda 21 — SÍMI: 83 9 68 Hárgreiðslu og snyrtistofa. D ö M U B i Hárgreiðsla við allra hæfi — TJARNARSTOFAN. — Tjamar- götu 10 — Vonarstrætismegin — SIMI: 14 6 62. HARGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR — (María Guðmundsdóttír' Laugavegi 13. — SlMI 14 fi - M'i'ddctnfa á sama stað. — Þú mátt ekki gera gys að mér, Jack, sagði hún. — Þú sagðir í símann. að þú hataðir mig ekki. — Já, en ég sagði ekkert um að ég hataðf ekki lögfræðinginn þinn. Og reyndar man ég ekki til þess að þú — jafnvel þegar þú vissir að ég kæmi ekki aft- ur — ég man ekki til þess að þú sendir mér skeyti og segð- ir að þetta væri allt saman spaug og sendir mér peningana aftur ... — Ég vildi refsa þér, sagði hún. — Og á þeim tíma var ég of langt niðri. Og ég hafði hræðilegar fjárhagsáhyggjur. Ég hafði aldrei lagt neitt fyrir og ég átti ekki eyri. Karlmaður getur alltaf bjargað sér. . — Já, ég bjargaði mér dæma- laust vel, sagði Jack. — Sum árin hef ég meira að segja efni á að kaupa mér.tvenn föt. — Ég varð að fá öryggi. sagði Carlotta og sem snöggvast var rödd hennar önug og kvartandi og minnti Jack á dagimn í sjúkrahúsinu í Virginíu. — Eins og málum var háttað þá, hefði ég endað sem mella eftir tvö ár, sagði hún. Nei, ekki á götu- horni eða í hóruhúsi, en mella samt sem áður. Hún brosti beisklega. — Hlutabréfin þín Og verðbréfin björguðu mér frá þvi. Hefur Wall Street nokkurn tíma gert þarfara verk? Þú ætt- ir að vera fagnandi yfir því að þér skyldi takast að bjarga mér. — Það er ég, sagði Jack ró- lega. — Það er einmitt það sem ég er, fagnandi. — Mig skortir ekki peninga framar, sagði Carlotta. — Kutz- er sá fyrir því. Og ef þii ert í vandræðum, þá veiztu hvert þú getur farið og — fengið lán. Jack hló. — Gerðu eins og þér sýnist, sagði hún og yppti öxlum. — Þá skaltu ekki leita til mín. En heyrðu mig nú, Jack, þú getur ekki sært mig. Ég er búin að segja þér það — nú er röðin komin að mér að vera hamingju- söm. — Ég er almennt þekktur, sagði Jack, sem maður sem vill helzt af öllu að allar konurnar hans séu hamingjusamar. — Þú ert andsnúinn, Jack, sagði hún. — Ég var að yona að þetta yrði öðru vísi. Ég var að vona að við gætum verið vinir þegar við hittumst. Þegar allt kemur til alls eftir öll þessi ár . .. Jack sagði ekkert. — Þér líkar ekki orðið vinir, sagði hún. — Mér gerir hvorki að líka þáð né mislíka. — Það særir mig ekki, sagði Carlotta. — Það er ekki hægt að særa mig lengur. En þú verð- ur aldrei fullkomlega hamingju- samur, fyrr en þú lærir að líta á mig sem vin. — Ef þú ert orðin Christian Scientist. sagði Jaek — þá aug- lýsirðu það á furðulegasta stað. Sankti Pétur einblínir á okkur. — Hvaða álit sem þú kannt að hafa á mér. sagði hún. — þá er ég fegin því að ég' skýldi hitta þie Til þess að biðja þig fyrirgefningar á — — Á hverju eigum við að byrja? sagði Jack hranalega. — á deginum á sjúkrahús- inu í Virginíu, sagði Carlotta og lét sem hún heyrði . ekki orð hans. — Hann hefur angrað mig alltaf síðan. Það var versta frammistaða ævi minnar. Ég kom þangað til að róa þig, til að loifa þér að allt yrði í lagi þegar þú kæmir heim, til að segja þér að ég elskaði þig; og þegar ég sá þig svo, fann ég til svo mikils samvizkubits, að ég kom ekki upp orði af því sem ég ætlaði að segja. Ég lét það eftir mér að vera eigingjörm, volandi og heimskuleg tæfa. Ég vissi vel hvað ég var að gera, en ég gat ekki annað. Ég grét alla leiðina til Washington í lestinni. — Það var stutt ferð, sagði Jack ósnortinn. Bíllinn nam staðar og þau fóru út og Jack bað Guido á frönsku að bíða eftir þeim, þau yrðu trúlega ekki lengi burtu. — Á þessu bjargi ætla ég ,að byggja kirkju mína, sagði Jack þegar hann og Carlotta gengu yfir súlnatorgið og meðfram dómkirkjunni að kapellunni. — 1 þessari bók stendur, sagði Jack og strauk Baedecker- heftið, að bezta birtan til að 66 skoða kapelluna, sé að morgni dags. Hann skimaði kringum sig í grárri vetrarbirtunni. Kannski eiga þeir við júnímorgun? Við komum alla vega á skökkum tíma, finnst þér ekki? Hann hafði komið þarna tvisv- ar áður, en í bæði skiptin hafði verið fullt af fólki og áhrif myndanna höfðu blandazt áhrif- um allra ferðamannanna, sem tróðust og hvísluðu allt í kring- um hann. Nú var þama mjög fátt fólk, tveir svartklæddir menn sem sátu þögulir á hiiðarbekk og fáeinir stúdentar, sem gengu hljóðlega yfir nakið gólfið. Nú fann hann hve andrúmsloftið var magnað. Listaverk höfðu aldrei fyrr haft slík áhrif á hann. Þetta var eins og að horfa niður í djúpan eldgíg, sem var kyrr í svipinn, en hættulegur, ó- útreiknanlegur, lifandi undir ró- legu yfirborðinu. Áhrifin voru ekki trúarleg heldur. Þau voru miklu frem- ur trúlaus, fannst honum. Þegar hann var búinn að horfa á loftið í, kapellunni, gat hann trúað á Michelangelo, en hann gat ekki trúað á guð. Hold, sögðu • málverkin, hold. Maðurinn í holdi, Guð í holdi, maður skapar mann, maður skapar guð, allir leyndardómar eru eins, síbiljurnar og spá- mennirnir eru jafnrétt og jafn- röng, trúðu á það sem þér sýn- ist og á eigin ábyrgð. Og á veggnum við hliðina á altarinu höfðu líkamir gömlu kraftajötnanna sem engjast á dómsdegi undir skuggsælum líkama Rrists hátt uppi undir hvelfingunni svipaðan boðskap að bera. Hinar frelsuðu sálir til hægri handar Kristi voru ekki sýnilega frábrugðnar hin- um fordæmdu sálum sem voru dregnar niður í helvíti til vinstri handar Kristi. Frelsun var duttlungar dyravarðarins, sem úthlutaði aðgöngumiðunum síð- asta i daginn. Málverkin minntu hann á aðra mynd — Tiziean? Tiepojo? — sem hann hafði einu sinni séð í Milano. „La Fortuna“, ef hann misminnti ekki, og það var mynd af fallegri konu sem gekk áfram með vinstra brjóstið nak- ið. Úr geirvörtunni á bera brjóst- inu fossaði mjólkurstraumur upp í hóp af sælum og brosandi manneskjum, þá sem höfðu heppnina með sér í lífinu. Heill- andi og skringileg og raunveru- leg næring. En hægra megin við fallegu konuna ’var hópur fólks í nauðum; sá hópur var rekinn áfram með svipu sem konan hélt á í hægri hendi. Hinir óheppnu. Þeir sem komu á skökkum tíma eða höfðu keypt rangan að- göngumiða og fengu þurru hægri geirvörtuna og svipuna. Alveg jafnraunvei-ulegt. Setjið það upp í kirkju, hugsaði Jack. Það væri álíka viðeigandi. Skir- ið myndina hinn fyrsta og síð- asta og eina rétta Dómsdag. dökka mynd Michelangelos, minntist hann þeirra mynda sem hann hafði séð skömmu eftir stríðið, af þúsundum naktra kvenna sem gengu • fyrir SS- lækna í þýzkum fangabúðum. Læknirinn rannsakaði konum- ar fljótt og í skyndi, ákvað á tíu sekúndun hvort konurnar hentuðu til erfiðisvinnu eða ann- ars sem Þjóðverjar notuðu slík- ar konur til, og gaf merki. Kon- urnar sem hann hafði frelsað voru látnar fara í röð og lifðu af þennan daginn. Konurnar sem hann sendi í aðra röð, voru sendar í ofninn. Kannski, hugs- aði Jack, og horfði á reykþyr- ilinn af líkömum bakvið altar- ið, kannski er guð SS-læknir og Michelangelo vissi það. Hann hugsaði um Despiére serrt var fæddur og skírður kaþ- ólikki í Bayonne og grafinn sem slíkur þennan sama morgun í Afríku, og umhugsunin um Des- FERÐIZT MEi LANDSÝN 9 Seljum farseðla með flugvéfum og skipum Greiðsluskilmálar Loftleiða: • FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR • Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ YIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN LAN O SVN t TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BÖX 465 — REYKJAVÍK. ÍJMBOÐ LOFTLEIÐA. SENDILL Unglingur getur fengið góða atvinnu sem sendill á skrifstofu vorri. Umsækjendur snúi sér til skrif- stofustjórans. Upplýsíngar ekki gefnar í síma. Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins. TILBOD Tilboð óskast í akstur með skólabörn og strætis- ferðir Innri-Njarðvík — Ytri-Njarðvík — Keflavík frá 1. okt. n k- Tilboðum sé skilað á skrifstofu Njarðvíkurhrepps Þórustíg 3, Ytri-Njarðvík, fyrir 20. sept. n.k. Nánari upplýsingar í síma 1202 eða 1473. Sveitarstjóri Njarðvíkurhrepps. TILBOD Tilboð óskast í vatnsgeymir fúr járni ca. 350 tm.)' í Ytri-Njarðvík. Skilyrði að vatnsgeymirinn verði fjarlægður. Nánari upplýsingar í síma 1202 eða 1473. Tilboðum sé skilað á skrifstofu Njarðvíkurhrepps Þórustíg 3, Ytri-Njarðvík, fyrir 20. sept. n.k. Sveitarstjóri Njarðvíkurhrepps. Sendisveinn óskast strax, bæði fyrir og eftir hádegi. Sími 17-500. VÖRUR Kartöflumús - Kokómalf - Kaffi — Kakó. KRGN * búðírnar. FERDABÍLAR 9 tll 17 farþega Mercedes-Benz hðpferðabílar af nýjustn gerð, til lcigu í lengri og skemmri ferðir. — Afgreiðsla alla virka daga. kvöld og um helgar 1 síma 20969. HARALDUR EGGERTSSON, Grettisgötu 52. \ i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.