Þjóðviljinn - 11.09.1964, Side 8
8 SIÐA
I
ÞlðÐVILIINN
piére eða sál Despiéres í flokki
sálna sem valið var úr af til-
viljun þennan morgun eða ein-
hvem annan morgun, var óþol-
andi.
— Ég er búinn að fá nóg,
sagði Jack við Carlottu. — Ég
bíð eftir þér fyrir utan.
Hún hafði staðið þögul við
hliðina á honum og starað upp
í loftið gegnum gleraugun sín.
Hún var alvarleg og áhyggju-
full á svipinn. — Ég er líka bú-
in að fá nóg, sagði hún. — Ég
fer með þér. Hún tók af sér
gleraugun og setti þau í tösk-
una sína og þau gengu yfir
bert gólfið og út saman án þess
að segja meira.
Það var skýjað þegar þau
komu út og torgið var grátt og
þunglyndislegt í flötu ljósinu.
Þau stóðu fyrir framan gos-
brunninn og horfðu á hvolfþak
Péturskirkjunnar.
— Það greip mig svo undar-
leg tilfinning þama inni, sagði
Carlotta. Mér fannst einhvern
veginn eins og Michelangelo
hefði ekki trúað á guð.
Jack leit hvasst á hana. Sem
snöggvast hélt hann að hann
hefði talað upphátt inni i kap-
ellunni án þess að vita það.
— Hvað er að þér? spurði
Carlotta. Af hverju horfirðu
svona á mig?
— Af því að ég var einmitt að
hugsa um það sama þama inni,
sagði Jaek.
— Það er svona með hjón,
sagði C^rlotta. Eftir vissan ára-
fjölda fara þau að hugsa sömu
hugsanir á sama tíma. Það er
hinn æðsti trúnaður.
— Við erum ekki hjón.
— Fyrirgefðu, sagði Carlotta.
Ég gleymdi því. Andartak stóðu
þau bæði og horfðu á kirkjuna
dálítið miður sín. — Hve marg-
ir þeirra sem tóku þátt i að
byggja þessa kirkju, heldurðu
að hafi trúað á guð í raun og
veru?
— Kannski flestir þeirra, sagði
Jack. Tímabil trúarinnar. . . .
— Ég veit ekki, sagði Carl-
otta Það er erfitt að sjá það
af verkum þeirra. Til dæmis at-
riðin úr bibiíunni þarna inni.
Botticelli-myndin af Móses sem
krýpur fyrir framan logandi
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslu og
snyrtistofu STErNU og DÓDÓ
Laugavegi 18, III. h (lyfta) —
SÍMI 2 4616
P E R M A Garðsenda 21. —
SlMI: 33 9 68 Hárgreiðslu og
snyrtistofa.
D 0 M V R !
Hárgreiðsla við allra hæfi —
TJARNARSTOFAN. - .Tjamar-
götu 10 — Vonarstrætismegin —
SlMI: 14 6 62.
HARGREIÐSLUSTOFA
AUSTURB/EJAR — (Maria
Guðmundsdóttirt LaugavegJ 13.
— SÍMI: 14 6 56. — Nuddstofa á
sama stað.
runnann. En Botticelli málaði
líka Venus, sem reis upp úr öld-
unum. Á hvað trúði hann?
Kraftaverkið með brennandi
runnann eða kraftaverkið um
Venus sem stígur alsköpuð upp-
úr hafinu? Af hverju fremur
eitt en annað? Og á hvað trúir
þú?
— Meðan við vorum gift, hvað
hélztu þá að ég tryði á? sagði
hann.
— Tja, ég geri víst ráð fyrir
að þú héldir, að einhvers konar
guð væri til.
— Það geri ég kannski enn,
sagði Jack hugsandi. — Ein-
hvers konar guð sé til. Já, ég
held það. En ég held ekki að
hann hafi svo mikinn áhuga á
okkur. Að minnsta kosti ekki
jafnmikinn áhuga og öll trúar-
brögðin segja að hann hafi. Ég
á við að það komi honum ekki
við hvort við myrðum náunga
okkar eða heiðrum föður okkar
og móður eða girnumst eigin-
konu náunga okkar. Ég trúi þvi
ekki. að við sjálf séum svo þýð-
ingarmikil og mikilvæg. Ef til
er guð, þá er hann kannski vis-
indamaður og þessi heimur er
ein af rannsóknarstofum hans,
þar sem hann gerir aðgerðir og
fylgist með árangrinum af efna-
fræðitilraunum. Því ekki það?
Við erum brytjuð niður lifandi,
bað er eitrað fyrir okfcur, við
deyjum í miljónatali, alveg eins
og apar í rannsóknarstofum.
Hann talaði ofsalega, gaf útrás
þeirri beiskju sém hann fann til
yfir ótímabærum dauða Despi-
éres. — Apinn, sem deyr vegna
þess að hann er notaður við til-
raunir og ekki fær bóluefni,
er áreiðanlega ekki meiri synd-
ari en apinn sem hlíft hefur
verið og aðeins hefur haft hita
í nokkra daga. Kannski erum
við apar guðs og þjáumst og
deyjum til þess að hann megi
fræðast af. Og sektarkenndin
sem við finnum stundum til þeg-
ar við brjótum það sem við
höldum að séu lögmál hans, er
kannski ekki annað en einhver
veira sem honum hefur tekizt
að hreinrækta og stjóma. Og
trúin er kannski bara aukaverk-
un eða einkenni sektarveirunn-
ar. alveg eins og sumt fólk fser
útbrot af penicillíni.
Carlotta hrukkaði ennið.
— Mér leiðist að heyra þig
tala svona, sagði hún. Þetta er
svo óhugnanlegt.
— Þetta er eiginlega ekkert
óhugnanlegra en kristindómur-
inn sjálfur, sagði Jack. Þú trú-
ir sjálf á kvikuskurði, er það
ekki?
— Það er ég ekki viss um.
— Auðvitað gerirðu það. Ef
hægt er að bjarga einu barni
með dauða miljóna apa, þá
finnst þér það rétt, er það ekki?
— Jú, það er víst, sagði
Carlotta hikandi.
— Jasja, en er það ekki gleði-
'legra að trúa því, en að við sé-
um dæmd til eilífrar glötunar
fyrir skapgerðareinkenni sem
við getum enga stjóm haft á
og hafa orðið til hjá manndýr-
inu alveg á sama hátt og aug-
un og eyrun og skilningarvitin
fimm? Á þann hátt getum við
að minnsta kosti trúað því að
allt hafi einhvern tilgang, að
einhvers staðar í alheiminum
sjáist ávöxtur af þrautum okk-
ar. Alveg til þessa höfum við
getað trúað því, að tilraunir vís-
indamannanna þjónuðu ákveðn-
um, skapandi tilgangi. En við
tilkomu vetnissprengjunnar og
sýklahemaðar og annars slíks,
erum við ekki lengur viss í okk-
ar sök. f dag er vísindamaður
undir grun. Og ekki að ástæðu-
lausu Ef við ættum að dæma
vísindamennina af öllu þvi illa
sem þeir hafa gert mannkyn-
inu, þá myndi stór hluti þeirra
verða lokaður inni sem geðveik-
ir glæpamenn. En við getum
ennþá vonað að guð sé fyrir-
stríðs vísindamaður, sem hafi
farið ögn útaf sporinu, en gangi
ekki nema gott eitt til. En auð-
vitað má ekki blanda skynsem-
isástæðum guðs saman við okk-
ar — ekki fremur en rugla má
saman ástæðum vísindamannsins
og apans sem hlutaður er sund-
ur á skurðarborðinu.
Það fór hrollur um Carlottu.
— Mér leiðist þetta tal, sagði
hún. Við skulum koma aftur
inn í bílinn.
67
Jack tók í handlegginn á henni
og þau gengu af stað þangað
sem bíllinn stóð. — Hefur þér
alltaf fundizt þetta? spurði
Carlotta. — Líka meðan ég
þekkti þig?
— Nei, sagði Jack. Bara síð-
ustu tólf-fjórtán dagana. Siðan
ég kom til Rómar. Ég er að
byrja nýtt æviskeið. Undarleg-
ustu hlutir hafa komið fyrir
mig síðan ég kom hingað.
— I þínum sporum. sagði hún,
myndi ég forðast þessa borg.
— Kannski geri ég það líka,
sagði hann. Kannski geri ég það.
Áður en þau komu að bíln-
um, þar sem Guido stóð vökull
og kurteis og hélt dyrunum
opnum, sneri Carlotta sér við
og leit í síðasta sinn á Péturs-
kirkjuna —Svoija margar kirfcj-
ur, sagði hún, um allan heim,
og allt til einskis. Fyrir lygi,
draum ... Hvílík sóun.
Jack hristi höfuðið. — Það er
ekki sóun, sagði hann.
— Já, en þú varst að segja
rétt áðan — —
— Ég veit vel hvað ég var
að segja áðan. En það er ekki
sóun samt. Þótt ekki væri fyr-
ir annað en þetta... Jack benti
á bygginguna. Þótt ekkert hefði
nokkum tíma fengizt i aðra
hönd nema það sem Micelang-
elo hefði gert, þá væri það þess
virði. Og auðvitað er um miklu
meira að ræða. Ekki aðeins 4"
þreifanlega hluti, steinana, stytt-
umar, gluggana, málverkin,
heldur líka þá hughreystingu
sem þetta allt hefur veitt hin-
um trúuðu .. .
— Hinum trúuðu, sagði Carl-
otta. Flæktum í net lyganna .. .
— Ekki flæktum í net, sagði
Jack. Göfguðum af lygi. Ég öf-
unda þá, ég öfunda hvem ein-
asta sanntrúaðan af öllu hjarta.
-*■ Já, en af hverju trúirðu
þá ekki sjálfur? spurði Carlotta.
Þarfnastu ekki sjálfur dálítillar
hughreystingar?
— Af hverju ég trúi ekki?
Jack yppti öxlum. „Þú skalt
trúa“, segja þeir. Það er eins
og að segja: „Þú skalt vera fal-
legur“ Ég vildi líka gjaman
vera fallegur ...
Þau stóðu andartak enn og
horfðu yfir torgið. Vindur var
napur og ónotalegur og fáeinar
nunnur sem hröðuðu sér að
tröppunum virtust bornar yfir
steinlagða stéttina á bylgjandi
pilsum sínum.
— Það fer að rigna, sagði
Jack. — Mér þykir leitt að við
skyldum fara hingað. Þetta er
rangsnúinn morgunn. Við skul-
um koma aftur til Rómar.
1 bilnum á heimleiðinni þögðu
þau lengst af. Carlotta sat í
hominu, alvarleg og hugsi Qg
leit ekkert á Jack. Eftir nokkr-
ar mínútur rauf hún þögnina.
— Veiztu hvers vegna ég hef
aldrei fyrr talað við þig um trú-
mál? sagði hún. Vegna þess að
í mínum augum eru trúmál
tengd dauðanum. Og ég get ekki
afborið að hugsa um dauðann.
Hugsar þú mikið um hann?
— Á stríðsárunum gerði ég
það — býsna mikið, sagði Jack.
Og nú upp á síðkastið, eftir að
ég kom til Rómar.
Carlotta tók af sér hanzkana.
Hún horfði á berar hendurnar
og strauk þeim háegt saman.
— Þetta hold, sagði hún hljóð-
lega, og Jack vissi við hvað hún
átti með þessari athöfn og hvers
vegna hún hafði sagt þetta. Hún
rétti út vinstri höndina og greip
um hönd hans og hélt fast i
hana. — Jaek, viltu bjóða mér
í kvöldmat í kvöld? Ég vil ekki
vera ein í kvöld.
— Ég er hræddur um að það
sé ekki góð hugmynd, sagði Jack
eins vingjamlega og hann gat.
Hann hefði getað sagt að hann
væri upptekinn, en hann vildi að
hún vissi, að hann hafnaði henni
viljandi.
Hún dró höndina að sér í
skyndi. — Fyrirgefðu, sagði hún.
Hún fós aftur í hanzkana og
strauk vandlega úr hrukkunum.
Hversu oft, hugsaði Jack, hef
FERDIZT
MED
LANDSÝN
(
• Selfum farseðla með fíugvélum og
skipum
Greiðsluskilmáfar Loftleiða:
• FLOGIÐ STRAX — FARGJALD
GREITT SÍÐAR
9 Skipuíeggjum hópferðir og ein-
staklingsferðir
REYNIÐ VIÐSKIPTIN
FERÐASKRIFSTOFAN
LAN EJ SVN nr
TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK.
(JMBOÐ LOFTLEIÐA
Föstudagur 11. september lAál
SKIPATRYGGINGAR
Tpyggingar
á vörum í flutningi
á eigum skipverjja
Heimistrygging hentar yður
Áhafnasiysa
Ábyrgðar
Veiðarfæra
Aflatryggingár
TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRf
LINDARGATA 9 REYKJAVIK SlMI 2 1 260 SlMNEFNI t SURETY
Kartöflumús — Kokómalt — Kaffi — Kakó.
KRGN - bú'ðirnar.
Flugsýn kf. sími 18823
FLUGSKÓLl
Kennsla fyrir einkafiugpróf — atvinnuflugpróf.
Kennsla i NÆTURFLUG1
FFIRLANDSFLUGI
BLINDFLUGI.
Bókleg kennsla fyrir atvinnuflugpróf byrjar i nóvembeT
og er dagskóli. — Bókleg námskeið fyrir einkaflugpróf,
vor og haust.
FLUGSÝN h.f. sími 18823.
FERÐABÍLAR
9 til 17 farþega Mercedes-Benz hópferðabílar af nýjustu
gerð, til leigu i lengri og skenunri ferðir. — Afgreiðsla
alla virka daga, kvöld og um helgar 1 síma 20969
Sendisveinn éskust
strax, bæði fyrir og eftir hádegi.
Sími 17-500.
i