Þjóðviljinn - 22.09.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.09.1964, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 22. september 1964 ÞTðÐVHIINN SlÐA 3 Mikill sigur kommúnista í sænsku þingkosningunum — jók atkvæðamagn sitt um 30 þúsund STOKKHÓLMI 21/9 — Það er nú ljóst orðið, að Kommúnistaflokkur Svíþjóðar hefur unnið mik- inn sigur í þingkosningunum, sem fram fóru í gær. Flokkurinn hefur aukið um 30 þúsund at- kvæðum við fylgi sitt og fær nú að öílum líkind- um átta þingmenn í stað fimm áður. Allir flokk- ar aðrir tapa atkvæðum vegna minnkajndi kosn- ingaþátttöku, og er langmest fylgistapið hjá Hægri 'flokknum. Sósíaldemókratar tapa nokkru at- kvæðamagni en halda þó stöðu sinni. Ekki er enn lokið talningu ut- ankjörstaðaatkvæða þegar síð- ast fréttist. Norska fréttastofan NTB telur þó, að sú talning sé ekki líkleg til þess að breyta þeirri niðurstöðu, sem nú sé fengin, kommúnistar muni enn sem fyrr verða í úrslitaaðstöðu í neðri deild þingsins. Telur fréttastofan, að líklegast sé að þingsæti skiptist þannig í deild- inni, að Sósíaldemókratar fái 114, borgaraflokkamir 113 en kommúnistar fimm. Straumur til vinstri Þetta hefur það í för með sér, að Sósíaldemókratar fara enn með stjórn í Svíþjóð um fjög- urra ára skeið. Stjómmálafrétta- ritarar í Stokkhólmi ræða það nú mjög, að þessi kosningaúr- slit kunni að auka áhrif komm- únista á stjórnarstefnu Sósíal- demókrata, enda séu kosningarn- ar greinilegur vottur um vinstri' straum í sænskum stjórnmál- um. Kosningar fara fram í Dan- mörku á þriðjudag og velta fréttaritarar því einnig fyrir sér, hvaða afleiðingar þetta sænska fordæmi kunni að hafa. Þrátt fyrir nokkuð minnkandi at- kvæðamagn, héldu Sósíaldemó- kratar þó greinilega velli, og forystumenn danskra flokks- bræðra þeirra benda löndum sín- um að sjá til þess að hið sama gerist í Danmörku. Hinsvegar hafa nokkrir forystumenn borg- araflokkanna lýst áhyggjum sínum yfir því, að gengi þeirra kunni að vera minnkandi á Norðurlöndum. Ný kynslóð Þá leiða sænsk borgarablöð ýmsum getum að því, hver sé orsök þessa sigurs kommúnista, en þetta er fyrsti ko:sningasigur flokksins í nær tuttugu ár. Er hinum nýja formanni flokksins, Carl Hermannsson, mjög þakk- að eða kennt, hvernig farið hafi, hann hafi lagt áherzlu á sjálf- stæði flokksins og fylgt frjáls- legri stefnu en fyrirrennari hans, Hilding Hagberg. Þá er þess og getið, að yngri kynslóðin sé nú að taka við í flokknum og fyrir hans hönd hafi komið fram í sjónvarps- og útvarpsumræðum ungir, þjálfaðir menn, sem gert hafi stóraukna dýrtíð í Svíþjóð að helzta kosningamáli flokks- ins. Engin nafnbreyting Aðspurður eftir kosningarnar kvað Carl Hermannsson ekki mikinn mun vera á sænska kommúnistaflokknum og Sosial- istisk Folkeparti í Noregi og Danmörku. Hann neitaði því ein- dregið, að flokkurinn hyggðist breyta um nafn og bætti við: Ég held ekki að kjósendur gerist okkur fráhverfir vegna orðsins kommúnismi. Hann kvað ann- ars flokkinn mundu reyna að beina sænskum stjórnmálum meir til vinstri en verið hefði, og kvað vonast til þess að sænska stjómin drægi nokkra lærdóma af úrslitum kosning- anna. Nauðsynleg væri harðari stefna í skatta- og dýrtíðarmál- um. Vonbrigði Sósíaldemókrata Tage Erlander, forsætisráð- herra, reyndi ekki að leyna von- Upplausnin í Suður-Víetnam vaxandi með degi hverjum SAIGON 21/9 — Ringulreiðin og upplausnin í Suður-Víetnam eykst nú að sögn fréttamanna með degi hverjum. Saigon, höfuðborg landsins, var all- an mánudaginn sem lömuð af verkfalli um 60 þús. verkamanna, sem mótmæltu herlögum stjórnar- innar, en samkvæmt þeim eru verkföll bönnuð með öllu. Á mánudagskvöld var svo verkfallinu aflétt, eftir að mörg þúsund verkamenn höfðu gengið gegnum götur Saigon og fulltrúar þeirra átt viðræður við Khanh forsætisráðherra. Ekki er vitað, að hvaða niðurstöðu verkfallsmenn og Khanh komust áður en verkfallinu var hætt. Hvaðanæva úr landinu berast ella fregnir af upplausn og ring- ulreið. Á sunnudag gerðu her- xnenn. sem eru af fjallaættflokk einum, innrás í bæ nokkum ca. 250 km norðaustur af Saigon og tóku útvarpsstöðina þar á sitt vald, Þeir voru þó taldir á að hverfa á brott. Kynflokkur þessi er gjörólíkur öðrum íbúum Suð- ur-Víetnam og hefur á þeim sterka andúð. Tveir pilíer Framhald af 1. síðu. I gær var einnig lýst eftir öðrum 13 ára dreng, er farið hafði í leitir á Mosfellsheiði. Varð, hann viðskila við sam- ferðamenn sína og er hann kom j ekki til baka á tilteknum tíma, var þegar í stað hafin leit að honum. Hjálparsveit skáta lagði af stað kl. 8 frá Reykjavík en kl. 9 var tilkynnt að pilturinn væri kominn fram á Þingvöllum. En það fylgdi einnig fregninni. að pilturinn hefði snúið aftur á heðinni og hyggðist halda heim á leið. Þegar síðast fréttist í gærkvöld var hjálparsveitin far- in til móts við piltnn. Fjallabúar krefjast sjálfstæðis I fréttum NTB segir, að her- menn þessir hafi borið rauðan fána með þrem gulum stjömum, en það er fáni sjálfstæðishreyf- ingar kynflokksins. Fjallaher- menn þessir hafi verið þjálfaöir af Bandaríkjamönnum til bar- áttu gegn skæruliðum Víetkong og hafi farið vel á með þeim. Undanfarið hafi hinsvegar frétt- ir borizt af því, að kommúnistar reyni að vinna gegn þessu starfi Bandaríkjamanna og meðal ann- ars með þvi að færa sér í nyt ýmigust fjallabúanna á yfirvöld- unum í Saigon. Stjórnarsigur Af stríðinu í Suður-Víetnam er annars það helzt að frétta, að stjómarherinn kveðst hafa unn- ið nokkum sigur á skæruliðum Víetkong. Á þetta að hafa átt sér stað um helgina og hafi tvö herfylki skæruliða verið hrakin á flótta. Segir stjómarherinn, að til herfylkjanna hafi sézt er þau héldu yfir landamæri Norð- ur og Suður-Víetnam. Þar hafi þau verið leidd í gildm með þeim afleiðingum, að 64 skæru- liðar hafi fallið, en 13 verið teknir til fanga. Talsmenn Sai- gonstjórnarinnar segja auk þess, að fréttir af orustunni bendi til þess. að hér hafi verið að verki menn frá Norður-Víetnam. Hernaðaryfirvöld í Saigon leggja áherzlu á það, að mjög hafi auk- izt í síðustu viku hemaðarað- gerðir skæmliða. Þá viku hafi 236 manns fallið af stjómar- hemum en 270 af skæruliðum. Stúdentauppreisn Þá em stúdentar í Suður-Víet- nam ekki af baki dottnir. 1 bænum Qui Nhon í miðhluta landsins hafa þeir tekið völd, lagt hald á útvarpsstöðina og hafið útvarpssendingar. Munu stúdentar krefjast þess, að kom- ið verði á fót í hverju fylki svokölluðum þjóðnefndum til björgunar landinu. Þá segia síð- ari fréttir, að fjallakynflokkur sá. sem áðu- er getið, hafi tekið af lífi 31 mann frá Suður-Víet- nam, og hálshöggvið suma þeirra. Þetta hefur þó ekki feng- ið staðfestingu hemaðaryfirvalda í landinu. Alls mun það vera um ein miljón manns, sem krefst sjálfstjómar í fjallahémð- um Suður-Víetnam. Ekkert nýtt um Tonkin-málið Frá Washington berast þser fréttir, að Johnson forseti hafi á fundi með fréttamönnurn á mánudag sagzt hafa forðazt óyf- irvegaðar aðgerðir f sambandi við atburði þá, sem eiga að hafa átt sér stað á Tonkinflóa síðast- liðinn föstudag. Hann kvaðst ekkert geta fremur um málið sagt en það. sem komið hefði fram í yfirlýsingum bandarískra stjórnarvalda. Ennfremur lagði hann áherzlu á það, að þetta hefði átt sér stað í myrkri og undir slíkum kringumstæðum yrðu Bandaríkjastjóm að rann- saka málið vandlega áður en gripið væri til aðgerða, sem haft gætu hinar alvarlegustu afleið- ingar. Fyrír góða frammistöðu Guðmunda Sumarliðadóttir afhendir Hafsteini Guðmundssyni. formanni fþróttabandalags Keflavíkur, 5 þús. kr. ávísun að gjöf frá henni og manni hennar Gunnlaugi Karlssyni skipstjóra. Sögðu þau að gjöf þessi væri smá þakklætisvottur til styrktar knatt- spyrnuflokknum sem unnið hefði byggðarlagi sínu mikinn sóma með frammistöðu sinni í sumar. __ (Ljósm. Bj. Bj.). ------------------------------^ brf^um sfnum yör þvf að Sðs- íaldemókratar skyldu ekki viima á við kosningarnar, en úrslit sveitastjómarkosninga í landinu fjrrir tveim árum vöktu þeim vonir í þá átt. Hann kyaðst fagna því,. að tekizt hefði að stöðva baráttu hægrimanna gegn alm. eftirlaunum. Kommúnistum kvað hann hafa tekizt að efna til klofnings með áðurgreindum árangri. — og Hægriflokksins Hægri flokkurinn tapaði mest í kosningunum, en Fólkaflokkur- inn hefur styrkt aðstöðu sína sem stærsti stjórnarandstöðu- flokkurinn. Gunnar Heckscher, foringi hægrimanna. sagði eftir kosningarnar, að það bæri að harma að Sósíaldemókratar fengju nú tækfæri til þess að halda áfram þjóðnýtingu, sem þeir smygluðu inn á fólkið með gjöldum til almennra eftirlauna. Einnig harmaði hann það, að Kristilegi * Lýðræðisflokkurinn hefð dregið atkvæði frá borg- araflokkunum og að kjósendur gleymdu því. að kommúnistar væru enginn lýðræðisflokkur. Atkvæðatölurnar Atkvæðatölur, þær sem kunn- ar voru áður en utankjörstaðar- atkvæði voru talin, eru sem hér segir og eru tölumar síðustu kosninga innan sviga: Sósíal- demókratar 1.953.844 (1.969.781), Fólkaflokkurinn 682.346 700.329). Miðflokkurinn 558.933 (567.761). Hægriflokkurinn 535.137 (639.103) Kommúnistar 217.336 (187.128). Þingsæti í neðri deild þingsins skiptast þannig samkvæmt þess- um úrsltum: Sósialdemókratar 117 (114), Fólkaflokkurinn 40 (40), Miðflokkurinn 37 (34), Hægriflokkurinn 28 (39) og Kommúnistaflokkurinn 8 (5). Eitt vanda- mál á vikul WASHINGTON 21/9 — Barry Goldwater, öldungadeildarþing- maður, sakaði í gær Lyndon B. Johnson forseta um utanríkis- stefnu, sem virtist hafa þá eina meginreglu að flækjast inn í eitt vandamál á viku! Leikurinn milli Keflvíkinga og KR sl. sunnudag var vart lokið er keflvísku knatt- spymumönnunum barst fyrsta skeytið þar sem þeim var óskað til hamingju með sig- urinn í Islandsmótinu. Það voru félagar þeirra knatt- spymumennimir af Akranesi sem sendu þetta fyrsta skeyti en mörg áttu eftir að fylgja úr öllum áttum. Mikill fjöldi skeyta barst frá áhöfnum sfldveiðibáta úr Keflavík sem staddir voru fyrir austan land. Flugvélar í hrakningum Framhald af 12. síðu. vildi það honum til happs, að honum tókst að miða upp radíó- merki frá Bushmill stöðinni í Norður írlandi. Vélin hafði þá verið rúmar 15 klukkustundir á lofti. Hann lagði aftur upp ó- trauður á vél sinni í gærmorg- un og ættaði að fljúga í einum áfanga til Toulouse í Suður Frakklandi. Önnur flugivélin nauðlenti á hafinu suður af Grindavík kl. 15.54 á sunnudag. Var benzín- forðinn búinn og hafði þá vélin verið á lofti rúmar tuttugu klst. Þar var kominn bandaríski flug- maðurinn Moody og var honum bjargað skömmu síðar úr gúmmí- björgunarbát á reki frá flugvél- inni af helikopter björgunarvél af Keflavíkurflugvelli. Liggur hann á sjúkrahúsi á Velíinum eftir volkið. Síldveiði- skipið Ögri fann flugvélina mannlausa á reki og innbirti hana og kom með hana til Feykiavíkur á þriðja tímanum á mánudagsnótt. Er á öðrum stað í blaðinu lýst aðkomunni og björguninni. Til þriðju flugvélarinnar hef- ur ekkert spurzt og var síðast haft samband við hana í skýja- þykkni skammt undan Ný- fundnalandi. í fyrradag var gerð víðtæk leit að þessari flugvél og einnig í gærdag af flugvélum frá Ný- fundnalandi á stóru svæði á haf- inu frá Nýfundnalandi til Græn- lands og norður yfir Grænlands- jökuL Flugmaðurinn um borð í þess- ari flugvél er Bandaríkjamaður að nafni WalL Kosta tæpa miljón kr. Flugvélategundin Mooney Mark 21 eru vinsælustu einka- flugvélar á markaði í Banda- ríikjunum í dag og eru óðum að vinra markaði í Evrópu sem hentugar vélar fyrir bissness- menn. Þær eru smíðaðar í bænum Kerville í Texas og er fram- leiðslan um 700 stk. á ári. Þær eru með 200 hestafla mótor og fljú ;a með 300 km. hraða á klukkustund. Stykkið mun kosta í kringum 20 húsund dollara eða um 900 þúsund Henzkar krónur. Umræddar flugvélar höfðu verið seldar til Evrópu og var ætlunin að fljúga þeim til kaup- enda þar. Ein flugvélin átti að fara til Frakklands og stýrði henni söluumboðsmaður Mooney í Frakklandi. : Það er Jean Paul' Weíss. Önrí- úr flugvélin hafði verið seld til Þýzkalands og hafði einkenn- isstafina D - ENHI. Það var sú sem nauðlenti á hafinu hjá Grindavik. Týnda flugvélin hafði verið seld til Finnlands og hafði einkennisstafina O - HMOC. Flugmennirnir voru ekki kunn- ugir hver öðrum, en töldu ör- yggi í þvi að fljúga saman yfir hafið. Þeir lögðu af stað frá Boston snemma á laugardags- morgun og lentu eftir fimm stunda flug á St. Pierre. Missa sambandið við þá finnsku Flugvöllurinn á St. Pierre er þekktur að því að legjga ekki neinar hömlur á flug smávéla yfir Attantshafið og er mikið notaður af þeim sökum, þar sem kanadiskir flugvellir banna yfir- leitt litlum flugvélum að leggja út á hafið, ekki sízt á þessum árstíma. Þær lögðu samtímis upn og flugu oddaflug og höfðu fyrir- mæli um að setja sig í samband við flugstöðina á Gander og beiðast þar leyfis um að fljúga áfram. Þegar þær flugu yfir Gander höfðu þær samband við flugstöðina, en báðu ekki um flugleyfið. Þær fengu fyrirmæli um að halda sig fyrir neðan 5500 m hæð, en það er fyrir neðan stj órnsvæði flugumferðastj órnar. Þegar þeir eru komnir um 300 mílum frá Gander út á haf- inu lentu þeir í skýjaþykkni með ísingu og urðu þá viðskila við finnsku flugvélina. Þeir voru þá í 3500 metra hæð. Þeir gerðu tilraun til þess að hafa samband við vélina og hafa þessar vélar tvöföld radíósett. Þótti þeim undarlegt að ná ekki slíku sam- bandi við vélina. Telja þeir að radíósettið hafi þá þegar verið bilað í vélinni. Þeir gáfu sér ekki tíma til að skyggnast um eftir vélinni, því að ekki er um annað að ræða en halda áfram á svo litt- um vélum. Missir samband við þá þýzku Þeir héldu áfram og flugu yf- ir veðurskipið Alfa, sem er á miðju Davissundi og áfram norð- ur undir Hvarf á Grænlandi. Þar missir svo franski flug- maðurinn samband við Banda- ríkjamanninn á þýzku vélinni. Var það vegna radíótruflana sem stöfuðu af segulstormum. Einnig verkuðu ekki radíókomp- ásar vegna útvarpstruflana. Frakkanum tókst þannig ekki að notast við miðunarstöðvarnar á Grænlandi, en þá varð það hon- um til happs að ná miðun við radíóvita í Bushmills í Norður írlandi á bylgjulengd, sem ekki var trufluð. Bandarísku flug- mennirnir virðast ekki hafa ver- ið eins heppnir og lentu þar af leiðandi í villum. Reykjavík nær sam- bandi við þá þýzku Á sunnudag kl. 14.15 náði flug- umferðarstjórnin í Reykjavík radíósambandi við þýzku vélina. Kvaðst hann þá vera £ 2500 feta hæð og stefna í norðaustur. Um staðsetningu vissi hann ekkert. Flugumferðarstjórnin ráðlagði honum þá að hafa samband við hátíðni radíóvitann á Keflavík- urflugvelli. Skömmu síðar hafði hann miðað sig inn á þennan vita og gat þá loksins upplýst, að hann væri á línu 135 gráður frá radíóvitanum. Þarna var fundinn fastur púnktur í stað- setningu hans. Hann var ein- hversstaðar á þessari línu, en um fjarlægð var ekki vitað. Orustuþota af Keflavíkurflug- velli lagði nú upp og einnig hljóðhraðavél -i gerðinni Delta Dagger og fylgdu tilgreindum geisla í von um að finna hina týndu vél. Á eftir fylgdi björg- unarvélin. Fannst nú þýzka vélin og var nú komin að þrotum vegna ben- zínskorts og horfðu flugvélarnar á vélina lenda í sjónum. Mikil fífldirfska þykir vera á bak við þetta fluf* á litlum vélum yfir Atlantshafið á þess- um árstíma. t * \ 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.