Þjóðviljinn - 18.09.1964, Qupperneq 5
I
-flf"
Föstudagur 18. sop'.err.ber 1964
ÞlðÐVILTLNN
StÐA
FRÉTTIR FRÁ SAMEINUÐU ÞJÓÐUNUM
Spennan hættulegust börn-
um sem horfa á sjónvarp
Það mun vera almennt álit
manna, að sjónvarpsdagskrár-
liðir sem sýna ofbeldi í ein-
hverri mynd séu hættulegir
börnum og geti orsakað afbrot
aeskufólks. Rannsókn sem gerð
hefur verið í Ástralíu, leiðir
hins vegar í Ijós, að hin raun-
verulega hætta er ekki fólgin í
ofbeldinu. Djúptækara og al-
varlegra vandamál felst í
spennunni og óróleikanum, sem
slíkir dagskrárliðir skapa, og
viðhorfunum til þjóðfélagsins,
sem þeir vekja með börnum.
Rannsóknin var gerð að tilhlut-
an útvarpsráðs ástralska ríkis-
útvarpsins og niðurstöðumar
voru gefnar út undir nafninu: <S>
,.Tplevision Programmes”. Sá
r rannsóknirnar fram-
David Martin, rann-
163 sjónvarpsliði: kú-
rtKamyndir, glæpamyndir,
leynilögreglumyndir og ævin-
týramyndir, segir í „UNESCO
Features”
Spenna er nauðsynleg til að
halda athyglinni, segir höfund-
urinn. En spenna sem ekki fær
útrás eða fullnægjandi lausn
leiðir einung:s til þess, að menn
venja sig við spennu. Alltof oft
eru þessir sjónvarpsdagskrár-
liðir þannig, að þar er ekki
nein sannfærandi lausn. Spenn-
unni er haldið allt til hins síð-
asta, og lausnin er alltof mátt-
laus og áhrifalítil í hlutfaili
við þá spennu, sem sköpuð
hefur verið.
Ofbeldisstefið í þessum kvik-
myndum hefur ekki breytzt að
ráði síðan á sjötta tug aldar-
innar. en það er orðið flóknara,
ísmeygilegra og innhverfara.
segir Martin. Þetta á einnig við
um kúrekamyndirnar, sem
verða æ keimlíkari hreinum
glæpamyndum, þar eð hinar
gömlu og hefðbundnu kúreka-
myndir vöktu aðeins áhuga
yngstu áhorfendanna. Ofbeldi
sem lýsir sér í manndrápum
með byssum eða öðrum vopn-
um vekur engan sérstakan ó-
hugnað eða hræðslu hjá böm-
um. Stúlkur ere ekki viðkvæm-
ari en bræður þeirra gagnvart
ofbeldisatriðum á sjónvarps-
skerminum.
Þjóðfélagið ráðalaust.
Martin gagnrýnir harðlega
hina neikvæðu afstöðu sem
sjónvarps-kvikmyndir hafa til
þjóðfélagsins, sem að jafnaði
er látið vera hlutlaust eða
beinlínis ráðalaus aðili. „Áhrif-
in, sem þetta veldur, eru þau.
að góðhjartað fólk fái ekki
aðra útrás fyrir gæzku sína en
þá að skerast í leikinn gagn-
vart afbrotamönnum ... Til
að það góða fái að njóta sín
verður það illa að eiga frum-
kvæðið: það á alltaf fyrsta
leik.”
Þó er afstaðan til kvenna
ennþá ískyggilegri. Til að
mynda eru konur venjulega
sýndar sem ógnun við kari-
manninn í kúrekamyndum: þar
eru þær ýmist í slagtogi með
bófum eða tengdar einhverj-
uf öflum sem gætu komið í
veg fyrir sigur hins góða. í
leynilögreglukvikmyndum er á-
standið þó ennþá verra: Þar
eru konur nær neingöngu tæli-
drósir eða þegar bezt lætur ó-
viljug verkfæri í höndum
„vondu” mannanna. ,.Þar sést
blátt áfram ekki kona,‘ sem sé
framtakssamur, skynsamur og
sjálfstæður fulltrúi hins góða.”
Það virðist ekki vera sér-
staklega skynsamlegt eða rök-
rænt að yfirvöldin styrki ráð-
gjafarstarfsemi í hjúskaparmál-
um jafnframt því sem þau
leyfa þessa kröftugu og linnu-
lausu sókn gegn tilfinninga-
legri staðfestu ungra kvenna,
segir Martin
Niðurstaða hans er þessi:
„Margt fólk, sem er órólegt ut
af ofbeldisatriðum í sjónvarp-
inu, gerir sér þess tæplega
grein, að ráðið til úihóta er
ekki að klippa burt hin hrotta-
legu atriði. Hið róttæka lækn-
isráð felst í jákvæðum ráð-
stöfunum, sem auka gæði og
úrval kvikmynda handa yngri
börnum, og í menntun og upp-
fræðslu kvikmyndaframleið-
enda og sjónvarpsskoðenda
varðandi eðli og eiginleika
þessa fjöldamiðils.”
Hjálparstarf Sameinuðu þjóð-
anna og Norðurlandaþjóðirnar
Eins og á fyrri árum er Dan-
,mörk í ár það land. sem lagt
hefur fram mest fé til tækni-
hjálpar Sameinuðu ' þjóðanna
miðað við fólksfjölda, segir í
yfirliti sem nýlega hefur verið
birt. Noregur og Svíþjóð eru
líka ofarlega á blaði, en Kuw-
ait er komið upp fyrir þau.
Einnig án tillits til viðmiðunar
við fólksfjölda eru fjárframlög
Norðurlanda mjög há. Danmörk
er nú komin í fjórða sæti, næst
á eftir stórum ríkjum eins og
Bandaríkjunum, Bretlandi og
V-Þýzkalandi. Svíþjóð er í 6.
sæti og Noregur í tíunda sæti.
Miðað við fólksfjölda
Þau tólf ríki sem mest fé
hafa lagt til tæknihjálpar Sam-
einuðu þjóðanna eru sem hér
segir miðað við fólksf jölda
(tölumar tákna bandarísk cent
á hvern íbúa): Danmörk 46,7,
Kuwait 38,9, Noregur 26,7, Sví-
þjóð 26,3 Holland 15.0, Sviss
14.0, Bandaríkin 11,9. Kanada
11,4, Nýja Sjáland 11.0, Bret-
land 7.0, Ástralía 6.9, og Belgía
6.8.
Án viðmiðunar
Tólf efstu ríkin (án viðmið-
unar við fólksfjölda) voru sem
hér segir (tölumar tákna milj-
ónir dollara): Bandaríkin 22,55,
Bretland 3,75, Vestur-Þýzka-
land 2,65, Danmörk 2.17, Kan-
ada 2,15. Svíþjóð 2,00, Sovét-
ríkin 2.00, Frakkland 1,85, Hol-
land 1,79, Noregur 0,98, Italía
0,90 og Indland 0,85.
Finnland hækkaði á árinu
1964 framlag sitt til tæknihjálp-
ar Sameinuðu þjóðanna úr
130.000 upp í 150.000, og ísland
tvöfaldaði framlag sitt upp í
8.000 dollara.
Aðstoð Sameinuðu þjóðanna
við vanþróuð lönd hefur átt
sér stað síðan um 1950. Hún
er fyrst og fremst fólgin í
leiðbeiningum sérfræðinga og
styrkjum til handa námsfólki
til námsdvalar erlendis. Frá
upphafi hafa Sameinuðu þjóð-
irnar sent 28.871 sérfræðinga á
vettvang. En þar sem nokkrir
sérfræðinganna hafa dvalizt við
verkefni sín árum saman, en
miðað er við ársdvöl, þá er hin
eiginlega tala sérfræðinganna
12.500. Þeir hafa komið frá 97
löndum og landsvæðum og ver-
ið sendir til 133 landa og land-
svæða. Fjöldi veittra náms-
styrkja var 26.599. Þeir voru
veittir námsmönnum frá 165
löndum og landsvæðum. Þess-
ir menn hafa farið til náms í
126 löndum.
Til þessa hafa 108 lönd heit-
ið fjárframlögum fyrir árið
1964, sem nema 51,5 miljónum
dollara. Gert er ráð fyrir, að
móttökulöndin leggi fram 3,5
miljónir dollara til að kosta
ýmsar framkvæmdir heima
fyrir í sambandi við tækni-
hjálp Sameinuðu þjóðanna.
WILLIAM AULD:
JASON
Skáldverk frumsamin á esperanto eru nú þegar orðin
merkilegt framlag til heimsbókmenntanna. Einkum hefur
ljóðagerð á alþjóðamálinu náð athyglisverðum þroska.
William Auld er meðal fremstu ljóðskálda, sem nú yrkja
á esperanto. Hann er skozkur að þióðerni, fæddur 1924,
magister -1 enskum bókmenntum og tungu. Hann hefur
sent frá sér þrjár ljóðabækur: Spiro de l’pasio (Andi
ástríðunnar. 1952), La Infana Raso (Hið bernska kyn,
1956), Unufingraj melodioj (Lög leikin einum fingri,
1960) Hann hefur margt þýtt úr enskum og skozkum
bókmenntum og ritstýrt tímaritum. Eftirfarandi ljóð
er þýtt úr síðustu bók hans. Það styðst við fomgríska
goðsögn; Jason var hetja, sem hélt með völdu liði á
skipinu Argo til þess að komast yfir gullreifi hrúts
nokkurs; er þar af saga mikil og ævintýraleg, sem hér
verður ekki rakin. Ljóðið segir frá atburði einum úr
ferð kappanna.
Austur á bóginn rérum við liðlangan dag
með Líbíuströndum, gulhvítum, auðnarvíðum;
veröldin mókti hljóð, aðeins árablakið
rauf þessa kyrru háttbundið, venjuþétt;
hitinn frá himni koparkynjuðum slævði
viljastyrk okkar, tifugjálfrið við kinnung
deyfði í síbylju þráa vökunnar jafnt.
Enginn var nú, að burtgengnum Orfeusi,
sem lengur tvistraði leiðindum okkar með söngvum;
sloppnir frá hættum hins voðalegasta flótta
reyndum við kyrrðina svo sem hún ógnaði brátt
að firra okkur viti. Nakinn á lágri strönd
stundaði sandurinn þrotlaust til ómælisfjarskans.
í fyrsta skipti kenndum við glöggt á þjóum
þóftanna hörku . . .
En þá, er að kvöldi leið,
lifgaði vindur skútunnar þurru segl,
og innan stundar risu pálmar í augsýn:
óasi, vin, en hvorki hilling né draumur.
Við renndum þar að og stigum stæltir á land,
allshugarfegnir að mega nú vænta vatns.
íbúarnir báru sannmildan svip,
en þar réðu konur, sem vildu ckki láta i té
hið langþráða jarðvatn nema við hefðum legið
þær áður í mjúku grasinu þar við brunninn.
Fúslega gegndum við þeirri kröfu með lyst
(því ófagrar vor alls eigi konur þessar)
samt báðum við þess að þær sendu áður brott
eiginmenn sína afbrýðilausa með öllu,
sem umhverfis höfðu safnazt til að sjá
forvitnilegar byltur á þéttum sverði.
BALDUR RAGNARSSON.
\
(»
(»
\
(>
(»
\
67. DAGUR.
En er Haraldur konungur var búinn og byr gaf, sigldi hann
út á haf og kom af hafi viö Hjaltland, en sumt liö hans kom
viö Orkneýjar. Lá Haraldur konungur þar litla hríö, áður hann
sigldi til Orkneyja, og hafði þaðan með sér lið mikið og jarl-
ana Pál og Erlend, syni Þorfinns jarls, en lét þar eftir Ellisif
drottningu og dætur þeirra, Maríu og Ingigerði. Þaðan sigldi
' hann suður fyi'ir Skotland og svo fyrir England og kom þar
við land, sem heita Kliflönd. Þar gekk hann á land og herj-
aði þegar og lagði landið undir sig, fékk enga mótstöðu.
Síðan lagði Haraldur konungur til Skarðaborgar og barð-
ist þar við borgarmenn. Hann gekk upp á bergið, það sem þar
er cg lét þar gera bál mikið og leggja í eld. En er bálið log-
aði, tóku þeir forka stóra og skutu bálinu ofan í borgina. Tók
þá að brenna hvert hús af öðru. Eyddist þá af eldi allur
staðurinn. Drápu þá Norðmenn þar margt manna, en tóku fé
allt, það er þeir fengu. Var enskum mönnum þá enginn
kostur fyrir höndum, ef þeir skyldu halda lífinu, nema ganga
til handa Haraldi konungi. Lagði hann þá undir sig land allt,
þar sem hann fór. Síðan lagði Haraldur konungur með allan
herinn suður með landi og lagði að við Hellornes. Kom þar
safnaður í mót honum, og átti Haraldur konungur þar orr-
ustu og fékk sigur.
Síðan fór Haraldur konungur til Humbru og upp eftir ánni
og lagði þar við land. Þá voru jarlarnir uppi í Jórvík, Möru-
kári og Valþjófur jarl, bróðir hans, og höfðu óvígan her. Þá
lá Haraldur konungur í Osu, er her jarla sótti ofan. Þá gekk
Haraldur konungur á land og tók að fylkja liði sínu. Stóð
fylkingararmurinn annar frarn á árbakkann, en annar vissi
upp á landið að diki nokkru.
é