Þjóðviljinn - 17.10.1964, Side 2

Þjóðviljinn - 17.10.1964, Side 2
2 SfÐA HÖÐVIIIINN m LdKSTJÓRN OC LEIKRITUN Reiknivélin fér aftur á svið Sá viðburður sérn hvað mést- um tíðindum sastti á síð- asta leikári v»r sýning leik- flokksins Grimu á nýju verki eftir Erling E. Halldórsson. sem nefnist Reiknivélin — ný- stárlegt verk og vel unnið og sjálfsagt stórhættulegt fyrir þjóðfélagið. Erlingur bæði samdi verkiðog setti það á svið Og er að mörgu leyti ágætlega vel undir slík störf búinn. Hann lærði á leik- listard. Svartaskóla í Paris 1952 —53 og 1956—58, var við hlið- stætt nám í Vín árin 1953—54 og 1958—59. Auk þess varð hann fyrir því láni 1962 að geta dvalið þrjá mánuði við eitt ágætasta leikhús veraldar. Berliner Ensemble i Austur- Berlín. leikhúsið sem Brecht stofnaði og stjórnaði meðan honum entist aldur til. Nú er Gríma aftur að æfa Reiknivélina og hefur sýning- ar á ný innan skamms og það er því ekki illa til fallið að spyrja höfundinn nokkurra spurninga um ieikstjórn og leikritun. ★ — Frá þvi ég kom heim frá námi hef ég unnið á vegum Bandalags íslenzkra leikfélaga með áhuaaleikfólki úti á landi. allt þar til Reiknivéliq var sett upp. Ég hef verið á Seyðis- firði, Reyðarfirði. Norðfirði vík; ég hef frékar viljað vera á smástöðunum, þar sem fólk- ið er ómótað. Erfiðleikar í slíku starfi eru auðvitað margir. Til að mynda s.iálft leikritavalið — það er gert allt of lítið af því að leita uppi sómasamleg leikrit. sem ekki eru of erfið fyrir smáa flokka og lítt vana. Það virðist mjög erfitt að vinna bug á bessum tilbúna smekk fyrir Iandi, þar sem til eru hæfi- legar týpur í það verk. Og yfirleitt finnst mér það sé gert alltof lítið tii að uppfylla þessa þörf fyrir leik- list sem tvímælalaust er til — í flestum þessum smáþorpum er sýnt eitt leikrit á vetri; sumstaðar tvö. Fjárstyrkir tii starfsenoinnar hafa verið rýr- Erlingur E. Halldórsson. leikrit á skýran hátt, heldur en sá sem við eigum að venj- ast. Það er erfitt að svara því hvort hann á við um öll leikrit — en honum má beita að ein- hverju leyti í öllum leikritum. fcað sem við minntumst á núna. kemur ekki alveg Rœtt við ERLING E. HALLDÓRSSON brezkum gamanleikjum, sem maður rekur sig viðast á úti á landi, Sumpart eru menn hræddir við að missa áhorfend- ur, sumpart eru menn feimn- ir við nýbreytni. En ég hef til að mynda sett á svið Páska eftir Strindberg í Ólafsvík og ég má segja að það hafi verið ánæg.iuleg sýn- ing. Svo setti ég upp Georges Dandin eftir Moliére á Reyðar- firði — en þar gerðust furðu- leg tíðindi: leikritið þótti mjög vont Leikurunum þótti samt ákaflega gaman að vinna að þvi Nú bef ég hug á að setja Biederman og brennu- j-ixui n.eyueuLiiiui. nuiuiuui nci-.jíi iachihi- Flateyri, Stykkishólmi, Ólafs- vargana á svið í vetur úti á LandssambanJ líf- eyrissjóða stofnað Hinn 3n. september s.l, var haldinn i Reykjavík stofnfundur Landssambands lífeyrissjóða Að stofnun þessara samtaka stóðu 31 lífeyrissjóður, sem fulltrúa áttu á stofnfundinum eða höfðu tllkynnt þátttöku í sambandinu. Landssamband lífeyrissjóða hvggst gæta hagsmuna lífeyris- sjóða á sviði löggjafar og vinna að því, að ríkisvaldið taki rétt- mætt tillit til starfsemi og þarfa lífeyrissjóðanna m.a. með þvi að fulltrúar þeirra séu til kvadd- ir. þegar ákvarðanir eru tekn- ar um málefni. er sérstaklega varða lífeyrissjóðina. Enn frem- ur er það tllgangur sambands- ins að vinna að samræmingu reglna um þau málefni. sem varða samskipti lífeyrissjóðanna innbyrðis, og loks er ætlunin að hafa handbærar upplýsingar um löggjöf og reglur um líf- eyrissjóði, reglugerðir og starfs- reglur þeirra lífeyrissjóða, sem i sambandinu eru. svo og tölu- legar upplýsingar um starfsemi beirra o fl. Hver lífeyrissjóður, sem öðl- azt hefur viðurkenningu fjár- málaráðuneytisins samkvæmt löeum um tekjuskatt og eigna- skatt, getur gerzt meðlimur sam- bandsins. Stjórn sambandsins fram til næsta aðalfundar skipa eftir- taldir menn: Guðjón Hansen, trygginga- fræðingur Gísli Ólafsson, for- stjóri. Guðmundur Árnason, for- stjóri. Hermann Þorsteinsson, fulltrúi. Ingólfur Finnbogason, húsasmíðameistari. Til vara: Kjartan Ólafsson, prentari. Tómas Guðjónsson, vélstjóri. FRAMKVÆMDASTJÓRINN NC'TAR FJÁRDRÁTTAR- ÁBURÐI MEÐEIGENDA ★ Á dögunum var kært yfir fjárdrætti framkvæmdastjóra Al- menna verzlunarfélagsins h.f. að Laugavegi 168 hér i bæ. ★ Framkvæmdastjórinn er búsettur í Hafnarfirði og fiallar þess- vegna bæjarfógetaembættið þar um málið Hefur Gunnar Sæ- mundsson, fulltrúi bæiarfógeta málið til rannsóknar. Þjóðviljinn hafði samband við Gunnar Sæmundsson i gærdag og kvað hann kæru hafa borizt frá tveim eigendum áðumefnds verzlunarfyrirtækis um fjárdrátt er næmi samtals kr. 265.938,00. + Væri framkvæmdastjórinn valdur að þessum fjárdrætti. ir Framkvæmdastjórinn neitaði hinsvegar þessum áburði og stæði þannig fullyrðing gegn fullyrðingu. Færl nú fram bókhalds- rannsókn hjá fyrirtækinu í tilefni af hessari kæru. ir. Og mikið skort á, að nokkur reisn væri yfir annarri aðstoð — við leikritaval, útvegun búninga o.s.frv. Maður minnist þess þá oft, hve Austur-Þjóðverjum tekst að gera mikið fyrir sína áhuga- hópa. Þar er það t. d. til siðs, að s.kylda atvinnuleikhúsin tii að hafa áhugamannaflokk und- ir sínum vemdarvæng (Berlin- er Ensemble hefur t.d, leik- flokk f verksmiðju) — sjá þeim fyrir leikstjóra og, veita þeim hverskonar aðstoð. Ég hef haft mikið yndi af því að vinna með fólki úti á landi, þótt ég væri ekki allt- af ánægður með leikritavalið Áhuginn er mikill, og bætist bar við góð samvinna, góður félagsandi, þá er mikið feng- ið. Menn eru auðvitað mis- iafnlega reyndir. en náist sam- starf. þá jafnast sá munur mikið af sjálfu sér En auð- vitað þýðir ekki að heimta af óvönu fólki, það sem það get- ur ekki, þýðir ekki fyrir leik- stjóra að koma með fyririram ákveðnar hugmyndir og ætla að knýja þær fram. Ég hef ekki trú á hörku í leikstjórn — og hún er áreiðanlega skað- leg fyrir áhugaleikara. Leikaðferðir, segirðu, vissu- lega eru til mismunandi leikaðferðir. Tökum til dæm- is þá aðferð, sem Breeht hefur notað. þá hefur hann áreiðan- lega sér til fyrirmyndar þann frásagnarhátt. sem við yfir- leitt notum, þegar við segj- um frá einhverjum atburðum. Það er ekki um innlifun að ræða nema að takmörkuðu leyti, við hermum orð persón- unnar eins og leikari, og leggj- um um leið dóm á hana. Ég held að innlifunin geti orðið leikara fjötur um fót, geti jafnvel spillt þeim texta sem hann á að fara með. Ef leik- ari er gagntekinn af þeim til- finningum, sem hann á að láta í Ijós, þá hlýtur hanri að eiga erfitt með að sýna þær, þvi hann lætur truflast af þeim. Og annað sem skiptir miklu máli: að einangra tilfinnin2- arnar og sýna þær í ákveð- inni og vel útfærðri mynd. Ég man til dæmis eftir einu at- riði í Túskildingsóperunni, sem ég sá í Berlín. Mackie og Polly eru á sviðinu og það er einhver nautnalegasta mynd sem ég hef séð Hann kyssir hana standandi og hún lætur sig um Ieið síga í hnjáliðun- um og þetta segir miklu meira en þó þau hefðu verið að daðra allan tímann. Ég held að þessi leikmáti sá miklu hæfari til að flytja heim við Reiknivélina. Því Reiknivélin er ekki frásögn — eins og leikrit Brechts eru. Þegar ég fór að vinna að sviðsetningunni setti ég mér það boðorð fyrst, a-ö það þyi'fti að leika hægt og áreynsíulaust. Leikararnir höfðu yfir hverja setningu aft- ur og aftur; ég vildi slíta á þráðinn, ef svo má segja, fá þá til að staldra við, forða þeim frá því að taka.st á flug. Þegar þannig er leikið ætti áhorfandinn að skoða leikritið eins og hann virði fyrir sér atburði t.d. út um, glugga. Það er mikilsvert. að leikarinn láti ekki persónuna ná tökum á sér, heldur nái hann tökum á henni. Annar vandj i sambandi við Reiknivélina var að koma því til skila að í henni er ákveð- in atburðarás, hlutimir eru það sem þeir eru — en um leið eru þeir annað. Og ég held að hlutirnir verði ekki leikrænir nema þeir séu þann- ig. Goethe gamli hefur minnzt á þetta, svo enginn skyldi halda að það sé ný bóla. — Og svo var það stíllinn. Það er stundum verið að tala um nauðsyn þess að hér komi fram leikhússtíll. En ég er hræddur um að stíll verði ekki til með því einu að taka upp einhver nýstárleg brögð í sam- bandi við leiktjöld eða lýs- ingu. Stíll er tengdur leikstjór- anum, hans heimsmynd, af- stöðu. Stíll sprettur af því, að leikstjóri tekur ákveðna af- stöðu til hlutanna. Það er af- staða hans, sem mótar svið- setninguna. 0 g nú fer Reiknivélin upp aftur? — Já, við erum að æfa núna, og gerum um leið nokkr- ar smávægilegar breytingar — Og þú ert með eitthvað nýtt á prjónunum? — Ég lauk i sumar við leik- rit, sem heitir Minkar. Þetta er nútímaleikrit í tíu myndum. Ég má segja. að í því sé skýr atburðarás, en ég hef reynd- ar ekki alltaf verið á þeirri skoðun að það sé nauðsynlegt. Ég nota í þvi alltannan frá- sagnarhátt en i Reiknivélinni. Mér er annars lífsins ómögu- legt að rekja efni þessa leik- rits. En ég hefði gjarna viljað setja það á svið — og mér hefur lengi þótt að það stæði engum nær að frumsýna ný íslenzk leikrit en einmitt á- hugaleikfélögunum. A.B. ---------------------------Laugardagur 17. október 1964 Oskar Þorgils Pálsson Örfá kveðjuorð Að morgni 9. þm. lézt að heimili sínu Óskar Þ. Pálsson. Það er ekki æflunin hér að rek-ja ýtarlega æviferil Óskars. Hann var fæddur í Ólafsvík 22.5 1902 og ólst þar upp. Ár- ið 1922 kvæntist hann Lovísu Kristjánsdóttur. Þau eignuðust 4 börn og lézt eitt þeirra í bemsku. Þau sem upp komust eru: Skarphéðinn, Kristín og Guðmundur. Mér er jafnan minnisstætt hver kona Lovísa var. ekki sfzt vegna þeirrar óbilandi festu, sem hún sýndi f þeim veikindum, sem hún átti við að búa. Hún gekk aldrei heil til skógar. Þau stofnuðu heimili á Hellissandi. en flutt- ust til Reykjavíkur uppúr 1930 og áttu hér heima þar til Lov- ísa lézt 7.1 1954. / Seinni kona Óskars var Guðný Vigfúsdóttir og lifir húri mann sinn. Vil ég með þessum línum senda henni mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Þau áttu heima í Sandgerði síðustu árin. Eitt helzta áhugamál Óskars var verkalýðssamtökin og störf þeirra. Hann átti sæti í trún- aðarráði Dagsbrúnar um ára- bil og mun hafa setið flest þing Alþýðusambandsins sem full- trúi þess félags frá 1942 og þar til hann flytur til Sand- gerðis. Það má segja að það sé ekki frásagnarvert, að verkamaður sé verkalýðssinni. Menn hljóta að standa með stétt sinni. En á árum krepp- unnar, með öllu sem henni Tannlækningastofa Hef opnað tannlækningastofu að Hverfisgötu 57. Viðtalstími kl. 9—12 og 1,30—5 daglega, nema laugardaga, frá kl. 9—11 Sími 21140. Kristján H. Ingólfsson, tannlæknir. Eftirspurðu Sænsku stálvörurnar frá Guldsmeds A.B. eru komnar. G. B. Silfurbúðin Laugavegi 55. — Sími 11066. Tann/ækningastofa Hef opnað tannlækningastofu að Hverfisgötu 57. Viðtalstími kl. 9—12 og 1,30-—5 daglega, nema laugardaga frá 9—11. Sími 21717. Jóhann G. Möller, tannlæknir. Frcmtíðarstarf Staða gjaldkera og bókara (karl eða kona) við embættið er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi ríkisins og samkomulagi. Þeir sem vildu sinna þessu hafi samband við undirritaðan sem fyrst. Skrifstofu Húnavatnssýslu, 10/10 1964. Jón ísberg. fylgdi var slíkt vissulega meira en orðið verkamaður, sem þurfti til þess að vera góður verkalýðssinni. Menn koma og fara. Verka- lýðssamtökin standa. Baráttan heldur áfram. En til þess að við getum staðið okkur vel megum við ekki gleyma þeim sem stóðust þau átök, sem þurfti til að leggja grunninn að þvi sem við byggjum á í dag. Um leið og ég þakka Óskari fyrir persónulega kynningu þá vil ég þó sérílagi þakka honum fyrir góða stéttarlega baráttu. Guðm. Valgeirs.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.