Þjóðviljinn - 10.09.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.09.1964, Blaðsíða 10
mál verkalýðsflokkanna Bandaríkin: Kosningabaráttan dýrtíöarflóði, sem nú dynur yfir þjóðina í ne vaxandi mæli. ★ 1 gær litu þó nokkrir inn til okkar og gerðu upp sinn hluta og kemur það sér mjög vel fyrir okkur því í mörg horn er að líta hjá okkur þessa dagana eins og reyndar öllum almenningi. en minnug þess að margt smátt gerir eitt stórt og samtökin eru fyrir öllu, vonum við að all- ir sem miða hafa fengið reyni að standa við sinn hlut og geri upp við okkur næstu daga. ★ Við höfum opið að Týs- götu 3 alla virka daga frá kl. 9—12 f.h. og 1—6 e.h. Við birtum hér í dag mynd af framkvæmdunum á Skóla- vörðustíg 19 eins og þær standa nú og við munum á næstu dögum lofa ykfcur að sjá fledri myndir af þeim og lofa ykkur að fylgjast með hvemig þeim miðar áfram. Þeim mun betur sem happ- drættíð gengttr, þeim mun betur gengur okkur. Lftið inn til okkar strax í dag. ★ 1 gær og í dag höfum við verið að senda út 3. flokk af happdrættismiðum Þjóðvilj- ans í Reykjavík og nágrenni og á morgun munum við ljúka við að senda miðana út á landið. Að þessu sinni höf- um við Trabant station-bif- reið eins og í síðasta flokki og verður nýja módelið vinn- ingur en það er mjög frá- brugðið fyrri módelum, auk þess höfum við 51 vinning sem er vöruúttekt fyrir 2 og 1 þúsund krónur og ætti það að verða búbót fyrir þá sem hafa heppnina með í þessu Lokið er nú við að rífa rishæðina á húsi Þjóðviljans við Skólavörðustíg og er næsta verkefni að slá upp fyrir veggjunum og reisa grindina að inndregnu hæðinni sem á að byggja ofan á húsið. Er myndia tekin í gær og sýnir hún smift að störfum við bygginguna. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). EINAR OLGEIRSSON segir frá viSrœSunum i Moskvu: Rædd sameíginleg áhuga Fimmtudagur 10, seotember 1964 — 29. árgangur — 204. tölublað. ■ Þjóðviljinn sneri sér í gær til Einars Olgeirssonar, formanns Sósíal- istaflokksins, og innti hann nánar eftir efni viðræðna þeirra er fram fóru í Moskvu nýverið milli fulltrúanefndar miðstjómar Sósíalistaflokksins og forystumanna í Kommúnistaflokki Sovétríkjanna og varð hann góðfuslega við þeim tilmælum að skýra í örstuttu máli frá því sem þar bar á góma. Fara svör hans við spurningum blaðsins hér á eftir. — Hvenær og hvar áttu þess- ar viðræður sér stað? — ViðræSurnar fóru fram 2. september s.l. í höfuðstöðvum Kommúnistaflokks Sovétríkjanna í Moskvu og eins og Þjóðviljinn hefur þegar skýrt frá tókum við Lúðvík Jósepsson, GuSmundur Hjartarson, Brynjólfur Bjarna- son og Sigurður Thóroddsen þátt í þeim af hálfu Sósíalistaflokks- ins en L. I. Bresnev og A. S. Beljakov voru fulltrúar Komm- únistaflokks Sovétríkjanna. — Um hvað snerust þessar viðræður í höfuðatriðum? Gagnrýíii á framkvæmd hinna nýju vegalaga Aðalfundur Gatnagerðarinnar s.f. var haldinn í Reykjavík laugardaginn 5. þessa mánaðar. Fundinn sóttu fulltrúar frá 12 af nítján kaupstöðum og kaup- túnum, sem aðild eiga að félag- inu. Fyrir fundinn var lögð ítar- leg skýrsla um starfsemi félags- ins á liðnu ári og það, sem af er þessu ári, gerð af fráfar- andi formanni félagsins. Segir þar að lítil verkefni hafi verið fyrir tæki félagsins á árinu 1963 og enn minni á þessu ári, og hafi stjórn félagsins því ákveðið ÆF.H. Félagsfundur verður hald- inn'í kvöld, fimmtudag, kl. 8,30 í Góðtemplarahúsinu (uppi). DAGSKRÁ: 1. Inntaka nýrra félaga 2. Kosning fulltrúa á þing Æ. F. 3. Önnur mál. Áríðandi að allir félagsmenn mæti. að selja malbikunarsamstæðu fé- lagsins ásamt öllum búnaði hennar bæjarstjórn ísafjarðar- kaupstaðar. Verulegrar gagnrýni gætir í skýrslunni á framkvæmd hinna nýju vegalaga að því er snertir vegi í kaupstöðum og kauptúnum. Aðalfundurinn samþykkti til- lögu stjórnarinnar um sölu gatnagerðartækjanna, og var hinni nýju félagsstjóm falið að gera tillögur um framtíðarverk- efni félagsins vegna hinna breyttu viðhorfa, sem skapazt hafa, og að leggja tillögur sínar fyrir næsta aðalfund félagsins. Jónas Guðmundsson, sem ver- ið hefur formaður félagsins frá stofnun þess, baðst undan end- urkosningu af heilsufarsástæð- um. f hans stað var kosinn í stjómina Hjálmar Ólafsson, bæj- arstjóri í Kópavogi. Aðrir í stjóminni voru endurkosnir, en þeir eru Magnús E. Guðjóns- son, bæjarstjóri Akureyri; Hálf- dán Sveinsson, bæjarfulltrúi Akranesi; Sigurður I. Sigurðs- son, oddviti Selfossi, og Haf- steinn Baldvinsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, og er hann for- maður hinnar nýju stjórnar. Jónasi Guðmundssyni vom þökkuð störf hans í þágu fé- lagsins. — Viðræðumar fjöUuðu fyrst og fremst um tvö aðalmál. Ann- ars vegar um það áhugamál Sósíalistaflokksins aö tryggja af- komu íslenzkra útflutningsat- vinnuvega, en þeim þætti við- ræðnanna verða gerð. nánari skil í Þjóðviljanum á morgun og mun ég því ekki ræða það mál frekar nú. — Hvert var hitt aðalmálið sem þið rædduð? — Auk viðskiptamála Islands og Sovétríkjanna ræddum við ýmis sameiginleg áhugamál þess- ara tveggja flokka og í raun og veru allra verkalýðsflokka heims hvort heldur sem það eru kommúnistaflokkar. sósíalista- flokkar eða sósíaldemókrata- flokkar, mál sem varða vöxt og viðgang verkalýðshreyfingarinn- ar í heiminum og hagsmunamál verkalýðs allra landa. Á síðustu árum hefur komizt á meiri og betri samvinna en áður var milli hinna tveggja höfuðafla innan verkalýðshreyf- ingar Evrópu, kommúnistaflokk- anna og sósíaldemókrataflokk- anna. Er þar sérstaklega áber- andi að sósíaldemókrataflokkar Bretlands og Frakklands hafa báðir sent stórar sendinefndir til Moskvu til viðræðna við full- trúa Kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna um sameiginleg áhuga- mál þessara flokka. Var Harold Wilson leiðtogi Verkamanna- flokksins brezka fyrir sendinefnd flokksins og hefur hann sótt sér efni í kosningabaráttuna í Bret- -landi í þessar viðræður. Einnig má benda á sem dæmi um þessi breyttu viðhorf að Guy M-ollet foringi franskra sósíaldemókrata sem talinn hefur verið mjög andvígur kommúnistum hafði forustu fyrir sendinefnd franskra Sósíaldemókrataflokksins sem tók þátt í viðræðunum í Moskvu. Hafa þessar viðræður s,kapað betra samstarf verkalýðsflokk- anna, bæði innbyrðis í viðkom- harinar enn Einar Olgeirsson andi löndum og einnig við verkalýðsflokka annarra landa. WASHINGTON 9/9 — í gær harðnaði enn kosningabaráttan í bandarísku forsetakosningun- um. Barry Goldwater öldunga- deildarþingmaður frá Arizona og forsetaefni repúblikana lýsti því þá yfir, að verði hann Itjör- inn muni hann hefja það sem hann nefndi forystuhlutverk Bandaríkjanna til vegs og virð- ingar á ný. Að sjálfsöfðu eru demókratar lítt hrifnjr af þessum ummælum, og William Fulbright, öldunga- deildarþingmaður úr flokki demókrata lýsti því yfir. að stefna Goldwaters leiði út í ó- göngur einar. Goldwater lagði í dag upp í 7.000 km langa fyrir- lestrarferð og fór með flugvél frá Phoenix í Arizona til borg- arinnar San Diego í Kalifomíu. Á flugvellinum í San Diego hélt Goldwater ræðu og lýsti þar þeim eiginleikum, er hann taldi Bandaríkjaforseta þurfa að hafa til brunns að bera en virtist telja Lyndon B. Johnson skorta með öllu. Þeldökkir menn reyndu hvað eftir annað að trufla ræðu Goldwaters og kölluðu hann lyg- ara er hann lýsti því, að það væru repúblikanar en ekki demó- kratar, sem væru hinir raun- verulegu málsvarar raunverulega mannréttinda. Vaxandi þörf á skipulögðu æskulýisstarfi í landinu B 14. sambandsráðsfundur Ungmennafélags íslands var haldinn í Haukadal dagana 5. og 6- september. ■ Fundurinn samþykkti meðal annars að fela sambands- stjóm: Að athuga möguleika á utanför íþróttamanna að loknu landsmótinu 1965. Að vinna að aukinni samvinnu ungmennafélaga á Norðurlöndum. Að beita sér fyrir les- hringum og spurningakeppni úr þ'jóðlegum fræðum milli héraðssambandanna. ■ Að ljúka sem fyrst við framkvæmdir, sem unnið er að í Þrastarskógi, leikvallargerð og byggingu veitingaskála- Fundurin-n hvatti héraðssam- böndin til þess að koma á æf- infastöðvum og leiðbeiningar- námskeiðum í samvinnu við í- þróttakennaraskóla íslands, UM FÍ og ÍSÍ. Ennfremur voru samþykktar eftirfarandi tillögur: Sambandsráðsfundurinn bein- ir því til sambandsfélaga um land allt að undirbúa sem bezt þátttöku sína í 12. landsmóti UMFÍ sem haldið verður að Laugarvatni dagana 3. og 4. júlí 1965. Jafnframt leggur fund- urinn ríka áherzlu á það að mótsgestir allir taki sem virk- astan þátt í mótinu með prúð- mannlegri framkomu og reglu- semi og sameinist um það að gera þessa íþróttahátíð sem glæsilegasta svo hún verði æsk- unni til uppörfunar og samtök- unum og þjóðinni allri til heilla og farsældar. Samhandsráðsfundurinn vænt- ir mikils af störfum þeirrar nefndar sem nú vinnur að samn- ingu frumvarps til laga um æskulýðsmál og telur mikilvægt að bún hraði störfum sínum. Ennfremur minnir sambands- ráðsfundur UMFÍ á hina miklu og vaxandi þörf á auknu heil- brigðu og skipulögðu æskulýðs- starfi í landinu. Fundurinn vek- ur athygli á mikilli starfsemi ungmennafélaganna á þessu sviði sem æskilegt væri að yk- ist enn að miklum mun. Raun- hæft spor í þá átt væri að auka fjárhagsaðstoð til UMFÍ svo hægt væri að ráða erindreka sem skipulegði aukið æskulýðs- starf samtakanna og ferðaðist milli héraðssambandanna og ungmennafélaga um land allt. Fundinum lauk um hádegi á sunnudag með ræðu Sigurðar Greipssonar. Síðan skoðuðu fundarmenn skógræktina í Haukadal og heimsóttu því næst Laugarvatn og skoðuðu staðinn. Einnig var farið í Þrast- arskóg. Um kvöldið var hóf í Félagslundi í Gaulverjabæ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.