Þjóðviljinn - 02.10.1964, Síða 3

Þjóðviljinn - 02.10.1964, Síða 3
FSstudagur 2. október 1964 ÞlðÐVILIINN SlÐA Mikið verkfall í Bandaríkjunum þrátt fyrir lögbann NEW YORK 1/10 — Um 60.000 bandarískir hafnarverkamenn á austurströnd Bandaríkjanna lögðu niður vinnu aðfaranótt fimmtudags, þrátt fyrir lögbann Johnsons forseta. Verkfallið var svo algert, að einn forystumaður Fljótasta járn- braut í heimi TÓKÍÓ 1710 — Fljótasta járn- braut heims, sem fer milli Tókíó og Ósaka í Japan, var opnuð til umferðar á fimmtudag. Lestim- ar komast á sumum hlutum leið- arinnar upp í 210 km. hraða á klukkustund, og leiðin, sem er 515 km. löng, verður þá farin á fjórum timum. Járnbrautin hefur í byggingu kostað hálfan annan miljarð dala og verið fimm ár í smíðum. 4 dagar eftir Dregið á mánud. Opið kl. 9 f.h. til kl. 10 í kvöld á Týsgötu 3 I gær sóttu flestár deild- ir fram og eru nú sumar deildimar að nálgast 100n/'n en þó nokkrar eru nokkuð neðarlega og verða þær að gera nú þegar ráðstafanir til þess að rétta hlut sinn þessa 4 daga sem eftir eru. Við höfum opið í skrif- stofu happdrættisins Týs- götu 3 frá kl 9 f.h. til kl. 10 í kvöld og væntum við þess að sem flestir líti inn til okkar fyrir þann tíma. Þeir sem eru að starfa í deildunum eru beðnir að hafa samband við okkur sem allra fyrst og nota kvöldið vel. Úti á landi fara að verða síð- ustu forvöð að gera skil til umboðsmanna okkar eða senda okkur beint því dregið verður á mánudag- inn kemur og verða öll skil að hafa borizt okkur í hendur þá. Utanáskriftin er Happdrætti Þjóðviljans Týsgötu 3. Röð deildanna er nú þannig: 1.1 deild, Vesturbær 73% 2.8a deild, Teigar 70— 3.5 deild, Norðurm. 52% 4.10b deild, Vogar 43— 5.11 deild, Háaleiti 43— 6 Norðurland vestra 43— 7.15 deild, Selás 42— 8.4a deild, Þingholt 38— 9.8b deild. Lækir 34— 10.13 deild, Blesugróf 32— 11.2 deild, Skjólin 31— 12. Reykjanes 30— 13. Vesturland 30— 14.6 deild, Hlíðar 28— 15.7 deild Rauðarárh. 27— 16.3 deild, Skerjafj. 26— 17.4b deild, Skuggahv. 26— 18.9 deild, Kleppsholt 24— 19.14 deild, Kringlum. 24— 20. Kópavogur 18— 21.10a deild, Heimar 16— 22. Suðurland 16— 23. Austfirðir 14— 24. Norðurland eystra 14— 25. Vestfirðir 13— 26.12 deild. Sogamýri 10— verkamanna lét svo um mælt, að ekki hefði verið unnt að ýta kænu á flot á öllu félagssvæð- inu. Johnson forseti beitti Taft- Harley lögunum illræmdu er hann setti lögbann á hið fyrir- hugaða verkfall, en verkfalls- menn hafa nú sem fyrr segir haft það lögbann að engu. Sam- kvæmt lögúm þessum mega verkamenn ekki leggja niður vinnu fyrr en lokið er störfum nefndar, sem forsetinn skipar til þess að rannsaka deiluna. Þetta er í fyrsta sinn á embættisferli sínum, sem Johnson forseti beit- ir Taft-Harley lögunum. Þrír menn sitja í nefnd þeirri, er Johnson forseti skipaði, og eiga þeir lögum samkvæmt að rannsaka það, hvort verkfallið feli í sér „ógnun við þjóðfélag- ið“. Komist nefndin að þeirri. niðurstöðu, að svo sé, getur dómsmálaráðuneytið — að skip- un forsetans — bannað það í áttatíu daga, að af verkfalli verði. Enn upp- reisn í Saigon? SAIGON 1/10 — Maxwell Taylor, sendiherra Bandaríkj- anna í Suður-Víetnam, ítrek- aði á fundi með fréttamönn- um í dag fyrri loforð Banda- ríkjastjórnar um fullan stuðn- ingviðstjórn Nguyen Khanhs. Bandaríska útvarpsstöðin „Voice of America“ segir, að það hafi staðizt á endum, að þegar blaðamannafundinum lauk hafi frétzt af nýrri upp- reisnartilraun gegn stjórn Khanhs, en ekkert er þó enn vitað um það, hvað í þessu er hæft. Rýmkað um egajasölu til EBE BRÚSSEL lr/10 — Nefnd Efna- hagsbandalags Evrópu samþykkti á miðvikudag lengi fyrirhugaða nýskipan, sem auðveldar eggja- útflutning Danmerkur, Finnlands og Svíþjóðar til EBE. Talsmaður nefndarinnar skýrði svo frá, að þau lönd sem haldi sér við' nfiri'nsta Iéýfilegt inn- flutningsverð verði með þessu framvegis betur sett í samkeppn- inni við þau lönd sem hafi rík- iseinkasölu, og sé þá fremur öðrum átt við Pólland, Kínverska alþýðulýðveldið og ísrael, en þau lönd selji á „dumping1- verði. Fimm láta lífið BOSTON 1/10 — Fimm bruna- Iiðsmenn Iétu lífið er múrvegg- ur í brennandi verksmiðju í Boston hrundi fyrri hluta fimmtudags. Fjórir þeirra létu samstundis lifið, en einn nokkr- um klukkustundum síðar á sjúkrahúsi. Endanleg úrsfit í Svíþjóð: Sósíaldemókratar tapa 1 þingsæti STOKKHÓLMI 1/10 — Úrslit sænsku kosninganna eru nú end- anlega kunn og er það markverðast, að Sósíaldemókratar töpuðu fjórum þingsætum er utankjörstaðaatkvæði voru talin. Áður höfðu þeir unnið þrjú þingsæti svo lokaútkoman verður sú að þeir tapa einu. Stjórnarflokkurinn fær því 113 þingsæti í Neðri deild þingsins á móti 114 áður og er því enn aigjörlega háður stuðningi kommúnista, en þeir lialda þingsætum þeim, er þeir unnu, og fá nú átta í stað fimm áður. Borgaraflokkarnir fá nú 112 þingsæti í dcildinni, en höfðu 113 áður. Eins og búizt var við var það Hægriflokkurinn og Fólkaflokkurinn, sem mest græddu á utan- kjörstaðaatkvæðunum. Hægriflokkurinn vann þannig aftur fjög- ur af þeim ellefu þingsætum, er hann hafði tapað, Fólkaflokkur- inn vann tvö þingsæti og styrkir aðstöðu sína sem stærsti stjórn- arandstöðuflokkurinn á þingi. Hann fær nú 42 þingsæti, hafði 40 áður, og þar við bætist einn Fólkaflokksmaður af sameiginlegum lista borgaraflokkanna á Skáni. — Utankjörstaðaatkvæði í Sví- þjóð reyndust nú um 180.000 talsins. Ný Kjarvalsbók De Gaulle í Chile VALPARISO 1/10 — De Gaulle, Frakklandsforseti, kom í dag til Valpariso í Chile og var tekið þar með kostum og kynjum. Chile er sjötta rikið, sem de Gaulle heimsækir á hinni löngu för sinni til Mið- og Suður- Ameríku. Til Valpariso kom Frakklandsforseti á franska her- skipinu Colbert. Alessandri, for- seti Chile, tók á móti honum á hafnarbakkanum. Krústjoff hafnaði Bandaríkjatilbo&i beint gegn Kína WASHINGTON 1/10 — Það var haft eftir áreiðanlegum heimild- um í Washington í dag, að Sov- étríkin hafi hafnað tilmælum Bandaríkjanna þess efnis, að Vísindastofnun sem rannsakar milliríkjadeilur KAUPMANNAHÖFN 1/0 — Á- ætlun um norræna vísindastofn- un, er rannsaki milliríkjadeilur, eðli þeirra og orsakir, verður sennilega lögð fram á fundi Norræna ráðsins í Reykjavík í febrúar. Það er Helveg Peter- sen, fyrrum kennslumálaráð- herra í Danmörk, sem frá þessu skýrir í dag. LONDON 1/10 — Hlutabréf í stáliðnaðinum enska stigu mjög í verði á fimmtudag, en þá upp- hófust mikil kaup vegna þess að síðasta skoðanakönnun sýndi auknar líkur fyrir sigri íhalds- flokksins í þingkosningunum 15. okt. n.k. bæði ríkin kæmu sér saman um sameiginlegar aðgerðir til þess að hindra að Kínverska alþýðu- lýðveldið öðlaðist kjarnorku- vopn. Það var Averell Harriman, varautanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sem persónulega vakti máls á þessu við Krústjoff, for- sætisráðherra Sovétríkjanna, er hann var í heimsókn í Moskvu í fyrra til að ræða um bann við kjarnorkuvopnatilraunum. Það fylgir fréttinni frá Washington, að Krústjoff hafi engan áhuga haft á málinu og Harriman þá strax látið það niður falla. til Pakistan NEW DELHI 1/10 — Lal Baha- dur Shastri, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti það í New Delhi í dag. að hann muni heim- sækja Ayub Khan, forseta Pak- istans, er hann snýr heim frá fundi þjóðhöfðingja hinna hlut- lausu landa sem innan skamms hefst í Kairó. Kongó ám s # 1 Mikift um dýrðir í Peking í gær PEKING 1/10 — Meir en hálf miljón manns tók þátt í mikilli skrúðgöngu í Peking í dag í til- Tómasar Jénsson- ar minnzt í borgarstjórn Áður en gengið var til dag- skrár í upphafi fundar borg- arstjómar' Reykjavikur í gær minntist forseti Tómasar Jóns- s.onar, borgarlögm:.nns, sem lézt í síðustu viku Risu borg- arfulltrúar úr sætu^ í virð- ingarskyni við hinn látna borgarstarfsmann efni þess, að Kínverska alþýðu- lýðveldið er nú fimmtán ára gamalt. Maó tse-túng og aðrir háttsettir leiðtogar kínverskra kommúnista horfðu á skrúðgöng- una ásamt um þrjú þúsund cr- lendum gestum. Meðal heiðursgesta voru þrír þjóðhöfðingjar Aslu- og Afríku- riikja, þeir Shianúk prir.s, frá Kambodja, Keita forseti frá Malí og Massamba Febat, forseti alþýðulýðveldisins, sem upp- reisnarmenn í Kongó hafa stofn- að. Blöð á vesturlöndum hafa mjög getið þess, að Kínverjar muni nota fimmtán ára afmæli alþýðulýðveldisins til þess að sprengja fyrstu kjarnorku- sprengju sína, en ekkert slíkt hefur verið nefnt í Peking. Sovétaðstoð til Kýpur NICOSIA 1/10 — í sameigin- legri yfirlýsingu Kýpurstjórnar og Sovétstjórnarinnar á fimmtu- dag segir, að Ráðstjórnarríkin muni veita Kýpur aðstoð. Ekki er frá því skýrt, í hverju sú að- stoð verði fólgin. Hinsvegar seg- ir í tilkynningunni, að náðst hafi samkomulag um Sovétað- stoð sem tryggja eigi frelsi og sjálfstæði Kýpur. Þetta sam- komulag var undirritað í Moskvu á miðvikudag. LEOPOLDVILLE 1/10 — Stjórn- arhersveitir í Kongó hafa hrund- ið árás um það bil 280ÍI upp- reisnarmanna á borgina Buka-t vu, sem er höfuðborgin í Kivu- héraðinu, segir í útvapstilkynn- ingu, sem barst til Leopoldville á miðvikudag. Á miðvikudag á svo aftur ailt að hafa verið með kyrrum kjör- um í Bukavu. Vestur af bænum var hinsvegar enn barizt við minni hópa uppreisnarmanna. Sovétríkin semja við Englendinga um landhelgi MOSKVU 1/10 — Enska sendi- ráðið í Moskvu tilkynnti það í dagí að England og Sovétríkin hafi gert með sér samning, sem heimili sovézkum fiskiskipum að nokkru leyti að athafna sig inn- an hinnar nýju fiskveiðilögsögu Breta. Samkvæmt samningnum mega sovézk fiskiskip sigla inn í hina nýju tólf mílna landhelgi, kasta þar akkerum og umskipa afla, en mega ekki veiða innan takmarkanna. Ellefu falla KARACHI 1/10 — Allt bendir til þess, að ellefn indverskir hermenn hafi fallið og þrír særzt í bardögunum á landamær- um Indlands og Pakistan. Berklavörn Framhald af 12. síðu. hæli. Þegar Samband íslenzkra berklasjúklinga var stofnað 1938 var ástandið í þessum málum mjög slæmt á íslandi. Fyrir þann tíma og þá einkum 1930 var dánartala berklasjúklinga hér hærri en í nokkru öðru landi. Nú er svo komið eftir 25 ára starf að á íslandi eru færri dauðdagar af völdum berkla á 100.000 en í nokkru öðru landi. „Þrátt fyrir þennan glæsilega árangur er varhugavert að slaka á. Við verðum stöðugt að vera á verði gegn þessum hættulega sjúkdómi, sem enn þann dag í dag er í sumum löndum hættu- legastur allra sjúkdóma" sagði Þórður Benediktsson í viðtalinu við fréttamenn í gær. Merki Berklavarnardagsins er jafnframt happdrættismiði og er bifreið í vinning. Málgagn SÍBS, sem kemur út á sunnudag eins og áður segrn flytur margvísleg- an fróðleik. Þar má nefna svör tveggja merkismanna, Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum og Sverris Þorbjörnssonar forstjóra Tryggingarstofnunarinnar, við spurningunni „Hefur SÍBS lokið hlutverki sinu“. Þá ritar Oddur Ólafsson, yfirlæknir, grein um för sína á 17. þing Alþjóðasam- bands berklavarnafélaga í Róm 1963. Þá eru fjölmargar myndir og frásögn af starfinu í Múla- lundi. Viðtal við Eirík Smith. listmálara, smásagan Snúið við úr róðri eftir Friðjón Stefáns- son, barnaþáttur, þýddar grein- ar og smásögur, ljóð, og margt fleira. Fyrsta jólabókin 1964 Það er fyrir löngu sjálfsagð- ur hlutur að dásama mamn- inn og snillinginn JÓHANNES KJARVAfc og drekka í sig list hans. Svo erum við annað veifið minnt á það hressilega í er- lendum blöðum, að á meðal okkar búi einn af höfuðsniU- ingum norrænnar myndlistar. Það fylgir því ekkert sér- stakt yfirlæti lengur er við fullyrðum án hiks, að ísland eigi í dag annan höfuðsnill- ing heimslistarinnar, Jóhannes Sveinsson Kjarval. Fyrsta jólabók Helgafells er að koma út, ný Kjarvalsbók, prýdd um 100 myndum þar af 20 litmyndasíður, frá ýmsum tímum ævi lista- mannsins. En bókin er Hka ævisaga þessa stórbrotna og sérstæða listamanns og vold- uga persónuleika, færð í lit- ríkt og töfrum magnað mál eins okkar færasta rithöfund- ar, Thors Vilhjálmssonar. Höfum nú fyrirliggjandi 15 af fegurstu málverkum Kjar- vals í framúrskarandi eftir- prentunum, að prýða heimili yðar og til gjafa vinum og vandafólki Sendum gegn kröfu um allt land. bækur og myndir. HELGAFELL. Unuhúsi, Veghúsastíg 7. t

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.