Þjóðviljinn - 22.09.1964, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.09.1964, Blaðsíða 12
KOSNINGARNAR TIL ALÞÝÐUSAMBANDSÞINGS: Sjálfkjörið í Iðju á Akureyri — Sékn kaus fulltrúa sína á fundi D Á laugardag og sunnudag voru kjörnir fulltrúar til Alþýðusambandsþings í fimm verkalýðsfélögum: Starfs- stúlknafélaginu Sókn, Reykjavik; Iðju, félagi verksmiðju- fólks á Akureyri; Verkalýðsfélaginu Bjarma á Stokkseyri; Verkalýðsfélagi Húsavíkur og Verkalýðsfélagi Patreksfjarð- ar. Sjálfkjörið var í Iðju, Bjarma og Verkalýðsfélagi Húsa- •víkur en í hinum tveim félögunum fór kósning fram á fundum í félögunum. Sókn Starfstúlknafclagið Sókn kaus fulltrúa á Alþýðusambandsþing á fundi í fyrrakvöld, og voru þessir kjömir, samkvæmt tillögu stjórnar og trúnaðarmannaráðs félagsins. Margrét Auðunsdóttir, Hclga Þorgcirsdóttir, Sigriður Friðriks- dóttir, Björg Jóhannsdóttir, Mar- grét Guðmundsdóttir, Ragna Stefánsdóttir, Viktoría Guð- mundsdóttir, Inga Thorarcnsen, Ása Björnsdóttir. Varafuiltrúar: Soffía Jónsdótt- ir, Kristín Sigurðardóttir, Jón- ína Magnúsdóttir, Lovísa Lofts- dóttir, Sigurveig Pálsdóttir, Þór- unn Guðmundsdóttir, Kristín Sigurðardóttir, Hólmfríður Jó- hannsdóttir og Ingunn Ölafs- dóttir. Iðja Kl. 6 síðdegis á laugardag rann út frestur til þess að skila framboðslistum til fulltrúakjðrs á Alþýðusambandsþing í Iðju, félagi verksmiðjufólks á Akur- eyri. Aðeins einn listi barst, bor- inn fram af stjórn og trúnaðar- ráði félagsins og varð hann því sjálfkjörinn. Aðalfulltrúar Iðju á ATþýðU' sambandsþing verða þessir menn: Jón Ingimarsson, Hallgrímur Jónsson, Þorbjörg Brynjólfsdótt- ir, Guðmundur Hjaltason, Sig- urður Karlsson, Gestur Jóhann- esson, Kjartan Sumarliðason og Hreiðar Pálsson. Varamenn: Helgi Haraldsson, Páll Ólafsson, Jósteinn Broddi Helgason, Friðþjófur Guðlaugs- son, Hjörleifur Hafliðason, Ad- am Ingólfsson, Skúli Sigurgeirs- son og Ámi Ingólfsson. Vlf. Húsavíkur Ilúsavík 21/9 — Sjálfkjörið varð í Verkalýðsfélagi Húsavíll- ur til 29. þings Alþýðusambands Islands. Listi stjórnar og trún- aðarráðs verkalýðsfélagsins var þannig skipaður. Aðalmenn: Sveinn Júlíusson, Guðrún Sig- fúsdóttir, Gunnar Jónsson og Arnór Kristjánsson. Varamenn: Ólafur Aðalsteinsson, Lára Sig- urðardóttir, Jónas Benediktsson og Magnús Andrésson. — A.K. Vlf. Patreksfjarðar Verkalýðsfélag Patreksfjarðar kaus fulltrúa á Alþýðusam- bandsþing á sunnudaginn. Kosið var á fundi og hlutu þessir kosningu: Bjarni Hermann Finnbogason, Framhald á 8. síðu. DIOBVH iÞriðjudagur 22. september — 1964 — 29. árgangur — 214. tölublað. Kvenfélag sósíalista Fyrsti fundur vetrarins verður að Tjamargötu 20, miðvíkudagirm 23. sepéember og hefst kl. 20,30. D A G S K R Á : L Fulltrúar félagsins á kvexmaráðstefnu Eystra- saltsvikunnar á sL sumri, Guðrun Gísladóttir og Sígríður Ólafsdóttír, skýra frá starfi ráðstefn- unnar. 2. Margrét Sigurðardóttir segir frá starfsemi dag- heimilis vangefinna að Lyngási. 3. Vetrarstarfið. 4. Kaffidrykkja. Stjórnin . Sjálfstæði fagnað: MIKLAR RÓSTUR Á MÖLTU í GÆR VALETTA 21/9 — Á miðnætti hlaut eyjan Malta sjálfstæði sitt og var mikið um dýrðir í höf- uðborginni, er enski fáninn var dreginn niður en hinn rauðhvíti fáni eyjarinnar blakti við hún. Filipus hertogi af Edinborg var Ögri kcihur tii ReýkjaVikur með flugvélina á þilfari. Þrjá einshreyfilsvélar á hrakningum: Eln náði til Rvíkur, önnur nauðlenti, sú þriðja týnd Það mun ekki hafa gerzt áður að íslenzkur fiski- bátur hafi komið að landi með flugvél á þilfari, sem hann hafði fiskað upp úr sjónum á heimleið frá síldveiðum. En þetta gerðist í fyrrinótt þegar Ögri lagði að bryggju 1 Reykjavík. ★1 Snemma á sunnudagsmorgun var þriggja einshrcyfils flugvéla af gerðinni Mooney Mark saknað á flugi einhverssaðar yfir Atl- antshafi og var þá iýst yfir neyðarástandi á svæðinu frá Ný- fundnalandi til íslands af við- komandi í'lugumferðastjórnum. ^ri Fjöldi leitarflugvéla beggja megin hafsins hófu sig á Ioft til /eitar a'ð hinum týndu flugvél um. Afdrif vélanna urðu þau, a‘ð ein lenti á Reykjavíkurflugvelli, önnur nau'ðlcnti á liafinu þrjátíu og fjórum sjómílun, suður af Grindavík. * Af þriðju vélinni hafa engar fréttir horizt og hefur hún senni- lega farizt. Einn bandarískur flugmaður var þar um borð. Þrjár einshreyfils flugvélar af Mooney Marlc gerð lögðu upp á laugardag frá flugvelli á eyj- unni St. Pierre við Nýfundna- land og ætluðu að fljúga hóp- flug yfir Atlantshafið með við- komu á Reykj avíkurflugvelli. Einn flugmaður var í hverri vél, sem taka annars fjóra í sæti. Einn franskur og tveir Bandaríkj amenn. Þeir lögðu upp kl. 17.49 á laugardag og áttu áætlun kl. 5. 54 á sunnudagsmorgun á Reykja- víkurflugvelli. Snemma á sunnudagsmorgun var vélanna saknað og var þá vitað að þær höfðu villzt i hafi. Var þá lýst yfir neyðarástandi á öllu svæðinu frá Nýfundna- landi til íslands af viðkomandi flugumferðastjórnum og mikill fjöldi leitarflugvéla beggja meg- in hafsins hófu sig á loft til leitar að hinum týndu flugvél- Afdrif vélanna Á áttunda tímanum á sunnu- dagsmorgun birtist svo ein flug- vélin hér yfir Reykjavík og l'enti skömmu síðar á Reykjavíkur- flugvelli. Var þar kominn franski flug- maðurinn Jean Paul Weiss og Framhald á 3. síðu. Herlögum lýst í Bólivíu um helgina LA PAZ 21/9 — Ríkisstjómin í Bólivíu lýsti á sunhúdag her- lögum um landið allt og kvað komizt hafa upp um samsæri til þess að steypa af stóli stjórn landsins. Tilkynnt var, að Hem- an Siles Zuazo, fyrrum forseti landsins, færi huldu höfði ósamt tveim þingmönnum stjórnarand- stöðunnar. Á mánudag var svo frá því skýrt, og haft eftir áreið- anlegum heimildum, að Zuazo hefði verið handtekinn og með honum fjöldi manns úr and- stöðuflokki stjórnarinnar. Allt var svo með kyrrum kjör- um í höfuðborg Bólivíu í nótt. Snemma á mánudag lýsti stjórn- in útgöngubanni frá því kl. 23 að staðartíma til sólarupprásar, Og jafnframt eru allir stjóm- málafundir stranglega bannaðir. Herlög þau, er stjórnin lýsti á sunnudag, hafa að nokkru stöðv- að verkfallsöldu, sem hófst með því að sex þúsund kennarar lögðu niður vinnu. Enn halda þó námumenn í ríkisreknum tinnámum áfram verkfalli sínu. Doífisrnáláráðhéf'ráhn I láh'difiti hefur skýrt svo frá, að um átta- tíu stjórnmálamenn og félagar í vinstrisinnuðum flokkum og félagasamtökum hafi verið hand- teknir, sakaðir um þátttöku í samsærinu. Meðal þeirra er, auk Zuazos, Juan Leehin Oqu- endo, fyrrum varaforseti lands- ins. Otto Grotewoll lézt í gær BERLIN 21/9 — Otto Grote- wohl, foringi austurþýzkra jafn- aðarmanna, lézt í dag. Grote- wohl hefur undanfarin ár þjáðst af blóðkrabba og lítinn þátt tek- ið í opinberu lífi. Grotewohl hefur gegnt ýmsum mikilvægum embættum í Austur-Þýzkalandi og um skeið var hann forsætis- ráðherra landsins. Meginkröfur opinberra starfsmanna: Leiirétting í launamálum, réttlát- ari skattalög, fullan samningsrétt D Launamálin, skattamálin og samningsréttur opinberra starfsmanna voru þau mál, sem öðru fremur settu svip á nýafstaðið þing BSRB. Hér verður drepið á meginatriði úr ályktunum þingsins um þessi mál, en þær verða þirtar í heild í blaðinu á morgun. Launamál Þingið samþykkti að mæla með gildandi samningi og hvatti bandalagsfélögin til þess að byggja kröfur sinar á eftirfar- andi atriðum. 1. Fullar bætur fáist vegna verðlagshækkana, scm átt hafa sér stað frá því að launastiginn tók gildi, jafnframt því að gong- ið verði lengra á móts við fyrri kröfur opinberra starfsmanna í Iaunamálum. 2. Starfsmenn í opinbcrri þjónustu njóti hvarvetna sam- bæriiegra kjara og starfsbræður þeírra á frjálsum launamarkaði. 3. Skipting í Iaunaflokka eftir menntun taki ekki • til þeirra sem hafa langa starfsreynslu að baki og njóti þeir Iauna sam- kvæmt hæsta flokki starfs síns. 4. Sé um takmarkaða hækknn- annögulcika að ræða, verði tcknar upp persónuuppbætur fyrir langa þjónustu. 5. Leiðrétt verði niðurröðun í Iaunaflokka, þar sem um van- mat er að ræða. 6. Unnið vcrði að því að ná fullu launajafnrétti karla og kvenna fyrir 1. janúar 19S7. 7. ölium starfsmönnum verði tryggður a.m.k. einn frídagur viknlega. 8. Unnið verði að styttingu vinnudags þeirra sem hafa yf- ir 40 stunda vinnuviku. Skattamál Varðandi skattamál benti þingið á, að bæði löggjöfin og framkvæmd hennar væri með þeim hætti, að launamenn bæru óeðlilega mikinn hluta skatta- byrðanna. Jafnframt því, sem þingið krafðist lækkunar á Framhald á 8. síðu. sérstakur fulltrúi Elízabetar drottningar við athöfnina. Ekki hefur þó ánægjan verið óbland- in. í gær urðu miklar róstur þegar stjórnarandstöðuflokkur eyjarinnar, Verkamannaflokkur- inn, hélt mótmælafund gegn hinni nýju stjórnarskrá eyjar- innar. Tróðust konur undir við það tækifæri og lögreglumaður var stunginn svo illa að flytja varð hann á sjúkrahús. Eyjan Malta hefur nú verið undir enskri stjórn í 164 ár. Dregið eftír 14 daga í dag birtum við umboðs- menn okkar í Suðurlands- og Reykjaneskjördæmi. Selfossi: Þórmundur Guð- mundsson, Hveragerði: Björgvin Árna- son. Stokkseyri: Frímann Sig- urðsson, Eyrarbakki: Andrés Jónsson. Vestmannaeyjar: Hafsteinn Stefánsson, Vík í Mýrdal: Guðmundur Jóhannesson, Hafnarfjörður: Hjörtur Gunnarsson, Grindavík: Kjartan Kristó- fersson, Ytri Njarðvík: Oddbergur Eiríksson, Keflavík: Sigurður Brynj- ólfsson, Sandgerði: Sveinn Pálsson. Þeir sem hafa fengið miða senda á þessum stöðum geta gert skil til þessara umboðs- manna okkar, en aðrir geta sent okkur skil beint. Utaná- skriftin er: Happdrætti Þjóðviljans, Týsgötu 3. Nú er aðeins réttur hálfur mánuður til stefnu þar til dregið verður og fara því að verða síðustu forvöð að gera verulegar ráðstaíanir til þess að gera skil. Það eru ein- dregin tilmæli okkar til allra þeirra sem fengið hafa senda miða að líta inn til okkar næstu daga eða senda okkur skil. Tryggjum útkomu Þjóðvilj- ans. Komum hæðinni upp! 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.