Þjóðviljinn - 18.09.1964, Side 8

Þjóðviljinn - 18.09.1964, Side 8
g SIÐA mmiuim ----For'. i'.Jr^ur 1Z. scptember 1834 að hún var mjög ólík stúlkunni sem hann mundi eftir. Hún var f ljósum pels, sem sýndist splunkunýr, hárið var uppgreitt og hún var með hatt. Hún sýnd- ist eldri en stúlkan sem Despiére hafði kynnt hann fyrir. ekki eins eftirtektarverð, en miklu betur snyrt. Eftir andartak gekk Jack að afgreiðsluborðinu og tók sér stöðu við hliðina á Veronicu sem leit ekki upp. Sex hundruð fimmtíu og fjórir, þökk fyrir, sagði hann. Þegar Veronica heyrði rödd hans, hætti hún að skrifa. Hún starði á blaðið, svo vöðlaði hún örkina saman og setti hana í öskubakka á borðinu. Þá fyrst sneri hún sér að Jack. Þetta var til þín, sagði hún. Skilaboð. Nú eru þau óþörf, er það ekki? — Jú, sagði Jack. Hann tók við lyklinum. Ætlarðu að koma með upp? — Nei. sagði Veronica. Ekki með þér. Hún talaði hratt og hvíslandi og horfði ekki beint á hann, svo að það var eins og þau þekktu naumast hvort ann- <að úr fjarlægð. Ég kem á eftir þér. Ég fer í næstu lyftu. Eftir tvær mínútur. — Hvað er eiginlega á seyði? spurði Jack. Þú þarft alls ekki að tala við mig ef þú vilt helzt vera laus við það. — Ég má ekki sjást með þér. sagði hún. Ég er gft núna og ég verð að fara varlega. Nú fer ég og geng einn hring kringum hús- ið. — Drottinn minn góður. sagði Jack. Manstu herbergisnúmer- ið mitt? — Já, það man ég, það man ég sagði hún og gekk rösldega til dyra. Jack horfði sem snöggvast á eftir henni. Gift eða ógift, þá var göngulag hennar óbreytt. Skömmu seinna barði hún að dyrum hjá honum og kom inn í herbergið og brosti lítið eitt; bað var auðséð að henni fannst hún hagvön þar, hún sveiflaði nýja pelsinum og kom við haglega uppsett hárið. Hún litaðist um þar sem hún stóð í miðju her- berginu. Hér hefur engin breyt- ing orðið. eða hvað? sagði hún. Ertu feginn að sjá mig? — Það veit ég ekki. sagði HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofu STETNU og DÓDÓ Laugavegi 18. III h (lyftaj SÍMI 2 4616 P E R M A Garðsenda 21 — SIMI: 33 9 68 Hárgreiðslu og snyrtistofa. D 0 M U R ! Hárgreiðsla við allra hæfl *” TJARNARSTOFAN. — Tjamar- götu 10 — Vonarstrætismegin — SIMI: 14 6 62. HARGREIÐSLUSTOFA AUSTTtRRÆlAR — 'Marfa HAttir' T.angavegi *3 - ^TMI M6 56 - Nuddstof* 3 sama stað. frá Jack og hægt var. Hún krosslagði fæturna með skrjáfi og enn einu sinni fann Jack næstum til reiði vegna þeirrar öldu almennrar og ópersónulegr- ar gimdar sem hinir ljósbrúnu og fagurlöguðu fótleggir og támjóu rómversku skómir höfðu vakið mheð honum þegar þau hittust í fyrsta sinn. — Ég get þolað allt sem þér við kemur, sagði hann. nema návist þína. — Hvað þá? spurði Veronica ringluð. Hvað segirðu? — Það kemur út á eitt. — Það lét í eyrum eins og móðgun. — Það var það líka að vissu leyti, sagði hann. Hann neyddi sjálfan sig til að sitja grafkyrr. — Ég vildi gjaman að allt væri hreint og klárt okkar í milli, sagði Veronica og vottaði fyrir ólundarsvip á henni. Það var þess vegna sem ég kom. En ef þú segir ekkert nema Ijótt .. — Ágætt, sagði hann. Ég skal ekki segja neitt ljótt. Varstu Jack.. Ég hef ekki athugað til- finningar mínar enn. I svipinn er ég næstum gramur. Viltu fara úr yfirhöfninni? — Mér þykir það leitt, en ég get það ómögulega, sagði Veron- 1 ica. Rödd hennar var kurteisleg ; eins og hjá háttvísum gesti í kokkteilboði. Ég hef ekki nema mínútu. Ég á að hitta manninn minn á Hassler. Hann var á fundi, annars hefði ég alls ekki getað komið. Þú ættir ekki að segja að þú sért gramur. Hún setti ólundarlegan stút á munn- inn. Það verður til þess að ég sé eftir því að hafa komið. — Jæja, sagði Jack. — Hefurðu saknað mín? spurði hún. — Fáðu þér sæti. Hún hristi höfuðið. Nei. sagði hún. — Jæja, þá ætla ég að fá mér sæti. sagði Jack. Hann settist í sófann og lagði íæturna upp á lága borðið fyrir framan hann. Veronica stóð í miðri stofunni og sneri að honum. með frakk- anp losaðan frá hálsmðlinu og í. stellmgú serh hánn kannaðist við. Hann mundi Hka eftir V- jnu sem.skfifað var..með varalit é spegilinn í baðherberginu og öeginum þé'gár þáú sváfu saman í fyrsta sinn og kvöldinu á ströndinni við Fregene og hann var agndofa og tmdrandi og reiður eiginmanni hennar. hver svo sem hann gat nú verið. — Ég var hrædd um að ég gæti alls ekki fengið að sjá þig. sagði Veronica. Við komum hingað í morgun. Og við fljúg- um til Aþenu á morgun. 1 brúð- kaupsferð. Það var mín hug- mynd að stanza hér einn dag. Ég varð að sjá þig, sagði hún. Hún sleikti munnvikið vand- ræðalega. Mér fannst ég verða að gefa þér skýringu. — Ég held að bezti staðurinn til skýringa sé þama inni. Jack bandaði í áttina að svefnher- bergisdyrunum. Farðu úr þess- um fjandans frakka. Hann vissi að hann var ruddalegur og hann vildi vera það. — Ef þú taiar svona, sagði hún, þá fer ég undir eins. — Allt í lagi. sagði hann. Ég skal ekki tala svona aftur. Komdu þá með skýringuna. — Auðvitað þykir mér vænt um að þú skulir enn vilja sofa hjá mér, sagði hún. Ég var hrædd um að þú værir búinn að gleyma mér. — Mér þykir ekki vænt um að ég skuli enn vilja sofa hjá þér. sagði hann. Og ef þú ætlar að stríða mér, þá er eins gott að þú farir undir eins. — Þú ert ekki eins góður og þú varst fyrir hálfum mánuði, sagði hún ólundarlega. Alls ekki góður. — Það er satt. Ég versna allt- af á hálfs mánaðar fresti. Hún leit á armbandsúrið sitt. Það var nýtt úr, sett brilljönt- uij| og Jack minntist þess ekki að hafa séð það fyrr. En hún var nýkominn frá Sviss, hugsaði hann. — Það er nú eiginlega hálf- asnalegt af mér að standa svona udp á endann. sagði hún. Hún settist í hægindastólinn við end- ann á sófanum, eins langt burtu ekki eitthvað að tala um að þú værir gift? Gefðu mér hreina og klára lýsingu á hjónabandi þínu. — Ég skammast mxn ekki fyr- ir neitt sem ég hef gert. sagði Veronica, fýluleg eins og stúlka í heimavistarskóla, sem hefur verið staðin að þvi að klifrast inn um glugga eftir lokun. Ég gerði bara það sem ég gat til að bjarga mér. — Hverjum ertu gift? spurði Jack. Þekki ég manninn? — Nei, það gerirðu ekki, sagði hún. Og ég vil ekki segja þér hvað hann heitir. — Þekkir hann mig? — Nei. — Veit hann nokkuð um mig? — Auðvitað ekki. sagði hún rólega og ki-osslagði aftur fæt- urna. Og hann fær ekki að vita það heldur. — Ég sé að þú ert á hraðri. leið inn—í hamingjuríkt hjóna- band, sagði Jack. — Þú getur sagt það sem þér sýnist, sagði hún. Háð þitt verk- ar ekki á mig. — Hver er hann? — Hann er þrjátíu og eins árs, sagði hún. Mjög laglegur. Ég er búinn að þekkja hann í næstum tvö ár. Hann vildi giftast mér undir eins, en hann gat það ekki .... — Af hverju ekki — var hann giftur fyrir? sagði Jack. Hvað gerði hann, gaf hann konunni eitur í vikunni sem leið? — Nei, hann var ekki giftur, sagði Veronica. Hún virtist bamalega hróðug yfir því að hann skyldi hafa getið rangt til. Hann hefur aldrei verið giftur. En hann gat ekki gifzt mér fyrr en hann var orðinn þrjátíú og eins árs. — Hvemig stóð á því? spurði Jack, Eru það einhver gömul svissnesk lög? — Vertu ekki að gera gys að mér, Jack. sagði Veronica lágri röddu. Viltu ekki hætta því? Mér hefur liðið svo hræðilega síðasta hálfan mánuðinn .... — Þú ert ekki ein um það, sagði hann. Svo sá hann eftir þessum hörkutón og hélt áfram vingjamlegar. Ég skal ekki grípa fram í fyrir þér, sagði hann. Segðu frá því sem þér sjálfri sýnist. — Þetta er svo flókið, sagði Veronica. Við hittumst héma í Róm. þegar hann kom á ferða- skrifstofuna og spurði um flug- vélar til Zúrich. Fjölskylda hans á stórt tryggingarfélag og hefur útibú um allan heim. Ég á að fara með honum um allt. Hann er búinn að lofa mér því. Að minnsta kosti þangað til við eignumst böm. Loksins kemst ég burt frá ítalíu. Rödd hennar ómaði af sigurvissu og fögnuði yfir því að næstum vonlaus ósk yrði nú uppfyllt. En hann gat ekki gifzt mér fyrr. Vegna fjöl- skyldunnar. Faðir hans er dáinn. en hann á skelfilega mömmu og þrjá geðvonda, gamla föður- bræður, og þeim hefði ekki lík- að að hann giftist mér. Það er ekkert undarlegt — venjuleg. ítölsk stúlka sem á enga pen- inga og vinnur á ferðaskrifstofu og er auk þess kaþólsk. Og samkvæmt erfðaskrá föðurins gátu móðirin og elzti föður- bróðirinn svipt hann næstum öllum tekjum þar til hann varð þrjátíu og eins árs, ef þau væru ekki ánægð með hann. Og það hefðu þau áreiðanlega gert. Þú veizt ekki hvernig þessar fínu svissnesku fjölskyldur eru. Þau vildu, að hann giftist annarri, stúlku úr fínni Zúrichfjölskyldu og hann varð að láta eins og hann væri að því kominn að biðja hennar .. Við urðum að halda því leyndu að við þekkt- umst yfirleitt. Við hittumst að- eins um helgar, í Flórens, leyni- lega á gistihúsi .. — Jæja, sagði Jack. Það var þá móðirin sem þú varst að heimsækja i Flórens. — Hvað veizt þú um það? spurði hún tortryggnislega. — Bresach, sagði Jack. Hann sagði mér það. — Hvernig stóð á því að hann Sagði þér það? — Við erum orðnir býsna góð- I ir félagar. sagði Jack. Þá daga 1 sem hann hótar ekki að myrða ; mig. — Nú, jæja, sagði Veronica sér til afsökunar. Ég varð að segja eitthvað við Róbert. Ég gat ekki sagt honum að ég færi þangað til að heimsækja kær- astann minn um hverja helgi, eða hvað? — Nei, sagði Jack. Auðvitað ekki. Meðal annarra orða — til : fróðleiks — hvar á móðir þín ! heima? — Hún býr með systur sinni i í Mílanó. | — Þá var ekki að undra þótt ! símskeytið kæmi til baka, sagði i Jack. , — Áttu við að þú hafir reynt | að senda mér símskeyti? Veron- j ica virtist hissa. — Við Bresach. Ekki þér j heldur móður þinni. — Við vorum aular, sagði I Jack. Okkur lék forvitni á að j vita hvort þú værir lifandi eða j dauð. — Ég hefði hringt til þín .. Röddin hafði nú glatað öryggi sínu, titraði og var gráti nær. En ég var hrædd um að ég mjmdi skipta um skoðun,..ef ég heyrði rödd þína.. Og ' þett'a ! gekk allt svo fljótt fyrir sig .. Georg var búinn að ganga frá öllu við borgarstjóra í litlum bæ fyrir utan Zúrich. Það voru margar vikur síðan ég hafði sent honum skilríkin mín —áður en ég hitti þig .. Og svo fékkstu ekki að koma með mér inn á hótelið um kvöldið og þú varst svo kaldur og yfirlætisfxxllur á ströndinni .. — Áttu við það, sagði Jack og neyddi sig til að tala rólega. áttu við það, að þú hefðir ekki gengið í hjónaband, ef ég hefði sofið hjá þér það kvöld? — Kannski ekki. sagði hún og barðist við grátinn. Hver veit? Mundu það, að ég sagði við þig, að ég vildi gjaman fara til Par- ísar og vinna þar og þú sagðir afdráttarlaust .. — Já, ég man það, sagði Jack og greip fram í fyrir henni. Hann reyndi að brosa til henn- ar. vingjamlega og með fyrir- gefningu í svipnum, en hann hafði enga hugmynd um hvemig andlitssvipur hans var. — Þú vildir mig ekki, sagði hún hörkuiega og gráturinn var horfinn úr röddinni. Eða þá að bú vildir mig bara fáeinar mín- útur í senn þegar þér hentaði. Og Róbert vildi eiga mig ó- skipta. Og hinir — allir hinir. sem ég hef ekki sagt þér frá. Karlmenn fara ekki með mér út til þess eins að skemmta sér eða hafa ofanaf fyrir mér — þeir vilja allir slíta mig sund- ur í þúsund mola. Jack kinkaði kolli, Já. sagði hann. Ég skil hvað þú átt við. En það er sjálfri þér að kenna. — Ég veit ekki hverjum það er að kenna, sagði hún bitur- lega. En það bitnar að minnsta kosti á mér. Og það varð verra og verra. Ég laug að þér. Ég er ekki eins ung og ég sagði. Ég er tuttugu og sjö ára. Ég fór upp i hótelherbergið mitt og sat ein og hugsaði með mér. að ef þetta væri ást. þá kærði ég mig ekki um ást. Ég ræð ekki við Eignizt og lesið bækur, sem máli skipta EFNIÐ, ANDINN 0G EPlFÐARMÁLIN fjallar um þær dýpstu gátur tilverunnar, sem sótt hafa á fólk á öllum öldum þ. á. m. um tiigang og uppruna lífsins, skýringar vísinda og trúarbragða á sköpun og þróun, möguleikana fyrir persónulífi eftir líkamsdauð- ann, siðfræði, spiritisma, guðspeki og hugmyndir manna um guð. HÖFUNDAR: Dr. Áskell Löve, prófessor, Bjarni Bjarnason, fil. kand., Björn Magnússon, prófessor, Grét- ar Fells, rithöfundur, Hannes Jónsson, félagsfræðingur, Pétur Sigurðsson ritstjóri, dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, séra Sveinn Víkingur. Þetta er kjörbók hugsandi fólks. FJÖLSKYLÐM 0G HJÖNABANDIÐ fjallar um dýpstu og innilegustu samskipti karls og konu, þ. á. m. um ástina, kynlífið, frjóvgun, getnaðar- varnir, barnauppeldi, hjónalíf og hamingjuna. HÖFUNDAR: Hannes Jónsson, félagsfræðingur, Pétur J. Jakobsson, forstöðumaður fæðingardeildar Land- spítalans, Sigurjón Björnsson, sálfræðingur, dr. Þórður Eyjólfsson, hæstaréttardómari, dr. Þórir Kr. Þórðar- son, prófessor. Þessi bók á erindi til kynþroska karla og kvenna. FÉLAGSSTÖRF 0G MÆLSKA eftir Hannes Jónsson félagsfræðing er úrvals handbók, fyrir alla þá, sem taka vilja ábyrg- an þátt í félagsstarfi og ná árangri í fundarstörfum og mælsku. Bækur þessar eru ánægjulegt og uppbyggilegt lestrar- efni fyrir alla fjölskylduna. Höfundarnir tryggja gæðin, efnið áhugaverðan lestur. Félagsmálastofnunin Reykjavik. — Pósthóif 31. — Sími 40624. BRUNATRYGGINGAR á húsum í smíðum, « ■■ * flB i : ! ii vélum og áhöldum, effni og lagerum o.fl Heimilistryggingar Innbús Vatnstfðns Innbrots Glertryggingar TRYGGINGAFELAGÍÐ HEIMIR?! LINDARGATA 9 . REYKJAV I K SlMI 21260 SlMNEFNI t SURETY VQNDUÐ FALLEG ODYR Sjgutpórjórtssan &co VÖRUR Kartöflumús — Kokómalt — Kaffi — Kakó. KRC N búðirnar

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.