Þjóðviljinn - 18.09.1964, Blaðsíða 1
Nýr viðskiptasamningur milli íslands og
Póllands andirritaður í Varsjá 12. þ.m.
Föstudagur 18. september 1964 — 29. árgangur — 211. tölublað.
Hinn 12. septembcr var undir- I
ritað í Varsjá samkomulag um ■
viðskipti milli íslands og Pól- '
lands fyrir tímabilið 1. októ-
ber 1964 til 30. september 1965. 1
Samkvæmt vörulistum, sem
samið var um, er gert ráð fyrir,'
að ísland selji eins og áður
saltsíld, frysta síld, fiskimjöl.
lýsi, saltaðar gærur auk fleiri
vara. Frá Póllandi er m.a. gert
ráð fyrir að kaupa kol, timbur,
járn og stálvörur. vefnaðarvör-
ur, efnavörur. sykur, vélar og
verkfæri, búsáhöld, skófatnað.
kartöflur auk fleiri vara.
Af íslands hálfu undirritaði
samkomulagið dr. Oddur Guð-
jónsson, en af hálfu Pólverja
Stanislaw Stanislawski, foTstjóri.
(Frá utanríkisráðuneytinu).
Islendingar eiga bezta hráefni til sildariSnacSar:
Hægt með vinnslu að tífalda út-
flutningsverðmæti síldarinnar
□ Að undanförnu hefur mikið verið rætt í blöðum um sölu á niðurlagðri síld til Sovétríkj-
anna og þá möguleika sem trygg sala á þessari framleiðsluvöru okkar þangað gæfi fiskiðnaði okk-
ar í heild en fullvinnsla síldarafurða okkar í landinu sjálfu myndi tífalda útflutningsverðmæti
hráefnisins miðað við að setja það í bræðslu.
f] Það er ekki vanzalaust fyrir okkur íslendinga, sem eigum bezta hráefnið sem fáanlegt er í heiminum, að vinna
það ekki sjálfir í stað þess að flytja það út óunnið eða hálfunnið, en með fullvinnslu síldarinnar myndum við ekki
aðeins margfalda útflutningsverðmæti hennar heldur og skapa næga atvinnu á.þeim stöðum á landinu þar sem nú
ríkir atvinnuleysi langan tíma úr árinu.
e-
Rœff vi8 Ægi Ólafsson um
vinnslu og sölu á sild
Dómur í máli
brezka togarans
í fyrradag féll dómur í máli
brezka togarans Dragoon frá
Fleetwood,- sem tekinn var að ó-
löglegum veiðum út af Barða s.
1. þriðjudag. Jóhann Gunnar Ól-
afsson kvað dóminn upp, og
hlaut skipstjórinn 260 þús. króna
sekt og afli og veiðarfæri voru
gerð upptæk.
Skipstjórinn viðurkenndi, að
hafa verið að veiðum innan 12
mílna markanna, er varðskipið
tók hann. Dómnum var áfrýjað,
en togarinn hélt frá ísafirði í
gær.
Aðalfundur h.f.
Miðgarðs í kvöld
H.f. Miðgarður heldur aðal-
fund sinn í kvöld kl. 20.30
Fundarstaður er í húsakynnum
félagsins að Skólavörðustíg 19.
Æskilegt væri, að sem allra
flestir hluthafar mættu á fund-
inum. Stjómin.
Ægir Ólafsson
Almennur skiladagur.
Opið til kl. 7 I kvöld
I dag höfum við almenn-
an skiladag í hapdrættinu
og verður opið hjá okkur
frá kl. 9—12 f.h. og 1—7
e.h. Það eru eindregin til-
mæli til ykkar allra sem
hafið fengið senda miða
hér í Reykjavík og ná-
grenni að þið lítið inn til
okkar sem flest í dag og
gerið skil. Úti á landinu
geta menn gert skil hjá
urnboðsmönnum happdrætt-
isins eða sent beint til okk-
ar . skrifstofuna. ■ Utaná-
skrift: Happdrætti Þjóðvilj-
ans, Týsgata 3.
Við birtum hér á eftir
umboðsmenn okkar í Aust-
urlandi og Norðurlandi
eystra.
Egilss taðakauptún: Sveinn
Árnason.
Eskif jörður: Jóhann
Klausen.
Neskaupstaður: Öm
Scheving.
Seyðisfjörður: Jóhann
Sveinbjörnsson
Höfn Hornafirði: Bene-
dikt Þorsteinsson.
Akureyri: Þorsteinn Jón-
atansson.
Ólafsfjörður: Sæmundur
Ólafsson.
Húsavík: Gunnar Valdi-
marsson.
Raufarhöfn: Guðmundur
Lúðvíksson.
Næstu daga munum við
birta skrá yfir umbo.ðs-
menn okkar I öðrum kjör-
dæmum. Á morgun birt-
um við svo samkeppnina.
Herðum sóknina. Gerum
skil I dag,
Opið til kl. 7
í kvöld
í framhaldi af því sem skrif-
að hefur verið hér í Þjóðvilj-
ann um þessi mál snéri blað-
ið sér í gær til þess manns,
sem þessum málum öllum er
einna bezt kunnugur en það er
Ægir Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Mars Trading Co. h.f. er
á undanförnum árum hefur haft
með höndum sölu á allri þeirri
síld sem við höfum selt niður-
lagða til Sovétríkjanna og átti
blaðið viðtal við hann um þetta
mál og fer það hér á eftir.
— Hvað höfum við selt mik-
ið af niðurlagðri síld til Sov-
étríkjanna síðustu árin?
— Undanfarin þrjú ár hafa
Sovétríkin keypt af okkur nið-
urlagða síld, gaffalbita, fyrir um
7 miljónir króna árlega og er
sú framleiðsla öll frá Niður-
suðuverksmiðju Kristjáns Jóns-
sonar og Co. á Akureyri. Þessi
vara hefur líkað ágætlega og
engar kvartanir komið fram
vegna hennar og sama máli
gegnir um það sem flutt hefur
verið til Tékkóslóvakíu. Fram-
leiðendurnir hafa einnig verið
ánægðir með það verð sem þeir
hafa fengið fyrir vöruna í Sov-
étríkjunum.
Cóður afíi
Eyjaháta
í sumar
Vcstmannaeyjar, 17/9 — Þrir
bátar stunda nú síldveiðar frá
Eyjum og héldu út á miðin i
gærkvöld. Það eru Gullborgin,
Reynir og Kári og hafa þeir
allir gert það gott i sumar.
Þannig er til dæmis Gullborgin
komin með nítján þúsund mál.
Svona er Binni I Gröf orðinn
aflamaður á síld.
Þá stunda nokkrir Eyjabátar
síldveiðar í Jökuldjúpinu og
hafa sumir þeirra legið í
Reykjavíkurhöfn núna í bræl-
unni.
Það eru bátar eins og Ófeigur
og Hugrún. Framan af sumri
voru þeir á Eyjamiðum. Þeir
hafa einnig gert það gott. Már.
Eftirbátar
— Hvar stöndum við Islend-
ingar eiginlega í fiskiðnaði sam-
anborið við nágrannaþjóðir okk-
ar og keppinauta á Norðurlönd-
unum?
— fslendingar eru sem kunn-
ugt er mikil fiskveiðiþjóð en
samt höfum við alltaf verið eft-
irbátar hinna Norðurlandaþjóð-
anna í vinnslu fiskafurðanna,
við höfum nánast verið hráefn-
isfor'ðabúr þeirra. Norðmenn
flytja út árlega 35 þúsund tonn
af ýmis konar niðursoðnum og
niðurlögðiun fiski cn við fs-
Icndingar höfum ekki flutt út
nema 400 tonn af niðursoðinni
og niðurlagðri síld á ári eða
aðeins cinn nítugasta hluta þess
sem Norðmenn flyjta út. Einnig
n>á benda á það að saaiska fyr-
irtækið Abba Fyrtánet leggur
árlcga niður úr 45 þúsund tunn-
um af fslandssíld en það gerir
225 þúsund kassa af niðurlagðri
síld. Ekkert iand hefur hins veg-
ar bctri möguleika hvað sncrtir
gæði hrácfnisins, til niðursuðu
og niðurlagningar síldar heldur
en við, og er það m.a. staðfest af
norska fiskiðnaðarsérfræðingnum
Carl Sund-Ilansen er kynnti sér
þessi mál hér á landi fyrir fá-
um árum.
Samkeppnisgrund-
völlur
— En hvað heldur þú um
markaðshorfurnar?
— Það er ákaflega erfitt fyr-
ir nýjan iðnað að ryðja sér
braut inn á vestræna markaði
þar sem gamalgróin fyrirtæki
Svía og Norðmanna eru búin
að vinna markaði með ærnum
tilkostnaði. Hjá okkur hefur
þessi iðnaður átt ákaflega erfitt
með að þróast og allt verið af
vanefnum gert, enda hefur ekki
verið unnið neitt skipulega að
þessum málum, hvorki að því
er varðar niðursetningu verk-
smiðjanna eða öflun markaða
— Hvaða leið telur þú að við
eigum að fara í sambandi við
öflun markaða?
— Eini möguleikinn til þess
að skapa h‘ér öra þróun á sviði
þessa iðnaðar er að komast inn
á örmactnp stóran markað hjá
Framhald á 3. síðu.
Hér sjást nokkrir fulltrúar á þingi B.S.R.B. í gærdag. (Ljósm. Þjóðv. G.M.).
117 fulltrúar á 23. þingi
BSRB er hófst í Rvík / gær
■ Klukkan 5 síðdegis í gær hófst í Hagaskólanum í
Reykjavík 23. þing Bandalags starfsmanna ríkis og bæja
og sitja þingið 117 fulltrúar frá 28 bandalagsfélögum. For-
maður bandalagsins, Kristján Thorlacius, setti þingið og
minntist í upphafi máls síns hinnar nýlátnu forsetafrúar.
Dóru Þórhallsdóttur, og reis þingheimur úr sætum í virð-
ingarskyni við hina látnu.
Er þingheimur hafði minnzt
forsetafrúarinnar bauð forseti
velkomna gesti þingsins frá inn-
lendum stéttasamböndum svo og
fulltrúa frá bandalögum opin-
berra starfsmanna á Norðurlönd-
um er boðið hafði verið að sitja
þingið. Þá minntist forseti Karls
Halldórssonar tollvarðar og ann-
arra félaga úr samtökunum, er
látizt hafa frá því síðasta þing
var haldið. Að lokum rakti for-
maður nokkur meginatriði í
starfi stjórnar bandalagsins og
hvatti þingfulltrúa til einingar
um þau málefni er framundan
væru.
Þessu næst skýrði Magnús
Um hádegisbilið í gær var
ekið á kind á veginum hjá
Straumi og var hún mjög illa
útleikin eftir. Lögreglan í
Hafnarfirði biður sjónarvotta
að þessu að hafa ———a við
sig hið fyrsta.
Eggertsson framsögumaður kjör-
bréfanefndar frá áliti nefndar-
innar en hún lagði til að sam-
þykkt væru kjörbréf 117 fulltrúa
frá 28 sambandsfélögum og var
það samþykkt einróma.
Þá fór fram kosning starfs-
manna þingsins og voru þeir
allir kjörnir einróma. Forseti
þingsins var kjörinn Júlíus
Björnsson frá Starfsmannafél.
Reykjavíkurborgar. 1. varafor-
seti Teitur Þorleifsson frá Sam-
bandi íslenzkra barnakennara op
2. varaforseti Eiríkur Pálsson
frá Starfsmannafélagi ríkisstofn-
ana. Einnig var kjöriu einróma
7 manna nefndanefnd.
Að kosningum loknum var
þingfundi frestað til kl. 8.30 *
gærkvöld en þá átti formaður
bandalagsins, Kristján Thorlaci-
us að flytja skýrslu stjórnarinn-
ar og gjaldkerinn, Einar Ólafs-
son, að lesa reikninga banda-
lagsinn,
Kristján Thorlacius, formaður B.
S.R.B. setti þingið og er þessi
mynd tekin við þa* —
(Ljósm. Þjóðv G.M.).
t