Þjóðviljinn - 16.09.1964, Blaðsíða 2
2 SlÐA
HÓÐVILJINN
Utflutningsverðmætið er hægt að
auka um hundruð miljóna króna
Það er hart til þess að vita,
að meirihluti íslenzkra alþing-
ismanna, ásamt bankastjóruin
og öðrum þeim, sem kjörnir
hafa verið til að ráða hagvexti
og framförum í íslenzku þjóð-
félagi, skuli vera svo blindir á
þá miklu magule ka sem al-
staðar blasa við í íslenzkum
fisk- og síldariðnaði. I stað
þess að ganga hreint til verks
þar sem möguleikarnir ei*u
mestir og stofna þar til um-
fangsmikils matvælaiðnaðar
sem gæti aukið útflutningino
um hundruð miljónir króna,
er fimbulfambað unri kísilgúr-
verksmiðju, olíuhreinsun og
aðra slíka smámuni sem hafa
það helzt til síns ágætis að
vera fram úr hófi fjárfrekir i
stofnkostnaði, en gefa tiltölu-
lega lítið í aðra hönd, nema
þá he'lzt fyrir útlendinga, seni
að sjálfsögðu mundu hirða
þann litla hagnað sem upp úr
slíku væri að hafa. fslenzka
þjóðin hefur ekki mannafla
afgángs til slíkra ævintýra, og
ég hygg að mestur hluti fs-
lendinga sé því algerlega and-
víguy að hingað verði flutt er-
ient vinnuafl til slíkra hluta.
En það er búið að kasta tug-
miljónum af þjóðarfé í kísil-
gúrrannsóknir, sem því miður
hafa litla möguleika á að
verða endurgreiddar gegnum
þá framleiðslu í náinni fram-
tíð. Er ásóknin í framleiðslu-
félög við útlendinga svo mikil
að sama sé í hvað er ráðizt. f
fljótu bragði virðist svo vera.
eftir þeim glansnúmerum sem
Viðreisnarliðið hefur mest
hampað, þegar talað er um
r,að gera okkar útflutningsat-
vinnuvegi fjölþættari.
Ótæmandi mögruleikar
fig er búinn í fjölda blaða-
greina á undanförnum árum
að sýna fram á þá miklu
möguleika, sem eru hér til
Kippers-framleiðslu. En það er
fyrst nú á s.l. ári, sem íslenzk-
ir fjáraflamenn skildu að Suð-
urlandssíldin mundi vera not-
hæf til þessarar framleiðslu
og því er nú niðursuðuverk-
smiðjan í Hafnarfirði að rísa
af grunni. En það var ekki
fyrr en útlendingar vildu fá
umboð til sölu á þessari vöru
að í slíkt var ráðizt. En eins
og Suðurlandssildin er eitt
bezta fáanlegt hráefnið i Kipp-
ers. þá er líka Norður- og
Austurlandssíldin bezta fáan-
legt hráefni í kryddsíld t'l að
leggja niður í dósir og ekki
síður til niðursuðu. En á þess-
um vettvangi hefur ekkert ver-
ið gert áf opinberri hálfu,
hvorki á sviði sjálfrar fram-
leiðslunnar né markaðsmögu-
leikar rannsakaðir. Ég tel ekki
hina svokölluðu tilraunaverk-
smiðju á Siglufirði fram í
þessu sambandi, því þar virðist
hafa verið stofnað til af svo
miklum vanefnum , að ekki var
hægt að gera sér háar vonir
um árangur, enda árangurinn
eftir því. En það vil ég segja
forráðamönnum þessarar verk-
smiðju að vilji þeir ná öruggri
fótfestu á Evrópumarkaði þá
hef ég hugboð um, að betra
sé að breyta gaffalbitafram-
FISKIMÁL - Eftir Jóhann J.LKúld
um árum liðnum gætum við
verið orðnir stórútflytjendur á
þessu sviði. Ég bið menn í
þessu sambandi að hugleiða
þróunina viðvíkjandi hrað-
frysta fiskinum á undangengn-
um árum. En á sviði sildar-
iðnaðarins til manneldis eiu
áreiðanlega ekki minni mögu-
leikar b«'-a ef þeir verða hag-
nýttir.
Einstakt tækifæri
Þegar ég hafði skrifað þátt-
inn hér að framan, kom alveg
óvænt sú frétt að okkur ís-
lendingum stæði nú til boða
að gera stórfellda samninga
við Sovétríkin um sölu á nið-
urlagðri og niðursoðinni síld.
Þetta boð var árangur af við-
ræðum forustumanna Sósíal-
istaflokksins við rússneska
ráðamenn um þéssi mál. Öll-
um íslendingum hlýtur að vera
það fagnaðarefni að nú býðst
hér alveg sérstakt tækifæri til
að byggja upp síldariðnaðinn
til manneldis í stórum stíl. Ég
vona að við 'eigum það marga
raunsæismenn innan forustu-
manna þeirra flokka sem með
völd *fara á fslandi í dag, til
þess að þetta einstæða tæki-
færi verði ekki látið úr greip-
um ganga. Ennþá er þægt að
i salta hér mikið magn af krydd-
síld nú á þessu hausti ef við-
brögðin til að nota möguleik-
ana verða rétt. Þær síldarnið-
ursuðuverksmiðjur sem til eru
í landinu í dag geta á næsta
ári afkastað talsverðu magni
af niðurlágðri kryddsíld ef
hráefni til þessarar framleiðslu
verður tryggt nú á þessu
hausti. Þá vil ég upplýsa að
Miðvikudagur 16. september 1964
ekkert ætti að vera því til
fyrirstöðu að koma upp til
viðbótar afkastamiklum, nið-
urlagningarverksmiðjum nú
strax, ef þeim væri tryggt hrá-
efni til að vinna úr næsta ár,
og sala á framleiðslunni. Það
er hægt að byggja slíkar vérk-
smiðjur og setja niður nauð-
synlegar vélar á meðan síldin
er að verkast í tunnunum, sem
tekur ekki skemmri tíma en
þrjá mánuði, þegar um krydd-
síld er að ræða. En slíka síld
er hægt að geyma allt árið við
hæfilegt hitastig sem er 4—8
gráður á Selsíus. Þetta hafa
rannsóknir sænskra niðurlagn-
ingaverksmiðja leitt í ljós,
enda geyma þær nú hráefni
frá ári til árs, og síld sem
keypt var héðan frá íslandi á
sl. sumri, hana er enn verið
að leggja niður í dósir í
sænskum verksmiðjum.
Þegar þetta boð rússneskra
ráðamanna liggur nú fyrir,
þá er hollt og nauðsynlegt að
menn geri sér grein fyrir hver
þróunin varð í íslenzka hrað-
frystiiðnaðinum við það að
stórfelldir samningar um sölu
á hraðfrystum fiski voru gerð-
ir við Soyétríkin á árunum eft-
ir síðustu heimsstyrjöld. Þeir
samningar voru þá gerðir fyr-
ir frumkvæði forustumanna
Sósialistaflokksins, sem bentu
á þessa möguleika til bjargar
íslenzku atvinnulífi. Og það
verður síðar þegar sagan verð-
ur rituð talið eitt mesta raun-
sæis og happaverk Ólafs
Thors að láta það tækifæri sém
þá bauðst ekki ganga úr greip-
um íslenzku þjóðarinnar. En
það var fyrst og fremst him
Framhald á 7. síðu.
leiðslunni í gaffalbita úr
reglulegri kryddsíld að sænskri
fyrirmynd, en hafa þá ekki
svo sæta eins og verið hefur.
Bandaríkjamenn vilja örlítið"
sæta gaffalbita. en þó held ég
að Sglo-framleiðslan sé helzt
ti'l sæt fyrir þann markað, ef '
dæma skal eftir sænskum.
gaffalbitum sem hafa verið
eftirsóttir víða í Norðurríkjum
Bandaríkjanna. Því segi ég
þetta að mér er áhugamál að
þessi framleiðsla ekki aðeins
haldi velli í framtíðinni held-
Ur að hún fái möguleika til
að aukast og margfaldast, og
nái öruggri fótfestu á góðum
mörkuðum.
Hagnýting sumar-
síldarinnar
Fram að þessum tíma hefur
sumarsí'ldin fyrir Norður- og
Austurlandi mestmegnis verið
notuð til mjöl- og lýsisfram-
leiðslu, það er stærsti hlutinn
sem þannig hefur verið hag-
nýttur. En minni hlutinn hefur
verið saltaður í tunnur til út-
flutnings, og hefur það hráefni
sem í þá framleiðslu hefur
farið gefið miklu meiri gjald-
eyri miðað við hvert tohn af
síld, þá hefur nokkurt magn
verið sérstaklega verkað, sem
kryddsíld sem hráefni fyrir
sænskar niðurlagningarverk-
smiðjur. En eins og flestum
mun kunnugt. standa Svíar
allra þjóða fremstir í gerð
gaffalbita úr íslenzkri síld,
enda er þróun þeirrar fram-
leiðslu í Svíþjóð orðin löng
og miklu fjármagni hefur þar
verið varið til tilrauna á þessu
sviði. Það er kominn tími til
Frá síldarplanú
að við íslendingar sjálfir förum
að vinna verðmæta vöru úr
þessu góða hráefni. En slíka
framleiðslu þarf að undirbyggja
vel bæði á framleiðs'lusviðinu,
og eins hvað mörkuðum við-
kemur. Þess vegna er nauðsyn-
legt ef vel á að fara að reka
tilraunastarfsemi í slíkri mat-
argerð til að finna út, hvað
fólkinu líkar bezt. Það er ekki
nokkur vafi á því, að neyzlu
á vörum unnum úr niður-
lagðri kryddsíld, er hægt að
auka mikið frá því, sem nú
er,'ef það starf er vel skipu-
. lagt og öflug auglýsingstarf-
semi tekin í þjónustu markaðs-
öflunar. Þá er bæði eðlilegt
og sjá'lfsagt frá þjóðhagslegu
sjónarmiði að við be'num vöru-
innkaupum okkar þangað sem
við getum selt slíkar fiskiðn-
aðarvörur. Okkur er það lífs-
nauðsyn að í stórfelldan síldai-
niðurlagningar- og niðursuðu-
iðnað verði ráðizt á næstu ár-
um. því slíkur iönaður gæti ef
rétt væri á haldið bætt úr
stórfelldri vöntun á vinnu á
ýmsum stöðum norðanlands og
austan, en jafnframt aukið
gjaldeyristekjurnar stórkost-
lega.
Það sem þarf að gera nú
þegar. er þetta: Bankamir
þurfa að útvega fjármagn til
þessa iðnaðar, svo hægt sé að
auka hann og endurbæta. En
jafnframt þarf að semja um
markaði fyrir afurðirnar þar
sem til þess eru möguleikar,
og jafnhliða þarf að kynna
vöruna og auglýsa á hinum
ýmsu svokö'lluðu frjálsu mörk-
uðum. Væri þannig snúizt við
þessu máli þá þarf varla að
efa árangurinn. Og að nokkr-
Malasíusambandið
er kostnaðarsamt
Eins og kunnugt er hafa
Bretar búið til Malasíusam-
bandið og steypt saman lönd-
um og landshlutum án nokk-
urra sögulcgra eða landfræði-
legra raka. Að sjáifsögðu er
þetta gert til þess að „hamla
gcgn áhrifum kommúnismans“
í Austur-Asíu. Vilji svo ein-
hver vita, hvað þetta stjórn-
málaævintýri íhaldsstjórnar-
innar kostar enska skattgreið-
endur, er svarið að finna í
skýrslu þingnefndar, sem ný-
lega hefur verið birt: Eitt
hundrað miljónir sterlings-
punda árlcga.
Nú er þess að gæta, að þessi
tala miðast við júli síðastliðihn
og eru þannig ekki tekin með
í reikninginn stóraukin hernað-
arútgjöld síðustu vikna, en
eins og menn hafa tekið eftir
af fréttum, hefur enska stjóm-
in ausið fé og annarri aðstoð
í Malasíu. Það framgengur af
skýrslu nefndarinnar, að ekki
sé öllu þessu fé varið í hið
heilaga stríð gegn kommún-
ismanum og Indónesíu, þannig
fari miklar úpphæðir að jafn-
aði í lúxusíbúðir undir liðs-
foringja hennar hátignar.
CONSUL CORTINA
bllalelga
magnúsai*
sklpholll 21
símaPi 21190-21185
3laukur Gju&muhcIóóoh
HEIMASÍMI 21037
Kokkurinn við kabyssuna...
Réttlætið verður að hafa
sinn gang, það eru gamal-
kunn sannindi. Og þegar
borgaraleg yfirvöld taka
fagurlega höndum saman við
herinn. já, þá er nú gaman að
lifa.
Yfirmennirnir á herskipinu
„Patricia" hafa nú dregið
fyrir rétt kokkinn af um-
ræddu skipi, og krefjast há-
markshegningar fyrir hvorki
meira né minna en þrjú af-
brot.
í fyrsta lagi hefur kokksi
verið fullur í vinnunni, sem
er nú kannski ekki svo ó-
vanalegt í smyglflota hans
hátignar. í öðru lagi hafði
hann haft um borð með sér
þrjár stúlkur heldur af létt-
ara taginu, sem síðan helg-
uðu sig því að stytta honúm
stundirnar ásamt félögum
hans unz skilningslítill yfir-
maður skipaði svo fyrir að
þeim — þ. e. a. s. stúlkunum
— skyldi hent í land.
Þó var það huggun hörm-
um gegn, að kokkurinn
fylgdi á eftir. Eftir kvennafar
og fyllirí var kokkur ekki
í sem beztu formi og - þetta
hafði í för með sér þriðja
brotið og var það sýnu alvar-
legast. Hann brást nefnilega
skyldu sinn gagnvart veizlu-
máltíð, sem yfirmennirnir
höfðu stofnað til og boðið 45
manns.
Meðal annars átti að vera
lax á borðum, og eins og allir
vita er það sósan sem setur
svip á þann . ágæta rétt.
Kokkurinn, sem hafði yfir-
bátsmannstign, var sem sagt
ekki íem bezt upplagður.
Hann gekk bara um í eld-
húsinu og tautaði fyrir munni
sér: „Ég lýsi frati á þetta
allt.“ Eggjakakan var ekki
nema moðvolg og yfirmenn-
irnir biðu árangurslaust eftir
sósunni á laxinn.
Matarefnin voru að visu
fyrir hendi, og einhver yfir-
mannanna hefði getað lagað
sósuna á svo sem fimm mín-
útum, en þekkinguna kann
að hafa brostið á þessari hlið
hernaðar. E.t.v. voru þeir
eitthvað ólíka vel drukknir
og kokksí.
★
Af blöðum sögunnar minn-
umst við þess, að önnur ríkis-
stofnun, nefnilega þjóðkirkj-
an, hefur að minnsta kosti
eitt skipti látið náð ríkja yfir
rétti, þegar starfsmaður hafði
lent smávegis/út á galeiðunni.
Þetta var í Uppsölum 'í lok
síðustu aldar. Ágætur maður
hafði líkt. og kokkurinn kíkt
nokkuð djúpt í kútinn, og
fann ekkí salerni þegar á
þurfti að halda. Svo brast á
dómgreind mannslns, að hann
lét sig hafa það að skíta út
dómkirkjuna sjálfa.
Prestar kvöddu saman
prestaþing til að krefjast
strangrar refsingar. Erkibisk-
up, sem í þann tíð var Anton
Niklas Sundberg, stýrði
fundi, en hann komst síðar
til slíks álits og virðingar,
að Óskar annar grátbað um
að fá hann sem forsætisráð-
herra.
Erkibiskupinn, sem þekkt-
ur var fyrir að tala enga
tæpitungu, sneri sér að engl-
um hefndarinnar og, sagði
stutt og laggott:
— Þetta er tilgangslaust.
Ef dóninn er svo óforskamm-
aður að pissa í dómkirkjunni,
lýsir hann áreiðanlega frati á
prestastefnuna ....
Nú er þjóðkirkjan að vísu
ekki alveg samíbærileg við
her og flota, sem stöðugt eru
á verði gegn þeim fjand-
mönnum, sem hershöfðingjar
og flotaforingjar hafa fundið
af hyggjuviti sínu.
Hér verður heraginn einn
að ríkja. Málsvörn finnst
enginn fyrir kokk, sem
drekkur sig fullan í spíritus
flotans, húkkar kvenfólk um
borð, vinnur skemmdarverk á
veizluhátíðinni og lýsir frati
á lax og sósu yfirmannanna.
Dúsi hann í steininum,
dúsi hann í steininum,
dúsi hann í steininum
dagana þrjá!
( G.J. í Ny Dag.)
4