Þjóðviljinn - 18.10.1964, Síða 3
Sumnudagur 18, oktöber 1964
MÓÐVILIINN
SlÐA 3
Ályktanir fjórða þings
Sjómannasamb. Islands
Hér eru birtar ályktanir þær er þing Sjó-
mannasamband Islands gerði, varðandi hags-
muná- og öryggismál sjómanna. — Þingið
var háð í Reykjavík, dagana 3.—4 október.
Um löndun síldar
4. þing Sjómannasambands
Islands skorar á stjómir allra
sfldarverksmiðja á landinu. að
afnema það löndunarfyrir-
komulag, sem nú er búið að
vera lengi, þar sem það er
orðið úrelt og langt á eftir
þeirri tækni sem nú er orðin
á flestum sviðum.
Þingið vill benda á, að lönd-
un síldar í bræðslu er orðin sú
erfiðasta og sóðalegasta vinna
sem þekkist á landinu. Þar sem
vel hefur aflazt og hagur verk-
smiðjanna því góður, krefjast
sjómenn þess, að þær geri átak
í þessu efni, og yfirleitt í öllum
þeim atriðum, er gætu orðið til
að bæta löndunarskilyrði ásfld.
Þingið vill benda á, að í
Noregi þekkist ekki að sjó-
menn landi sfldinni sjálfir og
hefur svo verið lengi. Verk-
smiðjumar annast það sjálfar,
og munu þó geta borgað mun
hærra verð fyrir hráefnið en
hér er gert.
Um vigtun síldar
4. þing Sjómannasambands
íslands telur, að ekki megi
dragast, að komið verði á
þeirri reglu, að sfld til vinnslu
og verkunar verð seld eftir
vigt en ekki eftir máli, eins og
verið hefur fyrir norðan og
austan.
Þingið felur væntanlegri sam-
bandsstjóm, að leita samstarfs
við önnur samtök sjómanna og
samtök útvegsmanna um að
hrinda þvi máli í framkvæmd
að sfld verði vegin en ekki
mæld. enda verði verð sfldar-
innar við það miðað, af hendi
Verðlagsráðs sjávarútvegsins.
Náist ekki samkomulag við
vinnslustöðvamar um skjóta
framkvæmd í þessu máli, telur
þingið, að ekki verði hjá því
komizt, að samtökin beiti sér
fyrr því. að lög verð sett um
að sfld sé keypt af hálfu
vinnslustöðvanna eftir vigt, svo
sem gildir um allan annan
fisk.
Um bætta aðstöðu
til móttöku og bræðslu
síldar
4. þing Sjómannasambands
Islands telur, að nauðsynlegt
sé, að bætt verði aðstaða til
móttöku og bræðslu sfldar svo
veiðiskipin þurfi ekki að bíða
langtímum saman eftir þvi að
hægt sé að losna við aflann.
Þingið beinir því þó til réttra
stjómaraðila, hvort ekki sé
hagkvæmara og réttara að
stefnt sé að því, að leysa vand-
ann með auknu þróarrými og
auknum flutningum í stað þess
sem ráðgert er, að byggja nýj-
ar vverksmiðjur og auka afköst
þeirra sem fyrir eru, og vill
í því sambandi benda á, að
afkastageta verksmiðja þeirra
sem til eru á Norður- og Aust-
urlandi er slík. að bræðslusfld-
araflinn sem fengizt hefur i
sumar, hefði ekki verið nema
30 daga vinnsla fyrr verk-
smiðjumar, ef þær hefðu all-
ar verið i fullri vinnslu.
Um bætta aðstöðu til
ferskfisksmats
Þingið telur að bæta verði
mjög alla aðstöðu til fersk-
<S>-
fisksmats þannig, að matið fari
fram í sérstökum húsakynnum
er staðsett séu sem næst þeim
stað, sem fiskinum er landað.
Þá telur þingið nauðsynlegt,
að' matið sé framkvæmt um
leið og fiski er landað og gerir
kröfu til. að matið fari fram í
affermingarhöfn. Þingið beinir
því tifl. aðildarfélaga sambands-
ins, að þau hvert á sínum stað
vinni að bættri aðstöðu mats-
Skatta- og útsvars-
frádráttur
Þingið felur væntanlegri
stjóm sambandsins að vinna
að því að fiskimenn fái aukinn
frádrátt við álagningu skatts
og útsvars og bendir á, í því
sambandi, að eðlilegast sé að
skattar verði teknir jafnóðum
af tekjum, og er meiri nauð-
syn á því fyrir fiskimenn en^,
aðrar atvinnustéttir, þar sem
tekjur þeirra geta verið mjög
misjafnar frá ári til árs.
Um netafjölda o.fl.
Þingið beinir því til aðildar-
félaga sambandsins að beita
sér . fyrir því að reglugerð um
fjölda þorskaneta sé haldin og
sé það lágmarkskrafa að eng-
inn bátur sé með fleiri iiet í
sjó en hægt er að öllum jafn-
aði að draga í hverri sjóferð.
Þá telur þingið að leggja
beri niður þá venju er tekin
hefur verið upp af einstökum
bátum að vera með tvennskon-
ar eða fleiri tegundir veiði-
tækja í einu eða í sömu sjó-
ferð.
Um bátakjarasamninga
Þingið telur að ekki verði
hjá því komizt, að endurskoða
bátakjarasamninga félaganna,
og felur væntanlegri stjórn
sambandsins að beita sér fyr-
ir því, að kölluð verði saman
ráðstefna fulltrúa frá þeim fé-
lögum innan Alþýðusambands-
ins sem aðild eiga að báta-
kjarasamningum og verði sú
ráðstefna haldin eigi síðar en
um miðjan þennan mánuð, þar
sem segja verður upp samn-
ingum fyrir 1. nóvember n.k.
ef til uppsagnar þarf að koma.
Um lífeyrissjóð
bátamanna
Þingið telur, að nauðsynlegt
sé, að bátasjómenn fái aðild
að lífeyrissjóði togaramanna og
undirmanna á farskipum og
felur væntanlegri sambands-
stjóm að vinna áfram að því
máli.
Um öryggismál
4. þing S.S.l. fagnar þeirri
ákvörðun ríkisstjómarinnar að
verða við höfuðkröfu efðastá
þings Sjómannasambands Is-
lands, að fá mann sem starfi
að skipaeftírliti og geti fram-
kvæmt skyndiskoðanir á örygg-
istækjum og útbúnaði skipa.
Þingið skorar á stjóm S.S.I.
að beita sér fyrir þvi að kom-
ið verði upp trúnaðarmanna-
kerfi samtakanna í sem Ðest-
um verstöðvum og á sem flest-
um skipum sem verði eftírlits-
manni þessum til aðstoðar.
4. þing S.S.I. skorar á milli-
þinganefndir þær er nú fjalla
um öryggismál sjófarenda að
flýta störfum sínum sem mest
og ítrekar í því sambandi fyrri
samþykktir um ráðstafanir til
þess að samband megi hafa við
íslenzk fiskveiði- og flutninga-
skip á ákveðnum tíma sólar-
hringsins. svo fylgzt verði með
hvar þau eru stödd hverju
sinni, svo hjálp megi berast
hið fyrsta, ef slys ber að hönd-
um eða skipi hlekkist á.
Þingið harmar það sleifarlag
sem orðið hefur hjá Landssíma
Islands á því að útvega opnum
skipum og minni vélbátum
hentugar og ódýrar talstöðvar
og endurtekur fyrri kröfur um
að úrbætur á þessu sviði verði
gerðar hið fyrsta.
Sameiginleg
ÁRSHÁTÍÐ
Félags blikksmiða — Félags járniðn-
aðarmanna og Sveinafélags skipasmiða
verður haldin í Sigtúni laugardaginn 31. okt. 1964
og hefst með kvöldverði kl. 7.00 e.h.
— Góð skemmtiatriði —
Aðgöngumiðar afhentir í skrifstofu Félags jámiðn-
aðarmanna að Skipholti 19.
Skemmtinefndin
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS
ÍSLENZK-AMERÍSKA FÉLAGIÐ
TÓNLEIKAR
Sinfóníuhljómsveitarinnar í Pittsburg verða haldnir í Há-
skólabíói laugardaginn 31. okt. kl. 5.
Áskrifendur Sinfóníu'hljómsveitar íslands hafa forkaups-
rétt að aðgðngumiðum dagana 19. og 20. þ.m. (án trygg-
ingar fyrir sætum á sömu þekkjum og venjulega) og ber
að sækja þá í bókaverzlanir Sigfúsar Eymundssonar og
Lárusar Blöndal gegn framvísun skírteina þessa árs.
Verð aðgöngumiða er kr. 100,00, 125,90 og 150,00.
Méðlimum Íslenzk-ameríska félagsins er tryggður viss
fjöldi miða, sem verða seldir hjá Konráð Axelssyni,
Vesturgötu 10 A á sama tíma og að ofan getur.
Miðar, sem af kunna að ganga, verða seldir í bóka-
verzlunum Sigfúear Eymundssonar og Lárusar Blöndal
þann 21. þ.m.
Lausarstöður
Tvær stöður yfirbað- og klefavarða í Sundhöll
Reykjavíkur eru lausar til umsóknar. Umsóknar-
frestur er til 26. október. Umsóknir sendist. til
Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, Tjarnargötu 12.
MERKJASALA
Blindravinafélags íslands
verður sunnudaginn 18. okt. og hefst kl. 10 f.h.
Sölubörn, komið og seljið merki til hjálpar
blindum. — Gróð sölulaun.
Merkin verða afhent í anddyrum þessara skóla.
Austurbæjarskóla, Breiðagerðisskóla, Hlíða-
skóla, Langholtsskóla, Laugalækjarskóla, Laugar-
nesskóla, Melaskóla, Miðbæj arskóla, Mýrarhúsa-
skóla, Vogaskóla, Öldugötuskóla, Kársnesskóla,
Kópavogsskóla og í Ingólfsstræti 16.
— Hjálpið blindum og kaupið merki dagsins.
Merkið gildir sem happdrættismiði
BLINDRAVINAFÉLAG ÍSLANDS.
CHEVY 11 3if)
Mest seldur uf öllum ameríshum smábílum — hentar sem einkabíll og einnig setn leigubíll — 4 strokha vél auk hinna vinsœlu 6 strokka véla 7 mismunandi gerðir, hefur, eins og allir Chevroletbílar, öryggishemía og sérstaklega stcrkbyggt rafkerfi ásamt hinum vinsaslu ryðvarnarm hlífum í brettum — Leitið upplýsinga um þennan vinsœla bíl hjá Bíladeild SÍS.
<r.
•-Yvtn.
BtLADEiLD ■" 1