Þjóðviljinn - 22.09.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.09.1964, Blaðsíða 2
SIÐA ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 22. septembe*1 1961 Togaraútgerð er nauðsyn FISKIMÁL — Eftir Jóhann J. E. Kúld Ný lúðumið fundin Frá því hefur verið sagt ný- Jega í erlendum fagblöðum að rússneskur — skuttogari hafi fengið metveiði nú í sumar á 11 hundruð metra. dýpa í Bar- entshafi. Afli togarans var nær eingöngu lúða. Þá féngu 3 rússneskir togarar á einum mánuði á svipuðum slóðum 1 miljón kg. afla og var aflinn nær eingöngu stórlúða. Talið er að þarna hafi nú fundizt auðug lúðumið, á dýpi sem er frá 700—1100 metrar. Ný norsk síldar- flökunarvél Norðmenn eru búnir að glíma við það í fjölda ára að smíða algjörlega sjálfvirka síldarflökunarvél. Þessar til- raunir hafa verið kostaðar sameiginlega af opinberu fé og einstaklingsfyrirtæki. Nú er sagt að þessi þraut sé leyst, með smíði tilraunavélar, sem að sögn uppfyllir þær vonir sem bjartsýnustu menn létu sig dreyma um í sambandi við þessar tilraunir. Vélin er al- gjörlega sjálfvirk. Síldinni er sturtað j geymi sem er í öðr- um enda vélarinnar, en þaðan tekur vélin síldina án þess að mannshönd komi þar nærri. Vélin skilar svo frá sér sitt í hvoru lagi hreinum flökum annars vegar og úrgangi hins vegar. Vél þessi er talin mikið tæknilegt afrek, og búizt við að ekki muni líða mjög langur tími þar til hún kemur á markað. Samvinna danskra fiskimanna Ég hef margoft sagt frá því hér í þessum þætti, að sú hafi orðið þróunin í fiskútgerð Dana á undangengnum árum, að fiskiflotinn hefur í æ stærri stíl færzt yfir á hendur fiski- mannanna. Nú er svo komið að sjómennirnir eiga mestan hluta flotans, og einnig eiga þeir hluti í vinnslustöðvum. Á ráðstefnu sem danskir fiskimenn héldu nú í sumar var samþykkt að bindast sam- tökum um að lækka útgerðar- kostnaðinn með sameiginlegum innkaupum á útgerðarvörum, svo sem olíum og veiðarfærum. Þá var einnig samþykkt að beita skipulagningu og mætti samtakanna til að halda uppi því fisk- og síldarverði sem sjómenn gætu unað við. Fiskveiðar Banda- ríkjamanna Fyrri helming ársins í ár varð fiskafli Bandaríkjamanna 7% minni en yfir sama tíma- bil 1963. Aðeins ýsuaflinn og túnfiskaflinn fór fram úr afl- anum á fyrra ári. En af öllum öðrum fisktegundum fiskaðist minna, svo heildarútkoman varð s.ú sem að framan segir. Á síðustu tveimur ára- tugum hefur verið kyrrstaða í bandarískri fiskútgerð og mik- ið af fiskiflotanum eru orðin gömul og úrelt skip. Nú hyggj- ast Bandaríkjamenn kippa þessu í lag með einu stóru á- taki, á þann hátt, að veittur verði opinber styrkur til að byggja ný fiskiskip. Talað er um, að þessi styrkur nemi helmingi verðs, en þá verða líka skipin undantekningar- laust að byggjast í Bandaríkj- unum, en þar er smíðakostnað- ur fiskiskipa talinn miklu hærri en í Evrópu. Um mánaðamótin júlí—ágúst var hleypt af stokkunum í Ab- erdeen stórum hekktogara, sem er smíðaður fyrir útgerðarfyr- irtækið J. Marr og Sons Ltd. Húshjálp — Hlíðar -■hr Kona óskast til heimilisstarfa 5 sinnum í viku, frá kl. 9—12. Upplýsingar í síma 15155. Skrífstofumaður óskast Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist í pósthólf 458 fyrir n.k. föstudag. í Hull. Togarinn er sagður 245 fet og 6 þumlunga langur. Þetta er tveggja þilfara togari. Slæging og þvottur á fiskinum fer fram neðan þilja, en að því loknu er fiskurinn hraðfrystur í plötutækjum í stórum blokk- um, en að því búnu er hann fluttur í frystilestina, sem sögð er rúma 370 tonn af fiskblokk- um. Blokkirnar eru svo geymdar við 20 gráður á selsíus þar til komið er til hafnar, en þá er fiskurinn þíddur upp og ‘seldur nýr á markaði. Þjóðverjar smíða verksmiðjutogara i ,Þá eíu. Þióffyerjar að byggja samtímis í Bremerhaven. tvo stóra verksmiðjutogara. Þetta eru systurskip, 87 metrar á lengd,,r og eru sagðir munu verða stærstu togararnir í þýzka fiskiflotanum, ef einhver fer þá ekki fram úr stærðinni meðan á smíði stendur. Þetta verða fullkomin verksmiðju- skip, þar sem allt verður ger- nýtt með vélum. Fiskflökin verða pökkuð og síðan komið fyrir í hraðfrystilest, en úr úr- ganginum verður unnið mjöl. Öll tilfærsla og vinnsla á fiski og síld um borð í þessum verksmiðjutogurum á að vinn- ast með vélum. Hver verða örlög ís- lenzkrar togaraút- gerðar? Margur maður spyr nú þeirrar spurningar hver verða DANSSKÓU Heiðars Ástvaldssonar Kennsla hefst mánudaginn 5. okt. Samkvæmisdansar (nýju- og gömlu dansamir) og barnadansar. Flokkar fyrir börn (4—12 ára), unglinga (13—16 ára) og fullorðna (einstaklinga og hjón). Byrjendaflokkar og framhaldsflokkar. Reykjavík Innritun daglega frá 2—7 í síma 1-01-18 og 3-35-09 Kennt veröur í nýjum, glæsilegum húsakynnum skólans að Brautarholti 4. Kópavogur Innritun daglega frá 10 f.h. til 2 e.h- og 20 — 22 í síma 1-01-18. Hafnarfjörður Innritun daglega frá 10 f.h. til 2 e.h. og 20—22 í síma 1-01-18. Keflavík Innritun daglega frá 3—7 í síma 2097. Nemendur þjálfaðir til að taka heimsmerk- ið í dansi. muni Örlög íslenzkrar togara- útgerðar í náinni framtíð. Gömlu nýsköpunartogararnir hafa margir hverjir legið í höfnum inni síðustu árin í al- gjörri vanhirðu, og þó í mestri vanhirðu þau skip, sem ríkis- stjórnin hefur slegið eign sinni á, eftir uppgjöf fyrri eigenda. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar er búin að losa sig við tvo af sínum togurum til útlend- inga fyrir verð sem svarar því, að skipin væru höggvin upp í brotajárn, en eftir situr svo bæjarfélagið með skuldir skip- anna og lamað fiskiðjuver sak- ir hráefnisskorts. Ef þetta heitir viðreisn á máli Emils Jónssonar sjávar- útvegsmálaráðherra og ríkis- stjórnarinnar sem heildar, þá hafa þessir vísu menn gleymt merkingu íslenzks máls. En eins og menn muna, átti aðalinntak viðreisnarinnar að felast í því, að grundvöllur sjávarútvegsins yrði treystur þannig, að útgerðin gæti staðið á eigin fótum án alls styrks úr rlkissjóði, og án allra upp- bóta á fiskverð. í þessu sam- bandi var sérstaklega talað um útgerð togaranna og viðreisn þeirrar útgerðar. En allir vita nú, að þrátt fyrir margvíslegt kák af opinberri hálfu hefur togaraútgerð og grundivöllur hennar aldrei staðið verr á ís- landi en í dag, og er það fyrst og fremst verk þeirrar ríkis- stjórnar sem með völd hefur farið á landinu að undanförnu. Að vélbátaútgerðin stendur sig betur er aðeins að þakka metveiði hvert árið eftir ann- að, en alls ekki þeim grund- velli sem útveginum hefur ver- ið úthlutað úr hendi ríkis- stjórnarinnar., Þetta er umbúðalaus sánn- leikurinn, sem ekki verður umflúinn öllu lengur. Það er þýðingarlaust að ætla að blekkja siálfan. sig,..tiL lengdar með að 'ffskÍeyTi Íigi' “aiía sök á því hvernig komið er hjá togaraútgerðinni. Að vísu hefði þessi útgerð staðið betur, ef hún hefði búið við slíka met- veiði sem vélbótaútgerðin að undanförnu, en það er sann- kölluð Bakkabræðrahagfræði að ætla sér að reisa útgerðar- grundvöll á slíkri blekkingu. Það er enginn annar útgerð- grundvöllur fiskiskipa til, sem nokkurt vit felst í, annar en sá að miða við að skipin standi undir rekstrinum, með því að bera úr býtum meðalveiði í meðalári. Sá sem ekki skilur þennan augljósa sannleika, og hyggst fara aðrar leiðir, hon- um mun koma það í koll og þjóðinni allri. Sá stórfelldi hraðfrystihúsa- iðnaður, sem þróazt hefur hér á löngu árabili síðan stríði lauk, honum verður hætt við falli þegar fram líða stundir, verði togaraútgerð lögð niður á íslandi. í Noregi þar sem færustu rekstrarsérfræðingar hafa lagt hugann í bleyti til að finna ráð til þess að geta miðlað hinum stóru hraðfrystihúsum nægu hráefni árið um kring, hefur ekkert ráð fundizt annað en útgerð togara til lausnar þessu vandamáli. Fyrst og fremst af þessum sökum þarf togaraútgerð að halda áfram á fslandi. Afnám togaraútgerðarinnar þýðir löm- un fiskiðnaðarins þegar fram í sækir. Hér þarf því að fara aðrar leiðir en viðgengizt hefur í þessum málum að undanförnu. Endurnýjun togaraflotans með skuttogurum af neppilegri stærð, til að annast það verk- efni sem bent hefur verið á hér að framan. er nú begar orðin aðkallandi nauðsyn, sem ekki verður umflúin án stór- skaða fyrir þjóðarheildina Þeir sem telja sig starfa í um- boði fólksins við sjóvarsíðuna verða nú án tafar að ganga fram til lausnar á þessu máli, sem varðar þjóðarhag. BRUNATRYGGINGAR á húsum í smíðum, vélum og áhöldum, effnl og lagerum o. fl. Heimistrygging hentar yður Heimilistryggingar Innbús Vatnstjóns Innbrots TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR” IINDARGATA 9 REYKJAVlK SlMI 2 1 2 60 SÍMNEFNI : SURETY HÁRGREIÐSLUSTOFAN VENUS Opnuð hefur verið hárgreiðslustofa að Grundarstíg 2A. Lagningar, permanent, litanir. — Gjörið svo vel að ganga inn og reyna viðskiptin. HÁRGREIÐSLUSTOFAN VENUS Grundarstíg 2A. — Sími 21777. E}» Fljúgið með Flugsýn til Norðfjarðar, á fl^!S4iæásins' £y™ tessí# jar* gjaidiö. FLUGSÝN hf. Símar: 1-88-23 og 1-84-10. Afgreiðslufólk Stúlka óskast til afgreiðslustarfa í eina kjötverzlun okkar. Nánari upplýsingar í skrifstofunni. SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS VÖRUR Kartöfhimús — Kokómalt Kaffi — Kakó KRCN búðirnar. VDNDUÐ F ií UII 'Sjgunþórjónsson &co Jiafívxrstrœti if

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.