Þjóðviljinn - 10.09.1964, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.09.1964, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 10. spptember 1964 ÞJðÐVILILNN SlÐA g Vcnir standa til að takast megi að ráða letur Etrúska Gullrollur með áletrun bæði á etrúsku og púnversku fundnar í rústum hinnar fornu borgar þeirra, Pyrgi Fyrir nokkru fundu ítalskir fornleifafræðingar sem undanfarin ár hafa unnið að uppgrefti í rústum hinnar fornu borgar Etrúska, Pyrgi, þrjár leturrollur úr gulli sem gefa mönnum vonir um að loksins megi takast að ráða tungumál þessarar merkilegu þjóðar sem hingað til hefur verið hulin ráðgáta. hina dularfullu sögu þeirra. Fyrst eftir fundinn gerðu menn sér vonir um að pún- verski textirm væri bein þýð- ing á himarn etnisku, en svo mvm þó ekki vera. Hin« vegar virðiet sem hann sé eine kon- ar endursögn á þeim etrúsku Massion Pallottino. pi’ófessor í etrúskum fræðum við há- skólann í Róm, sem stjórnað hefur uppgreftri á þessum slóðum undanfarin sjö ár sagði að þessi fundur væri sá merki- legasti sem hann hefði nokkru sinni gert. Hvert þessara þriggja rollublaða úr gulli er 9 sentimetrar á breidd en 13 á lengd og það sem gerir funcl þeirra svo merkilegan er að á tveimur þeirra er etrús.kur texti, en á því þriðja er text- inn á púnversku. Áður hafa fundizt margir et- rúskir textar, en gallinn hefur verð sá að þeir hafa verið mönnum óskiljanlegir. Vand- inn hefur ekki verið að ráða letrið, sem þeir voru ritaðir á. eins og var um híroglýfurn- ar egypzku. því að etrúskar notuðu stafrof sem fræð'mönn- um er auðskiljanlegt, heldur hinn að sjálft tungumál þeirra er með öllu óþekkt og menn hafa ekki einu sinni getað gert sér grein fyrir því af hvaða stofni það væri. Rannsóknir undanfarin 200 ár hafa gert mönnum kleift að lesa hinar etrúsku áletranir, en þeir hafa Ein af gullrollunum, sem fundust í Pyrgi með etrúsku og pún- verskum áletrunum. STOKKHÓLMI 9/9 — Nils Grenander, forstjóri, hélt því fram á fundi sænskra útgerðar- manna í gær, að frjáls sam- keppni í útgerðarmálum ætti nú á hættu að hverfa með öilu. Sí- fellt aukist reglugerðarfjöldinn og nauðsynlegt sé að snúast til vamar. Sérstaklega veittist forstjórinn að Bandarikjunum fyrir ýmsar aðgerðir sem þau hafa hafið til vamar útgerð sinni. verið engu, eða litlu nær um hvað þær þýddu. Hinn púnverski texti er mönnum hins vegar auðlæs. þótt sú tunga (afbrigði af fönik- ísku) sé ' löngu útdauð. Sam- anburður á þessum textum er því líklegur til þess að gefa mönnum í fyrsta sinn hugmynd um uppbyggingu etrúskunnar og sú þekking gæti orðið fræði- mönnum lykill að öllum þeim mörgu etrúsku textum sem fundizt hafa og varpað ljósi á og það eitt er talið nægja til að veita innsýn í málið. Tcxtarnir munu vera lof- gjörð til púnverskrar gyðju, en höfundur þeirra vera auðugur Etrúski, Auk þeirrar nýju vitn- eskju sem fundur guUrollnanna kann að veita mönnum um tungu Etrúska er hann sönnun um menningar- og viðskipta- tengsl milli þeirra og Púnverja (Karþagó) á fjórðu öld fyrir Krists burð, en frá þeim tíma teljast rollurnar vera. Tónleikar Serkins Rudolf Serkin er gamall kunningi Reykvíkinga, því að hann hefur leikið hér áður og að sjálfsögðu við mikla hrifningu áheyrenda. Eftir- vænting var því mikil, er það fréttist, að hann myndi enn að nýju efna hér til tónleika á vegum Tónlistar- félagsins. Tónleikar þessir fóru fram í Austurbæjarbíói 5. og 6. þ.m. Tónleikarnir hófust á hinni miklu A-dúr-sónötu Schuberts, sem er ein af þeim þrem sónötum, er hann samdi í septembermánuði 1828, tveim mánuðum fyrir andlát sit.t. tónlist Þetta er fagurt og stórfeng- legt tónverk, og sízt smækk- aði það í höndum Serkíns. Honum tókst að birta hlust- andanum alla hina skáldlegu auðlegð þess, án þess að þa’- færi nokkuð forgörðum. Næst komu 11 af þeim píanólögum Beethovens, sem hann kallaði sjálfur „Smá- muni“ (Bagatellen). Vitan- lega voru lög þess mjög vel flutt, en hlustandi fékk þó ekki varizt þeirri hugsun, að píanóleikarinn sýndi. þeim ekki fullan sóma og léti þau gjalda hins yfirlætislausa heitis síns. (Undirritaður hlýddi á síðari tónleikana). Alveg áreiðanlega myndi Rudolf Serkin geta gert þess- um lögum fullkomnari skil. Rudolf Serkin. ef hann viidi það við hafa. I Hándels-tilbrigðunum eft- ir Brahms sýndi Serkin yf- irburðatækni áína og alhliða tónlistargáfu og s,annaði það, að hann er í raun og veru meðal mestu píanóleikara, þeirra er nú eru á lífi. B.F. Hvai er hægt að gera til að koma í veg fyrir slys? Tölfræðin er köld, ómannleg og óhlutstæð. Og því hærri sem tölurnar eru, þeim mun fjarlægari virðast þær venju- legri reynslu okkar venjulegra manna. En til er sú tölfræði, sem ætti að geta vakið fólk til umhugsunar. Tökum dæmi af umferðaslys- um og tölum sem birtar hafa verið þar að lútandi. Á síðastliðnu ári var maður drepinn á vegum úti í Eng- landi á hverjum fimm stund- arfjórðungum og einhver særð- ist hverja hálfa aðra-mínútu. Þetta var versta árið hvað umferðarslys snerti og tala dauðaslysa komst upp í nær 7000. Frá því vélknúiri farartæki tóku að birtast á brezkum vegum hafa þau orðið meir en 285.000 manns að bana, en Þýtt úr „Daily Worker sært eða limlest nærri tíu milj- ónir. Þetta eru hroðalegar tölur. En hryllingurinn birtist þá fyrst í réttu ljósi ef við hugs- um um 285.000 harmleiki. böm skilin eftir munaðarlaus, hörm- ungar hinna meiddu og þján- ingar hinna sem eftir lifa ást- vinum sviptir. Hvað er svo unnt að gera til þess að binda endi á þessi mannsmorð" Um hátíðar og aðra frídaga segja blöðin gjarn- an ýtarlega frá umferðarslys- um — það er aðsegja sóu þau ekki með hugann fulian af djöfulæði unglinganna, ,.mods’’ og „roekers”. En þess á milli heyrist vart á þessi mál minnzt. Ennþá minna er gert. Fólk talar sín á milli um vandamálið, en að lokum lendir allt í engu, og úmferðaslysin eru tekin nánast eins og nauðsynlegt þöl. Þjóðina þarf að hr sta úr bessum dásvefni. Og til þess duga tölur skammt. jafm'el eins voðalegar og þær sem hér hafa verið nefndar. Stjórnvöld- in verða að taka til sinna ráða. Að jjálfsögðu er engin ein lausn til á þessu vandamáli, sem á sér margar og mismun- andi orsakir. En orsakir um- ferðaslysa má hverju sinni rekja til þriggja atriða, það eru vegir, vélar og fólk. Margt má gera í hverju einu atriðinu. í fyrsta lagi þarf að gera vegina öruggari til um- ferðar. Þetta hefur í för með sér auknar fjárveitingar. Ríkisstjómin vill nauðug auka fjárveitingar til viðhalds og endurbóta á vegum. Hún Framhald á 7. síðu. 60. DAGUR. Síðan fór Haraldur konungur upp á Heiðmörk og brenndi þar og gerði þar hervirki eigi minni en í Raumaríki. Þaðan fór hann út á Haðaland og út á Hringaríki, brenndi þar og fór allt herskildi. Eftir það lögðu bændur allt sitt mál und- ir konung. Eftir það er Magnús konungur var andaður, liðu fimmtán vetur áður en Nizarorusta var. en síðan tveir, áð- ur en Haraldur og Sveinn sættust. Eftir sætt var deila kon- ungs við Upplendinga þrjú misseri. Eðvarður Aðalráðsson var konungur í Englandi eftir Hörða- Knút bróður sinn. Hann var kallaður Eðvarður hinn góði. Hann var svo. Móðir Eðvarðar konungs var Emma drottning, dóttir Ríkarðar Rúðujarls. Bróðir hennar var Róðbjartur jarl, faðir Vilhjálms bastarðs, er þá var hertogi í Rúðu i Norð- mandí. Eðvarður konungur átti Gyðu drottningu, dóttur Guðna jarls Úlfnarðssonar. Bræður Gyðu vom Tósti jarl — hann var elztur — annar Mörukári jarl, þriðji Valþjófur jarl, fjórði Sveinn jarl, fimmti Haraldur — hann var yngstur. Hann fæddist upp í hirð Eðvarðar konungs og var hans fóstursonur og unni konungur honum geysi mikið og hafði hann sér fyrir son því konungur átti ekki barn. Það var á einu sumri að Haraldur Guðnason átti ferð til Bretlands og fór á skipi. En er þeir komu í haf tók þá andviðri og rak út í haf. Þeir tóku land vestur í Norðmandí og höfðu fengið storm mannhættan. Þeir lögðu til borgar- innar Rúðu og fundu þar Vilhjálm jarl. Tók hann við Har- aldi feginsamlega og hans föruneyti. Dvaldist Har«ldur þar lengi um haustið í góðum fagnaði, því stormar lágu á o« var eigi í haf fært.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.