Þjóðviljinn - 30.09.1964, Síða 4

Þjóðviljinn - 30.09.1964, Síða 4
4 SlÐA ÞJÖÐVILJINN Miðvikudagur 30 september Xfö4 TÓMAS JÓNSSON, borgarlögmaður Ctgeíandi: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsiingar, prentsmiðja, Skólavðrðust. 19, Sími 17-500 (5 linur) Áskriftarverð kl 90.00 á mánuði. Frumkvæði verkalýðs- féiaganna jprumkvæði verkalýðsfélaganna á Siglufirði, sem hófust handa um að knýja fram ráðstafanir vegna atvinnuástandsins á Norðurlandi, hefur vak-1 ið athygli um allt land. Þetta frumkvæði siglfirzku verkalýðsfélaganna er til fyrirmyndar, með slíku framtaki stækka verkalýðsfélög verksvið sitt og vinna félögum sínúm og byggðarlögum ómetanlegt gagn. Á stöðum þar sem verkalýðsfélag eða félög hafa sýnt slíkt framtak um almenn atvinnumál og framkvæmdir verða þau jafnframt miklu sterk- ari. þáttur í lífi hlutaðeigandi bæjarfélags eða sveitarfélags. Með frumkvæði verkalýðsfélaganna í slíkum mál- um er vakinn og efldur sá skilningur sem verkalýðshreyfingu hvers lands er nauðsyn, að þeirri hreyfingu sé ekkert mannlegt óviðkomandi, að hún sé annað og meira en félagsskapur til að semja um kaupið, hún sé jafnframt samtök til að efla áhrif alþýðunnar í þjóðfélaginu, samtök til að koma á þjóðfélagslegu réttlæti, betra þjóðfélagi. Fyrir verkalýðshreyfingu hvers lands er það lífs- nauðsyn að hjakka ekki í sama fari með verkefni og baráttuaðferðir, heldur stækka stöðugt verk- svið sitt og leita nýrra leiða tíl áð ná markmiði sínu. Þannig hefur íslenzk verkalýðshreyfing hvað eftir annað gripið inn á svið hinna almennu þjóð- mála, hún hefur hvað eftir annað sett lög á ís- landi með stórverkföllum, réttindalöggjöf og hags- bóta fyrir alþýðu manna, sem afturhaldið hafði hindrað árum og áratugum saman að kæmist gegnum Alþingi. Og verkalýðshreyfingin hefur tekið fram fyrir hendur misvitra stjómmála- manna, sem hugðust beita meirihlutavaldi á Al- þingi til þess að banna eða lama baráttu alþýðu- samtakanna, eins og skemmst er að minnast þegar alþýðusamtökin stöðvuðu með einbeittri fram- komu þvingunarlögin, sem ríkisstjórn íhaldsins og Alþýðuflokksins reyndu að berja gegnum þing- ið á síðastliðnum vetri. það er á þessum leiðum að verkalýðsfélögin á Siglufirði hafa unnið það afrek að láta allan landslýð hugleiða vandræðin sem steðja að bæjum og kauptúnum norðanlands, og ekki einungis það, heldur líka bent á tiltæk ráð og ráðstafanir til úr- bóta. Ríkisstjórn og Alþingi hafa árum saman daufheyrzt við kröfum um að lagður yrði grunn- ur fjölbreyttara atvinnulífs á þessum stöðum. Rík- isbönkunum og öðrum lánastofnunum' hefur ver- ið lokað fyrir bæjarstjórnum og sveitarstjórnum sem vantaði fé til öflunar atvinnutækja eða rekst- urs þeirra sem tii voru, á sama tíma og ótíndir braskarar hafa sótt í bankana miljónir og miljóna- tugi. Þá væri vel. ef frumkvæði verkalýðsfélag- anna siglfirzku yrði til þess að láta máttarvöldum ríkis og banka skiljast, að það verði ekki lengur þolað. án þess að fólkið sem þannig er farið með. rísi upn Og margt bendir til að nú verði ekki lensur 'dkizt undan þeim vapda. sem þjóðinni allri p- ' ^-'i-^um vegna atvinnuástandsins á Norð j urlandi. — s. Fáein minningarorð Tómas Jónsson, borgarlög- maður, lézt i Borgars.pítalan- um 24. sept. 8.1. eftir langvar- andi vanheilsu. Tómas Jónsson var einn elzti og kunnasti embættis- maður Reykjavíkurborgar. Hann var ráðinn borgarritari í Reykjavík 1934 er það emb- ætti var stofnað. Gegndi hann því starfi til ársins 1957 er hann var ráðinn borgarlög- maður við stofnun þess emb- ættis. Því embætti gegndi Tómas til dauðadags og var jafnframt foi-stöðumaður Húsa- trygginga Reykjavíkurborgar, Tómas var óvenjulega vel gerður maður, glöggur, athug- ull og skyldurækinn. Hann hafði um mörg ár búið við erfiða vanheilsu sem enginn þurfti að efast um að átti öðrum þræði rót sína að rekja til mikillar og slítandi vinnu árum saman, þar sem vinnu- stundir voru aldrei taldar en verkefnin og skyldustörfin réðu starfstímanum. Þrátt fyr- ir margra ára veikindi og brostið starfsþrek sinnti Tóm- as margháttuðum trúnaðar- og skyldustörfum fram undir það síðasta og í raun og veru miklu lengur en heilsan leyfði. Jafnvel í veikindum heima og í sjúkrahúsi var hann sí- vinnandi að lausn verkefna og samningu álitsgerða á þe'm sviðum borgarmálefna sem undir hann heyrðu. Skyldurækni hans og samvizku- semi í störfum bönnuðu hon- um að draga í nokkru af sér meðan kraftar leyfðu. Verk- efnin skyldu leyst og þeim skilað meðan kostur var. Slík- ur var Tómas Jónsson. Hann kunni sízt að hlífa sjálfum sér. Enginn af embættismönnum eða starfsmönnum Reykjavík- urborgar hefur um jafn lang- an tíma verið í eins náinni samvinnu við stjórn borgar- innar og Tómas Jónsson. Þetta leiddi af því, að hann gegndi næst æðsta embætti borgarinn- ar á þriðja áratug í samvinnu við marga borgarstjóra og gegndi oft s.törfum þeirra i forföllum. Hann hélt hliðstæð- um sessi í embættiskerfi borg- arinnar eftir að hann. lét af störfum borgarritara. Hann var ritari á fundum borgarráðs langt á þriðja áratug og um leið náinn ráðgjafi í mörgum mikilsverðum málum, sem til þess kasta komu og ráða þurfti til lykta. Afstaða hans var einatt málefnaleg og vel grunduð. Eins og að líkum lætur var þekking hans á borgarmálefnum víðtæk og yf- ------------------------------<3, 0MURLEC ÞJÓÐ FÉLAGSL ÝSING „Um héraðsbrest ei getur þótt hrökkví sprek í tvennt, þá hríðarbylur geisar, það liggur gléymt og fenht. Og eins er litíil tregí og engin sorg á ferðum þótt ekkja falli í valinn með sjötíu ár á herðum.“ Að morgni 16. september fannst maður látinn við olíu- geymana hjá Elliðaánum. Mað- ur þessi var 59 ára gamall, vanheill á geði og heimilisJaus En þarna, hjá þeim sem gæta stöðvarinnar, hafði hann leitað náttstaðar undanfarið og þar hafði honum ekki verið úthýst, þótt af vangetu væri veitt. Og að olíugeyminum lagði hann leið sína þessa köldu septem- bernótt. En nú náði hann ekki fundi þessara verndara sinna og því háði hann sitt síðasta stríð einn og yfirgefinn á kaldri jörðinni í norðan- storminum. En hvernig hefur lífsstríði þessa manns verið háttað? Vanheill og heimilislaus hef- ur hann mátt stríða. Hafa ekki dagamir verið honum langir og nætumar enn lengri, áður en síðasta nóttin kom yfir hann? Er ekki sennilegt að hann haíi getað tekið undir með góð- skáldinu Þorsteini Erlingssyni í kvæðinu Seinasta nóttin: „Hann vildi nú sofa og sofa sem lengst, en sulturinn rak hann á fætur”. Hvernig má það ske að 59 ára sjúklingur er heimilislaus á vergangi og verður að lok- um úti ( höfuðborg íslands á tímum peningaflóðs? Ég veit að svar ykkar verð- ur: Það vantar hæli og spitala, maður minn. „Veit ég það, Sveinki”. En er þetta þá nokk- urt svar? Nei. vitanlega ekk. Það er jú vitanlegt að það vantar hæli og sjúkrahús Ekki veit ég hve mörg hælisrúm var.tar fyrir geðveikisjúklinga. en vafalaust skipta þau hundr- uðum. En það er engin afsökun til fyrir það bjóðfélag sem van- rækir að byggja hæli fyr- ir sjúka menn. svo þeir verða að eigra um heimilis- lausir, sér og öðrum til skaða. Það er engin afsökun til fyr- ír það þjóðfélagslega öfug- streymi, að ef byggja á banka- stórhýsi, skrifstofubákn, verzl- unarhallir eða veitinga»ali mcð mörgum vínbörum, þá eru til nægir peningar En ef byggja á hæli fyrir þá van- heiíu, svo að þeir verði ekki úti, svo til I miðri höfuðborg- inni, þá eru cþgir peningar til. Og það er cngin afsökun til fyrir það ríkisvalrl, sem skuld- bindur ríkið til að Ieggja fram eina miljón króna árlega um aldur og ævi til loftkastala- bygginga í Skálholti, en van- rækir að sjá sjúku fólki fyrir hæli og heimili. Og hvað um hina kristnu söfnuði, sem leggja ofurkapp á það að reisa háturna stór- kirkjur, eins og Hallgríms- kirkju á Skólavörðuholti o.fl., en horfa jafnframt á það sljóvgum augum að meðbræð- ur þeirra verði að leggjast til hinztu hvíldar á berangri á kaldri haustnóttu, vegna þess að engir peningar fengust til að reisa hæli fyrir þá? Þeim væri sannarlega gott að minnast orða Hallgríms Péturssonar: „Cti stend ég ekki glaður, illa hlaðinn kaununum. Þraut er að vera þurfa- maður þrælanna í hraununum.“ Og það eru mörg Hraunin á Islandi — og ekki þau beztu sem runnin eru frá misskilinni trúrækni. Og skyldi það ekki vera meira i anda þess Krists, sem þeir telja sig tigna. þes3 Krists sem gekk um og græddi sjúka, að byggja hóflega guðs- hús, en hugsa meira um hina sjúku og umhirðulausu. Þeim væri einnig hollt að minnast orða Krists: „Það sem þið gerið einum af mínum minnstu bræðrum, það gerið þið mér” Og um leið mættu þeir m:nn- ast þess að hann sagði einn- ig: „Þar sem tveir eða þrír vðar eru samankomnir í mínu nafni, þar er ég mitt á rneðal yðar.“ Þ.S. irgripsmikil eftir svo langan starfsdag í. þágu Réykjavíkur og Reykvíkinga. Enda munu tillögur hans og ráð sjaldan hafa verið virt að' vettugi a.f borgarstjóra eða borgarráði eða öðrum sem hann átti sam- vinnu við um borgarmálefni eða önnur mál sem undir hann heyrðu eða hann lét sig skipta Tómas Jónsson var skemmti- legur maður í viðkynningu. Enda þótt hann væri mikill alvörumaður og viðfangsefnin væru vandasöm og oft alvar- legs eðlis, kunni hann vel þá list að lifga upp á samstarfs- mennina með léttum og græskulausúm húmor, sem við íslendingar erum þó heldur fátækir af. Hann hitti oft svo í mark með , snjöllum hnyttiyrðum og, markvissum setningum að viðstöddum mun vart úr minni líða, enda sum tilsvÖr hans þegar orðin fleyg og, víða kunn. Tómas Jónsson var hreinn og beinn í öllum skiptum og kunni Iftt þá list að tala eins og allir vildu heyra eða vera allra viðhlæjandi. Ég held að honum hafi á langri starfs- ævi ottast verið efst í huga velferð og hagur Reykjavikur- borgar, og hann var fastur fyrir, ef hónum fannst á borg- ina eða hagsmuni herinar hall- að. Hann var þó lipur í sam- starfi og vildi ef unnt var leysa mál með samkomulagi. Hreinskiptni hans og hæfileik- ar urðu þess valdandi að þeim sem með honum unnu og kynntust mannkostum hans varð vel til hans og mátu hann mikils og því meir sem þeir kynntust honum betur Þetta átti ekki aðeins við um þá sem með Tómasi unnu að borgarmálefnum Reykja- víkur eða íslenzkum sveitar- stjómarmálum. Hann átti einnig um langt árabil marg- vísleg skipti við forustumenn í borgarmálefnum höfuðborga hinna Norðurlandanna, og raunar víðar, á ráðstefnum, fundum og í kynnisferðum. Fór það ekki fram hjá þéim, sem á síðari árum hafa tekið þátt > þessum ráðstefnum og kynnisferðum af hálfu Reykja- víkur, hve nánum vináttu- böndum margir erlendir sveitarstjómarmenn höfðu tengzt Tómasi Jónssyni og hvi- líkrar virðingar hann naut meðal þeirra. Tómas Jónsson var fæddue í Reykjavík 9. júlí árið 1900. Foreldrar hans voru Jón Tóm- asson bóndi og Kristín Magn- úsdóttir kona hans. Tómas lauk stúdentsprófi 1920 og lög- fræðiprófi frá Háskóla Is- lands 1926. Gerðist hann þá fulltrúi hjá Lárusi Fjelsted hæstaréttarlögmanni og starf- aði þar, unz hann var ráðinn borgarritari 1934. Hann varð héraðsdómslögmaður árið 1943 og hæstaréttariögmaður 1943. Hann gegndi margvíslegum opinbemm trúnaðarstörfum. Átti tvívegis sæti í stjóm Sjúkrasamlags Reykjavíkur, var í Loftvarnarnefnd Reykja- víkur í sjö ár, varaformaður í stjóm Sogsvirkjunarinnar frá 1949, sat í stjórnskipuðum nefndum til að semja ný sveitarstjómarlög og löggjöf um tekjustofna sveitarfélaga. Hann var kjörinn varaformað- ur Sambands íslenzkra sveit- arfélaga árið 1954 og gegndi því starfi þar til í fyrra að hann baðst undan endurkosn- ingu. Tómas kvæntist eftirlifandi konu sinni, Sigríði Sigurðar- dóttur yfirkennara Thoroddsen, árið 1929. Varð 'þeim fimm barna auðið og eru þau öll á lífi, uppkomin og mannvæn- leg. Þau eru: María, gift Vórði Gröndal verkfræðingi, " Jón, lögreglustjóri í Bolungarvík, kvæntur Sigurlaugu Jóhann- esdóttur, Sigurður, viðskipta- fræðingur, kvæntur Rannveigu Gunnarsdóttur, Kristín, stud. terap, gift Jóhannesi Sigvalda- syni, cand. agronom., og Her- dís, stud art. Ég þakka Tómasi Jónssyni að leiðarlokum viðkynningu og samstarf sem staðið hafði í hálfan annan áratug og ég geymi um góðar minningar. Frú Sigríði, bömum þeirra og vandamönnum öllum votta ég innilega samúð á erfiðri skiln- aðarstund. Blessuð sé minning Tómasar Jónssonar.. Guðmundur Vigfússon. Frá Gagnfræðaskólanum í Kópavogi Skólinn verður settur í Félagsheimili Kópavogs (bíósalnum) fimmtudaginn 1. okt. Nemendur mseti sem hér segir: Klukkan 2 e.h. mséti nemendur IV. bekkjar, landsprófsdeildar og II. bekkjar- Kl. 4 e.h. mæti nemendur almenns III bekkjar og I. bekkjar. Nemendur hafi með sér skriffæri. Bókum verður úthlutað, og stundaskrár lagðar fram. Kennarafundur vérður miðvikudaginn 30. sépt. kl. 3 síðdegis. Skólastjóri Dug/eg stú/ka óskast til starfa á veitingastofu. í síma 19240. Upplýsingar I i

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.