Þjóðviljinn - 18.10.1964, Blaðsíða 1
Búlgaríuvika Fylkingarínnar
■ ÆFR gengst fyrir Búlg-
aríuviku í félagsheimili
sínu að Tjarnargötu 20 og
hefst hún á næstkomandi
mánudagskvöldi og stend-
ur til sunnudagskvölds-
■ Sýndar verða myndir,
listmunir og bækur frá
Búlgaríu og þrjú þessara
kvölda verður sitthvað til
skemmtunar og fróðleiks
um Búlgaríu, land, þjóð
og menningu. Þau atriði
verða nánar tilkynnt síðar.
■ Sýningin er opin frá kl.
21—23.30 á hverju kvöldi
og . er öllum heimill að-
gangur.
TILLAGA ÞINGMANNA ALÞÝÐUBANDALAGSINS:
RÍKIBIÁTIBYC6JA 500
LlKUiBÚBIR ÁRIÐ 1965
JVIyndin er tekm á æfingu á „Forsetaefninu": Kúrik Haraldsson,
Valdimar Lárusson os Róbert Arnfinnsson í hlutverkum sínum.
Forsetaef ni5 f rum-
sýnt á miðvikudag
Næsta miðvikudagskvöld verff-
ur frumsýnt nýtt íslenzkt leik-
rit í Þjóðleikhúsinu, „Forseta-
efnið“, eftir Guðmund Stelns-
son, rithöfund. Leikritið fjallar
um nútíma stjórnmálabaráttu
og er ekki staðbundið við neitt
ákvcðið land.
Þjóðleikhússtjói'i segir, að
þetta sé komedía og eiginlega
orð í tima töluð og ekki er
hægt að hugsa sér betri sýning-
artíma með nýliðnar og yfir-
standandi kosningabaráttu í ná-
grannalöndum í huga. Leikstj. er
Benedikt Árnason og leiktjöld
hefur Gunnar Bjamason gert og
eru þau einföld að allri gerð,
— pallar og aftur pallar og
einhversstaðar sést myndastytta
af stjórnmálaforingja. Þá eru
hljómbrigði eftir Þorkel Sigur-
björnsson, tónskáld.
Tveir stjómmálaforingjar eru
aðalhlutverkin og heitir annar
Úlfur Úlfars leikinn af Róbert
Arnfinnssyni og Bjarkar leik-
inn af Rúrik Haraldssyni. Þá
koma við sögu tveir ungir og
rr.etnaðargjamir stjómmála-
menn og heita þeir Stefnir og
Frami leiknir af Gísla Alfreðs-
syni og Gunnari Eyjólfssyni.
Fyrrverandi fegurðardís vinnur
á skrifstofu Úlfs og nefnist
hún Bea. Hún er leikin af
Kristbjörgu Kjeld. Þá má
nefna þama aðra leikara eins
og Guðbjörgu Þorbjamardóttur,
Lárus Pálsson, Val Gíslason,
Ævar Kvaran og Arnar Jóns-
son af nítján leikendum í leik-
ritinu.
Þetta er 30. felenzka leikrit-
ið, sem Þjóðleikhúsið tekur til
sýningar. Höfundur var við-
staddur þessa kynningu leikrits-
ins fyrir blaðamönnum og vildi
litið tala um efni leiksins Hann
sasðist hafa gert fimm uppköst
að leikritinu og það hefði ver-
ir breytingum háð fram á þenn-
an dag. Eiginlega væri leikritið
ennþá í smíðum.
Leikritið er þó aðallega sam-
ið seinast á árinp 1961 og lop-
ann ár árinu 1962. Guðmundur
Steinsson hefur skrifað annað
leikrit og nefnist það „Móðir
mín í kví“, en það hefur ekki
enn verið sýnt á leiksviði.
Væntanlega mun þó Leikflokk-
urinn Gríma taka það til sýn-
ingar síðar í vetur.
□ Þrír þingmenn Alþýðubandalagsins, Einar Ol-
geirsson, Ragnar Arnalds og Eðvarð Sigurðs-
son, flytja á Alþingi frumvarp til laga um
byggingu leiguhúsnæðis.
□ Það er aðalefni frumvarpsins að ríkisstjórn-
inni heimilast að láta byggja á næsta ári,
1965, fimm hundruð leiguíbúðir til að bæta
úr hinum brýna skorti á leiguhúsnæði.
□ í frumvarpinu eru reglur um byggingu hús-
anna og með hverjum kjörum þau verði leigð.
Ríkisstjóminni er heimilað að taka 200 milj-
óna króna lán vegna þessara byggingarfram-
kvæmda, og ennfremur að fela húsnæðismála-
stjóm ríkisins framkvæmdir allar í þessum
málum fyrir sína hönd.
Frumvarpið verður birt í
heild síðar, 1 greinargerð lýsa
flutningsmenn þannig efni frum-
varpsins og nauðsyninni, sem er
á slíkum athöfnum:
„Skortur á leiguhúsnæði, sér-
staklega í Reykjavik og ná-
grenni, en einnig víðar á land-
inu, er nú orðinn svo mikill,
að við neyðarástandi liggur.
Er óhjákvæmilegt, að hið opin-
bera láti það til sín taka, þegar
skortur þrengir að almenningi á
brýnustu lífsnauðsynjum, eins
og húsnæði.
Tillögur þær, sem felast í
þessu frv., eiga því ekkert skylt
við varanlega framtlðarlausn á
húsnæðisvandamálunum. Slík
framtíðarlausn þyrfti að vera
byggð á félagslegu átaki al-
mennings, er ríkið aðstoðaði
með því að veita lán, er nemi
helzt 75—90% byggingarkostnað-
ar, til langs tíma, 60—80 ára,
og með lágum vöxtum, 2—4%,
enda þyrfti þá að vera tryggt
stöðugt verðgildi krónunnar og
útrýming alls brasks með ibúð-
ir. Tillögur um framtiðarlausn
húsnasðisvandamála munu þing-
menn Alþýðubandalagsins leggja
fram óháð þessu frumvarpi.
Þetta frv. miðar að því að lina
nokkuð neyðarástand, sem nú
ríkir, með því að ríkið byggi
sjálft eða láti húsnæðismála-
stofnun ríkisins annast það fyr-
ir sig í samráði við viðkomandi
bæjarfélög og eigi síðan þess-
ar íbúðir með kostnaðarverði. Er
þá nauðsynlegt, að ríkið kapp-
(to&ti að komast að sem bezt-
um kjörum um lán. Nauðsyn-
legt er að reyna að knýja það
fram með einu eða öðru móti,
að vextir verði ekki hærri en
4—6%. Jafnvel hefur ríkið í
Aendi sér að fkylda bankanna,
þar með talinn Seðlabankann,
með lögum til að lána ríkinu
slika upphæð með slíkum vöxt-
um, ef erfitt skyldi vera að
semja við bankana um slíkt.
1 frv. eru allströng fyrirmæli
um fyrirkomulag og byggingu
þessa leiguhúsnæðis. Eru þau
sett í því skyni, að íbúðir þess-
ar megi verða sem ódýrastar, en
þó hentugar og í samræmi við
kröfur nútímans Ætti kostnað-
Framhald á 12. síðu.
Fundahöld i Sovétríkjunum
um valdaafsal Krústjofís
LONDON 17/10 — Fréttaritari
brezka útvarpsins í Moskvu
skýrði í dag frá þvi að nú væru
haldnir fundir á vegum komm-
únistaflokksins um öli Sovétrík-
in til að skýra aðdraganda og á-
stæður þess að Krústjoff lét af
völdum.
Það fylgdi fréttinni að búizt
væri við því að á mánudag yrði
nánar sagt frá atvikum sem
leiddu til mannaskiptanna í
æðstu embættum Sovétríkjanna.
Á mánudag verða mikil hátíða-
höld í Moskvu til að fagna síð-
ustu sovézku geimförunum.
Ekki er vitað með vissu hvar
Krústjoff er nú niður kominn,
en sagt er að hann dveljist á
sveitasetri skammt frá Moskvu.
Gomulka, leiðtogi póiskra
kommúnista, sagði í Varsjá í
dag að fréttin um mannaskiptin
í Moskvu hefði ekki komið sér
á óvart. Krústjoff hefði sagt sér
fyrir einu ári að hann hyggðist
segja af sér. Gomulka taldi eng-
an vafa á að stefna sovétstjórn-
arinnar myndi verða óbreytt,
þrátt fyrir mannaskiptin.
Enn er barizt á
„Rauða torginu
Ágæt síldveiði var á „Rauða
torginu" í fyrrinótt og fengu
27 skip samtals 28300 mál og
tunnur.
Þessi skip fengu yfir þúsund
mál. Guðmundur Þórðarson
1000, Guðrún 1700, Hannes Haf-
HEIMSMET 0G 0 L-MET í HVERRI
EINUSTU GREIN FRJÁLSÍÞRÓTTA
CD Keppt var til úrslita í 5 greinum frjálsra íþrótta á
olympíuleikjunum í Tokíó í gær. Met voru sett í öllum
greinunum, ýmist heimsmet eða olympíumet.
í 200 metra hlaupi sigraði
Bandaríkjamaðurinn Henry Garr
á 20.3 sek. sem er nýtt OL-met.
Dallas Long.
Annar varð landi hans Drayton
á 20.5, 3. Roberts frá Trinidad
á 20.6, 4. Jerome Kanada 20.7,
5. Berutti Italíu 20.8, 6. Foik
Póllandi 20.8, 7. Robbins Band.
20.8 og 9. Ottolina ítalíu 20.9
sek.
Belgíumaðurinn Gaston Roel-
ants vann gullið eins og búizt
hafði verið við í 3000 metra
hindrunanhlaupi á nýju OL-meti
8.30.8 mín. Annar varð Maurice
Herriott frá Bretlandi á 8.32,4.
i þriðji Belíaéf Sovétríkjunum á
l 8.38.8 4. Oliveira Portúgal
8.36.2, 5 Young Bandar. 8.38,2
og 6. Texereau Frakkl. 8.38.3.
Svíinn Gustafsson varð áttundi
á 8.41.8 mín.
| Irina Press, Sovétríkjunum,
sigraði á fimmtarþraut kvenna
og setti nýtt heimsmet. hlaut j
5246 stig. Mary Rand Bretlandi
varð önnur með 5036 stig, 3.
Bystrova Sovétr. 4956 st. 4. Pet- j
ers Bretlandi 4797, 5. Stamejcic ,
Júgóslavíu 4790 og 6. Hoffmann
Þýzkalandi 4737. Nina Hansen
frá Danmörku varð níunda í
röðinni með 4611 stig og Oddrún
Hokland frá Noregi varð í 16.
sæti með 4428 stig.
I 400 metra hlaupi kvenna
sigraði Betty Cuthbert frá Astr-
alíu á 52.0 sek. sem er nýtt
OL-met; Packar Bretlandi varð
önnur á 52.2 sek., 3. Amoorp
Ástralíu 53.4, Munkacsi Ung-
verjalandi fimmta á 54.4 og
sjötta Itkina Sovétríkjunum á
54.4 sek.
1 stangarstökki varð heims-
methafinn Fred Hansen frá
Bandaríkjunum hlutskarpastur,
en Þjóðverjar skipuðu næstu
þrjú sætin. Hansen stökk 5.10
metra sem er nýtt heimsmet,
steinn 1600, Guðrún Þorkels-
dóttir 1000, Héðinn 1000, Ingi-
ber Ól&fsson II 1500, Sigur-
von 1750, Þorbjöm II 1200,
Engey 1050, Súlan 1000, Snæ-
fell 1500, Bára SU 1100, Sigurð-
ur Bjamason 1200, Huginn II
1200, Bjarmi II 1500, Vonin
1400 (tunnur) og Víðir II 1200
mál.
Oddgeir frá Grenivík lenti í
kasti við sovézkan reknetabát
í fyrxánótt, og rifnaði nótin hjá
honum. Islenzku sjómennimir
eru óánægðir yfir því að fá ekki
varðskip eða eftirlitsskip til að-
gæzlu á þessum miðum og er
mikið kapp við veiðarnar hjá
báðum aðilum.
Ástæða er til þess að spyrja
bvort bíða eigi eftir slysum.
Gaston Roelants.
Wolfgang Reinhardt 5.05, Klaus
Lehnert 5.00, Manfred Prauss-
ger sömu hæð, fimmtí. varð
Blinznetsoff Sovétríkjunum 4.95
og Tomasek Tékkólsóvakíu sjötti
með 4.90 m.
Fríðvænlegt
Eitthvað virðist heims-
friðurinn tryggari nú en
í fyrra, ef marka má fjár-
lagafrumvarpið fyrir árið
1965, sem nú liggur fyrir
Alþingi.
Á fjárlögum 1964 var
áætlað til almannavama 4
milj. en skv. frumvarpinu
fyrir 1965 er hún 2.728.000
kr., þ.e. Iækkunin nemur
1.271.000 kr. Þar af eru
áætlaðar skv. frumvarp-
inu 172.880 kr. í laun
handa forstöðumanni al-
mannavarna. en annað er
ósundurliðað