Þjóðviljinn - 16.09.1964, Side 10
Frá útför forsetafráar / gærdag
Við útför forsetafrúar Dóru Þórhallsdóttur var Dómkirkjan þéttsetin í gaerdag. Þar voru saman-
komnir helztu embættismenn þjóðarinnar og höfuðklerkar ásamt sendiherrum erlendra ríkja. Fyr
ir utan kirkjuna stóð fjöldi manns og fylgdist með athöfninni og er efri myndin tekin við það
tækifæri. Sterkt sólskin með köldum andvara einkenndi þessa stund. Neðri myndin ' sýnir Arent
Claessen, aðalræðismann Hollands stíga inn í bifreið sína að lokinni útför forsetafrúar. Búningur-
inn er frá aldamótunum með silfruðu munztri að framan og hvítum strútsfjöðrum í hattinum.
Þannig báru ræðismenn hvítar fjaðrir og sendiherrar svartar fjaðrir um aldamótin. Arent Claessen
hefur verið ræðismaður Hollands i fjörutíu og tvö ár. — (Ljósmynd Þjóðviljinn G. M.).
---------------------------------------<
Samþykkt og greinargerð
síldarverksmiðjustjórnar
DKHVUIINN
Miðvikudagur 16. september 1964 — 29. árgangur — 209. tölublað.
Cæsaplága við Djáp
Q Eins og frá er sagt á forsíðu blaðsins í dag barst
Þjóðviljanum í gær samþykkt og greinargerð stjórnar Síld-
arverksmiðja ríkisins þar sem verksmiðjustjórnin leggur
tölrað nú þegar verði hafizt handa um miklar nýbýgging-
ar og endurbætur á síldarverksmiðjum ríkisins á Haufar-
höfn; - Seyðisfirði og Reyðarfirði og verði þeim lokið fyrir
næstu síldarvertíð. Fer fréttatilkynning stjómar SR um
þetta mál hér á eftir.
Svo sem kunnugt er hefur
síldveiðin á sumarvertíðinni ver-
ið aðallega á austursvæðinu síð-
ustu árin og í sumar hefur nær
engin veiði fengizt vestan við
Rauðanúp á Melrakkasléttu.
Síldveiðiflotinn fer að sjálf-
sögðu fyrst og fremst til þeirra
hafna með afla sinn til lönd-
unar, sem næstar eru miðun-
um, þ.e. til hafna á svæðinu
norðan frá Raufarhöfn suður til
Djúpavogs.
Heildarafköst síldarverksmiðj-
anna á Norður- og Austurlandi
eru talin vera um 66.500 mál
á sólarhring. en þar af eru
ekki nema um 26.000 mál sam-
tals á Austfjörðum og Raufar-
höfn. Heildarþróarrými verk-
smiðjanna er um 360.000 mál.
þar af á Austfjörðum og Rauf-
arhöfn um 170.000 mál.
Vegna misræmis á milli mót-
tökuskilyrða hjá síldarverksmiðj-
unum sem næst liggja beztu nú-
verandi veiðisvæðum og afla-
möguleika síldveiðiskipanna,
hafa í sumar og á undanföm-
um sumrum oft orðið alvarleg-
ar löndunarbiðir hjá síldveiði-
flotanum.
Stjóm Síldarverksmiðja ríkis-
ins hefur á árunum 1960—’64
leitazt við að bæta úr þessum
vanda með endurbótum á síld-
arverksmiðjunni á Raufarhöfn
og aukningu á þróarrými henn-
ar, kaupum og stækkun síldar-
verksmiðjunnar á Seyðisfirði
upp í 5.000 mála afköst á sól-
arhring, byggingu nýrrar síldar-
verksmiðju á Reyðarfirði með
2.500 mála afköstum á sólar-
hring og loks með flutningum
á bræðslusíld frá Seyðisfirði til
Siglufjarðar. Hafa í sumar ver-
ið flutt þaðan um 88.000 mál
til Siglufjarðar á vegum Síldar-
verksmiðja ríkisins.
En augljóst er, að þessar ráð-
stafanir eru ekki nægilegar til
þess að koma afgreiðsluskilyrð-
um síldveiðiflotans í viðunandi
horf á síldarvörtíðinni norðan-
lands og austan.
Stjórn Síldarverksmiðja ríkis-
ins hefur því að lokinni athug-
un og umræðum orðið sammála
um að gera eftirfarandi tillögu
um nýbyggingar og endurbæt-
Þúfum, 15/9 — Alvarleg gæsa-
plága virðist vera í uppsiglingu
við Djúp. Mikill fjöldi grágæsa
herjar á nýræktað tún og berja-
lönd og hefur slíkt ekki komið
fyrir áður. Fugli þessum virðist
fjölga mjög ört við innanvert
Djúp alveg eins og minknum.
Minkurinn á sér þó einn höf-
uðóvin. Það er Gísli Kristins-
son frá Hafranesi og hundar
hans, en þeir heita Snabbi og
Sessa. Hafa tugir minka látið
lífið fyrir hans hendi í sumar.
Þeir eru líka ekki friðaðir eins
og gæsimar.
Veiði í laxám hefur verið með
bezta móti í sumar. í Laugar-
dalsá hafa fengizt um 200 lax-
ar. Er þessi laxveiðiá leigð
Reykvíkingum. Enn meiri veiði
hefúr verið í Langadalsá.
Heyskapur í sýslunni er tals-
vert yfir meðallag.
Þá er uppskera garðávaxta i
sæmilegu meðallagi. — A.S.
Reiðar húsmæður
Húsmæður í Kópavogi láta nú
heldur betur hendur standa fram
úr ermum og safna undirskrift-
um vegna lokunar kjörbúðarbíls-
ins og er það ætlun þeirra að
leggja fram þennan lista á bæj-
arstjórnarfundi, sem haldinn
verður í Félagsheimilinu næsta
föstudag.
Sérstaklega eru það húsmæð-
ur í austurbænum í Kópavogi,
sem eru reiðar í garð yfirvald-
anna.
Skemmtileg landkynningar■
rit i dönsku skólastarfi
Æskulýðsfylkingin sendir
fulltrúa til Moskvu
fjóra
f dag hefst æsku- og stúdenta- | ar ráðstefnan fyrst og fremst
ráðstefna í Moskvu, ,um barátt-1 um vandamál nýlendnanna og
Dregið 22. þ.m. í Happdrœtti
hernómsandstœðinga
12 landskunna listamenn.
■ Skrifstofan í Mjóstræti
verður opin næstu daga frá
10—12 og 1—7, sími 24701.
Mikil þörf er á sjálboðaliðum
til að aðstoða við innheimtu
og skrifstofustörf.
B Þrjú ár eru nú liðin síð-
an hernámsandstæðingar
efndu seinast til happdrættis.
Nokkur tími hlýtur að líða,
þar til samtökin geta aftur
farið út í slíka almenna fjár-
söfnun, og er því höfuðnauð-
syn, að alíir hernámsandstæð-
ingar skilji, hve mikilvægt er
að happdrættið gefi af sér
verulegar tekjur. Mikil verk-
efni bíða, en án fjármagns
verður fátf eitt gert. Hafið
samband við skrifstofuna
strax í dag!
B Fjáröflunarherferð stend-
ur nú yfir hjá hernámsand-
stæðingum til að standa
straum af miklum kostnaði
við nýhaldinn landsfund við
Mývatn og til að gera sam-
tökunum kleift að stórauka
starfsemina. N.k. þriðjudag
verður dregið i happdrætt-
inu, en meðal vinninga eru
úrvalsrciðhe®''”- kynjaður úr
Skagafirði. og listaverk eftir
una fyrir þjóðfrelsi, sjálfstæði
ríkja og friði. Þetta er önnur
slík ráðstefna um sama efni í
Moskvu og var hin fyrsta hald-
in 1961. Nefnist ráðstefnan
Moskvu Forum. Ráðstefnan
stendur frá 16.—23. september
og sækja hana þátttakendur frá
107 ríkjum, frá 260 æsku- og
stúdentasamtökum víðsvegar um
heim. Einnig eru Alþjóðasam-
band lýðræðissinnaðrar æsku og
Alþjóðasamband stúdenta aðilar
að ráðstefnunni.
í febrúar síðastliðnum var
haldin ráðstefna í Florens á
Italíu um sama efni, og komu
fram óskir um að halda aðra
ráðstefnu með víðtækari þátt-
töku. Niðurstöður Florens-ráð-
stefnunnar verða einnig teknar
fyrir á þessu Forum. Umræður
fara fram í fimm nefndum, sem
skipta umræðuefnunum upp í
málaflokka. Síðan munu nefnd-
arálit lögð fyrir allsherjarfund.
Eins og að ofan greinir fjall-
FRÁ TAFLFÉLAGI
REYKJAVÍKUR
Vetrarstarfsemi félagsins er
hafin, með taflæfingum í Mír-
salnum í Þingholtsstræti 27, á
miðvikudögum kl. 8 og á laug-
ardögum kl. 2.
Haustmót félagsins byrjar um
næstu helgi á sama stað, fem-
ritun verður á miðvikudag, 1679
kl. 8 og laugardag, 19/9 kl. 2.
Teflt verður í öllum flokkum ef
nóg þátttaka fæst.
STJÖRNIN.
hálf-nýlendnanna og baráttu
nýfrjálsu ríkjanna fyrir varð-
veizlu sjálfstæði sínu og frelsi.
Verða málin rædd út frá þeim
sjónarhóli hvemig æskulýðs-
samtök geti bezt aðstoðað í
þessari baráttu. Einnig verða
vándamál þróunarlandanna og
aðstoðin við þau rædd.
Æskulýðsfylkingunni, sambandi
ungra sósíalista var boðin þátt-
taka í þessari ráðstefnu. og fóru
fjórir fulltrúar utan frá ÆF til
þátttöku. Þeir eru Ámi Þor-
móðsson, Æ.F.K., Guðfinna
Gunnarsdóttir, Æ.F.R., Ólafur
Einarsson. Æ.F.R. og Harpa
Karlsdóttir, Æ.F.V.
Nýlega er út komið hjá
dönsku kennarasamtökunum les-
hefti, sem kallast „Börn á Is-
Iandi“ (B0m pá Island). Hefti
þetta er samið af hinum kunna
bamabókahöfundi Ármanni Kr.
Einarssyni að tilhlutan Poul Bo
Christensen, fulltrúa á fræðslu-
skrifstofunni.
Dönsku kennarasamtökin hafa
gengizt fyrir útgáfu léttra les-
hefta um börn í ýmsum lönd-
um og er þetta hefti hið 11.
í röðinni. Er heftum þessum
ætlað að vera viðbótarlesefni
með landafræðikennslunni um
viðkomandi lönd og er í þeim
sagt frá atvinnulífi, sögu menn-
ingu o.fl. Út eru komnar bæk-
ur um Malaya, Gongó, Andes-
fjöll, Indland, Kirgisasteppuna.
Argentínu, Siberíu, Svalbarða,
Grænland, Alaska og nú síðast
Island.
Söguhetjumar í Islandsbókinni
heita Jón og Lóa, og dönsku
börnin kynnast landi og þjóð
með lestri um starf og leiki
þeirra. Bókin skiptist í 24 kafla
og má ráða efni bókarinnar af
heitum þeirra; þar eni t.d.
þessi kaflaheiti: Fiskur á borð-
um, Á bænum hans frænda, Jón
dettur af baki, 1 litla bænum,
700 ára gamlar bækur, Þjóðhá-
tíðardagur, Pabbi fer á síld.
Ljósar nætur, Silfur hafsins,
Skólinn byrjar, Nýtt land fæð-
ist. I flugvél yfir Surtsey o.fl.
Tveim síðustu köflunum var
bætt inn í bókina. en aðrir kafl-
ar um öskjugosið felldir niður
í stað þeirra.
Ármann Kr. Einai-sson sagði
Þjóðviljanum, að hann hefði
kynnzt þessum lesheftum dönsku
kennarasamtakanna, þegar hann
dvaldi f Danmörku fyrir tveim-
ur árum. Poul Bo Christensen,
sem sér um úgáfu þessara bóka
fór þess þá á leit við hann,
að hann tæki saman slíkt hefti
um Island og varð það að ráði.
Þýðingu íslenzka textans annað-
ist Þorsteinn Stefánsson rithöf-
undur. Frágangur bókariimar
allur er mjög smekklegur og
hún er prentuð á ágætan papp-
ír. Allmargar myndir prýða bók-
ina einnig og voru þær fengn-
ar að láni
neytinu.
hjá utanríkisráðu-
iaj|> mt ■*» '
síldarmiSunum
Þjóðviljinn hafði samband við
síldarleitina á Dalatanga í gær-
kvöld og var þá norðaustan
bræla á síldarmiðunum og liggja
flest skip í landvari inn á fjörð-
unúm. Minni skipin munu flest
hætt veiðum og ýmist á leið-
inni heim eða komin í heima-
höfn.
Stærri skipin bíða eftir því að
brælunni létti og halda þá enn-
þá út á miðin.
I A T A
BOGOTA 14’/9 — Arið 1963
var góðæri fyrir flugvélög þau,
sem eiga aðild að alþjóðaflug-
sambandinu IATA, segir í árs-
skýrslu, sem aðalritari IATA
William Hilldred hefur gert fyr-
ir aðalfund sambandsins, sem
nú er haldinn í Bogota.
Fjöldi tonn-kílómetra sem
flogið var 1963 óx um 12.2 pró-
sent frá fyrra ári upp í
16990000000.
Samtals fluttu flugfélögin 135
miljónir farþega, sem er 11.6
prósent aukning frá 1962.
BLAÐBURÐUR
Þjóðviljann vantar nú þegar fólk til blaðburðar í þessi hverfi.
SKJÖL — KVISTHAGA — LÖNGUHLÍÐ — SKÚLA-
GÖTU — BRONIR — ÞÖRSGÖTU — LAUFÁSVEG —
NJÁLSGÖTU
BERGÞÖRUGÖTU — TJARNARGÖTU
JÖÐVILJINN
KÓPAVOGUR - KÓPAVOGUR
Laus útburðarKverfi í vesturbænum. Hringið í síma 40319.
ÞJÖÐVTLJINN