Þjóðviljinn - 11.11.1964, Blaðsíða 5
Miðvik'udagur 11. nóvember 1964
ÞIOÐVILIINN
Handknattleiksheimsókn til Vals:
Dönsku meistaramir leika
fjóra leiki hér á næstunni
Handknattleikslið Vals er að fá hingað kapp-
lið frá Ajax í Kaupmannahöfn, einu af forystu-
félögum á sviði handknattleiksíþróttarinnar í
Kaupmannahöfn. Danirnir heyja hér fjóra leiki,
hinn fyrsta gegn íslandsmeisturum Fram í í-
þróttahúsinu á Keflavíkurflugvelli n.k. sunnudag.
Idræetsforeningen AJAX frá
Kaupmannahöfn, hefur sem
fyrr vaí- sagt alla tíð verið
í hópi forystufélaga á sviði
handknattleiksíþróttarinnar frá
þvi að skipulögð handknatt-
leiksstarfsemi hófst í Dan-
mörku. Þetta félag hefur sigr-
að í Dánmerkurmeistarakeppn-
inni í handknattleik oftar en
nokkuð annað félag eða alls
átta sinnum. Það hefur leikið
í 1. deildinni dönsku öll árin
frá því deildaskipting var tek-
in upp eða frá árinu 1946 að
undanskildu keppnistímabilinu
1960-1961. Eins og að líkum
lætur hefur félagið jafnan átt
góðum ieikmönnum á að skipa
og oft lagt menn til í lands-
liðið og úrval Kaupmannahafn-
ar. Nú fyrir skömmu völdu
Danir 30 menn til æfinga und-
ir næstu heimsmeistarakeppni,
sem fram fer i Svfþjóð árið
1967. 1 þeim 30 manna hóp,
sem valin var voru 5 úr Ajax.
1 landsleik við Norðmenn í
byrjun nóvember átti Ajax 2
leikmenn.
Ajax var Danmerkurmeistari
1964, hlaut 28 stig í 18 leikj-
um, skoruðu 382 mörk gegn
313. Urðu þeir 4 stigum á und-
an höfuðkeppinautum sínum
Aarhus KFUM. Ajax tekur því
á þessum vetri þátt í Evrópu-
EM 1VÝ.IAR BÆKIIR
Síðustu daga hafa eftirtuldar bœkur homið í bókaverzlanir:
Hviknl er konuást
eftir Guðrúnu frá Lundi. Þessi saga Guð-
rúnar hefur hvergi birzt áður. Sagan ger-
ist á fyrri hluta þessarar aldar og hefst á
því, er útflytjendur til Ameríku eru að
yfirgefa landið. Sagan lýsir átökunum í ís-
lenzku þjóðlífi, þegar einstaklingar og heil-
ar fjölskyldur slitu öll tengsl við vini og
ættingja, börnin yfirgáfu foreldra sína og
unnustur og eiginkonur gengu frá mökum
sínum. — Lfklega er þetta átakanlegasta
tfmabilið í sögu íslenzku þjóðarinnar. Og
Guðrún frá Lundi lýsir því látlaust og
snilldarlega, enda er þetta bezta bók
hennar.
Heillar mig Spánn
eftir Fredrik Wislöff. —• Spánn er heillandi
land. Saga Spánar er stórbrotin. Spænska
þjóðin er glæsileg og tignarleg í fasi. List
hennar sérstæð, og margt sem vekur at-
hygli ferðamannsins. Landið er brú milli
tveggja heimsálfa. Þar hafa geisað upp-
reisnir og styrjaldir meira en í nokkru öðru
landi í Evrópu. Höfundurinn kynnir okkur
þetta litríka land, sögu þess, listina og hið
ólgandi líf. Bókin er falleg og ágætlega
skemmtileg.
Fiillimniinn Vosliiulinfs
eftir Cyril Scott. — Þýðandi Steinunn
Briem. — Fullnuminn Vestanhafs er fram-
hald hinnar frægu bókar tónskáldsins og
rithöfundarins Cyril Scott, FULLNUMINN
þar sem hann segir frá kynnum sínum af
dularfullum spekingi. Hér hittast þeir aft-
ur í Bandaríkjunum, og lýsir Scott á fjör-
legan hátt hinni amerísku útgáfu af meist-
aranum.
Loniling með lífid aO veði.
Skáldsaga eftir J. Castle og Arthur Haily.
Þýðandi Hersteinn Pálsson. — Viðburður
sá, sem hér er lýst, gerist að nóttu. Stór
flugvél er á leið yfir hinn ókleifa fjallgarð
milli Winnipeg og Vancouver. í vélinni eru
35 farþegar, en báðir flugmennirnir eru
meðvitundarlausir, höfðu fengið matareitr-
un. Með eindæma snarræði bjargar flug-
freyjan áhöfn og farþegum. — Sagan er
byggð á sönnum viðburði.
Todda frá Blágartfi
eftir Margréti Jónsdóttur. — Margrét Jóns-
dóttir er fyrir löngu þjóðkunn, bæði af
sögum og Ijóðabókum. Síðasta Ijóðabók
hennar, í VÖKULOK, kom út fyrir nokkr-
um vikum og er uppseld hjá útgefanda,
en nokkur eintök munu liggja hjá bóksöl-
um úti á landi. — En þetta er sagan um
TODDU litlu eða Þórdísi Sveinsdóttur. —
Hún á íslenzka móður en danskan föður.
Og sagan segir frá ýmsum ævintýrum, sem
Todda lendir í með leiksystkinum sínum
í fæðingarborg sinni Kaupmannahöfn.
Smáfólk,
tíu sögur eftir Guðrúnu Jacobsen. — Þetta
er fimmta bók Guðrúnar og tvær síðustu
bækurnar hefur hún sjálf myndskreytt. í
sögum Guðrúnar Jacobsen skiptist á létt
gamansemi og þung alvara. Fyrri bækur
hennar hafa hlotið ágæta dóma. Sumar
sögurnar í þessari bók eru snilldarvel
skrifaðar.
Stjörnuspáin
eftir R. H. Nylor. — Viltu þekkja sjálfan
þig og vita hvað framtíðin ber í skauti
sínu? Hefurðu gaman af að kynnast lyndis-
einkennum kunningja þinna og vina? —
Stjörnuspáfræðin er bezta fræðigreinin,
sem hægt er að fara eftir, þegar skyggnst
er eftir huldum rökum framtíðarinnar og
örlögum manna. — Bókin er byggð á ævi-
langri rannsókn eins mesta stjörnuspá-
manns vorra tíma, Englendingsins R. N.
Nylor. — í bókinni er margan fróðleik að
finna og allir hafa af henni nokkra ánægju.
Hörnin í Löngugöln
eftir Kristján Jóhannsson. — Sagan gerist
í Reykjavík. Höfundurinn er ungur kenn-
ari, og hann þekkir börnin í umhverfinu.
Börnin í Löngugötu eru býsna mörg, og
ekki er hægt að lýsa þeim öllum. En við
fáum að kynnast honum Steina, hann er
10 ára. Beint á móti eiga tvíburasysturnar
heima, þær Hulda og Kristín. Þær eru 9
ára, og enginn nema mamma þekkir þær
sundur. Og svo er hann Danni og fjörkálf-
urinn hún Finna.
liósalín
eftir Johanne Spyri. — Þýðandi Freysteinn
Gunnarsson. — Rósalín er orðin átta ára.
Hún heitir annars Þeresía, en er alltaf köll-
uð Rósalín. Nafnið fékk hún af því að hún
var svo elsk að blómum. Þetta er falleg
saga. Höfundinn, Johanne Spyri, þekkir
fjöldi manna, sem lesið hafa Heiðu og
Smaladrenginn Vinzi. Og þýðandann, Frey-
stein Gunnarsson, þekkja allir landsmenn.
Kim og lircnnuvargarnir.
Bækurnar um Kim og félaga hans eru
orðnar svo kunnar, að ekki þarf annað
en minna á, þegar ný bók kemur. Og nú
er ný bók komin og verður eflaust horfin
ur bókaverzlunum fyrir jól.
BIóð-Rcfur
eftir Karl May. — Bókin um Blóð-Ref er
framhald sögunnar „Andi eyðimerkurinn-
ar“, og gerist á slóðum Indíána í Banda-
ríkjunum. Sagan er spennandi eins og allar
bækur eftir KARL MAY.— Áður eru komn-
ar eftir hann: Bardaginn við Bjarkargil,
Sonur veiðimannsins og Andi eyðimerkur-
innar.
LEIFTUR
keppni meistaraliða. Mæta þeir
í fyrstu umferð Finnlands-
meisturunum Union frá Hels-
ingfors. Það er þvi augljóst
að hér er á ferð eitt sterkasta
handknattleikslið, sem Danir
eiga nú og er það von gest-
gjafanna, að lið þetta veiti ís-
lenzkum handknattleiksunn-
endum nokkra skemmtun.
Ajax — Fram
Fyrsti leikur Ajax hérlendis
verður sunnudaginn 15. nóvem-
ber klukkan 16.00 og fer sá
leikur fram í íþróttahúsi her-
námsliðsins á Keflavíkurflug-
velli. Það eru íslandsmeistar-
arnir úr Fram, sem mæta Dan- '
merkurmeisturunum í þessum
fyrsta leik þeirra. Fyrir Fram
verður þetta nokkurskonar
lokaprófraun undir leik þeirra
í Evrópumeistarakeppninni
gegn Svíþjóðai-meisturunum
Redbergslid í Gautaborg 8.
desember n.k. Verður leikur
þessi án efa mjög spennandi
og tvísýnn.
Á undan leiknum leika A og
B unglingalandslið er ung-
lingalandsliðsnefnd H.S.I. hef-
ur valið.
Ajax — Valur
Næsti leikur verður svo í í-
þróttahúsinu að Hálogalandi
þriðjudaginn 17. nóvember kl.
20.15. Þá mun lið gestgjafanna
VALUR leika gegn Ajax. Verð-
ur fróðlegt að sjá hvernig hinu
unga efnilega liði VALS tekst
upp gegn Danmerkui-meistur-
unum.
Áður en leikurinn hefst
munu III. aldursflokkur frá
Val og Víking leika.
Ajax — FH
Þriðji leikur Ajax verður svo
fimmtudaginn 19. nóvember
í íþróttahúsinu að Hálogalandi
klukkan 20.15. Mæta þeir þá
Islandsmeisturunum (utanhúss)
F.H. Verður sá leikur vafalítið
tvísýnn og spennandi. F.H. hef-
ur ágætu liði á aö skipa og
hafa þeir verið í forystusveit
íslenzkra handknattleiksliða
mörg undanfarin ár.
Þetta leikkvöld hefst með
baráttu milli mjög efnilegra
liða frá Val og K.R. í öðrum
aldursflokki.
Ajax — Úrval HSl
Síðasti leikur Ajax verður
laugardaginn 21. nóvember kl.
17.00 í íþróttahúsinu á Kefla-
víkurflugvelli. Mæta Danir þá
úrvali, sem landsliðsnefnd
Handknattleikssambands Is-
lands hefur valið. Þessi leikur
verður lokaprófraun væntan-
legs landsliðs gegn Spánverj-
um.
Meistaraflokkur kvenna frá
Val og F.H. leika forleik þenn-
an dag og verður án efa
skemmtileg og fjörug barátta
milli þessara kvennaliða. Val-
ur teflir fram. Isiandsmeistur-
um kvenna, bæði utanhúss og
innan. Kvennalið frá F.H. hef-
ur undanfarin ár annað hvort
haft íslandsbikarinn undir
höndum eða verið í mjög ná-
inni snertingu við hann.
Eftirtaldir leikmenn eru í
liði AJAX:
Morten Petersen (1), aðal-
markvörður liðsins, reyndur
leikmaður. Hefur leikið sextán
landsleiki og verið 43 sinnum
i Kaupmannahafnarúrvali. Var
í liði Dana á síðustu HM.
Peter Nielsen (5) er einn
marksælasti maður liðsins og
hefur undanfarin þrjú keppn-
istímabil verið meðal þriggja
markhæstu leikmanna í 1.
Fiamrald á 9. síðu.
SfÐA g
Stjórn HSÍ ein-
róma endurkjörin
á þinginu
■ Ársþing Handknattleikssambands íslands var
haldið í íþróttahúsi KR1 við Kaplaskjólsveg sl.
laugardag.
Formaður sambandsins, Ás-
björn Sigurjónsson,' setti þingið
ög bauð fulltrúa og gesti vel-
komna.
Viðburðaríkt starfsár.
I skýrslu formanns kom
fram, m.a. að þetta sjöunda
starfsár Handknattleikssam-
bands íslands, hefur verið hið
viðburðaríkasta. Nægir þar að
nefna þátttöku íslendinga í
heimsmeistarakeppninni í
handknattleik í Tékkóslóvakíu
á s.l. vetri, Norðurlandameist-
aramót kvenna, sem háð var
hér í Reykjavík í sumar og
lauk með glæsilegum sigri fs-
lenzku stúlknanna, heimsóknir
erlendra kappliða, auk allra
mótanna.
Umræður urðu fjörugar á
handknattleiksþinginu og var
ýmsum málum hreyft og gerð-
ar um þær samþykktir.
Stjóm Handknatleikssam-
bands Islands var einróma
endurkjörin f þinglok, en hana
skipa Ásbjörn Sigurjónsson,
formaður, Axel Einarsson,
Björn Ólafsson og Valgeir Ár-
sælsson.
BLAÐBURDUR
Þjóðviljann vantar nú þegar fólk til blaðburðar í
þessi hverfi:
VESTURBÆR: Hjarðarhagi — Melamir — Tjarn-
argata. — AUSTURBÆR: — Grettisgata — Skúla-
gata — Höfðahverfi — Laugateignr — Meðalholt
— Lang-ahlíð — Miklabraut — Mávahlíð —
Blönduhlíð. KÓPAVOGUR. Laus hverfi í Vestur-
bæ: Hraunbraut — Kársnesbraut. — Hófgerði —
Holtagerði. Umboðsmaður í Kópavogi sími 40-319.
Þ J ÓÐVTL JINN — Sími 17-500.
Bazar
Verkakvennafélagsins Framsóknar, verður hald-
inn í dag, miðvikudag, kl. 2 e.h. í Góðtemplarahus-
inu. Mikið af góðum munum, gott verð.
Kaupið og gerið góð kaup.
Bazarnefndin.
A ðstoðar/æknisstaða
Staða aðstoðarlæknis II við handlækningadeild
Landspítalans er laus til umsóknar frá 1. janúar
1985. Staðan veitist til 2ja ára. Laun samkvæmt
kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsókn-
ir með upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri
störf sendist stjómarnefnd ríkisspítalanna, Klapp-
arstíg 29, Reykjavík, fyrir 1. desember næstkom-
andi.
Reykjavík, 30. október 1964.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
Staða aðstoðarstá/ku
við Náttúrugripasafn íslands er laus til umsóknar.
Vélritunar- og málakunnátta nauðsyh. Laun sam-
kvæmt hinu almenna launakerfi opinberra starfs-
manna. Staðan veitist frá næstkomandi áramót-
um eða nú þegar. Umsóknir sendist Náttúrugripa-
safninu fyrir 21. nóvember næstkomandi.
t
/