Þjóðviljinn - 13.09.1964, Side 2

Þjóðviljinn - 13.09.1964, Side 2
2 siða -------—-------------------—-—- --- ÞIÖÐVILJINN Sunnudagur 13. september 1964 Viðtal við BALDUR RAGNARSSON sem hlaut heiðursnafnið „höfundur ársins" á alþjóða- jDÍngi esperantista í sumar □ Ungt skáld íslenzkt hlaut heiðursnafnið „höfundur ársins“ á heims- þingi esperantohreyfingarinnar í sumar, en það var haldið í Hol- landi. Það var Baldur Ragnarsson, gagnfræðaskólakennari í Rvík. □ í viðtalinu sem hér er birt segir Baldur nokkuð af högum sínum og bókmenntastörfum, í tilefni þessarár viðurkenningar. Fram kem- ur, að auk þess að vera höfundur frumsaminnar ljóðabókar á ís- lenzku og annarrar á esperanto er Baldur Ragnarsson mikilvirk- ur þýðandi íslenzkra bókmennta, fornra og nýrra, á alþjóðamálið esperanto og vinnur nú að stórri sýnisbók íslenzkra bókmennta á því máli. Unnið er að stórri sýnisbók íslenzkra bókmennta á esperanto — Hver voru tildrög þess, að þú varst kjörinn esperaniohöf- undur ársins á heimsþingi esperantista í sumar, pg hvernlg er sá titill tilkominn? — Um tildrögin get ég engu ákveönu svarað; ég frétti fyrst jijp, þessa útnefningu með sím- skeyti frá formanni dónjnefnd- arirpjgr tyeimur dögum síðar; íiúrí kom mér algerlega á ó- vai-t. Titillinn ,,Autoro de la jaro“ eða ..höfundur ársins“ er þannig tilkominn, að sum- arið 1958 komust forráðamenn esperantoforlagsins KOKO í Kaupmannahöfn að þeirri nið- urstöðu að stofna bœri til altækari viðurkenningar fyrir ritstörf á esperanto en tíðk- azt hafði fram til þess tíma; efndi forlagið þá til verðlauna- merkis, sem það nefnir silfur- sporann og fylgir diplóm auk áðurgreinds titils. Fer afhend- ing þessa fram árlega með viðhöfn á heimsþingi esper- antista. Sjálfur var ég ekki viðstaddur þá athöfn í sumar, en útgefandi minn. dr. J. Régulo Pérez frá La Laguna á Kanaríeyjum, veitti verð- laununum viðtöku fyrir mína hönd. Tekið er fram. að verð- launin nú séu fyrir Ijóðabók mína ,,Stupoj sen nomo“ og þýð'ngar mínar á ljóðabókum Þorsteins frá Hamri, sem út komu í einu bindi fyrir nokkr- um mánuðum undir héitinu „Sub stelo rigida“: Undir kalstjörnu. Flutti skáldkonan Marjorie Boulton, sem hér kom í vor og getið var þá í blöð- um. erindi um báðar þessar bækur á þinginu, svo sem venja er um þau rit, sem þessa viðurkenningu hijóta. — Vildir þú segja lesend- um Þjóðviljans fáein æviat- riði? — Ég er Austf.'rðingur. fæddur á Reyðarfirði 1930, uppalinn á Eskifirði. Nám hef ég stundað í Eiðaskóla, Menntaskólanum á Akureyri og ' Háskóla Islands — Hvenær lærðir þú espe- ranto og hvers vegna? — Faðir minn benti mér fyrst á tilveru málsins. hann hafð: kynnzt því lítillega hjá Ólafi Þ. Kristjánssyni, er þeir voru skólábræður í Kennara- skólanum. Ég keypti mér snemma kennslubækur Þór • bergs Þórðarsonar í málinu. en ekk»rt - varð sf námi lengi vel; það v.u ekki Cyrr en vet- urinn 1948, þegar ég var í þriðja bekk í M. A. og rekst á kénnslubók í esperanto eft- ir Þorstein Þorsteinsson fyrr- verandi hagstofustjóra í forn. bókaverzlun, að áhuginn end- urnýjaðist. Þá bók keypti ág og las vendilega um - sumarið eftir vinnutíma í vegamanna- tjaldi uppi á Jökuldal. Sama haust áskotnaðist mér fyrstu bækurnar á esperanto. fáeinir innbundnir árgangar esperanto- tímarita frá því fyrir • fyrra stríð, sem Ármann Halldórs- son fyrrverandi kennari minn á Eiðum hafði fengið föður mínum, er hann frétti um esperantonám mitt, en Ármann hafði keypt.bækurnar á uppboði. Þessi gömlu tímarit las ég af mikilli áfergju, sögur, ljóð, rit- dóma. auglýsingar, allt til agna. Hversvegna ég tók að læra esperanto? Aðallega af almennum tungumálaáhuga, geri ég ráð fyrir; fullur skiln- ingur á gildi málsins sem alls- herjarlausn á alþjóðamálsvand- anum óx mér ekki fyrr en síðar. — Reyndirðu snemma að nota málið til bókmennta- staria? — Ekki laust við það. Þeg- ar nokkrum mánuðum eftir að ég hóf að læra málið orti ég á því heila sonnettu, einskon- ar ástakvæði til esperantos. sem síðan birtist í tímaritinu .,Voco de Islando", sem ís lenzkir esperantistar gáfu þá út með miklum myndarbrag. en lognaðist síðan út af vegna fjárskorts illu heilli. Þá kom . tímabil, þegar ég fékkst einkum við þýðingatil- t.l.lxiMji* KuKU * KurUUHW< * |niittíl' ,t * ' Jðvrxoáeo; ABioru dcbjjruljé^ j>(U allaj iurriloi rn ía oi igióála liicmuro dc 1» imcrnaiM IjmjMi K^cranio^ , • Samlcmjieciiaivilcóen'áiúilráat* ' . * arSkntá SPRONO Í)E KOKCJ . jíor Lontiauia uimulo, luwjiff* laj aj«<o4' 1 .'.•*** Heiðursskjalið um ársiiw” „höfund raunir; það fyrsta, sem ég man eftir að ég þýddi voru kvæði úr Skugga-Sveini, sem sr. Halldór Kolbeins var þá að þýða á esperanto. Sumar þess- ar þýðingar mínar birtust í erlendum esperantoritum, öðr- um hef ég týnt. Haustið 1953 kom hingað til lands á veg- um esperantosamtakanna pólsk- ur esperantisti, dr. Marek Waysblum, til þess að kynna og kenna esperanto. Honum kynntist ég allvel og þó eink- um þremur árum síðar úti í London. er ég dvaldi hjá hon- um um ,skeið. Hann uppörv- aði mig mjög til ritstarfa á esperanto og leiðbeindi mér um margt. 1956 komst ég svo í bréfasamband við William Auld, eitt helzta esperantoljóð- skáldið. sem nú er uppi. Hjá honum í Skotlandi dvaldi ég einnig um tíma, og það var fyrir hans áeggjan, að ég tók alvarlega að efna til ljóðabókar á esperanto. Hún kom svo út tveimur árum síðar hjá for- laginu Stafeto í Kanaríeyj- um. — Þú hefur ort á íslenzku og ritað um skáldskap. Viltu segja eitthvað af því? — Vorið 1962 kom út eftir mig ljóðabókin „Undir veggj- um veðra“ hjá Heimskringlu. Ég hef fengizt ofurlítið við að skrifa ritdóma fyrir Tíma- rit Máls og menningar. Ann- að er fátt að segja af ritstörf- um mínum á íslenzku, það er þá helzt að nefna fáeinar ljóða- þýðingar og greinar,'sem birzt hafa í Tímaritinu og Þjóðvilj- anum. — Hvað hefur þú frumort á esperanto eftir útkomu ljóða- bókar þinnar „Stupoj sen nomo“ 1959? — Það er nú harla lítið. Fáein kvæði hef ég að vísu birt síðan í tímaritum, en það er varla að nefna. ölla meir hef ég samið síðan í lausu máli á esperanto, bæði grein- ar og ritdóma fyrir erlend esperantotímarit. — Þú hefur unnið mikið að þýðingum íslenzkra skáldrita á esperanto. Hvað er það helzta •og hvar hefur það birzt? — AUt frá því ég fór að gefa mig að ritstörfum á esper- anto fyrir um það bil tíu árum hafa þýðingar á það mál úr islenzku verið mikið áhuga- efni mitt. Ég tel að bókmennt- ir smáþjóðar eins og íslend- inga eigi eðlilegastan aðgang að heiminum einmitt fyrir til- stuðlan hlutlauss alþjóðamáls eins og esperantos. Ég hef þýtt bæði laust mál og bund- ið úr fornr og nýbókmennt- um íslenzkum. Margt af því hefur þegar birzt, sumt í tímaritum. sumt í bókarformi, en meiri hlutinn er þó enn- þá í handritum. Af þvi sem ég hef þýtt úr fornbókmennt- unum er helzt að nefna Hrafn- kels sögu. Auðunar þátt. Þor- steins þátt stangarhöggs, valda kafia úr Eglu og Grettlu, aUa Völuspá, Völsungakviðu hina fornu, Hjálmarskviðu og Sona- torrek. Meginið af þessu kem- ur út innan skamms í sér- stakri bók hjá Förlagsfören- ingen Esperanto í Málmey. Eftir Bjarna Thorarensen hef ég þýtt Odd Hjaltalín og eft- ir Stephan G. Rammaslag. Þá hef ég þýtt töluvert eftir ný- skáldin okkar; er þar helzt að nefna ljóðabækur Þorsteins frá Hamri ..Tannfé handa nýj- um heimi“ og „Lifandi manna land“, sem komið hafa út i bókarformi eins og ég gat um áðan. Auk þess hef ég þýtt fleiri eða færri ljóð eftir þá Davíð Stefánsson, Stein Stein- arr, Jón úr Vör, Stefán Hörð. Einar Braga, Sigfús Daðason, Snorra Hjartarson, Hannes Pétursson, Hannes Sigfússon, Jón Óskar 'o^ lfklega Jfleiri, sem ég man ekki í svipinn. Flest af þessu er óbirt. Af þýðingum mínum í lausu máli, öðrum en úr fornsög- unum, eru þessar helztar: Drengurinn eftir Gunnar Gunn- arsson, Lilja eftir Halldór Lax- ness, Hel eftir Sigurð Nordai, Upp til fjalla úr Sólon ís- landus eftir Davíð Stefánsson og Vatnadagurinn mikli eftir Þórberg Þórðarson. Allt er þetta í handritum nema Lilja, sem birtist fyrir nokkrum áf- um í tímaritinu „Norda Pris- mo . — Sennilega er annað frek- ar líklegt til fjáröflunar en rita á esperanto. Hvemig ferðu í hjáverkum að vinna fyrir heimili? — Það er rétt, enginn verð- ur feitur af greiðslum fyrir ritmennsku á esperanto. E&per- antoútgáfufyrirtæki berjast flest í bökkum fjárhagslega, og svo tímarit; þau geta yfirleitt ekki greitt fyrir ritsmíðar; sjálfur hef ég aldre' fengið þrep“ Tvær Ijóðabækur Þorsteins frá Hamri í einni bók: „Undir kalstjörnu-* nein ritlaun utan smávegis í bókum. enda ekki leikurinn til þess gerður. Esperanto er mér allt í senn: hugsjón, nauð- syn og nautn, og þeim mun fremur sem ég hef kynnzt má'- inu betur. Annars er ég kenn- ari að starii, kenni íslenzku og ensku við gagnfræðaskóla. — Er hægt að túlka allt það á esperanto í Ijóði, sem hægt er á þjóðtungum? / — Þessari spumingu er ógemingur að svara í stuttu máli, þar sem rökstuðningur við jákvætt svar mundi efnj ( í heila grein. Því auðvitað blýt ég að svara þessari spurningu játandi, ef ekki, mimdi ég með því afneita allri esperantorit- mennsku minni í einu lagi. Og þó er í rauninni tómt mál að reyna að sanna hér mál sitt með rökum. þvi að satt að segja getur enginn gert sér grein fyrir hæfni esperantos til tjáningar nema hann hafi sjálf- ur af því verulega reynslu. Aðeins örfá atriði vil ég þó nefna: Esperanto er lifandi tungumál, sem á sér þegar merkilega tradisjón í bók- menntum og þróast í höfuð- dráttum eftir sömu leiðum og þjóðtungumar. Málið hvíl- ir á ósnertanlegri undirstöðu frumorðaforða og málfræði- legrar byggingar, Ia funda- mento. Akademia, skipuð mál- fræðingum, hæfilega konserva- tívum, fylgist kostgæfilega með allri þróun málsins. Það er þvi engin hættá á að málið sundrist í mállýzkur, enda hef- ur þess aldrei gætt í allri sögu þess. Fullyrða má. að esperanto hafi aldrei staðið fastari fótum en einmitt nú. Reynslan hefur sannað, að esperanto er ekkert vanmátt- ugt, sem er á færi þjóðtungn- anna, og í rauninni tekur esper- anto þeim langt fram á sum- um sviðum. einkum að skýr- leik og rökvísi; það er t.d. al- kunna, að steinrunnin orðasam- bönd þjóðmálanna eru æðioft hugsuninni fjötur um fót; í esperanto er þessu ekki til að dreifa, þar sveigist málið að hugsuninni, lýtur henni. Þetta er auðvelt að sanna með sam- anburði, en til þess er tæp- lega staður hér. Aðeins eitt enn: Esperantoljóðskáld frá upphafi skipta fjölmörgum tugum. Fyrir fáeinum árum kom út mikið úrval frumsam- inna esperantoljóða 1887—1957, 648 bls. að stærð í átta blaða broti með Ijóðum eftir 90 skáld frá um 40 löndum. Þess- ar staðreyndir tala sínu mál. — Telur þú ekki. að gróska sé í esperanto’bókmenntum frumsömdum og þýddum? — Alveg tvímælalaust. Bóka- útgáfa er orðin mjög mikil á esperanto, og þeim fjölgar sí- fellt. sem færa sér málið í nyt, ekki sízt utan Evrópu, t.d. í Kína, Japan og Víetnam. Á annað hundrað tímarit koma nú út á esperanto í heimin- um, sum þeirra stór og glæsi- Fraxuhaild á 7. V / I

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.