Þjóðviljinn - 15.09.1964, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 15.09.1964, Qupperneq 2
2 SlÐA MÓÐVILIINN Þriðjudagur 15. september 1964 Baráttan stendur um hvort ísland skuli efnahagslegu sjálfstæði sínu eða á ný undirorpii erlendu auðvaldi halda verða Viðskipti íslands við Sovét- ríkin hala eftir stríð verið hornsteinn efnahagslegs sjálf- stæðis vors. I krafti þeirra hef- ur ísland getað boðið erlendu auðvaldi byrginn, ef það ætl- aði að kúga oss. í krafti þeirra hefur þjóð vor getað þróað at- vinnulíf sitt, fyrst og fremst freðfiskiðnaðinn, tryggt sig gegn atvinnuleysi og haldið efnahagslífi íslands frjálsu af erlendu auðmagni: með öðrum orðum tryggt að öll atvinnu- tæki á íslandi væru eign ís- lendinga sjálfra og cngra ann- arra. Þegar þessi viðskipti voru rofin í aesingi kalda striðsins 1948, leið ekki á löngu unz atvinnuleysið svarf að og er- lent auðvald hugði ísland það einangrað og veikt, að koma mætti því á kné. Þegar vér íslendingar færð- um út landhelgina í 4 milur, hugði brezka auðvaldið' gott til glóðarinnar að svínbevgia fslendingg með banni á fisk- sölu. Þá skildist íslenzkri rík- isstjórn. hvers konar „vinir“ það væru, sem hún var í Atl- anzhafsbandalagi með. Og hvað gerði ríkisstjóm Siálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins þá? Hún sneri sér til Sovétríkj- anna og tók upp á ný þau vdð- skiptasambönd. sem nýskönum- arstjórnin hafði skipulagt 1945. Og bann Breta á fisksölu Ts- lendinga var algerleea hrntið á bak aftur með aðstoð Snvét- ríkjanna. Þjóð vor sá svart á hvítu hverjir voru vinir hennar í verki — og hveriir aðeins i orði, — og hún fékk sömu reynsluna á ný 1958 þeg- ar gamla brezka ljónið reiddi hramminn að nýju. Viðskipti íslands og Sovét- rikjanna gerast á gagnkvæm- um hagsmunagrundvelli. Sovét- ríkin hafa hagsmuni af að fá góðar, næringarríkar matvör- ur frá íslandi og vilja kauna þær i ríkum mæli. en þau vilja. auðvitað selia sínar vörur i staðinn. Og fsland hefur hags- muni af að kaupa frá þeim olíu, timbur, bíla, vélar o.s.frv. og tryggja með því stpreflingu sjálfstæðs atvinnulífs síns. En það er nauðsynlegt að það sé fyrir hendi skilningur á þessum gagnkvæmu hags- munum. Forystumenn Sósíal- istaflokksins hafa ætíð skilið þessa hagsmuni íslands og því beitt sér fyrir framkvæmd þeirrar viðskiptastefnu, sem með skynsamlegri yfirstjórn á verzlunarmálum fslendinga tryggja oss fasta og örugga markaði i löndum sósialism- ans og gerir oss þannig kleift að berjast á faTlvöltum mörk- uðum auðvaldsskipulagsins Höfuðatriðið í þessu er þó að með stórum fyrirframsamn- ingum við lönd sósíalismans er hægt að tryggja ísland gegn kreppu - þeim vágesti sem mest hrjáði oss áður en þessi við- skipti i austurveg urðu horn- steinn íslenzkrar viðskipta- stefnu. En þessir möguleikar, sem sem tilvera sósialismans í stórum hluta heims opnar ís- landi hafa aðeins verið notað- ir að nokkru ennbá. Eins og við gátum notað viðskiptin við Sovétríkin til að margfalda freðfiskiflnaðinn — og vinná oss mikinn markað í Banda- ríkjunum, — eins var og mögulegt að nota þau viðskinti til að koma upp og margfalda fullvinnsluiðnað á sildarafurð- um fniðurlagningu o.s.frv.). Fyrir þessu hefur Sósíalista- flokkurinn nú barizt árum saman. 'Ég skrifaði ýtarlega grein um þessi mál í Þjóðviljann 5. júlí 1961, þar sem m.a. var gerð sú grein fyrir inntaki nýrrar 5- ára-áætlunar um nýsköpun at- vinnulífsins að „20—30 niðursuðu- og niður- lagningarverksmiðium fyrir fisk og síld verði komið upp víða um land“ Flokksstjórnarfundur Sósíal- istafloikksins í nóvember 1961 gerði ýtarlegar samþykktir um þessi mál. Látlaust hefur verið unnið að því og rekinn áróður fyrir að láta þessa íslenzku stefnu: fullvinnslu íslenzkra af urða — verða ráðandi stefnu í íslenzku efnahagslífi. * *) Mestöll verzlun heims- ins skipulögrð En afturhaldið á íslandi. fyrst og fremst hið st.aurblinda heildsalaauðvald, hefur aldrei haft áhuga fyrir þróun og efl- ingu efnahagslegs sjálfstæðis íslands. Og það hefur ráðið allt of miklu í íslenzkum efna- hagsmálum, stutt af'þeim svo- kölluðu „hagfræðingum" sem eru andlegir fangar úreltra kenninga frá miðri 19. öld um svokallaða „frjálsa verzlun". Mestöll verzlun heims er nú þaulskipulögð, ýmist af voldug- um einokunarhringum (i hin- um vestræna heimi) eða af ríkisvaldi (í löndum sósíalism- ans og fleirum). Ef ísland læt- ur vera að skipuleggja utan- ríkisverzlun sína þá erum vér að gera leik að því að láta hagsmunalega séð tTOða á oss og spila út úr höndunum á oss tækifærum til eflingar at- vinnulífsins. • *) Auk þess sem samþykktir og ályktanir miðstjórnarfunda, flokksstjórnarfunda og flokks- þinga Sósíalistaflokksins fjalla um þessi mál, gerði ég allýt- arlega grein fyrir þeim, m.a. i grein í Rétti 5.—6. hefti 1962: „Nokkur úrræði okkar“ og 1. hefti 1963: „Iðnbyltíng í mat- vælaframleiðslu fslendinga". Hver þau stjórnarvöld fjár- mála og viðskipta,' sem litu á eflingu atvinnulífsins sem höf- uðverkefni sitt og væru ekki fangi úreltra hugmynda, myndu hafa unnið að framkvæmd þeirra tillagna, er Sósíalista- flokkurinn hafði sett fram. Erlent auðvald býst til innrásar En það gerðist hið þveröf- uga: Síðastliðinn vetur gerðust einmitt þau tíðindi, að auðséð var að erlent auðvald bjóst beinlínis til innrásar á ísland, ætlaði sér að ná þrælatökum á íslenzku efnahagslífi — og hlaut til að byrja með nokkurt atfylgi til þess. Þessi árás á efnahagslegt sjálfstæði íslendinga skyldi gerast í tVennu lagi: í fyrsta lagi sendi Standard Oil. einn illræmdasti einokun- arhringur beims. einn aðal- fjármálamann sinn til íslands. til þess að bjóðast til að setja npp olíuhreinsunarstöð á ís- landi Rlíkt var að vísu tækni- lega séð mjög vafasamt, en hafði þann kost fyrir erlenda aiiðvaldið að ná með bví ein- okun á oliu til fslands, eyði- legg.ia bannig skipti íslands og Sovétríkjanna á olíu og freð- fiski og veikja þannjg ísland gagnvart erlendu auðvaldi og gera qss á ný undirorpna er- lendum einokunarhring, eins og þegar D.D.P.A., hinn danski litlifingur Standard Oil. drottnaði yfir olíumarkaðnum hér og var lesið úr því heiti hans á albýðumáli: danskur diöfull pínir alþýðuna. Helztu aðdáendur erlends auðvalds hlupu upp með mikl- um fögnuði, er þeir eygðu þessa einokunarmöguleika er- lendra auðmanna, — og segir sagan að ofsakátastur. allra hafi gerzt Eykon við Morgun- blaðið, enda bar blaðið þess merki um skeið. Önnur höfuðárásin skyldi vera sú að koma erlpndum al- uminiumhring til efnahagslcgr- ar drottnunar i landinu, með þvi að bjóða honum íslenzkt rafmagn hræódýrt og ótal fríðindi að auk. Og látið er að því liggja af ýmsum, sem fjalla um erlendar lánvcitingar, að fsland geti ekki fengið lán til nauðsynlcgra raforkufram- kvæmda sinna, nema bindast bessum einokunarhring um leið. Með öðrum orðum: Alþjóða- bankinn og aluminium-hringur- inn eiga að taka höndum sam- an um að svínbeygja ísland undir erlent auðvald. eftir að oss hefur þó tekizt eftir lýð- veldisstofnunina 1 að koma því s,vo fyrir að íslendingar eigi öll sín atvinnutæki sjálfir. Og það var auðséð að það átti að láta þjóðina standa í beirri meiningu, að hún gæti hvergi fengið lán til sinnar eig- in óhjákvæmilegu raforkufram- kvæmda, nema með þvi að ganga aluminiumhringnum á hönd. Sósíalistaflokkurinn í vöm fyrir efnahaffslegt sjálfstæði landsins Þessari blikU' erléndrar efna- hagslegrar innrásarhættu bregð- ur á loft í sama mund og mest þörf var á að takast mætti að samstilla voldugustu öfl atvinnulífsins til stöðvun- ar verðbólgunnar og til að tryggja batnandi lífskjör ,al- þýðu m.a. með skipulögðum framförum í ísl. atvinnuveg- um. Verðbólgan var að grafa undan trausti þjóðarinnar á því 'að hún væri fær um að stjóma sér sjálf. Það var hin brýnasta þörf á sameiginlegu Einar Olgeirsson. átaki á þjóðlegum grundvel’i til þess að skapa frið og fram- farir i íslenzku efnahagslífi. — og einmitt þá ætlaði erlent auðvald að ráðast inn í íslenzkt atvinnulíf. sundra þjóðinni og gera hana sér undirorpna með sérleyfis- og einokunarlögum sér til handa og kúgunarlögum gegn verkalýðssamtökum. Þegar svona var komið, efna- hagslegt sjálfstæði Islands í veði og stór hætta á að við- skiptasambandið við Sovétrík- in — er verið hafði tryggingin fyrir fullri atvinnu á Islandi — yrði slitið á ný fyrir aðgerðir erlendra auðhringa tók Sósíal- istaflokkurinn til sinna ráða. Það varð að sanna þjóðinni að möguleikarnir á aS tryggja stórfellda þróun sjálfstæðs ís- lenzks efnahagslífs, — og þá fyrst og fremst margföldun fullvinnsluiðnaður á síld, — væru til. Það þurfti að sanna þjóð- inni að hægt væri að marg- falda markaðina í Sovétríkj- nnum fyrir niðurlagSa síld og tryggja í krafti þess fulla atvinnu á Norðurlandi og víð- ar. ÞaS þurfti að minna á að fslandi hefði áður staðið til boða lán til raforkufram- kvæmda austan að og gæti staðið það enn. Þessvegna afréð forysta Sós- falistaflokksins að ræða við stjóm Kommúnistaflokks Sov- étríkjanna um þessi mál og full- vissa sig svo um horfurnar í Framhald á 7. síðu. Eftir EINAR OLGEIRSSON Art Buchwald skrifar: VANDASAMT VTRKEFNI SÉRLE6S SENDIHERRA Cabot Lodge í S-Víetnam. Það er líklega ekki þrauta- laust verkefni, sem Henry Cabot Lodge glímir nú við, hann ferðast nú vítt um ver- öld að bón Johnsons forseta, til þess að útskýra stefnu okkar i Suður-Víetnam fyr- ir æðstu mönnum banda- manna okkar. Þetta er leið- indaverk og þar að auki ekki hættulaust. Þó við höfum aldrei ver- ir viðstaddir upplýsingafund’. hans, getum við gert okkur i hugarlund hvernig Cabot Lodge leggur málin fyrir, segjum t.d. á fundi með danakonungi. ,,Sem sagt, yðar hátign, leyfið- mér þegar í stað að lýsa því yfir, að Bandaríkin hafa öruggt yf riit um á- standið í Víetnam. Undir styrkri stjórn Nguyen Khanh hershöfðingja hafa margvís- legar umbætur verið fram- kvæmdar". Áður en Lodge sendiherra hefur lokið máli sínu kem- ur sendimaður úr bandaríska sendiráðinu vaðandi inn og fær honum símskeyti. Sendi- herrann les það. „Já. sem ég sagði veldur Khanh hershöfðingi flokka- dráttum í landinu, og Banda- ríkin telja að hann hafi ekki lengur neitt vald á margvís- legum hagsmunaklíkum. Við álítum að ákjósanlegust lausn þessa vandamáls sé að styrkja þann hershöfðingja, sem nýt- ur trausts alþjóðar“. Síminn hringir og kóngur rétt'r Lodge símtólið. „Já. ég skil sir. öldungis rétt, sir. Ég skil. Auðvitað þakka yður fyrir“. Hann leggur tólið á og heldur áfram: _______ „Sjáið þér til yðar hátign, sérfræðingar okkar telja að bezta lausnin verði ríkisstjóm hershöfðingjaráðs, sem þrír menn myndi meðan við gefc- um ekki látið kosningar fara fram. Við erum þeirrar skoð- unar, að Khanh hershöfðingi hafi hrapalega mistekizt og höfum ákveðið að styðja Minh hershöfðingja, sem Khanh hershöfðingi setti af fyrir nokkrum mánuðum með aðstoð okkar. • Hernaðaráætl- un okkar er að senda suður- víetnamska herifln á vígvöll- inn til þess að berjast við Víetkong með þeirra eigin að- ferðum“. Aðstoðarmaður Lodge hvísl- ar einhverju í eyra honum, hann kinkar kolli og heldur áfram: „Vegna þess óskapnaðar- ástands sem er í Saigon er hernaðaráætlun okkar sveigj- anleg og nú sem stendur leggjum við til að suður- víetnamski herinn snúi aftur til Saigon, til þess að halda þar uppi röð og reglu, Við úlítum, að þetta takist bezt, þegar Mjnh hershöfðingi er við völd. . . “ Enn kemur askvaðandi annar sendimaður úr banda- ríska sendiráðinu og fær Lodge símskeyti. „Þess vegna er okkur sönn ánægja með tilliti til ákvarð- ana þjóðar vorrar, að til- kynna yður, yaS Dr. Nguyen Cuan Oanh er núna for-, sætisráðherra ríkisstjómar- innar í Saigon. Dr. Oanh er hagfræðingur, hann laus námi við háskólann í Har- vard og honum kemur eink- ar vel saman við send'herra okkar á staðnum Tayler Khanh hershöfðingi hvílir sig nú í Dalat eftir andlega og likamlega ofreynslu“. Síminn hringir enn, og Lodge sendiherra svarar: ,,Kærar þakkir, þetta er mjög' athyglisvert“. „Ég vildi gjama taka það fram, yðar hátign. að við vanmetum engan veginn það sem Khanh hefur lagt af mörkum í sameiginlegri bar- áttu okkar í Víetnam. Við höfum ákveðið að þrátt fyrir allt beri honum enn forsæt- isráðherraembættið og sem stendur leggjum við ' okkur fram um að styðja hann og styrkja stjórn hans á alla lund. Að sjálfsögðu er höfuð- markrrið okkar að vinna þetta stríð, en við gerum okkur fullljóst, að það er óframkvæmanlegt, ef styrk stjórn situr ekki við völd í Suður-Víetnam. V ð álítum að við höfum nú slíka stjórn með dr. Oanh í forsæti og. . ★ Síminn hringir enn ein-. sinni og Lodge sendiherra svarar þreytulega: >.Já, sir. Hvað sögðuð þér? Frú Nhu? Þakka yður fyrir“ Hann snýr sár aftur að kóngi: „Sem sagt, yðar há- tign, hvar var ég nú kom- inn?“ i I /

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.