Þjóðviljinn - 17.10.1964, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 17.10.1964, Qupperneq 10
]Q SÍÐA ANDRÉ BJERKE: EIN- HYRNINGURINN dálítið sem er alveg jafnfallegt í dagsbirtu. Eignm við að koma á hótelið? Hann ætlaði að svara: Mér þykir það leitt.. Það er ekki hsegt .. Ég verð að fara aftur á skrifstofuna .. Á stefnumót klukkan 3 .. Og hann sagði: — Já. gerum það. Hann var f því helvíti sem hann hafði búið sér sjálfur. Og því miður var líka dásamlegt að vera þar. Gram var að skreiðast í rúm- ið. Hann og Rigmor sváfu enn í sama herbergi og honum var raun að því. En það var ekki hægt að breyta neinu um það meðan Bibbi átti heima hjá þeim. Það væri grunsamlegt ef hann færi að breyta einhverju um það núna. Hann gætti þess að hátta sig meðan Rigmor var frammi í baðherbergi að búa sig undir nóttina. Honum sýndist hann hafa einhverjar undarlegar, rauðar rákir á bakinu og herð- unum. Og stundum voru merki eftir tennur Bibbíar greinileg á hálsinum á honum eins og auð- lesin skrift. Elzta prentlist heimsins: ástarbitið. Það var því um að gera að flýta sér í náttfötin og vefja trefli um hálsinn. (Þetta haust- kvef getur verð varasamt). Þeg- ar Rigmor kom inn í slopp. lá hann makindalega og duldist bakvið bók. Hann var að lesa eftirlætis- heimspeking sinn. Schopenhauer Þar var ævinlega huggun að fá í eymdinni. því að hjá Schop- enhauer er enga von að finna um manninn Hann var einmitt að lesa kaflann um Metafysik kynástarinnar. — Gunnar! sagðí Rigmor. Heyrðirðu þetta hljóð? Nei. hann heyrði ekkert. Hann var að lesa: .... f miðri örtröðinni sjáum við augnaráð tveggja elskenda mætast í þrá? En hví svo leyni- lega. hræðslulega og undirfurðu- lega? Vegna bess að bessir elsk- endur eru svikarar. en leitast eftir bvf f laumi að endurvekia alla evmdina og neyðina. Annars tæki betta skiótan endi og bað vilia þau hindra eins og aðrir hafa gert á undan beim .. — Nú hevrðist það aftur! Hún virtist dálítið óttaslegin. Hvað er þetta? Nú hevrði hann hað líka. Langt. marrandi hljóð — af neðri hæðinni Hann ieit uripúr Scbonenhauer bungbúinn á svin Voru betta ekki útidvmar’ Æ!tli Bibbi sé ekki að koma heim .. HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofu STETNtl og dOdO Laugavegi 18 fTT b flvftað SfMT ”48 16 P E R M A Garðsenda 21 - SfMT’ 33 0 68 Hárgreiðslu og snvriistofa D 0 M 0 R » Hárgreiðsla við allrs hæfi - TJARNARSTOFAN - Tiarnar götu 10 — Vonarstrætismegin - SIMT' 14 6 62 H ARGREIÐSL USTOF A AUSTURBÆ.IAR - TMaria Guðmundsdóttir’ Laugavegi 13 — StMT- 14 6 56 - Nuddstofa á sama stað Nú marraði í þriðja sinn. Nei, þetta kom úr bamaherberginu, sagði Rigmor. — Hvað þá? Hann leit á klukkuna. Hvað er stelpan að gera á fótum klukkan tólf á nóttu? Farðu niður og athugaðu hvað hún er að gera. — Getur þú ekki farið, Gunn- ar? Röddin var biðjandi. — Þú ert móðirin. sagði hann þurrlega. Og þú hefur sagt að ég ætti að láta þig um að ann- ast barnið. Hann sneri sér aft- ur að eymdinni og neyðinni og hinum elskandi svikurum. Rigmor hikaði andartak. Svo batt hún beltið fastar um slopp- inn og fór fram. Frammi á gang- inum hafði bilað Ijósapera; hún 17 þreifaði sig niður stigann með höndina við vegginn. Hún var með hjartslátt Hún hafði allt- af verið dálítið myrkfælin. Á hæðinni fyrir neðan stanz- aði hún fyrir utan dyrnar að bamaherberginu og hlustaði. Þaðan heyrði hún ekkert hlióð. Við hvað var hún hrædd? Inn- brotsþjófa? Nei. eitthvað ann- að sem bún vissi ekki nafnið á. Henni fannst eitthvað vera inni hjá dótturinni núna. Eitt- hvað sem ekki átti þar að vera. Hún opnaði dymar snögglega. Inni var aðeins dauft tungls- ljós. Og glugginn var opnn Það hlaut að vera það sem bau höfðu heyrt: Að glugginn var opnaður héma niðri. Þarna stóð Myrth í rósótta náttkjólnum sínum og horfði út í garðinn. Hún leit ekki við þegar móðirin kom inn. — Myrth! Hvað í ósköpunum ertu að gera? Ekkert svar Hnöttótt höfuðið með tíkarspenunum stóð eins og stytta við opinn gluggann. Hún var alveg niðursokkinn í eitt- hvað fyrir utan. Rigmor hraðaði sér að glugganum og leit út. Það var tindrandi björt haust- nótt og tunglsljósið lá eins og slæða yfir trjánum í garðinum. Flísalagður stígurinn skein eins og silfurband í blásvörtu gras- inu. Hver einasti skuggi var skarpur og hreyfingarlaus Eða hreyfðist eitthvað þarna við laufskálann? Aðeins daufur andblær í laufinu. — Hvað á þettg^ að þýða, Myrth? Af hverju ertu ekki í rúminu þínu? Bamið starði stöðugt á stóra silfurdiskinn yfir Eikibergsásn- um. Hann varpaði fölum draumabjarma á litla andlitið: augun voru eins og í sælli leiðslu. Allt í einu benti hún beint á tunglið: — Sjáðu, mamma! Púkk er að ganga á tunglsljósinu! Hamingjan góða, það var þessi sama ímyndun hennar. Allt frá því að hún fékk þessa brúðu. hafði hún staðhæft að hún hefði komið til hennar úr Álfalandi. Það hefði verið tilgangslaust að útskýra fyrir henni að slíkt væri ekki annað en heimskuleg hjá- trú. Því að Myrth var sjö ára gömul og vissi sijt af hverju um álfana. — p>ess vegna er hann með svona stóra fætur. mamma. svo að hann geti gengið á tungls- geislunum án þess að sökkva- Rigmor litaðist um í herberg- inu. Hún kveikti á litla borð- lampanum gáði undir koddann og rótaði í rúmfötunum. — Hvað hefurðu gert af Púkk? Hann er ekki hérna! ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. október 1964 — Ég var að segja þér að hann væri þama úti. Myrth hrópaði fagnandi: Jæja nú er hann að koma til baka! — Viltu hafa þig upp í rúm- ið undir eins! Rigmor hrópaði líka, af taugaóstyrk. Þú sem ert með hálsbólgu og svo stendurðu hé rí næturkulinu, berfætt ofaní kaupið! Þú getur orðið fárveik. Mynduga mamman gerði sig líklega til að loka glugganum. Hún gat aldrei síðar áttað sig á því sem nú gerðist. Því að henni brá svo mjög. að hún hlaut að hafa ruglazt í ríminu; ekki var ólíklegt að ímyndun hennar hefði seinna hjálpað dá- lítið upp á minnið. En það sem hún þóttist hafa séð, var þetta: Um leið og hún hallaði #lugg- anum aftur, kom Púkk þjótandi utanúr nóttinni — langt að — og hann smeygði sér inn þrönga rifuna Búms! Þama sat hann í gluggakistunni, virtist næstum enn með vind f topphúfunni, úf- inn eftir hraðann gegnum rúm- ið. Og hann horfði á hana svörtu perlunum tveimur. sem minntu á íkomaaugu. Rigmor lét fallast niður í stól; henni sortnaði fyrir augum; það munaði minnstu að það liði yf- ir hana. Það leið drykklöng stund áður en hún jafnaði sig. Hún stundi: Hvað ertu eiginlega að gera? Hvemig dettur þér í hug að gera mér svona bilt við? Dóttirin var hin rólegasta. Hún lokaði glugganum með mestu ró. tók Púkk undir hand- legginn og gekk að rúminu sínu. — Nú ætlum við að fara að sofa. Góða nótt, mamma! Rigmor var komin aftur upp í syefnherbergið og hún var í miklu uppnámi. — Það er satt, Gunnar! Hann var þar ekki og allt í einu kom hann þjótandi utanúr tungls- ljósinu. Gegnum opinn glugg- ann! Myrth hefur auðvitað haft í honum band. heyrðist uppúr Schopenhauer. — Band? Ég sá ekkert band! — Það var af því að þér varð svo hverft við að þér datt ekki í hug að gá að því. Hann var karlmaður og rökhyggjumaður. — Kannski .. Jú. það hlaut að vera skýringin. Þett--. bætti dálítið úr skák. en ekki full- komlega. Hvað sem því líður, þá er þetta dá-lítið óeðlilegt. Gunn- ar Veiztu það. að Myrth er hætt að vera með vinkonum sínum? Hún fer meira og meira einför- um. Hún er næstum eingöngu með Púkk! — Ég er alveg sammála um, að eitthvað verður að gera. Hann leit upp og sem snöggvast virt- ist hann hafa ósvikinn áhuga á fjölskyldu sinni. Það er ekki hægt að láta þessa brúðu stjórna hér öllu á heimilinu. Þetta er sjúklegt! — Finnst þér að við ættum að tala um það við sálfræðing — eða bamalækni? — Já. þú skalt gera það — á morgun. — Hvern á ég að tala við? — Axel Broch. Hann er sér- fræðingur í erfiðum bömum. Ég skal panta tima fyrir þig. Gram hvarf aftur bakvið bók- ina. Hann var kaupsýslumaður og forstjóri. Þegar hann hafði gefið fyrirmæli, sáu réttir aðil- ar um hitt. Og allt óþarfa um- tal var ónauðsynlegt. En Rigmor lá með lokuð augu og sá fyrir sér undarlegt ,íkoma- augnaráð undan gulri topphúfu. Hún var eirðariaus. Eftir nokkra stund sagði hún uppburðariítil í rómnum: Heyrðu, Gunnar .. Hann svaraði ekki. Hann var óaðgengilegur. Eiginkona nær engu sambandi við 42ja ára gamlan eiginmann sem er flækt- ur er í metafýsik kynástarinnar. Rigmor var komin innfyrir dyrnar. sem á var virðulegt messingsskilti: Dr. AXEL BROCH Taugaveikluð og erfið böm Viðtalstími kl. 13—15. Hún hafði setið býsna lengi í biðstofunni; þar var talsverð- ur hópur af mæðrum á undan henni. Því að á miðri 20. öld- inni er talsvert um erfið böm í vesturhluta Oslóborgar. og þar er alltaf mannmargt í biðstofum tízkubarnalæknanna. Loks komst hún inn til hans. Broch læknir var mjög vin- gjarnlegur maður um sextugt; allt fas hans gaf til kynna um- burðariyndi gagnvart mannlegri náttúra og rauðleitur litarhátt- ur hans gaf einnig til kynna að í einkalífinu var hann ekki al- veg ókunnur lífinu heldur. Nú sat hann í viðkunnanlegum lækn- isstellingum bakvið stóra skrif- borðið, meðan hann hlustaði á frásögn frúarinnar. Hann fitlaði við gullblýant og öðra hverju krotaði hann eitthvað á blað. Hann hafði rétt í þessu lagt fyrir hana mikilvæga spurningu. — Nei, doktor Bi'och, svaraði Rigmor. Við höfum ekki gefið henni brúðuna eða neinn annar sem við vitum um. Hún hlýtur að hafa fundið hana einhvers staðar úti. — Já. já. — það kemur stund- um fyrir Barnalæknirinn neri hökuna hugsi. — Og sjálf segir Myrth að Púkk sé álfur, sem kemur úr tunglsljósinu, hélt hún áfram. — Já, einmitt: úr tunglsljós- inu — ? Hann smjattaði á orð- unum og íhugaði þau faglega. Svo hallaði hann sér snögglega fram og benti á hana með gull- blýantinum: Hvernig er sam- bandið milli yðar og eigin- mannsins? Hún leit niður. dálítið hvumsa. Verð ég — ? byrjaði hún hikandi. — Já. ég er hræddur um það, frú mín góð. Læknisröddin var alúðleg en myndug. Barn endur- speglar alltaf vandamál for- eldranna. Mér skilst að sam- bandið sé ekki í góðu lagi? — Nei, það er — ekki í góðu lagi. Rigmor hugsaði sig um. Og það var einmitt þegar það varð erfitt fyrir alvöru — fyrir um hálfu ári — að Púkk var allt í einu kominn í dótið hjá Myrth. Allt frá hatti oní skó H ERRÁDEILD N gjj —II CONSUL CORTINA bílaleiga mac núsar skipholti 21 sfmar: 211*^0-21185 eJ-íaukur ^ju&mundóóon HEIMASÍMI 21037 SKOTTA /■o-fe „Hvert einasta skipti, þegar ég brenni af eða missi boltann stafið þér nafnið RÉTT, en þcgar ég skora, þá... “ FERDSZT MED LANDSÝK • Seljum farseðla með flugvélum og skipum Greiðsluskilmálar Loftleiða; • FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR • Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ VIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN LAND S YN ^ TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK. UMBOÐ LOFTLEIÐA. Kartöflumús * Kókómalt * Kaffi * Kakó. KR0JN - BtJÐIRNAR. Sendisveinar óskast Hafið samband við skrifstofuna, sími 17-500.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.