Þjóðviljinn - 02.10.1964, Qupperneq 12
Tuttugu kennarar eru ráðnir að Sjómannaskólanum í vetur. Hér sitja nokkrir í fremstu röð. Talið frá vinstri; Helgi J. Halldórs-
son, magister, nýkominn heim sem háseti á Jóni Kjartanssyni SU í sumar (íslenzka og enska), Þorsteinn Gíslason, skipstjóri á
Jóni Kjartanssyni SU (danska, íslenzka, reikningur og siglingafraeði), Ingólfur Þórðarson, skipstjóri á Hval (siglingafræði, stærð-
fræði og sjómennska), Jónas Þorsteinsson, stýrimaður (sömu fög), Karl Guðmundsson (sömu fög, líka eðlisfræði og veðurfræði),
Benedikt Alfonsson, (sömu fög að undanskildri eðlisfræði) og Þorsteinn Valdemarsson, skáld, (ísl. og danska). (Ljm. Þjóðv. G.M.).
„Þar mátti grill a marga aflakló"
□ Sjómannaskólinn var settur í gærmorgun í hátíðakapellu skólans og var þar fríð-
ur hópur samankominn. Þarna mátti grilla marga þekkta aflakló á bekk og verða þeir nú
skólastrákar í vetur.
0 Þá duldist ekki margt gott mannsefnið af yngri mönnum þama.
□ í vetur verða 214 nemendur í skólanum og þar af 97 nýsveinar.
| [ Tuttugu kennarar eru ráðnir að skólanum og þar á meðal Þorsteinn Gíslason,
skipstjóri á Jóni Kjartanssyni og sveiflar hann nú skólapriki yfir mörgum hættulegum
keppinaut í vetur-
| | Jónas Sigurðsson, skólastjóri, flutti setningairæðu og bauð nemendur velkomna.
Honum fórust meðal annars svo orð:
„1 vetur verða 11 kennslu-
deildir við skólann. Ein deild
fyrir hið minna fiskimannapróf,
tvær deildir fyrir 1. bekk fiski-
mannadeildar, tvær deildir fyrir
2. bekk fiskimannadeildar og
tvær • deildir fyrir þá, sem áður
hafa lokið hinu minna fiski-
mannaprófi. Þá eru þrír bekkir
farmannadeildar og deild fyrir
ekipstjóraefni á varðskipunum.
Tvö námskeið fyrir minna fiski-
mannapróf verða haldin á ísa-
firði og Neskaupstað í vetur.
Að þessu sinni hafa 97 nem-
endur fengið loforð um skóla-
vist í vetur. Af þessum nýsvein-
um ætla 29 að lesa undir far-
mannapróf, 55 undir fiski-
mannapróf og 13 undir hið
minna fiskimannapróf.
Eldri nemendur frá síðasta
skólaári og halda nú áfram í
skólanum eru 117. Þar af lesa
35 undir farmannapróf. 78 und-
ir fiskimannapróf og fjórir und-
ir skipstjórnarpróf á varðskip-
um. • ■ ■ «wi CSoiin
Samtals verða 214 nemendur
í skólanum í vetur.
Tuttugu kennarar eru ráðnir
til skólans í vetur. Á kennara-
íiði skólans verður sú breyting,
að Þorsteinn Gíslason, skipstjóri
á Jóni Kjartanssyni. kennir nú
aftur í vetur. Þá kennir Sigur-
björn Arnason, skipstjóri fyrir
Þorvald Ingibergsson, kennara,
sem dvelur í Danmörku við
framhaldsnám, en er væntanleg-
ur í bv iun j tvei ber os iu:
þá aftur taka við kennslu í
skólanum. Gunnar Engilbertsson.
háskólanemi kennir bókhald í
fiskimannadeild og tungumál.
Gunnar Bergsteinsson, sjómæl-
ingamaður, Kristján Júlíusson,
loftskeytamaður og Sigurður
Þorsteinsson,- varðstjóri hjá Lög-
reglu Keykjavíkur.“
Og Jónas kom víðar við:
„Þá , vil ég geta þess að fyrir
nokkru barst Sjómannaskólanum
tilkynning frá borgarstjóra
Reykjavíkur, að ákveðin hefðu
verið lóðamörk skólans og jafn-
framt hver þau yrðu. Hefur ver-
ið beðið eftir þessu i nítján ár
síðan skólinn hóf starfsemi sína.‘
Og Jónas heldur enn áfram:
„Hin mikla aðsókn að skólan-
um ber gleðilegan vott um góða
afkomumöguleika á sjónum. Vel-
Svona sitja þeir í 2. bekk d í velur. Þarna fremst sitja þeir saman Benedikt á Hafrúnu og Gu3-
björn á Árna Magnússyni. Fyrir aftan sitja saman Hávarður á Hcgrunu og Ásgeir Sölvason á
Ásgeiri Torfasyni. Þar fyrir aftan situr ennþá einn við borð, Sigurður á Náttfara, og svona mætti
halda áfram að telja upp aflaklærnar. Flestir eru þeir fjölskyldumenn og hefur til dæmis Ásgeir
Sölvason sex börn á framfæri og ferming í vor á því elzta. Hann telur framfærslu hér í Reykj-
vík ekki undir hundrað þúsund krónum yfir skólatímann. Skattstofan veitir þcssum köppum tíu
þúsund krónur í skólafrádrátt samkvæmt lögum. (Ljósm. Þjóðv. G.M.).
Jónas Sigurðsson, skólastj. Sjó-
mannaskólans var skipstjóri á
cinum hvalbátnum í sumar. Jón-
as er nú ekki hér í tunnunni á
þessari mynd. Er afi flytja setn-
ingarræðuna í gær. — (Ljósm.
Þjóðv. G.M.).
ferð þjóðfélags okkar hlýtur líka
að miklu leyti að byggjast á því,
að aflað sé úr sjónum og kaup-
skipum okkar sé haldið úti. á-
samt þeim skipum, sem eiga að
verja fiskimið okkar. Skipaflot-
inn er nú þegar orðinn hinn
glæsilegasti og stöðugt bætast
vð ný skip. Þá hefur og þróun-
in orðið sú, að sérstaklega fiski-
skipin stækka jafnhliða nýrri
veiðitækni.
Hefur þetta orðið til þess, að
margir af okkar ágætu afla-
mönnum, sem aðeins hafa rétt-
indi til skipstjórnar á skipum allt
að 120 rúmlestir hafa, þegar þeim
hefur boðizt stærri skip til að
stjóma. orðið, annaðhvort, að
neita þeim eða leita á náðir
stjórnarvaldanna til þess að fá
undanþágu til skipstjómar.
Hvorttveggja er illt. Hvað und-
anþágum viðvíkur hljóta þær
alltaf að verða tímabundnar og
ekki til frambúðar. Til þess að
ráða bót á þessu ástandi, var
ákveðið að halda sérstaka deild
hér við skólann í vetur fyrir þá
sem hafa hið minna fiskimanna-
próf. Námsefni verður hið sama
og krafizt er fyrir fiskimanna-
prófið, en skipting námsefnis á
kennslustundir nokkuð önnur en
í öðrum bekk fiskimannadeildar.
Verður höfð hliðsjón af því sem
kennt hefur verið fyrir hið
minna fiskimannapróf. Aðsókn
að þessari deild er það mikil, að
tvískipta verður henni að þessu
Framhald á 9. síðu.
2. bekkur D
Margir hinna þekktu skipstjóra verða settir í sérstakan
bekk í vetur og heitir hann 2. bekkur d. Svona Iítur bekkj-
arskráin út og eiga þeir eftir að kjósa sér umsjónarmann:
Aðalbjörn Haraldsson, stýrimaður á Gullver; Ársæll Eyj-
ólfsson, skipstjóri á Sæúlfi BA; Ásgeir Sölvason, skipstjóri
á Ásgeiri Torfasyni IS; Benedikt Ágústsson, skipstjóri á
Hafrúnu IS; Einar Árnason, skipstjóri á Sigurði AK; Guð-
bjöm Þorsteinsson, skipstj. á Árna Magnússyni og sl. vetur
á Gróttu RE; Hávarður Olgeirsson, skipstj. á Hugrúnu IS;
Helgi Aðalgeirsson, skipstj. á Sigfúsi Bergmann GK; Hörð-
ur Guðbjartsson, skipstj. á Guðbjarti IS; Jóhann Adolf
Oddgeirsson, skipstjóri á Oddgeiri frá Grenivík; Krist-
bjöm Þór Ámason, skipstjóri á Engey RE; (Jli Sigurður
Jónsson, skipstjóri á Guðbjörgu GK; Páll Gunnarsson,
skipstjóri á Jóni Gunnlaugs GK; Sigurður Bjarnason,
skipstjóri á Jóni Oddssyni GK, Sigurður Sigurðsson, skjp-
stjóri á Náttfara ÞH; Svavar Sigurjónsson, skipstjóri á
Gylfa II. frá Rauðuvík; Valdimar Jónsson, skipstjóri á
Áma Geir KE; Víðir Friðgeirsson, skipstjóri á Hadd SU
og Þórarinn Ólafsson, skipstjóri á Þorbirni II. GK.
Sex af þessum skipstjórum eru ennþá á veiðum fyrir
austan, en þeir koma næstu daga — eða skrópa þeir úr
skólanum?
Berklavarnardag-
urinn á sunnudag
Fréttamenn ræddu í gær við
forystumenn SÍBS í tilefni
Berklavarnardagsins, sem er á
sunnudaginn. Þá verða til sölu
merki dagsins og hlað samtak-
anna Reykjalundur.
Samband íslenzkra berkla-
sjúklinga rekur nú vinnuheim-
ili að Reykjalundi í Mosfells-
sveit. Reykjalundur var stofn-
settur 1945 og þar eru nú um
100 vistmenn, þar af berkla-
sjúklingar að einum þriðja. Þá
rekur SÍBS öryrkjavinnustofur
að Múlalundi í Reykjavík. Múla-
lundur var stofnsettur 1959 og
eru þar nú við vinnu 50—70 ör-
yrkjar jafnaðarlega. Og loks eru
vinnustofur SÍBS að Kristnes-
Framhald á 3 síðu.
KOSIÐ TiL ASÍ-ÞINGS
Skjaldborg kýs á ASÍ-þing
Félagið Skjaldborg í Reykja-
vík kaus í gærkvöld á fundi
fulltrúa á Alþýðusambandsþing.
Var Helgi Þorkelsson kosinn
aðalfulltrúi og Margrét Sigurð-
ardóttir varafulltrúi félagsins.
Verkakvennafélagið Snót
Vestmannaeyjum, 1/10. — í
fyrrakvöld voru kjörnir þrír
fulltrúar á Alþýðusambandsþing
á fjölmennum fundir í Verka-
kvennafélaginu Snót í Vest-
mannaeyjum. Aðalfulltrúar fé-
lagsins verða þessar konur: Guð-
munda Gunnarsdóttir, Vilborg
Sigurðardóttir og Ólafía Sigur-
jónsdóttir. Varafulltrúar: Mar-
grét Þorgeirsdóttir, Margrét
Sveinsdóttir og Margrét Ólafs-
dóttir.
Félag kjötiðnaðarmanna
Félag kjötiðnaðarmanna kaus I fulltrúa á Alþýðusambandsþing,
Kristján Guðmundsson aðal- og Geir Jónsson varafulltrúa.
Verzlunarmannafélag Árnessýslu
Verzlunarmannafélag Árnes-1 Jónsson og varafulltrúi Svan
sýslu kaus aðalfulltrúa Óskar I Kristinsson.
BLAÐBURÐUR
Þjóðviljann vantar nú þegar fólk til blaðburðar
í þessi hverfi:
VESTURBÆR: Skjólin.
AUSTURBÆR: Laufásvegur — Bergþórugata —
Freyjugata — Háteigsvegur — Meðalholt — Sig-
tún — Brúnir — Vogar — Langahlíð — Bústaða-
hverfi.
KÓPAVOGUR: Laus hverfi í austur- og vesturbæ.