Þjóðviljinn - 22.09.1964, Side 4

Þjóðviljinn - 22.09.1964, Side 4
ÞJÓÐVILJINM 4 SÍÐA Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19, SimJ 17-500 (5 lmur) Áskriftarverð kl 90,00 á mánuðt Frumskilyrði |>ingi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja lauk hér í borg s.l. sunnudag og gerði það ýtarlegar ályktanir um helztu hagsmunamál meðlima sinna. Þótt mikið hafi áunnizt í þeim málUm fyrir ötult og einbeitt starf núverandi forystumanna banda- lagsi'ns, eru þau sá þáttur félagsstarfsins, sem stöð- ugt verður að si'nna af vökulum huga ekki aðeins til þess að halda í horfinu heldur einnig og ekki síður til þess að fylgjast með örri þróun á því sviðr allt í kring um okkur. Stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja er þeim mun meiri vandi á höndum í þessum efnum en forystu ann- arra launþegasamtaka, að enn hafa meðlimir BSRB eínungis takmarkaðan samningsrétt um eigin mál. Á það er lfka bent í einni af ályktun- um þingsins, að reynslan hafi þegar sýnt að hinn takmarkaði samningsréttur er ófullnægjandi til frambúðar. J^aunamál opinberra starfsmanna ásamt skatta- málunum settu að sjálfsögðu mestan svip á þetta þing. Það var almennt viðurkennt, þegar nú- verandi launastigar tóku gildi, að bar vyi um.að ræða leiðréttingu á langvarandi misrétti, sem op- inberir starfsmenn hefðu búið við, og menn bundu miklar vonir við það, að horfið væri endanlega frá fyrri stefnu í þeím málum. En hér hefur aft- ur aftur sótt í sama horf og áður; verðlag hefur hækkað stórlega í landinu án þess að opinberir starfsmenn fengju það á nokkurn hátt upp borið éins og þeir þó eiga kröfu á lögum samkvæmt. Það er því rökrétt afleiðing, að þing BSRB mælti einróma með uppsögn gildandi kjarasamninga með það fyrír augum að fá leiðréttingu í þessum efn- um. í ályktun þingsins um launamál er einnig bent á, að ýmsar aðrar leiðréttingar séu nauðsyn- legar varðandi kjaramál meðlimanna. Þar eru m.a. set^ar fram kröfur um að laun starfsmanna í bágu hins opinbera verði alls staðar sambærileg við laun starfsbræðra þeirra á frjálsum launa- markaði og að stefnt verði að því að ná fullu launajafnrétti karla og kvenna fyrir 1. janúar 1967. m.a. á þann hátt að rannsaka að hve miklu leyti lægstu launaflokkarnir eru skipaðir konum. Hefur sú skipan launaflokka þótt nokkuð áber- andi. en meðan svo fer framT er að sjálfsögðu ekki um launajafnrétti að ræða nema í orði kveðnu. þá gerði þingið ýtarlega samþykkt um skattamál, og er þar bent á, að jafnt skattalöggjöfin sem framkvæmd hennar sé með þeím hætti, að launa- menn beri of þungan hluta skattabyrðanna, og settar fram ákveðnar tillögur til endurbóta á skattalöggjöfinni. Allar þær kröfur sem hér hefur verið drepið á, eru sanngimiskröfur og munu flestir geta tekið undir það. En mestu máli skiptir að þeim sé mætt af skilningi og velvild af hálfu ríkisvaldsins. Enginn mun mæla því í mót, hve það er mikilvægt fyrir opinbera aðila að eiga þess jafnan kost að ráða hæfustu fáanlega menn í þjónustu sína. En frumskilyrði þess er, að hið op- inbera búi vel að þeim og sé þar 'fyllilega sam- keppnis'fært við aðra aðila. — b. Þriðjudagur 22. september 1964 FROSTLÖGURINN ER EITRAÐUR B'laþáttur 111 11 111 1 —1 1111 l ■ Nú tekur að hausta og ef að líkum lætur getum við farið að bu- ast við næturfrostum Samt. sem,’ aður ep sjálfs»gt að yfirfara kerfið eftir beztu getu og bæta úr því sem þarf. Eitt er það, sem nokkuð rriargir gera sér ekki fulla 'grein fyrir, og það er, að froStlögur sem notaður er samán við 'kailivatn á vatns- kældar vélar er baneitraður. Þetta’ gildír jáfnt um vín- ándalög og þann IÖg sem inniheldur glykol („glussálög- ur”). Við skulum nú athuga þessar teguridir nánar óg gera okkur' greii; fyriri hversu hættulegar þær era. ' ' ''' Vínandalögur Lítið nú á haan þr-anaii. — Hann a&tiar að geyma frostlðKÍnn á flöskum undan áfengi. Frostlögur imniheldur eiturefni og ef einhver tæki flösku »f þessari ólyfjan S misgripum og drykki úr henni, þá gaeti sá hinn saml orðiö fyrir alvarlegri edtrun eða e.t.v. Iátizt innaw, fárra daga. hvað úr hverju, og þá er rétt að athuga frostlöginn á bílvél- inni, hann hefur sjálf- sagt rýrnað í sumar ef hann hefur verið hafður á kerfinu. Það er góð regla að tæma kælivökvann af bíln- um og skola kerfið vandlega út, t.d'. með því að taka vatns- hosur úr sambandi og láta vatn renna í gegnum kassann og blökkina og hætta ekki fyrr en afrennsl- ið er hreint og tært. Þegar hosurnar eru settar á aftur skal at- huga þæt- vel og errd= urnýja þær ef með þari ásamt klemmun- um því það er dýrt að missa niður frostlög- eða trassaskap'. Það er hægt að fá kæli- kerfin hreinsuð út á verk- stæðum ef vill, og þá er allt kerfið yfirfarið, kælir, hosur, hitastillir, klemmur o.s.frv. Ef kerfið er aftur á móti ekki þvf óhreinna. getur verið nógu gott að skóla það vand- lega út með rennandi vatni. Ef frostlögur er hafður á bíl- unum allan ársins hring, er ekki mikið um ryðmyndun þar sem flestar frostlagarteg- undir ínnihalda ryðvamar- efni Góður vínandalögur or hreinn spíritus sem gerður hefur verið ódrekkandi með því að setja í hann efni sem annað hvort eru bragðvond eða orsaka ógleði og uppsölu. Við vitum að það eru til karlar. sem geta drukkið 'brennslúsþritt- án þesb að ' kasta því upp, en vafasamt er, að það geti talizt hollur drykkur, en' brennsluspíritus er ekki talinn lífshættulega eitraður. Öðru máli gegnir' um vín- andafrostlög sem mniheldur tréspíritus.. - Sumar tegundir af nefndum frostvökva. eru þannig blandaðar saman úr tréspíritus og íðnaðarspíritus og eru prýðilegar til síns brúks, en ef þessi vínandi er drukkinn er hann baneitrað- ur. Það hafa allir heyrt um hin hræðilegu slys sem orð- ið hafa er fólk af gáleysi hefur drukkið tréspíritus eða vínandafrostlög, siðast í fyrra fréttist hingað +.il lands um mörg dauðsföll í byggðarlagi einu í Noregi, þar sem gest- 'i£' við .-giftm'garveizlu drukku þessa ólyfjan í góðri trú. Áhrifin í af 1 tréspíritus eru þau sömu og af öðrum vín- anda, þó að þau segi e.t.v. ekki eins fljótt til sín og meii-a magn þurfi tii þess að en þá fára r’tmnareinkennin að koma fram. Þau eru í fyrstu verkir í maga ásamt uppsölu og þorsta. Síðan kemur sár höfuðverkur og aðrar bendingar um eitur- verkanir inn á taugakerfið. Þa geta komið fram krampa- köst, lamanir og alvarleg andleg röskun með reiði- og hræðsluköstum. Oftlega kem- ur eitrunin n'ður á augunum og orsakar blindu. Fæstir þeirra, sem verða fyrir slíkri eitrun sleppa jafn- góðir. Þeir sem halda lifi verða oft blindir fyrir lífs- tíð eða. skaðast vprulega á sjón. Það er ekki á leikmaruns færi. ,að lýsa meðferð.eitrunar- sjúklinga á sjúkrahúsi en hér á landi vantar t.d. eitt það tæki sem íæknar þurfa til meðhöndlunar fómarlamba eitrunarinnar, ,þ.e. gervinýra. Aftu.r á 'móti er .ástæða til að . minna. íólk á að eitrunin er lúmsk, þar eð hiættulegustu áhrifin koma fyrst í Ijós. eft- ir að áfengisáhrifin og timb- urmenn eru úr sögunni. Þess vegna getur eitrun, ef lítils hefur verið neytt, farið fram hjá fólki fyrst í stað. Einnig getur það komið fyrir, að nokkrir úr hópi manna, sem drukkið hafa þessa ólyfjan, sleppa að eigin áliti óskemmd- ir. I raun og veru verða all- ir veikir eftir að hafa drukk- ið tréspíritus, og allir sem hafa neytt hans eiga að fara ■tír- lækhis þó erigár auica- verkanir hafi komið fram. Glykolvökvinn Flestar tegundir kælivökva, sem ekki innhaldA vínanda, hafa að geyma efnið glykol i einu eða Öðru formi. Það eru á markaðnum mörg vöru- merki og samsetning vökv- anna getur verið mismun- andi, en aðalinnihaldið er glykol. Sumar tegundir eru grænar að lit, bláar eða bleikar, en liturinn er að- eins einkenni verksmiðjunnar og til þess að gera vökvana útgengilegri. Allar tegundir kælivökva sem innihalda glykol eru ban- eitraðar. Þetta efni breytist í líkamanum í eiturefni og eitr- unareinkennin geta verið mjög mismunandi. Ef þessi frostlögur er drufekinn koma fram áhrif, sem likjast áhrif- um • vínanda, en eftir vissan tíma koma frám. alvarlegar eiturverkanir og verða tauga- kerfið og nýrun þó sérstak- lega fyrir alvarlegum skaða. Það má telja til undantekn- inga ef glykoleitrun dregur ekki til dauða. Af þessum upplýsingum má sjá að kælivökvinn, hvaða nafni sem nefnist er mjög eitraður. Það ætti þvi að vera augljóst mál að stór- hættulegt er að geyma frost- lög á ílátum undan drykkj- arvöriim, svo sem vínflösk- um. Sama máli gegnir með blönduna sem tekin hefur verið af vélinni að vori og á að geymast til hausts, að það er vítaverður glannaskapur að setja hana á 10 til 12 vín- flöskur og geyma þannig þar sem böm eða ókunnugir geíð p náð til. Það skeður sem bet- ur fer ekki oft hérlendis að slík eitrunarslys komi fyrir, en við skulum muna það, að . útlit, litur og jafnvel bragð og Iykt kaellvökva er hreint ekki svo ólíkt víni eða a.m. k. getur hann hæglega verið tekinn fyxir vín ef hann er geymdur á flöskum updan áfengi. Væri ekki tilvalið að setja það hreint og beint í lands- lög, að frostlögur skuli vera bleksvartur að lit? Það hlýtv ur að vera hægt að fá fram- leiðendur til þess að lita hann þannig, lögurinn er hvort sem er litlaus í upphafi, en liturinn settur í hann til þess að gera hann útgengilegri eins og áður er sagt. og til þess að einkenna framleiðsl- una hjá hverri verksmiðju. — I. Inn fyrir kæruleysí verða drukkinn af. Timbur- menn koma einnig fram og ■ í 6 til '12 tíma skeður ekkert. íbúum jarðarinnar fjölgar ar um 63 miijónir árlega □ Jarðarbúum fjölgar nú um nálega 63 milj- ónir á ári hverju, og nemur sú aukning sam- kvæmt útreikningum Sameinuðu þjóðanna 2,1 af hundraði, sem er hæsta hlutfallslega aukning veraldarsögunnar. Mið-Ameríka, þar sem fólks- fjölgunin er nú örust i heim- inum, á við alvarlegastan vanda að stríða. Þar nemur fjölgunin síðan 1958 2,9 af hundraði árlega. I beinum töl- um er samt f j jlgunin mest í Austur-Asíu. Árið 1962 voru þar 74 miljór.um fleiri íbúar en áriO 1958. Þessar tölur er að finna i árbók Sameinuðu þjóðanna, „Demograpic Yearbook“, sem er miðuð við árið 1963. Þar enu upp fsingar um fólks- fjölda í 250 löndum og land- svæðum. 10 fólksflestu löndin Xbúatala jarðarinnar var á miðju ári 1962 kringum 3.135 miljónir. A.m.k. 20 af hundr- aði allra jarðarbúa eiga heima í Kínverska alþýðulýðveldinu. Sameinuðu þjóðirnar hafa að vísu ekki nýjar op nberar upp- lýsingar um fólksfjöldann Kína, en hann er hálf-opin- berlega áætlaður vera 670— 680 miljónir. Næst Kína eru eftirfarandi lönd mannflest:S>- Indland 449 miljónir, Sovét- ríkin 221, Bandaríkin 187, Indónesía 98, Pakistan 97, Jap- an 95, Brasilia 75, Vestur- Þýzkaland 55 og Bi’etland 53 miljónir. Um það bil tveir þriðju hlutar af jarðarbúum erga heima í þessum 10 lönd- um. Sovétríkin eru stærst að ■ flatarmáli, en þar -,æst koma Kanada, Kína Bandaríkin, Brasilía, Ástralía Indland, Argentína, Súdan og Alsír. Stærstu borgir Tókió er stærsta borg veiv aldar með 8.61 miljón íbúa íl'962) Nasstar henni eru New York með 7,79 miljónir (19601. Sjanghaí með 6.90, Moskva 6,31, Bombay 4,42, Peking 4,01, Chicago 3.55, Kaíró 3,41, Rio de Janeiro 3,22, Tíentsin 3,23, Leningrad 3,18, Lundúnir 3,17, Sao Paulo 3,16, Osaka 3,15 og: Mexíkóborg 3,05 miljónir. Þessar tölur eiga einungis við hinar eiginlegu borgir. Sé hiiis vegar reiknað með öllu' borgarsvæðinu eru t.d. í Lund- únum („Greater London“) yfir 8 miljónir manna og i París 7 miljónir. til félagsmaitiia F.Í.B. Félagsmerkin úr . krómi eru komin. SKRIFBTOFA F.Í.B.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.