Þjóðviljinn - 22.09.1964, Síða 7

Þjóðviljinn - 22.09.1964, Síða 7
Þriðjudagur 22. september 1964 HÓÐVILIINN SlÐA 2 Krafa Norðlendinga að allir möguleikar að selja fullunna síld verði notaðir Eftir Benedikt Sigurðsson, Siglufirði Frá Siglufirði. — Stór iðnfyrirtæki þurfa að rísa í bæjum og kauptúnum Sumarið í sumar, eins og mörg undanfarin sumur, hef- ur verið mikið utanfarasum- ar íslenzkra stjórnmálamanna. Ráðherrar okkar hafa verið, og eru enn, á stöðugum þeytingi land úr landi, heimshornanna á milli, stundum þrír til fjór- ir, stundum fimm til se'x 5 senn. Hefur þetta stundum horft til vandræða, þegar þurft hefur að nú í skyndi í ráð- herra til að flytja ávarp eða skreyta bekki í lokahófi ein- hverrar af þeim tuttugu til þrjátíu ráðstefnum með er- lendri þátttöku. sem hér hafa verið haldnar í sumar, auk þeirra innlendu ráðstefna, kjördæmisþinga og héraðsmóta, sem ráðherramir hafa þurft að sitja. Um árangurinn af þessu sleitilausa flakki um jarð- kringluna, vestan frá Washing- ton austur til Tokíó, er fátt eitt vitað, nema hvað ,,samúð og skilningur" kvað hafa stór- aukizt, og myndir af hinum íslenzku tignarmönnum við hlið erlendra hafa birzt dög- um oftar í erlendum og inn- lendum blöðum. Er í því efni skemmst að minnast myndanna af forsætiráðherranum í garði Bcnedikt Sigurðsson forsetahallarinnar í Washing- ton. Vonandi kemur síðar i ljós meiri árangur, sem sann- færir skattþegnana um, að sá hluti af hinum hóflegu gjöldum þeirra til ríkissjóðs, sem varið hefur verið til far- gjaida og risnu handa ráðherr- unum og föruneyti þeirra. hafi verið vel ávaxtaður. Utanfarir sósíalista En fleiri hafa farið utan í sumar en ráðherramir. skyldu- lið þeirra og vildarmenn. Ný- lega varð það uppskátt, að nokkrir af • forustumönnum Sósíalistaflokksins höfðu lagt leið sína austur til Moskvu. Þjóðviljinn skýrði frá því, að Einar Olgeirsson, Brynjólfur Bjarnason, Lúðvík Jósepsson, Guðmundur Hjartarson og Sigurður Thoroddsen hefðu átt viðræður við sovézka stjórn- málamenn, og hefðu viðræður þessar leitt í ljós. að mögu- leikar væru á sölu á miklu magni af fullunnum síldar- vörum frá íslandi til Sovét- rikjanna. Viðbrögð blaðanna Nú skyldi maður ætla, að málgögn borgaraflokkanna, sem keppzt hafa um að birta myndskreyttar lofgreinar um gagnslitlar utanfarir ráðherr- anna, hefðu birt hólgreinar um áðurnefnda forustumenn Sósí- alistaflokksins, ' sém aflað hefðu, auk hinnar venjulegu samúðar, skilnings og kurteis- legra orða urn Island og Is- lendinga, góðra undirtekta undir uppástungu um sölu á miklu magni af fullunnum síld- arvörum, en öruggur markað- ur fyrir þær vörur hefur ekki fengizt enn annars staðar, þrátt fyrir mikla leit helztu vikskiptasérfræðinga borgara- flokkanna. En það var nú öðru nær. Það var engu líkara en þarna hefðu verið drýgð hin ferleg- ustu landráð og þjóðsvik. Und- irtektir borgarablaðanna voru á þessa leið: Islenzkir komm- únistar eru Rússaþý, eins og við höfum alltaf sagt. Þeir eru uppvísir að því að hafa talað við rússneska ráðamenn. Þarf frekari vitna við, góðir Islend- ingar! Hvilíkur glæpur! Að islenzkir stjómmálamenn skuli geta lagzt svo lágt að leggja leið sína á fund rússneskra stjórnmálamanna og láta í ljós áhuga á að selja þeim full- unnar síldarvörur! Hvílík landráð! 'Hvflík sönnun fyrir Rússadekri og undirlægjuhætti kommanna! Eitthvað á þessa leið var geltið í Morgunblaðinu, Vísi, Alþýðublaðinu og Tímanum dagana eftir að Þjóðviljinn skýrði frá viðræðunum í Moskvu — og hvolpsrödd frjálsþýðinga gjammaði með. Norðlendingar ann- arrar skoðunar Hér á Norðurlandi mun fólk þó yfirleitt annarrar skoðunar en hin virðulegu málgögn borg- araflokkanna. Norðlendingar munu yfileitt lita svo á, að ef þetta viðtal forustumanna úr Sósialistaflokknum við sov- ézka stjórnmálamenn skyldi verða upphaf þess. að mögu- leikar skapist á stórfelldum niðurlagningariðnaði og full- vinnslu síldarafurða hér norð- anlands, þá eigi þessir menn annað og betra skilið, a.m.k. af hálfu Norðlendinga, en skítkast og landráðadylgjur strákalýðsins, sem notaður er til að fylla sorpdálka áður- nefndra blaða. Hér velta menn því fyrir sér með forundran, hverskonar fólk það sé, sem notazt er við til að skrifa í þessi blöð. Eru það menn, sem yita, hvað er að gerast i land- inu? Eða eru þetta kynjamenn frá Marz eða tunglinu, sem ráðamenn á viðkomandi hnött- um hafa dæmt til útlegðar og refsivistar á ritstjórnarskrif- stofum reykvískra dagblaða fyrir einhvern fáheyrðan af- glapahátt? Hefur það farið fram hjá þessum blaðamönnum, að heil- ir bæir og byggðárlög á Norð- urlandi hafa um langt árabil átt mjög erfitt uppdráttar, — þó aldrei eins og nú, — vegna þess, að síldargöngumar hafa færzt til í hafinu, og sterk- asti þátturinn í atvinnulífi þessarra byggðarlaga þar með brostið? Skilja þessir menn, hvað það þýðir fyrir venjulegan, óbreytt. an borgara að þurfa e.t.v. að yfirgefa heimkynni sín og eign- Norðurlands. ir vegna þess, að atvinnugrund- völlurinn hefur brostið? Hafa þeir gert sér grein fyrir þvi, hvað það þýðir fyrir slíkan mann að horfa fram til þess, að eignir, sem hann hefur komið sér upp með fómum og striti margra ára eða áratuga, verða verðlausar og gagnslaus- ar. og sjá afkomumöguleikaná fyrir sig og afkomendur sína fara stöðugt minnkandi í heimkynnum sínum? Skilja þeir, hvað stöðugur flutningur fólks og fjármagns burtu úr byggðarlögunum þýðir fyrir viðkomandi byggðarlög í heild? Er það ef til vill skoðun þeirra, að hlutverk landsbyggðarinnar eigi að vera það eitt að fram- leiða vinnuafl og fjármagn handa fjármálamannastéttinni við Faxaflóa til að hagnast á? Er það kannski stefnan, sem Framhald á 9. síðu. 69. DAGUR. Þá var veður forkunnliga gott og heitt skin. Menn lögðu eftir brynjur sínar, en gengu upp með skjöldum og hjálm- um og kesjum og sverðum gyrtir, og margir höfðu skot og boga og varu allkátir. En er þeir sóttu í nánd borginni, reið i móti þeim lið mikið. Sáu þeir jóreykinn og undir fagra skjöldu og hvítar brynjur. Þá stöðvaði konungur liðið, lét kalla til sín Tósta jarl og spurði, hvaða lið þetta mundi vera. Jarl segir liklegt að nú muni ófriðs að .vænta, en hitt megi einnig vera að þama mundu frændur hans nokkrir og leiti til vægðar og vin- áttu, en fá í mót af konungi traust og trúnað. Þá mælti konungur, að þeir mundu fyrst halda kyrru og forvitnast um herinn. Þeir gerðu svo, og var liðið því meira, er nær kom og allt að sjá sem aina ísbreiðu er vopnin glóðu. Haraldur konungur Sigurðarson mælti þá: „Tökum nú nokk- uð gott ráð og viturlegt, því að ekki er að dyljast, að ófriður er, og mun vera konungur sjálfur“. Þá svarar jarl: „Það er hið fyrsta að snúa aftur sem hvatast til skipa eftir liði voru og vopnum, veitum þá viðurtöku eftir efnum, en að öðrum kosti látum skipin gæta vor, og eiga þá riddarar ekki vald yfir oss“. Þá svarar Haraldur konungur; i t 1

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.