Þjóðviljinn - 16.09.1964, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.09.1964, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 16. sent*mber 1964 ÞIÚÐVILJINN Skúli Guðjónsson á Ljótunnarstöðum skrifar um útvarpsdagskrána SUMARDA CSKRÁIN Sumri er tekið að halla, en síldin veiðist þó enn, þegar á sjó gefur. Það hefur snjóað fyrir norðan, en Sunnlendingar féngu þurrk og björguðu heyj- um sínum. En það kom frost með þurrkinum sem skemmdi kartöflugrösin, svo segja má. eins ög karlinn forðum: Það er allt af eitthvað *að þvf, sem guð gefur. ' Surtur heldur víst enn á- fram að gjósa og það hefur komið jarðskjálfti sem upp- tök átti í ríki Ingólfs búmála- ráðherra. Frakkar hafa skotið tveim eldflaugum af Mýrdals- sandi, og ætla að skjóta fleir- um síðar. Þegar fréttamaður útvarpsins sá hina fyrri þjóta útí geiminn, missti hann mál- ið af undrun og hrifningu. Og þegar hann fékk málið aft- ur og kunngjörði að hinni fyrstu eldflaug af . íslenzkri. gfund hefði vefið skotið á loft, var undrunin og aðdáunin slik í rödd fréttamannsins, að því í Noregi hefur nýlega verið kveðinn upp dómur, sem bendir til þess, að eitthvað smávegis þurfi refsilöggjöfin athugunar við þar í landi, i sumum atriðum að minnsta kosti. Dagbladet í Osló skýr- ir svo frá, að maður einn hafi hlotið tveggja ára óskilorðs- bundið fangelsi fyrir að stela fimm bjórum. Eagagreinin, sem þetta á- kveður, mælir svo um, að hver sá sem hefur hlotið dóm þrisv- ar sinnum áður fyrir grófan stuld eða rán, skuli fá að minnsta kosti tveggja ára fang- elsi ef hann fremji svipað af- brot á ný. Dagblaðið lætur svo um mælt, að samkvæmt þessu geti maður hlotið tveggja ára fangelsi fyrir það eitt að stela bjórum, refsingu, sem í engu hlutfalii standi við eðli afbrots- var líkast, sem hann hefði orðið aðsjáandi að endurkomu Krists, eða álíka óræðu fyrir- bæri. Mikil eru verkin mannanna, sagði karlinn, þegar hann sá hjólbörur í fyrsta sinni. Sprengjukast En utan úr heimi berast okkur fréttir um, að verið sé að berjast og drepa menn hér og þar, svona um hábjarg- ræðistímann. Það hefur meir að segja, verið varpað sprengj- um og mönnum tortímt í stór- um stíl. En það er ekki sama hvar sprengjunum er varpað. Morgunblaðið leggur blessun sína yfir sprengjukastið í Indó- kína, en fordæmir sprengjukast- ið á Kýpur. Þeir Morgunblaðs- menn, sem eru þó sérstaklega vel kristnir, að sjálfs síns sögn ættu þó að geta skilið að sprengjukast úr lofti er alveg sérstaklega óhugnanleg’ aflífun- ins. Hinsvegar sleppi hinar og þessar bullur, sem berji tenn- ur úr fólki eða skemmi bíla fyrir þúsundir króna, (norskra, vel að merkja) með áminningu eða skilorðsbundinn dóm. Maður sá, er hér um ræðir, var nærri hálffimmtugur skóg- arhöggsmaður. í yfirliti rétt- arins . yfir fyrri „frammistöðu" mannsins segir, að hann hafi „hlotið refsingu nokkrum sinn- um áður, einkum fyrir ölvun, en einnig fyrir grófan þjófn- að“. Ofan á þetta hefur svo mannauminginn brotið rúðu í búð oe haft á brott með sér fimm flöskur af bjór, einn kexpakka, þrjár ópalöskjur, þrjár túpur af „majónes" og þrettán súkkulaðipakka. Með áðurgreindum afleiðingum: Tveggja ára óskilorðsbundnu fangelsi. araðferð og væri Hundtyrkjan- um betur trúandi til slíks verknaðar, en hinum fróma og sannkristna forseta Bandaríkj- anna. En vonandi hefur þó forsætisráðherrann okkar ekki játazt undir samábyrgð af þessu sprengjukasti, þegar hann labbaði um í garði Hvíta hússins, með áðumefndum for- seta, nú fyrir skömmu. En sú hin mikla ánægja, sem út- varp’ð sagði, að þeir þar vestra hefðu látið í ljós með forsæt- isráðherrann okkar, gæti þó bent til þess, að hann hefði ekki verið með neinn upp- steyt, út af þessu sprengju- kasti. Daglegar alþjóða- ráðstefnur Svo komu skattamir og út- svör’n. eins og þjófur úr heið- skíru lofti, eins og Sveinn Víkingur orðaði það svo hnittilega. Fyrirsvarsmenn stjórnmálaflokkanna komu í útvarpið og ræddu þessa ó- væntu uppákomu og voru yf- irleitt á eitt sáttir um, að þetta væri allt öðruvísi en það ætti að vera. En enginn þótt- ist hafa getað séð það fyrir, að svona myndi þetta verða. Fyrirsvarsmenn stjórnarflokk- anna lofuðu lífernisbetrun og að þetta myndi ekki verða gert aftur. Svo sem venja er, um þetta leyti árs, fer verulegur hluti af innlendum útvarpsfréttum i að segja frá norrænum eða alþjóðlegum ráðstefnum, sem hér eru haldnar daglega, og oft... fleiri en ein samtímis. Og er því líkast sem land okkar sé að verða nokkurskonar mið- depill alheimsins. að minnsta kosti um sumartímann. Og nú þegar þetta er ritað, er að hefjast fundur, eða ráðstefna, með svo hryllilega stóru nafnl, að okkur sundlar beinlínis, ef við reynum að nefna það og ég er alls ekki viss um. að ég kunni það allt utanað þó oft hafi það verið nefnt í frétt- um. En það sem ég kann, hljóðar eitthvað á þessa leið: Stjórnarfundur lúterska heims- sambandsins. Og einhversstað- ar heyrði ég þess getið í frétt. eða erindi, að þessi samkoma vekti alheimsathygli, og væri auk þess mikil landkynning, því fyrir hans atbeina myndi ótölulegur mannfjöldi fá vitneskju um það, er hann ekki áður vissi, að til væri land á þessum hnetti, er Island héti. Morgunbænirnar og myrkrahöfðinginn Um sjálfa sumardagskrána er það að segja, að margt hefur verið gott í henni og vel þess virði að á væri hlust- að. Þó hefur sennilega margt farið fram hjá mér af góðu útvarpsefni. Meðal þess er fór fram hjá mér. að mestu leyti, voru morgunbænir Sigurðar Hauks Guðjónssonar. en þær munu hafa verið fluttar í jútímán- uði. Ég hlusta yf rleitt ekki á þessar bænir, eftir að þær voru slitnar úr tengslum við veðurfréttir. En bænir Sigurð- ar munu hafa vakið alþjóðar- athygli. að því er hefi heyrt. Og að verðleikum. Ein þe’rra fáu bæna, sem ég heyrði, byrj- aði svona: ..Allt í lagi, kari- inn borgar". og munu þær hafa verið hugleiðingar um þjóðfélagsmál og samskipti manna. Þá má nefna útvarpssöguna: Málsvari myrkrahöfðingjans, sem var les'n af Hirti Párí- syni, og entist mikinn hluta sumarsins. Þetta var athyglisverð saga um margt, en einkum þó fyr- ir þær sakir, að hún kom víða allnærri ýmsum viðkvæmum þjóðfélagsmálum . og fjallaði höfundurinn. Mor'tz West, yf- irleitt um þau af virðingar- verðu hlutleysi. En þó virtizt s.vo undir lokin, að hin ka- þólska kirkja, þrátt fyrir mikla spillingu og ofurvald yfir alls- lausri alþýðu, stæði höfundi hjarta næst. Og það er hún. sem fer með sigur af hólmi. Og appelsínurnar sex, er Sr. Sigurður Einarsson biskupinn í Valetta sendir kai’dinálanum í Róm. í umboði hins andaða klerks, málsvara myrkrahöfðingjans, sem tákn þeirra þjóðfélagslegu umbóta. er allsleysingjarnir megi vænta, gefa í rauninni grátlega smá fyrirheit. Eða á maður kannske að taka appelsínurn- ar sem tákn þess, hve kirkj- an stendur umkomulaus og ráðþrota frammi fyrir böli fátæktarinnar? Lestur . Hjartar.. Pálssonar,., verður að teljast góður. Nokk- uð þunglamalegur að vísu, en féll vel að hinum þunglama- lega og langdregna búningi 'sögunriar. ................ Sumarvökuþættir Þegar hinir föstu þættir vetrarins fóru í sumarfrí, komu ýmsir aðrir í staðinn. Og raunar fleiri en ég kann að nefna. Stundum var aðeins skipt um nafn á dagskrárliðn- ---------------------SlÐA 5 um, en hann látinn að mestu halda eðli sínu og formi. Þannig heitir nú Kvöldvakan Sumarvaka. Yfirleitt má segja, að vel hafi til tekizt með þessar * sumarvökur, sem að- eins eru smækkaðar kvöldvök- ur. Helgi Sæmundsson hefur valið kvæði til flutnings og yfirleitt mjög smekklega. Þá hafa verið fluttar frásagnir og þættir, þjóðlegs efnis, svo sem á venjulegum kvöldvökum. en síðast má svo nefna það sem fyrst er á hverri vöku, sautján ára þættina, sem eru fyrningar frá liðnum vetri. Ég hefi hlustað á þessa þætti flesta. og yfirleitt mér til mik- illar ánægju, og skulu hér aðeins fáir nefndir. Þáttur Oddnýjar Guðmunds- dóttur var í bundnu máli, og var þar margt vel sagt. Þó var það til allmikilla lýta, að höfundur gerði jafnan saman- burð við nútíðina og jafnan þannig, að hlutur nútímans var gerður stórum verri, en hlutur hins gamla góða tíma. Má þv£ segja. að þetta hafi verið nokkurskonar tíðarima fremur en minningar liðins æviskeiðs. Þá má nefna frásögn Sigur- dísar á Svalhöfða, af því er hún sautján ára nær fór ríð- andi á Glámu sinni að Sveins- stöðum i Þingi þeirra erinda að hlýða á mestu stjórnmála- menn þeirrar tíðar leiða sam- an hesta sína. En bezt tekst henni þó upp í lok þáttarins, er hún hefur sleppt Glámu sinni út í vornóttina. én stend- ur sjálf í túnhliðinu í Ennis- koti með hnakkinn á bakinu og virðir fyrir sér útsýnið. Þá verður einnig að telja frásögn Sigurveigar Guðmunds- dóttur, um dvöl hennar á Vífisstöðum mjög góða. Þættirnir um daginn og veg- inn hafa verið svona upp og ofan og áfallalausir, síðan Vignir le'ð. Beztan þeirra vildi ég telja þátt Haraldar Guðna- sonar úr Vestmannaeyjum. Ýmsa aðra sumarþætti mætti nefna t.d., eins og ,.Við fjalla- Vötriin fagurblá“. - Þeir hafa verið svona upp og ofan, þeir er ég hefi heyrt og engir sér- lega eftirminnilegir. Af öðrn r,- um landslýsingum er mér sér- staklega minnisstæð lýsing Ármanns Halldórssonar, kenn- ara á Eiðum, á Borgarfirði eystra. Þar var ofið saman af hreinum hagleik lýsingu á stórbrotnu landslagi og þjóð- sögum og munnmælum. sem v'ð það er tengt. Séra Sigurður Einarsson i Framhald á 7. síðu. Stal fimm hjfaum og fékk tveggja ára fange/sisvist! 65. DAGUR. er þú barðist fimmtán vetur um Danmörku, en þú vilt eigi hafa England er nú liggur laust fyrir þér”. Haraldur konungur hugsaði vandlega, hvað jarl mælti, og skildi, að hann segir margt satt og í annan stað gerðist hann íús til að fá ríkið. Síðan töluðu þeir konungur og jarl löngum og oft. Settu þeir þá ráðagerð þessa, að þeir skyldu fara um sumarið til Englands og vinna landið. Sendi Haraldur konungur orð um allan Noreg og bauð út leiðangri, hálfum almenningi. Var þetta nú allfrægt. Voru margar getgátur á, hvernig förin mundi verða. Mæltu sumir og töldu upp stórvirki Haralds konungs, að honum mundi ekl:i ófært vera, en sumir sögðu að England mundi vera tor- sótt, mannfólk ófa mikið á og lið það, er kallað er þinga- mannalið. Þeir voru menn svo fræknir, að betra var lið eins þeirra en tveggja Haralds manna hinna beztu. „Því eignaðist Magnús konungur Danmörk, að þarlands- höfðingjar veittu honum, en því fékkst þú eigi að allt lands- fólk stóð í móti þér. Því barðist Magnús konungur eigi til Englands, að allur landslýður vil<Ii hafa Játvarð að konungi. Viltu eignast England, þá má ég svo gera að meiri hluti höfðingja í Englandi munu vera vinir þínir og liðsinnismenn. Skirtir mig eigi meira við Harald, bróður minn, en konungs- nafn eitt. Það vita allir menn, að enginn hermaður hefur slík- ur fæðst á Norðurlöndum sem þú, og það þykir mér undarlegt,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.