Þjóðviljinn - 11.09.1964, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 11.09.1964, Qupperneq 5
Föstudagur 11. september 1964 ÞIOÐVILIINN SÍÐA § Grundvöllur byltingar í síldariðnaði Framhald af 1. síðu. tryggingar fáum við svo getu og þor til að berjast fyrir markaði í auðvaldslöndunum sem er mjög erfitt og kostar mikið fé og er raunar allt að því ókleift í Vestur-Evrópu vegna hárra vemdartolla þar. Verðmaeti síldarinnar marg- faldast líka við það að leggja hana niður í stað þess að setja hana i bræðslu eða flytja hana út hálfunna. Og megnið af aukningu verðmætisins er fólgið í vinnulaunum er myndu renna til þeirra staða á land- inu þar sem atvinnan er nú ó- tryggust. Það markaðsöryggi sem hér er verið að skapa hefur því sérstaklega mikla þýðingu fyrir dreifbýlið og er þetta raunar eina færa leiðin til þess að tryggja fulla at- vinnu á mörgum stöðum úti um land. Vissa að hægrt er að gera samninga við Sovétríkin — Hver er ástæðan til þess að Sósíalistaflokkurinn hófst handa um þessar viðræður? — SósíaKstaflokkurinn hefur alltaf haldið því fram að það vseri hægt að skapa markað í Sovétríkjunum fyrir síldar- iðnað okkar og hann vildi ganga úr skugga um það að þetta væri rétt. 1 þessum mark- aðsmálum hefur ekkert raun- hæft verið gert af hálfu ríkis- valdsins eins og kom fram í umræðum um þessi mál á Al- þingi í vetur og af því leiddi að hér var að skapast það á- lit að engir markaðir væru til fyrir framleiðslu okkar á nið- urlagðri síld. — Og hver telur þú að á- rangurinn hafi orðið af við- ræðunum? — Ég álít, að fengizt hafi víssa fyrir því að hægt sé að gera stóra samninga við Sov- étríkin um sölu á framleiðslu- vörum sjávarútvegsins til við- bótar þeim samningum sem við þegar höfum við þau og er þar þá sérstakiega um að ræða niðurlagða síld og aðrar fullunnar sildarafurðir. Auð- vitað yrðu slíkir samningar að gerast á jafnvirðisgrundvelli en á því eru engir erfiðleikar, ef vilji er fyrir hendi að kaupa frá Sovétríkjunum miklu fleiri vörur en við gerum nú. Þetta er aðeins spurning um skyn- samlega stjórn á viðskiptum þjóðarinnar Við vonum að ís- lenzk stjórnvöld og áhuga- menn um fiskiðnað hér á landi bregði fljótt og vel við til að hagnýta sér þá möguleika sem hér hafa opnazt og sleppi þeim ekki út úr hömdunum á sér. Þessum jákvæða árangri hlýtur að vera fagnað á öllum stöðum á landinu sem nú eiga v'ð at- vinnuskort að búa. Með upp- byggingu síldariðnaðar væri hægt að stöðva fólksflóttann frá bæjunum úti á landi og tryggja atvinnuöryggi á þeim stöðum. * Viðbrögð Nató-blaðanna — Hvað viltu segja um við- brögð blaðanna í dag við frá- sögn Þjóðviljans af þessum viðræðum í Moskvu? — Þau voru eins og við mátti búast. Um þau má ségja að „margur heldur mig sig” Blaðamenn Nato-blaðanna ís- lenzku halda sýnilega að það sé óhugsandi að menn fari til útlanda til þess að vinna ís- landi eitthvert gagn. Þerr kunna ekki nema þessa einu nótu: Moskva. Moskva og æpa eftir henni. I gamla daga töldu þeir að stórhætta vofði yfir Islandi vegna þess að það tókst að tryggja freðfiskmarkaði í Sov- étríjjjunum og stimpluðu það sem Moskvuþjónustu áð vinna að öflun þeirra markaða. Og viðskiptaaukningin við Sovét- ríkin 1956 var einnig túlkuð sem Moskvuþjónusta. Þeim er guðvelkomið að æpa sig hása á þessu Þeir eru búnir að gera það í 20—30 ár án nokk- urs árangurs. Hver Islendingur getur dæmt um það sjálfur, nema auðvitað blaðamenn Nato-blaðanna, hverra hagsmunir það eru, Sovétríkjanna eða Islands, að tryggja öiugga markaði fyrir fiskiðnað okkar og komast þannig af stigi hálfunninnar vöru yfir á stig fullunninnar vöru í útflutningsframleiðsiu okkar. Leiðinleg fáfræði Hins vegar þykir mér það leiðinleg fáfræði hjá blaða- mönnum er þeir sýna í túlkun sinni á fundum af þessu tagi. Að vísu er þetta í fyrsta sinn sem Sósíalistaflokkurinn tekur þátt í slíkum viðræðufundi en þeir hafa tíðkazt undanfarin ár bæði milli kommúnista- flokkanna, sósíaldemókrata- flokka og sósíalistaflokka víða um heim. Mætti t.d. benda Alþýðublaðinu á að hugle:ða hvaða erindi þeir Harold Wil- son og Guy Mollet. leiðtogar brezkra og franskra sósíal- demókrata, hafi átt til Moskvu til viðræðna við Kommúnista- flokk Sovétríkjanna. Og nýlega áttu japanskir sósíaldemókratar^ viðræður við Kommúnistaflokk®' Sovétríkjanna. I sambandi við heimsókn Krústjoffs til Norður- landa i sumar var einnig reett um slík viðtöl milli sósíalista- flokkanna þar og Kommún- istaílokks Sovétríkjanna. — Hvað viltu segja um skrif Nató-blaðanna um „sáttafund” í Moskvu? — Þau verða að reyna að skálda upp skýringu á þessum viðræðum eftir því sem þeim þykir bezt henta en það er sama tilbreytingarleysið i skáldskapnum og áður. Að sjálfsögðu eru mál Sósíalista- flokksins ekki rædd utan hans vébanda. Hver verkalýðsflokk- ur verður að leysa sín innri vandamál sjálfur. Hins vegar eru alþjóðamál verkalýðshreyf- ingarinnar í heiminum ákaflega þýðingarmikil og rétt að allir verkalýðsflokkar léti þau til sín taka, hvort sem þeir skipa sér í ákveðna hópa eða ekki. En Sósíalistaflokkurinn hefur sem kunnugt er þá afstöðu að kveða ekki upp dóm í ágrein- ingsmálum erlendra sósíalista en fylgjast sem bezt með og reyna að skapa sér á grundvelli al- hliða þekkingar sjálfstæðar skoðanir á þeim efnum. Hvað hefur Alþýðu- flokkurinn gert? — En hvað um það sem Al- þýðublaðið segir um eðli Sós- íalistaflokksins? — Sósíalistaflokkurinn held- ur í dag eins og þegar hann var stofnaður fast við þá stefnuskrá sem Héðinn Valdi- marsson mótaði að mestu þar sem ákveðin var alþjóðahyggja flokksins og vilji hans til sam- starfs við verkalýðsflokka í öðrum löndum og þá ekki sízt Kommúnistaflokk Sovétríkj- anna. Frá þessari stefnu hefur flokkurinn aldrei vikið. Al- þýðuflokkurinn hefur haft þetta sama atriði að heita má á stefnuskrá sinni s.l. 20 ár og kannski Alþýðublaðið vilji athuga hvemig honum hefur tekizt að framkvæma hana? Sósíalistaflokkurinn hefur lagt fram sinn skerf — Hvað viltu svo að lokum segja um þetta mál í he'ld? — Ég vænti þess að þetta mál geti oi’ðið til þess að fólk taki höndum saman um efl- ingu þessa atvinnuvegar okk- ar og lyfti honum á nýtt þró- unarstig, að þetta mál verði til að skapa vaxandi trú á undir- stöðuatvinnuvegi okkar, sjáv- arútveginum, og á efnahags- legu sjálfstæði okkar. Sósíalistaflokkurinn hefur í yfirlýsingu sinni í vor út af verðbólgu- og efnahagsþróun- inni lagt áherzlu á þann vilja sinn að þótt hann sé í stjórn- arandstöðu sé hann reiðubú- inn til samstarfs við aðra aðila um að stöðva veröbólguna og gera aðrar ráðstafanir til að tryggja efnahagslegt sjálfstæði landsins. Sósíalistaflokkurinn hefur beitt áhrifum sínum í verkalýðshreyfingunni og ann- arsstaðar til þess að menn með ólikar skoðanir gætu tekið höndum saman um eflingu sjáHstæð s íslenzks atvinnu- lífs og stórhætt kjör alþýð- unnar. Sósíalistaflokkurinn hefur alliaf jafnt utan stjórnar sem í ríkisstjóm unnið af fullri á- byrgðartilfinningu að efiingu íslenzks atvinnulífs og hvað eftír annað átt frumkvæðið að stórfelltluf aðgcrðum þjóðarinn- ar á því sviði, svo sem ný- sköpun atvinnulífsins eftir styrjöldina og útfærslu fisk- veiðilandhelginnar í 12 mílur. Sósíálistaflokkurinn hefur nú enn cinu sinni lagt fram sinn skerf til þess að stuðla að, stór- felldum framförum í íslenzku efnahagslífi og trúir því og treystir að heilbrigð og þjóð- holl öfl, hvar í flokki sem þau standa, taki höndum samin til að hagnýta þá niöguleika sem nú bjóðast fyrir frumkvæði hans. AUSTURBÆJARBÍÓ AAeistaraverkið * * * * Brezki leikarinn góð- kunni Alec Guiness, sem var aðlaður fyrir leiksnilld sína fyrir nokkru, er í essinu 'sínu í gamankvikmyndinni ,,Meist- araverkið”. Sjálfur hefur hann gert handritíð eftir skáldsögu, ,sem fjallar um kostulegan list- málara sem lifir list sinni einni og lendir í óhjákvæmi- legum útistöðum við annað fólk og þó sér í lagi við há- borgaralega „vini sína milj- ónerana”. Með myndinni, sem er í litum er faglega og vel unn- inn íslenzkur texti, sem nær þó ekki náttúrulega lunknuin undirtónum brezkrar kímni, sem er svo oft í þessari mynd sem endranær launfyndin. Ronald Neame er leikstjóri og hefur því miður ekkert að gera í Guiness þ.e.a.s. í meðferð annarra leikara not- ar hann gamla stimpla og fer ósköp fátæklega með hand- ritið, undantekning eru þó atriði þeirra listmálarans og konu hans sem leikur og stendur Guiness fyllilega á sporði og er þessi samleikur þeirra ljóst dæmi um hve myndin hefði getað orðið skemmtileg ef leikstjórinn væri meira en þokkalegur handverksmaður. Kvikmynd- un er sama marki brehnd. En hvað um það, Alee Guiness hverfur varla af tjaldinu myndina á enda og það ætti að vera nóg til þess að gera fjölmörgum aðdá- endum hans glatí í geði. M. .1. GAMLA BlÓ: Risinn á Rhodes * Þetta er ómerkilegasti reyfari, illa leikinn og iang- dreginn. Gegnir raunar furðu, að kvikmyndahúsið skuli leyfa sér að setja hækkað verð á þessa endaleysu. Rory Calhoun leikur „hetjuna ungu“. hann ætti að halda, sig við kúrekamyndir, bless- aður. Efnisskráin er ein samfelld stílleysa og höfundur þágu- fallssjúkur í þokkabót. J.Th.H. ÍÍllllllB iiiíiliill 61. DAGUR. En er að leið vetrinum þá ræddu þeir það jarl og Haraldur að Haraldur mundi þar dveljast um veturinn. Sat Haraldur í hásæti á aðra hönd jarli, en annarar handar kona jarls. Hún var hverri konu fríðari er menn höfðu sér. Þau töluðu öll saman sér til gamans jafnan við drykkju. Jarl gekk oftast snemma að sofa en Haraldur sat lengi og talaði við konu jarls. Fór svo fram lengi um veturinn. Eitt sinn er þau töluðu, sagði hún: „Nú hefur jarl rætt um við mig og spurt hvað við töluðum svo þrátt og er hann nú reiður“. Haraldur svarar: „Við skulum hann nú láta vita sem skjótast allar ræður okkar“. Eftir um daginn kallaði Haraldur jarl til tals við sig og 'gengu þeir í málstofu. Þar var og kona jarls og ráðuneyti þeirra. Þá tók Haraldur til máls: „Þag er að segja yður jarl að fleira býr undir hingaðkomu minni en það er ég hefi enn upp borið fyrir yður. Ég ætla að biðja dóttur þinnar til eiginkonu mér. Hefi ég þetta rætt fyrir móður hennar oftlega og hefur hún mér því heitið að liðsinna þetta mál við yður“. En þegar er Haraldur hafði þetta upp borið, þá tóku allÍT því vel, þeir er heyrðu, og fluttu það fyrir jarli. Kom þetta mál svo að lyktum að mærin var föstnuð Haraldi. en fyrir því að hún var ung þá var mælt nokkurra vetra frest á til brúðkaupsstefnu. En er vor kom þá bjó Haraldur skip sitt og fer brott. Skildust þeir jarl með kærleikum miklum. Fór þá Haraldur út til Englands á fund Eðvarðar konungs og kom ekki til Vallands síðan að vitja ráðs þessa. Eðvarður konungur var yfir Englandi þrjá vetur og tuttugu og varð hann sóttdauður í Lundúnum 5. janúar. Hann var jarðaður að Pálskirkju og kalla enskir menn hann helgan. Synir Guðna jarls voru þá ríkastir manna á Englandi. Var Tósti settur höfðingi yfir her Englakonungs og var hann landvarnarmaður þá er kon- ungur tók að eldast, Hann var settur yfir alla jarla aðra. 4 4 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.