Þjóðviljinn - 02.10.1964, Page 4

Þjóðviljinn - 02.10.1964, Page 4
I ; 4 SIÐA ÞlðÐVIUINN Föstudagur 2. október i964 Otgetandi: Sameiningarfloklcur alþýöu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 linur) Áskriftarverð kl 90,00 á mánuði Jafnréttí tíl menntunar ' r\ Jslenzk menning stendur frammi fyrir prófraun, sem hún verður að standast. Hún er sú, að þjóð- menning vor verði fær um að tileinka sér nútíma- þekkingu, eins yfirgripsmikil og hún er orðin. Nú- tíminn krefst sérmenntunar og vísindalegrar þekk- ingar. Þjóðfélag vort verður að ala hina ungu kyn- slóð upp til þess að ráða við allar greinar þekk- ingarinnar. Til þess er hvorttveggja óhjákvæmi- legt: að fjöldinn fái aðgang að sérmenntun og að færasta æskufólkinu sé veitt aðstaða til að afla sér vísindalegrar þekkingar án tillits til efnahags. gigi þjóð vor ekki að dragast aftur úr á menn- ingarsviðinu, er þörf mikilla breytinga á öllu viðhorfi hins opinbera í þessum málum. Við eigum hér ekki aðeins við það að þau hneyksli verði að hætta að ágætir vísindamenn þjóðarinnar verði ýmist að yfirgefa landið eða þræla sér út sem stundakennarar og geti ekki sinnt vísindastörfum vegna þröngsýni og póli- tískrar hlutdrægni yfirvalda. Við eigum alveg sérstaklega við viðhorfið gagn- vart þeim, sem eru að nema; vinna að því að til- einka þjóðinni þekkingu nútímans á öllum svið- um og hagnýta hana síðan í þágu þjóðarinnar. þjóð vor á fjölda ágætra og áhugasamra ungra manna og kvenna, sem vilja leggja mikið á sig í þessu skyni, en verða að gefast upp í miðjum klíðum af efnahagslegum ástæðum. Þorri stúd- enta af alþýðustétt þrælar sér út í stundakennslu — og gefst svo með tímanum upp við námið sök- um efnaskorts. Á sama tíma eru svo máski þeir, sem næg hafa efnin, að leika sér í háskólanum og í snatti fyrir Varðbergsklíkur. Erlendis tíðkast nú meir og meir að koma á full- komnum námslaunum, er gera dugandi náms- mönnum kleift að nema án tillits til efnahags. Einmitt þetta kerfi, sem sérstaklega hefur verið framkvæmt í sósíalistísku ríkjunum, er talið und- irrót hinna stórkostlegu framfara Sovétríkjanna í vísindum og þekkingu, enda skólafyrirkomulag þeirra nú athugað af miklum áhuga ekki sízt af Bandarík j amönnum. j^ýafstaðið 21. þing Æskulýðsfylkingarinnar setti fram þá kröfu að hér á landi yrði tekið upp fullkomið námslaunakerfi og í blaði Æskulýðs- fylkingarinnar, „Neista“, er jafnframt grein um námslaun, þar sem m.a. er vitnað tíl tillagna sænskrar stjórnskipaðrar nefndar, sem leggur til að „allir, sem stunda nám við æðri skóla, fái rétt til árlegrar fjárupphæðar, sem samsvari áætluð- um kostnaði nemandans yfir námsárið“. Jafnrétti til menntunar er krafa allra sósíalista. Og það jafnrétti er — eins og önnur réttindi — lítið meira en nafnið á meðan það er ekki efnahagslegt jafnrétti. Menntun á ekki að verá sérréttindi hinna ríku. Alþýðan krefst e'fnahagslegs jafnréttis til menntunar fyrir æsku sína, •— og þar með ’fyrir alla æsku. Drengurinn var á gönguferð um Heiðmörkina, þegar hann raksí á þessa jafnaldra sína, tvö sitkagrenitré. Þarna er Alaskaöspin að skjóta upp kollinum. Æskan og skógurinn Mig langar til að biðja Þjóð- viljann fyrir nokkrar linur um nýja bók, sem vert er að veita athygli. Hún er rituð „til leiðbeiningar fyrir unglinga, er vinna að skógraektarstörf- um.1’ En eins og önnur slík rit, sem vel er til vandað, er hún engu síður læsileg full- orðnum og forvitnileg. Bókin heitir „Æskan og skógurinn”. Hún er tekin saman að til- hlutan Skógræktarfélags fs- lands af Jóni Jósepi Jóhann- essyni og Snorra Sigurðssyni; teikningar eftir Jóhannes Geir Jónsson. En auk höfunda eiga ýmsir menn sérfróðir hver um sitt efni, meiri eða minni hlut að verki. Útgefandi er Menn- ingarsjóður f inngangi, einum fimm blað- síðum, er sagt frá jarðmynd- unum og gróðri ísfands, — brot úr árþúsunda sköpunar- sögu. Þar skapar mannshönd- in með höfuðskeppnunum, eyðandi eða græðandi. Orð, pappír og prentsverta eiga þar nú hlut að með ísi og eldi. Forsendur jarðræktar eru vís- indi og verkleg kunnátta. Frumatriðum þeirra vísinda og einkum þeim er að skóg- rækt lúta, kynnist lesandinn í næstu köflum, fyrst í ótil- teknum skólagarði og síðan í Hallormsstaðaskógi og ræktun- arstöðinni þar. Furðu mikla vitneskju er þar að fá af stuttu máli um allt gróðurlíf; um gerð og vöxt og helztu tegundir trjáa; uppeldi þeirra í gróðrarstöðvum og síðan gróðursetningu og verktækni við hana; friðun skóga, grisj- un og aðra umhirðu; marg- víslega nytsemi þeirra, beint og óbeint; og um staðreynd og nauðsyn skógræktar á ís- landi. Það er nýtt, sém sjaldan verður, að íslenzkir unglingar fái í hendur fræðirit, sem ber þess glögg merki, að kapp hafi verið lagt á að gera efn- ið hugtækt, ljóst og auðnumið í senn, einá og hér er raun á. Stuttar setningar og vafn* ingalausar og tíð málsgreina- skii; skipting letarsíðna í tvo dálka; miJIifyrirsagndr og ská- letranir hvarvetna til glöggv- unar; fjöldi góðna ljósmynda og ágætra teikninga, — allt stuðlar þetta mjög að læsileik hverskyns og stingur í stúf við margt lesmál af svipuðu tagL Það er sannleikur, þó ekki sé hann leiðarljós í fræðslu- málum hérlendis, að kennslu- bók verður aldrei nógu vel úr garði gerð né of miklu til þess kostað. Það mun eiga við um þetta kver og vera höfund- um sjálfum Ijósast. En samt hafa þeir unnið verk, sem er fengur að fýrir æsku fánds- ins og gróður Þorsteinn Valdimarsson. hvarf í Hafnarfirði Á dagskrá síðasta fundar í bæjarstjóm Hafnarfjarðar var að ósk Kristjáns Andrésson- ar umræða um hafnarmál. 1 framsöguræðu sinni réðst Kristján harkalega á meiri- hluta bæjarstjórnar fyrir vinnubrögðin við höfnina i sumar. Hann nefndi sem dæmi um það, að Hafsteinn Bald- vinsson bæjarstjóri, sem jafn- framt gegndi hafnarstjórastarfi hafi í sumar tekið þá ákvörð- un að leysa vanda trilluþáta- eigenda og byggja fyrir þá smábátaþryggju. Hafsteinn hefði valið bryggj- unni stað beint fyrir framan ráðhús bæjarins, vafalaust til þess að hann gæti fylgzt með verkinu út um skrifstofu- glugga sinn og víst þó öllu frekar i þeim tilgangi að trillubátaeigendur gætu litið upp til hans i hvert sinn er þeir færu að eða frá bryggju. Bygging bryggjunnar gekk vel enda ekkert til sparað hvorki efni né stórvirkar vinnuvélar. Var bryggjan vigð og afhent til notkunar af bæjarstjóranum sjálfum, sem síðan hélt sérfræðingum sín- um í hafnarmálum veizlu. Bátaeigtndur skírðu bryggj- una að gömlum hafnfirzkum sið í höfuðið á athafnamann- inum og nefndu Hafsteins bryggju. — En vart var vika liðin frá vígsluathöfninni, er hryggjan var algerlega horfin. Sunnanalda og straumurinn úr bæjarlæknum höfðu borið Hafsteinsbryggju út að hafn- arbakkanum og skipabryggjun- um, því hún hafði aðeins ver- ið byggð úr mold og rauðamöl! Kristján sagði að þessi endi- leysa hefði kostað hafnarsjóð hundrað þús. króna og myndi margfaldast, þegar búið væri að grafa upp rauðamelinn á ný, sem væri mjög aðkallandi, ef nægilegt dýpi ætti að vera fyrir stór skip við hafnarbakk- ann og skipabryggjuna. Öfremdarástand ríkjandi í hafnarmálum Hafnarfjarðarkaupstaðar. Bryggja er byggð, en hverfur. Á að byggja slipp á kostnað bæjarbúa fyrir foringja íhalds og krata? I þau 36 ár, sem íhaldið var útilokað frá stjómaráhrif- um í Hafnarfirði átti það að- eins eitt baráttumál - hafnarmál- ið. — Eftir tveggja ára stjóm íhaldsins nú, er eina afrek þess í hafnarmálum Hafsteins- bryggja. Undanskilin eru þó, leigusalan á vöruskemmulóð- inni, sem afhent var Norður- stjörnunni. Og sú samþykkt bæjarstjórnar, er Alþýðublað- ið og Morgunblaðið hafa þag- að dyggilega yfir, að hafnar- sjóður skuli byggja 20 miljón króna slipp. Slippinn skal hafnarsjóður ekki reka heldur framleigja. Væntanlegir leigj- endur eru skipasmíðastöðin Dröfn h f. (í eigu meirihluta bæjarráðs þeirra Páls V. Daníelssonar og Vigfúsar Sig- urðssonar) og Vélsmiðja Hafn- arfjarðar (eigandi: forseti bæj- arstjómar Stefán Jónsson). Sú ráðstöfun bæjarstjómar að láta hafnarsjóð byggja slipp, en framleigja hann síðan for- ystumönnum íhaldsins og krata í bæjarstjóm er sýnilega að- eins gerð til þess að láta rikissjóð gorga 40% í bygging- unni og miða svo leiguna við fjárfestingu hafnarsjóðs eins. Að því fengnu, gætu þeir sýnt ágæti sitt og stjómarhæfileika fram yfir aðra slippforstjóra i landinu og ættu jafnvel möguleika á að hagnast eitt- hvað sjálfir. Bæjarbúar vilja eflaust fá stærri slipp í bæ- inn, en telja þó önnur hafn- armál meira aðkallandi, svo sem framhald á byggingu hafnarbakkans og byggingu vöruskemmu, sem örva myndu komu verzlunarskipa til Hafn- arfjarðar. 1 lok ræðunnar lýsti Krist- ján tillögu til bæjarstjómar undirritaðri af honum og full- trúa Framsóknarflokksins Vil- hjálmi Sveinssyni og var hún svohljóðandi: „Bæjarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra og hafnar- nefnd að vinna að því svo fljótt sem auðið er að kaupa járnþil til framhalds bygging- ar hafnarbakkans til norðurs. Jafnframt samþykkir bæjar- stjóm að stöðva þegar í stað hin handahófskenndu vinnu- brögð, sem höfð hafa verið við höfnina í sumar. Svo sem uppfyllingu, án framlerigingar á holræsum og akstri á rauða- möl og sandi í höfnina, sem bei-st hindrunarlaust að bryggjunum og hafharbakkan- um og verður að mokast fljót- lega brott ,ef nægjanlegt dýpi á að vera í höfninni”. Meirihluti bæjarstjómar kom með frávísunartillögu' þess efnis að þar sem í tillögu þessari væru aðdróttanir og móðganir í garð hafnarriefnd- ar og hafnarstjóra leggðu þeir til að enn væri vísáð frá. Var það gert með 7 atkvæð- um . gegn 2. Og lýsti. meiri- hlutinn með þessu því enn einu sinni yfir að hafnarmála- framkvæmdir skuli miðast við hagsmuni forystumanna bæjar- stjómarmeirirlutans, en " ékki' við hag almennings i Hafnar- firði. 500nemendur stunda nám í Verzlunarskólanum / vetur Verzlunarskóli ísland* hefur nú starfað í hálfan mánuð, þegar aðrir skólar eru rétt að hefja vetrarstarfið, en hann var scttur 16 *cptember síð- astliðinn. Sú venja hefur haldizt um hríð, að 4. bekkur og lær- dómsdeild byrjuðu um miðj- an september en nú var ákveð- ið að allur skólinn kæmi sam- an á þessum tíma. Meginor- sökin var ný reglugerð frá Menntamálaráðuneytinu um frí- tíma í skólum og til að fram- fylgja henni urðu Verz’unar- skólamenn að prjóna framan- við kennslutímann til þess að hið langa jólafrí mætti verða áfram. Alls eru nemendur Verzlun- arskólans um 500 talsins. Þar af eru 52 í lærdómsdéild og þar af eru aftur 24 í sjötta bekk, sem ljúka. munu stú- dentsprófi á næsta vori. Þær breytimgar eru helztar á kennaraliði skólans, að Þor- steinn Bjamason bókfærslu- kennari lætur af störfum fyr- ir aldurssakir , en aðalbók- fræðslukennari nð er Þorsteinn Magnússon. Þá hefur Magnús Guðmundsson íslenzkukennari látið af störfum við Verzlun- arskólann og kennir fvar Bjömsson íslenzkuna, Þá hef- ur Valdimar Hergeirsson ver- ið ráðinn yfirkennari við s.kól- ann, Alls eru kennarar 7erzl- unarskólans nú 33. v I

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.