Þjóðviljinn - 11.11.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.11.1964, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 11. nóvember 1964 — 29. árgangur — 248. tölublað. Hressileg tollering í Menntaskólanum 1 gær fóru fram í Menntaskólanum í Reykjavík hinar árlegu tolleringar á busunum cn sú athöfn fer mú orðið fram á ákveðnum tima og undir eftirliti kennara. Að venju var mikið um dýrðir í skólanum í sambandi við þessa athöfn og hér sjáum við eina dömuna svo hressilega tolleraða að hún virðist helzt svífa yfir húsþökumun. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Verður starfsfólk látið sæta fangelsisrefsingu? 0 í fyrradag óskaði Saksóknari ríkisins, Valdi- mar Ste'fánsson eftir skýrslu frá bankaráði Út- vegsbankans um mótmælaaðgerðir starfsfólksins á dögunum og var samþykkt á bankaráðsfundi þá um morguninn að veita saksóknara skýrslu um þessa viðburði. & Þjóðviljinn átti tal í gaer við Saksóknara ríkisins og hafði honum ekki borist þessi skýrsla ennþá. Ekki hefur ennþá verið fyrir- skipuð dómsrannsókn f máli starfsmanna títvegsbankans. En ef dómar ganga fram f þessu máli þá verður dæmt eftir lög- um nr. 33 frá árinu 1915 um bann við verkföllum hjá opin- berum starfsmönnum. Sam- kvæmt þessum lögum sætir sak- araðili sektum og fangeísisrefs- ingum eða embættismissi. Starfsfólk Útvegsbankans í Kona bí&ur bana á Hafnarfjarðarvegi 0 Um kl. 17.30 í gær varð roskin kona fyrir bif- reið við biðskýlið við Ásgarð á Hafnarfjarðarvegi og beið bana. Konan var að fara yfir á eystri helming götunnar og bar þá að bifreið úr Reykja- vík og lenti konan á hægra frambretti bifreiðar- innar. 0 Ökumaðurinn taldi sig ekki geta ge'fið aðra skýringu á slysinu en þá, að hann hafi allt í einu séð konuna við frambretti bifreiðarinnar um leið og slysið varð en þá hefði verið um seinan að bjarga nokkru. Konan var þegar flutt í sjúkra- hús og lézt á leiðinni. 0 Farið var að skyggja og slæmt skyggni er slys- 'ð varð. Þarna við Ásgarð er mikill slysastaður ■\g löngu tími til kominn, að bætt verði þar lýsing annað það gert sem geti komið í veg fyrir að 'T.ro hörmuleg tíðindi endurtaki sig. . Reykjavík ásamt sex útibúum úti um land.eru nær tvö hundr- uð að tölu, og telst það opin- berir starfsmenn, þar sem Út- vegsbankinn er ríkisbanki. Félög bankastarfsmanna eru hinsveg- ar ekki aðilar að B.S.R.B. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem opinberir starfsmenn brjóta gegn þessum gömlu og, úreltu lögum og er þar ■ að minnast fjöldaúppsagna verkfræðinga hér um árið og þegar læknar á sjúki-ahúsum hættu störfum vegna ósæmilegra launa frá hinu opinbera. Mótmælaaðgerðir bankastarfs- fólksins eru ekki tengdar bar- áttu fyrir hækkuðu kaupi. Þar Framhald á 9. síðu. Atkvæði íslands? Ragnar Arnalds hefur lagt fram á Alþingi fyrirspurnir í tveim liðum til utanríkisráð- herra um kjarnorkuflota Atlanzhafsbandalags- ins. Fyrirspurnirnar eru svohljóðandi: J Hver er afstaða ríkisstjórnarinnar til fyr- irhugaðs kjarnorkuflota Atlanzhafsbanda- lagsins (MLF — Multilateral Force)? 2 Hvernig hyggst ríkisstjórnin beita atkvæði íslands á ráðherrafundi NATO, ef áformin um kjarnorkuflota Atlanzhafsbandalagsins verða borin þar undir atkvæði? A tta ára drengur léit er moldahakki hrundi ofan á hann Það slys varð í gær að átta ára drengur beið bana er fjögra metra hár moldar- og sand- bakki hrundi á hann ofan inn við Grensásveg. Jafnaldri hans og leikbróðir slasaðist mikið. Inn við Grensásveg er verið að ganga frá Miklubrautinni og hefur við þær framkvæmdir myndast fjögurra metra hár bakki sunnan vegarins. 1 gær er menn sem þarna eru við vinnu komu úr kaffi, sáu þeir að hrunið var stykki úr bakkanum. Þeim datt ekki slys í hug, og settu vélskóflu tO að moka því upp aftur sem hrunið hafði. En þegar fyrsta skóflan hefur verið tekin, er komið niður á tvo drengi, sem lágu þar samhliða í bingnum. Báðir voru þeir meðvitundar- lausir. Verkamennirnir hófu þegar lífgunartilraunir, og kom annar drengjanna fljótlega til lífs. , Sjúkrabíll kom fljótlega á vettvang og flutti drengina á Nýtt pípuorgel á Húsavík HÚSAVÍK 9/11 — Nýtt pípu- orgel var vígt í gær á árlegum kirkjudegi í Húsavíkurkirkju. Pípuorgelið kostaði kr. 450 þús- und uppsett. og er dönsk smíði eftir Axel Starup. Kirkjuorganisti var Reynir Jónasson, en hann spilaði í hljómsveit Svavars Gests á sín- um tíma. slysavarðstofuna, en annar þeirra var látinn er þangað kom. Hinn var síðan fluttur á Landspítal- ann og er hann mikið slasaður — talinn höfuðkúpubrotinn. Báðir drengimir voru átta ára að aldri, leikfélagar og skóla- félagar. Sá sem beið bana hét Birgir Markússon, til heimilis að Heiðagerði 124. Félagí hans heitir Eggert Guðmundsson, til heimilis að Heiðagerði 76. Þriggja óra drengur fórst f bíl- slysi í Hafn- arfirði Á hádegi í gær var Iítill drengur, þriggja ára gam- all, fyrir bifreið á Arnar- hraijni við Hafnarfjörð og lézt samstundis. Drengurinn var að leika sér á þríhjóli og hafði hjólað út á götuna. Þá bar þar að Ford-sendiferðabíl. Ökumaðurinn kom auga á drenginn og hemlaði, en á- takið var meira en svo að hemlamir þyldu og biluðu þeir er bifreiðin var komin mjög nálægt drengnum, og ók hún yfir hann. Pressuballíð Undirbúningurinn undir Pressuballið er nú í fullum gangi. Til þess að setja skemmti- legri blæ á salinn á Sögu hef- ur Blaðamannafélagið ákveðið að skreyta hann nokkuð og feng- ið ógætan Iistamann, Steinþór Sigurðsson leiktjaldamálara Leikfélagsins til þess að hlaupa undir þann bagga. Mun hann einkum notast við ýmsan merki- legan frumskógagróður, sem garð yrkjustöðin Eden í Hveragerði hefur lánað, og er sízt að efa, að vistlegt verði um að litast og allir þekkja handbragð Stein- þórs. Fráteknir miðar óskast sóttir í síðasta Iagi kl. 4—6 í dag á Hótel Borg, suðurdyr. Fáeinir ósóttir miðar verða seldir á sama stað og tíma og einnig á Morgunblaðinu. Tuttugu og þrjur hjúkrunur- konur útskrifuðust í huust 29. október sl. útskrifuðust frá Hjúkrunarskóla Islands 23 nýj- ar hjúkrunarkonur og sjást þær hér á myndinni ásamt skóla- stjóra og einum kennara. Sitjandi frá vinstri: Sigríður Árnadóttir frá Keflavík, Bjarn- dís Ásgeirsdóttir frá Reykjavík, Svanhildur Edda Bragadóttir frá Reykjavík, Þorbjörg Jóns- dóttir skólastjóri, Sólveig Jó- hannsdóttir kennari, Kristín María Einarsdóttir frá Seyðis- firði, Kristín Helga Hákonar- dóttir frá Reykjavík, Jóhanna Björk Höskuldsdóttir frá Drangs- nesi, Rósanna Louise Webb frá Keflavík, ^ Standandi frá vinstri: Guðríður Vestmann Guðjóns- -®dóttir frá Kópavogi, Simonette Bruvik frá Reykjavík, Brynhild- ur Ósk Sigurðardóttir frá Rvík, Herdís Kristjánsdóttir frá Rvík, .Tóna Kristín Fjalldal Halldórs- dóttir frá Keflavík, Guðrún Sig- ríður Jóhannsdóttir frá Rvik, Bergdís Helga Kristjánsdóttir frá Keflavík, Sólrún Sveinsdóttir frá Rvík, Eva Thorarensen frá Rvík, Þvri Jónsdóttir frá Hellissandi, Lilja Sigurðardóttir frá Rvík, Ása Guðrún Ottósdóttir frá Rvík, Gunnhildur Sigurðardóttir frá Siglufirði, Guðrún Eygló Guð- mundsdóttir frá Húsatóftum, Skeiðum í Árnessýslu. Á mynd- ina vantar Rhodalind Ingólfs- dóttur frá Kópavogi og Dísu Sig- fúsdóttur frá Geirlandi á Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu. < 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.