Þjóðviljinn - 16.09.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.09.1964, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 16. september 1964 — 29 árgangur — 209. tölublað. FÉLAGSFUNDUR ÆFR ANNAÐ KVÖLD ÆFR heldur félagsfund annað kvöld (fimmtudag) kl. 20.30 í Tjarnargötu 20. Fundarefni: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Einar Olgeirsson skýrir frá viðræðufundi Sósíalistaflokksins og Kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna 2. þ.m. 3- Kaffihlé 4. Fulltrúaráð Æ.F.R. 5. Önnur mál. Félagar eru hvattir til að mæta stundvíslega. — STJÓRNIN. 19 DAGAR EFTIR GERIÐ SKIL Þótt stutt sé síðan við sendum út happdrættismið- ana þá munum við byrja deildasamkeppnina í dag og birta hana annað veifið fyrst um sinn í blaðinu. Allar deildir nema þrjár eru komn- ar á blað og sumar allvel. 2 kjördæmi eru einnig kom- in á blað, en von er til að fleiri bætist í hópinn á næstu dögum. 3 deildir eru þegar komnar í 20% og sýn- ir það bezt hvað hægt er að gera. Mikil nauðsyn er nú á að allar deildir bregði fljótt og vel við kalli okkar og örfi sem flesta til þess að gera skil. Fyrir næstu helgi þurf- um við sérstaklega á miklu fé að halda og eru það ein- dregin tilmæli okkar að sem allra flestir lítí inn til okk- ar fyrir þann tíma. Skrif- stofan verður opin daglega frá kl. 9—12 f.h. og 1—6 e.h. Einnig er hægt að póstleggja andvirði seldra miða til okk- ar. Utanáskriftin er Happ- drætti Þjóðviljans Týsgata 3 Röð deildanna er nú þannig. 1.8a Teigamir 23% 2.1 Vesturbær 20% 3.10b Vogar 20% 4.5 Norðurmýri ' 15% 5.4a Þingholt 10% 6. Vesturland 6% 7.7 Rauðarárholt 5% 8.8b Lækir 5% 9.9 Kleppsholt 5% 10.3 Skerjafjörður 4% 11.4b Skuggahverfi 4% 12.10a Heimar1 3% 13. Kópavogur 3% 14.6 Hlíðar 2% 15.11 Háaleiti 2% 16. Sogamýri 2% 17. Selás 2% Verum samtaka. Gerum þetta happdrætti að glæsi- legu . happdrætti. Hröðum byggingu efstu hæðarinnar. Augað lá úti á kinn Það slys varð í fyrra- kvöld á Hótel Kea,,að gest- ur í fatageymslu hótelsins krækti úr sér annað aug- að á fatasnaga og lá aug- að úti á kinn. Gesturinn var að hengja upp frakk- ánn sinn og ætlaði síðan að ganga til veitingastofu. Hann var þegar fluttur á sjúkrahús og liggur þar ennþá. Hann var farþegi á Esju og var að koma úr síldarvinnu á Raufarhöfn og ætlaði að halda áfram með skipinu til Reykjavík- ur, en þar er hann búsett- ur. Hann er 27 ára gam- all. STJORN SILDARVERKSMIÐJA RIKISINS SAMÞYKKIR: NYBYSCINCAR OC CNDURBÆTUR Á SRFYRIRI00MILJ. KRÚNA □ Stjóm Síldarverksmiðja ríkisins hefur sam- þykkt að fara fram á heimild sjávarútvegsmála- ráðherra til þess að ráðast í miklar nýbyggingar og endurbætur á síldarverksmiðjum ríkisins á Seyðisfirði, Raufarhöfn og Reyðarfirði og er á- ætlaður kostnaður við hinar fyrirhuguðu fram, kvæmdir alls 95 miljónir króna. Jafnframt jfer stjóm SR fram á það við ráðherrann að hann hlutist til um að ríkisábyrgð verði veitt fyrir lán- um til framkvæmdanna og veiti fulltingi sitt við útvegun lánsins. 5500 mála stækkun verksmiðjanna ■ Einnig hyggst stjórn SR endurnýja aðallöndunar- bryggju verksmiðjanna á Siglufirði, og er kostnaður við þá framkvæmd áætlaður 8 miljónir króna en verksmiðju- stjórnin telur sig hafa eigið fé til þeirra framkvæmda. ■ Verksmiðjustjómin leggur til að hafizt verði handa um þessar framkvæmdir nú þegar svo að þeim verði lok- ið sem mest fyrir næstu síldarvertíð. Kista forsetafrúarinnar borin út úr Dómkirkjunni í gærdag. Talið frá vinstri: Emil Jónsson, Eysteinn I ® Greinargerð verksmiðjustjórnarinnar fyrir þessari Jónsson, Ingólfur Jónsson, Birgir Finnsson, Guðmundur 1. Guðmundsson, Hannibal Valdimarsson og samþykkt Og samþykktin í heild eru birtar á 10. SÍðu. Bjarni Benediktsson. (Ljósm. Þjóðv. G.M.). <j,________________________________________________________ ■ Meðal þeirra framkvæmda sem stjórn Síldarverk- smiðja ríkisins hefur gert áætlun um eru stækkanir á síldarverksmiðjunum á Raufarhöfn og Seyðisfirði um 3000 mál og 2500 mál ásamt tilheyrandi geymslum, svo og stækkanir á mjölhúsum og þróm og bygging nýrra lýsis- og síldargeyma o.fl. á Seyðisfirði og Reyðarfirði. Virðuleg útför forsetafrúarinnar □ Útför frú Dóru Þórhallsdóttur, forsetaírúar, fór fram í gærdag að viðstöddu miklu fjölmenni hér í bænum. □ Opinberum fyrirtækjum ásamt mörgum verzlunum víða um land var lokað frá hádegi til klukkan fjögur. □ Athöfninni í Dómkirkjunni var útvarpað. □ Jarðarförina einkenndi látlaus virðuleiki. Minningarathöfn um hina látnu forsetafrú fór fram í Bessastaðakirkju í gærmorg- un og hófst hún klukkan tíu. Kirkjan var þéttsetin, og flutti þar minningarræðu sóknarprestur forsetahjón- anna, sr. Garðar Þorsteins- son. * Nánustu aðstandendur T0GARI TEKINN ■ Klukkan þrjú í fyrrinótt tók varðskipið Óðinn brezka tog- arann Dragoon frá Fleetwood innan iandhelgi undan Barða, það er út af ÖnundarfirCi og Dýrafirii. ■ Varðskipið kom með togarann til ísafjarðar í' gærdag og hófust þegar réttarhöld í máli togarans. Skipstjórinn, Birch, ját- aði þegar brot sitt og bíður nú dóms hjá bæjarfógetaembættinu. ■ Togarinn lagði upp í þcssa veiðiferð fra ísafirði á eunnu- dagskvöld. — H.Ó. Hér ganga nánustu aðstandenduv hinnar Iátnu forsetafrúar úr Dóm- kirkju að lokinni athöfn þar. Fremst Ásgeir Ásgeirsson forseti á- samt dætrum sínum, frú Völu Thoroddsen, til vinstri, og frú Bjöigu Ásgeirsdóttur, til hægri. Fyrir aftan sést Þórhallur Ásgeirsson, dcildarstjóri. (Ljósm. Þjóðv. G.M.). báru kistuna úr kirkju til líkvagns. Var þetta virðuleg og lát- laus kveðjuathöfn. Útfararathöfn fór síðan fram í Dómkirkjunni í Reykjavík, og hófst hún klukkan tvö um daginn. Lúðrasveit Reykja- víkur lék sorgargöngulög á Austurvelli stundarfjórðung fvrir þá athöfn- Útfararræðu í Dómkirkj- nnni flutti Sigurbjöm Ein- arsson, biskup, og var henni útvarpað sem og athöfninni í heild. Kirkjan var þéttsetin og fiöldi manns stóð fyrir utan og fylgdist með athöfninni með aðstoð hátalarakerfis. Fimm ráðherrar, tveir for- menn stjórnarandstöðuflokka og forseti Alþingis báru síðan kistuna úr kirkju til l;kvagns. Frú íslenzks þjóðhöfðingja i embætti hefur ekki áður verið kvödd hinztu kveðju. Var þessi athöfn látlaus og virðuleg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.