Þjóðviljinn - 18.10.1964, Side 10
|Q SlÐA
ÞlðÐVILJINN
Laugardagirr 17. oktober 1964
ANDRÉ BJERKE:
EIN-
HYRNINGURINN
— Og svo upphófst þessi und-
arlegi ímjmdunarleikur hennar?
— Já.
Doktor Broch lagði frá sér
gullblýantinn, hallaði sér afturá-
bak og studdi saman fingurgóm-
unum. Það var búið að skil-
greina tilfelli hins erfiða bams.
Hann sagðd eins og hann vseri
að halda fyrirlestur:
— Böm bregðast oft við ó-
samlyndi foreldranna með því
að flýja inn f slíkan leik. Hinn
ímyndaði félagi birtist sem and-
mæli gegn framkomu foreldr-
anna.
— Ó? Rigmor hlustaði með á-
huga á vísindin, en innst inni
bólaði á dálitlum kvenlegum
efa: Er það svona einfalt?
— Já! Fingurgómamir fjar-
lægðust og snertust síðan aftur.
Hið hsettulega í þessum við-
brögðum er það að bamið get-
ur orðið andlega háð ímyndun
sinni og þá er þessi mótmsela-
leikur orðinn að taugaveiklun.
Ó, þetta óhugnanlega orð. Hún
leit á hann snöggum baenaraug-
um. Hvað viljið þér ráðleggja
mér, doktor Broch?
— Að brúðan sem komið hef-
ur þessari ímyndun af stað,
verði fjarlægð hið fyrsta. Það
mikil reynsla 1 raddhreimnum.
Það var eins og hann hefði gef-
ið þetta ráð hundrað sinnum áð-
ur.
— Eigum við að taka Púkk
af henni? En .. það er ómögu-
legt — ?
Broch lyfti hvítri hendi með
hreyfingu sem var þrungin
skilningi og háttvisi. Það verð-
ur að gera með varúð! Og auð-
vitað verður bamið að fá nýja
og skemmtilega brúðu í staðinn.
Rgmor horfði niður á skóna
sína og tautaði: Það samþykk-
ir hún aldrei —
— Góð uppbót. lögð fram sem
óvænt gjöf. sagði sérfræðingur-
inn í bamasálum.
Nei. henni likaði ekki þetta
ráð. En henni var ljóst að hún
yrði að fara eftir því. Vísind-
in eru ekki sérlega uppörfgndi.
Þvi miður hafa þau alltaf rétt
fyrir sér.
— Hvað getum við gert fyrir
hana að öðru leyti?
— Þið hjónin verðið að tala
út! Bamaiæknirinn var staðinn
upp. Með alvitru brosi miðlaði
hann af vísdómi sínum. Þið
hjónin verðið að tala út!
Rigmor reis lika á fætur.
Þakka yður fyrir. doktor Broch.
Hún var vonsvikin og þreytuleg.
— Þetta batnar allt saman
frú mín góð. Hann rétti fram
lífsreynda, hvíta höndina í
kveðiuskyni. Þökk fyrir, það
verða fimmtíu krónur.
HÁRGREIÐSLAN
HárgreiðsJu og
snyrtistofu STETNTJ og DÖDÓ
Laugaveffi 18 TTT h 'flyfta'f
SfMT ->46 16
P E R M A Garðsenda 81. —
SÍMÞ 83 9 68 Hárgreiðslu og
snvrtistofa
D 0 M O R »
Hárgreiðsla við allra hæfi —
TJARNARSTOFAN - Tlamar-
götu 10 — Vonarstrætismegin —
SÍMT: 14 6 62
HARGREIÐSLUSTOFA
AUSTURBÆJAR - rMaría
Guðmundsdóttir! Laugavegl 13
- SÍMT- 14 6 56. — Nuddstofa á
sama stað.
Þegar hún kom út á götuna
eftir heimsóknina til læknisins.
var henni lamandi þungt í
skapi. Hana hafði dreymt þenn-
an voðalega draum í nótt. Og
það var eins og hann hvíldi á
henni eins og mara allan dag-
inn.
Hana hafði oft áður dreymt
hann og alltaf var hann jafn-
stuttur og jafnóendanlegur. Það
var undarlegur draumur, þvi að
hann var án allra mynda og þó
var hann eins og sýn. Aldrei
hafði hún verið eins- vakandi og
í þessum draumi, þótt hann
væri hið dimmasta sem hún gat
gert sér í hugarlund.
Hann hófst á því að hún stóð
fyrr framan glugga — eða vár
það hellsmunni? — og horfði út
í stjömulausa nótt. Fyrst var
ekkert úti nema hið vanalega,
dauða myrkur; það sem er ekki
annað en ranghverfa birtunnar.
Svo gerðist eitthvað ólýsanlegt,
eitthvað sem hún sá ekki. held-
ur fann, eða varð vör við með
einhverju skilningarviti sem hún
gat aðeins haft í draumi. Það
hafði verið eins konar hengi
eða fortjald fyrir nóttinni og nú
klofnaði það og rann til hliðar.
Hún fann hið algera myrkur.
Gunnar hafði einu sinni sagt
henni að hinn algeri svarti litur
væri sá, sem við sjáum gegnum
gat á lokaðri öskju sem að inn-
an er fóðruð með svörtu flauéli.
Hann hafði látið hana horfa
gegnum slíkt gat. En sá sorti
var næstum hvítur í samanburði
við drauminn.
Það var myrkur, jafnsterkt og
öflugt og sólskinið; en það lýsti
ekki, það sogaði. Það dró hana
inn í sig og það var næsta atriði
draumsins: að hún stóð í því
miðju. Og þar sást ekki ljós-
depill en allt var fullt af lífi;
það var eins og eitthvað skrímsli,
lifandi vera, umlyki hana, og
hún var meira vakandi en
nokkru sinni fyrr. Og hún
hrópaði á Gunnar, en hann var
þar ekki, því að hún var eins
alein og hægt er að vera ....
Þannig hlýtur það að vera að
deyja. Það vissi hún eftir þenn-
an draum: við slokknum ekki
út, þegar við deyjum, við
slokknum inn!
Og hún var svo hrædd við að
deyja, því að hún hafði aldrei
lifað á þann hátt að hún þyldi
að slokkna inn. Yfirleitt hafði
hún alls ekki lifað. Og inni
í þessu hræðlega, svarta myrkri
sat hennar eigið ólifaða líf og
beið hennar. Það myndi krefja
hana til ábyrgðar fyrir því að
hafa ekki verið notað til neins.
Æ, hvar ertu. Gunnar?
Það fengi hún bráðlega að
vita. Hún hafði ráfað um hugs-
andi og ekkert tekið eftir hvar
hún fór. Hún leit f kringum sig:
Af hverju var hún héma?
Stöðumælirinn þar sem hún
hafði lagt bflnum, var allt ann-
ars staðar. En svo vissi hún
hvað hafði stjómað ferðum
hennar. Þarna hinum megin við
götuna var veitingastofan.
Hún gekk skáhalt yfir götuna
og stanzaði fyrir framan einn
af háu gluggunum. Hún gægðist
varlega inn: jú. þau sátu þama
við homborð. Bibbi var einmitt
að halla höfðinu upp að öxlinni
á honum.
Auðvitað sátu þau þama inni;
það var einmitt þama sem þau
hittust á hverjum degi. Hún
vissi það. En hún tók það alltaf
jafnnærri sér að fá það stað-
fest.
Hún gekk hratt áfram og
beygði inn í næstu þvergötu.
Af hverju hafði þetta orðið
svona öfugt og snúið hjá henni
og Gunnari? Hafði hann lokað
sig fyrir henni vegna þess að
hún vildd ekki leika ástarleikinn
á hans hátt? Hann hafði stund-
um nálgazt hana næstum —
ruddaiega. Nei, ekki svo að
skilja að hún væri nein pem-
pía, en hún kom frá góðu heim-
ili og allt á að vera með vissum
menningarbrag. Hún vildi að
kynlífið væri eitthvað fínt og
fallegt og fullt af stemmningu,
með ljósum blúndugluggatjöld-
um og biáum fjólum í vasa á
náttborðinu.
Hvað gerði Bibbi? Auðvitað
allt það sem hún sjálf hafði
vegrað sér við að gera. Já, en
hvað, hvað? Ó, hamingjan góða,
nú fór fmyndunaraflið að leika
lausum hala rétt einu sinni; nú
komu allar þessar hroðalegu
sýnir ....
Hún nam staðar og pírðÝ aft-
ur augum. Hvað lífið getur ver-
ið andstyggilegt! Hún fékk ó-
þægindi í magann; henni súm-
aði í munni; henni lá við að
kasta upp. En svo kreppti hún
hnefana. Hún rétti úr bakinu
og stappaði í gangstéttina. Þetta
er rétt á þig, Gunnar! Því ég
veit að þér líður ekkert 'of vel!
Um leið varð hún þess vör að
17
maður var að horfa á hana —
bláókunjjugur maður sem gekk
framhjá rétt í þessu. Hann leit
á einbeittan fótlegginn, fokreitt
hnéð og móðgaða mjöðmina ..
Að jafnaði hefði hún svarað
slíku augnaráði með andstyggð.
f i nú fann hún undarlega kennd
fara um sig.
Þessi maður var enginn Byron
lávarður, með óhreina húð og
grófa andlitsdrætti. En hann var
ungur og hann hafði horft heit-
um augum á líkama hennar.
Reglulega ruddalegt og gráðugt
augnaráð hafði gefið henni vott-
orð. Gimileg.
Og ofsalegar hugmyndir á-
sóttu hana: Ef þessi ólystilegi
náungi hefði dregið mig inn i
næsta port og rifið utan af mér
fötin og nauðgað mér, þá hefði
ég æpt.i Ég hefði æpt hátt og
skerándi — af fögnuði. Af
hverju gerði hann það ekki?
Osló er friðsæl borg; skrímslið
var þegar horfið fyrir götuhorn.
Rigmor gekk yfir á gatnamót-
um gegnt rauðu ljósi; henni var
næstum léttara um hjartað. Hún
horfði með áhuga á hvem ein-
asta mann sem gekk framhjá á
gangstéttinni. Hún lét blúndu-
tjöldin og fjólumar lönd og leið.
Hann sem þama kemur ætti að
vita hvemig mér er innan-
brjósts! hugsaði hún. Hann ætti
bara að vita að hann gæti tekið
mig hér óg nú og án allrar á-
hættu. Qg ég myndi segja við
hann á eftir: Ekki fara, herra
ofbeldismaður, ég vil meira of-
beldi.
En hún kom að bifreiðastæð-
inu án þess að hafa verið dreg-
in inn í eitt einasta port. Svona
er lífið viðburðasnautt.
sauð í henni: I dag viðurkenni
ég engan hámarkshraöa! I dag
ætla ég að vera ökuníðingur!
Um leið og hún ætlaði að fara
að snúa startlyklinum. minntist
hún þess að hún hafði gefið
doktor Broch rangar upplýsing-
ar. Hún hafði sagt að Myrth
hefði fengið Púkk fyrir hálfu
ári. Það var ekki rétt. Honum
hafði fyrst skotið upp i húsinu
þremur mánuðum seinna, dag-
inn eftir að Bibbi flutti inn. Það
skipti svo sem engu máli, en —
hvemig stóð á því að hana hafði
rangminnt svona? Og hvemig
stóð á því að hún varð nú allt
i einu svona róleg?
Þegar hún ók út Drammens-
veginn hélt hún sig samvizku-
samlega undir 70 kílómetra há-
markshraðanum þrátt fyrir allt.
Tveim dögum seinna var
Myrth orðin góð í hálsinum aft-
ur. Nú kom hún heim úr skól-
anum með baktösku. Hún raul-
aði skemmtilega vísu sem hún
hafði lært af kennslukonunni í
dag.
Hún hljóp upp tröppumar að
einbýlishúsinu. Við dyrnar sneri
hún sér við og veifaði brosandi
til einhvers fyrir utan grðng-
una.
Inn í stofunni sátu pabbi og
mamma og ungfrú Hermansen
við matborðið. öll þrjú risu á
fætur þegar Myrth kom inn. Yf-
irleitt voru þau ekki vön að
standa upp þegar hún kom, en
nú gerðu þau það samtímis. Og
þau brostu góðlega og íbyggin
til hennar; það var næstum eins
og það væri afmælisdagurinn
hennar.
— Hvað er á seyði? sagði
Myrth.
Pabbi ræskti sig. Honum
fannst hann vera formaður há-
tíðamefndar. En röddin var ekki
alveg eins glaðleg og broslö átti
að sýna að hann væri.
— Farðu inn í herbergið þitt!
Þar er dálítið handa þér.
— Frá Bibbi frænku! sagði
mamma. Hún talaði líka dálítið
skrýtilega.
— En gaman .. Myrth ská-
skaut sér framhjá þeim án þess
að líta af þeim. Svo gekk hún
afturábak inn í bamaherbergið.
Það var eins og hún vildi ekki
sjá hið óvænta of snemma. Hún
sneri sér ekki við fyrr en hún
kom að rúminu, og þá sá hún
hana.
Það var splunkuný lítil brúða
sem sat á rúmstokknum — i
gamla staðnum hans Púkks. Hún
var með sítt, svart hár úr fín-
asta næloni. Og hún var í há-
rauðum kjól og með gljáandi
lakkskó.
Myrth klappaði saman lófun-
um í hrifningu: Nei, mikið er
hún fín!
Fullorðna fólkið var líka kom-
ið inn. Gafst þú mér hana? góða
frænkan kinkaði kolli. þá á
hún að heita ungfrú Hermansen!
sagði Myrth.
Hún gat ekki horft nógsam-
lega á hana. Að hugsa sér, hún
getur líka sofið! Hún hallaði
henn afturábak, og tvö augna-
Hun settst undir stýri. Það
Allt frá hatti oní skó
H EPPÁD E I LO
CONSUL CORTINA
bflalelga
magnúsap
sklpholti 21
SlmaPí 21190-21185
^iaukur Gju&mundóðOH.
HEIMASÍMI 21037
SKOTTA
FERDIZT
MEÐ
LANDSÝN
# Seljum farseðla með flugvélum og
skipum
Greiðsfuskilmálar Loftleiða:
# FLOGIÐ STRAX - FARGJALD
GREITT SÍÐAR
# Skipuleggjum hópferðir og ein- *
staklingsferðir
REYNEÐ VIÐSKIPTIN
FERÐASKRIFSTOFAN
LAIM D SYN Tr
TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK.
UMBOÐ LOITELEIÐA.
VÖRUR
Kartöflumús * Kókómalt * Kaffi * Kakó.
KR0JN - BÚÐIRNAR.
Sendisvúinar óskast
Hafið samband við skrifstofuna, sími 17-500.