Þjóðviljinn - 11.11.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.11.1964, Blaðsíða 4
SlÐA MÖÐVILJINN Miðvikudagur 11. nóvember 1964 nomfiuiNN Ctgelandi: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Suðmundsson. Ritstjóri Sunnndags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19, SímJ 17-500 (5 Unur). Áskriftarverð kl. 90,00 á mánuði. Aukinn kaupmáttur Segja má að það sé að verða trúarjátningara'triði í áróðri atvinnurekenda og íhaldsblaðanna að kaup á íslandi megi ekki hækka. Verkamönnum og öðrum launþegum er vorkunn þó þeim finnist þetta hjáróma trúarjátning á tímum þegar sjávar- afli er meiri en nokkru sinni í sögunni og útflutn- ingsviðskipti hin hagstæðustu. Stórgróði safnast í hendur auðmanna og braskara en alþýðu manna er sagt, að engin leið sé til að auka kaupmátt launa hennar. rjri _ ... Iforystugrein nýútkomins heftis af tímaritinu Rétti ræðir ritstjórinn .Einar Olgeirsson þetta mál og bendir þar m.a. á að kaupmáttur tíma- kaupsins hafi fyrir sex árum verið 97 (miðað við 100 1945). Hann sé nú enn milli 80 og 90. Þessum mismuni verði tafarlaust að skila launþegum og tryggja síðan stöðugt hækkandi grunnkaup. — „Verkalýður og aðrir launþegar hafa reynt að bæta sér upp kaupránið með þrotlausum vinnuþræl- dómi“, segir Einar í framhaldi af þessu. „Óstjóm atvinnurekendastéttarinnar á þjóðarbúskap Islands hefur nú leitt til þess að íslenzk alþýða býr við lengstan vinnudag í Evrópu og sto'fnar heilsu sinni, menningu og raunverulegu félagsfrelsi í voða með þessum þrældómi. Þeir íslenzkir a't- vinnurekendur, sem ekki geta skipulagt iðnað og verzlun af slíku viti og fors.já að launþegar geti lifað mannsæmandi lífi af átta tíma vinnudegi, hafa ekkert í þeim atvinnurekstri að gera. Vinnu- þrældómurinn kveður upp dauðadóminn yfir einkaframtakinu, e'f það stendur sig ekki betur en það he'fur gert. íslenzkur verkalýður mun hvorki þola íslenzkri atvinnurekendastétt1 at- vinnuleysi, verðbólgu eða vinnuþrældóm. Sýni at- vinnurekendastéttin sig ekki færa um nú fram 'til júní 1965 að gerbreyta svo stjóm sinni á at- vinnulífinu, að atvinnuleysi og verðbólgu sé af- stýrt og veruleg grunnkaupshækkun framkvæmd og vinnutíminn stórlega styttur, þá er alveg ó- hjákvæmilegt fyrir íslenzkan verkalýð að fara að búast til að taka sjálfur stjórnvölinn á atvinnulíf- inu í sínar hendur í ríkum mæli. Og það er satt að segja- ekki líklegt eftir fyrri reynslu af þröng- sýni voldugustu og harðskeyttustu atvinnurek- endanna, að þeir megni að framkvæma hina óhjá- kvæmilegu endurskipulagningu íslenzks atvinnu- lífs öðru vísi en með tilsögn og aðhaldi íslenzkrar verkalýðshreyfingar.“ Hér er gripið á máli sem líklegt er að verði mlk- ið rætt og ritað um næstu mánuði. Alþýða landsins mun ekki sætta sig við að vera nein hornreka í íslenzku þjóðfélagi, heldur treysta sam- tök sín og sækja rétt sinn. Einar leggur áherzlu á að atvinnurekendur hefðu getað borgað grunn- kaupshækkun í samningunum á þessu ári og hefðu átt að gera það. Þeir hafi fengið árs frest, en þá verði reikningurinn að greiðast. Verkalýðshreyf- ingin muni þá knýja fram kröfur um verulega grunnkaupshækkun án þess að auðmannastett- inni haldist uppi að velta henni yfir á þjóðfélao- ið með því að setja verðbólguhjólið í gang á ný. Samþjöppun framkvæmdavaidsins Reykjavík leiðir til ofstjórnar seg/o flutningsmenn fillögu um dreifingu fram- kvœmdavalds og eflingu á s]álfssf}órn héraSa Annars staðar í blaðinu í dag er birt þingsályktunar- tillaga um dreifingu framkvæmdavalds o.fl-, sem þrir þing- menn Alþýðubandalagsins flytja. Hér fer á eftir greinar- gerðin, sem frumvarpinu fylgir. ÞINGSIA ÞIÓÐVILJANS „Mikið hefur verið rætt að undanfömu um jafnvægisleys- ið í byggð landsins. Allir virð- ast vera á þeirri sko.ðun, að hinn öri vöxtur höfuðborgar- innar og nágrannabyggða henn- ar á kostnað ýmissa byggðar- laga úti á landi sé ekki æski- legur. Ýmsar tillögur hafa ver- ið uppi um það, hvað tiítæki- legast væri að gera til þess að hamla gegn fólksflutningum úr vissum byggðarlögum. Oftast hefur því verið hald- ið fram, að fólksflutningamir utan af landi til höfuðborgar- innar og nágrennis hennar stöf- uðu af ótryggri atvinnu, lægri launum eða verri lífskjörum úti á landi, en hér væru í þétt- býlinu við Faxaflóa. Mörg dæmi eru þó til, sem sýna á ótví- ræðan hátt, að þessar ástæður eru ekki fyrir hendi, þar sem byggðin úti á landi á þó greini- lega í vök að verjast fyrir að- dráttarafli höfuðborgarinnar. LÆGRI TEK.TTJR í REYKJAVÍK Opinberar skýrslur sýna t.d. að atvinnutekjur verkamanna, sjómanna og iðnaðarmanna^ hafa verið hærri í nokkur und- anfarin ár í ýmsum byggðar- lögum úti á landi en í Reykja. vik. Vöxtur þeirra byggðarlaga hefur þó ekki orðið teljandi á þessum árum og lítill í sam- anburði við nágrannabyggðir Reykjavíkur. Þó að á þessar staðreyndir sé bent, skal ekki úr þvi dregið á neinn hátt, að auðvitað hefur atvinnuör- yggi og góð lífsafkoma úrslita áhrif á þróun hvers byggðar- lags. En fram hjá hlnu má ekki líta, að ýmis önnur atriði en launakjörin og atvinnu- möguleikar hafa einnig mikil áhrif á vaxtarskilyrði nútíma- byggðar. Góðar samgöngur hafa mikil áhrif. Skilyrði til mennt- unar skipta líka máli. Og yf- irleitt skiptir miklu máli að- staðan til þess að llfa menn- ingarlífi og til þess að geta komið áhugamálum sínum og hugðarefnum fram. ERFITTART ÁSTTJND- UN MENNINGARLÍFS Aðstaðan í þessum efnum er í mörgum tilfellum mjög léleg úti á landi og allt önnur og verri en { Reykjavík og ná- grannabyggðum hennar. Þrðun- in hefur orðið sú um nokk- urra ára skeið, að í Reykja- vík hefur setzt að svo að segja allt miðstöðvar- og fram- kvæmdavald Iandsins. Þar eru allir stjórnendur fræðslumála, vegamála og hafnarméla. Þar er tryggingastofnun alls lands- ins. Þar eru lánveitingasjóðir alls landsins. Og þar eru mið- stöðvar allra samgangna. 'f Reykjavík er fjárveitingavaldið og allar framkvæmdastofnanir bess. Samþjöppun þessa mikla valds í Reykjavík hefur í ýms- um tilfellum Ieitt til algerrar ofsfjómar, sem sárlega hefur hvílt á athafnasemi þess fólks, sem heima á úti á landi. Skýrt dæmi um slíka ofstjðm er sú skipan, sem nú er ráðandi i úthlutun og afgreið<0u fbúðar- búsalána. landbúnaðarlána n" stofnlána sjávarútvegsins. ÓHENTUGT FYRIRKOMULAG Nú er t.d. þannig um hnút- ana búið varðandi úthlutun og afgreiðslu íbúðarlána, að láns- umsækjandi, sem býr í smá- þorpi austur á landi eða vest- ur á fjörðum, verður að senda vandútfyllta skýrslu um fyrir- hugaðar byggingarframkvæmd- ir sínar til stofnunar í Reykja- vík. Sú stofnun þarf fyrst að samþykkja bygginguna, stærð, gerð og skipulag, áður en til lánveitingar getur komið. Þessi byggingarlánastofnun í Reykja- vík getur síðan ákveðið, að Páll Pálsson á Raufarhöfn skuli fremur fá umbeðið lán en Jón Jónsson á Flateyri. Þegar bygg- ingarlánastofnunin hefur ákveð- ið að veita umsækjanda íbúð- arlán, verður hann enn á ný að senda margvísleg skjöl og skilríki og umboð til einhvers aðila í Reykjavík, til þess að þar sé hægt að ganga formlega frá láninu og greiða lánið út; annars staðar virðist ekki vera mögulegt að ganga formlega frá því. Allt er þetta skipulag með þeim hætti, að líkast er því, að verið sé að hræða fólk úti á landi frá því að sækja um lán til íbúðarhúsabygginga. Svipað fyrirkomulag þessu er einnig ríkjandi hjá stofnlána- sjóðum landbúnaðar og sjávar- útvegs, sem krefjast þess skil- yrðislaust, að aðeins hér i Rvík sé formlega gengið frá öllum lánum þeirra sjóða. ÓSTJÓRN Reglur sem þessar eru til orðnar í samræmi við hina riku tilhneigingu til samþjöpp- unar valds í Reykjavík og til þess, að hér skuli öll stjómun og öll framkvæmdastjóm vera. Hér er um ofstjómun að ræða, sem veldur þeim, sem heima eiga fjarri Reykjavík, margvís- legum erfiðleikum. Oft leiðir skipulag eins og þetta til þess, að fólk' úti á landi nýtur í framkvæmd minni réttar en þeir, sem auðveldast eiga með að sækja til framkvæmdavalds- ins. Full ástæða er til, að komið verði upp þvi lánveitingakerfi, sem geri það mögulegt, að ibú- ar í hverjum landsfjórðungi eða hverri sýslu geti í sínu heimahéraði gengið frá almenn- ' um lánum og fengið þau þar greidd út. Vissulega kæmi til greina að haga veitingu • íbúðarhúsalána þannig, að yfirstjóm húsnæð- ismálalána í Reykjavík veitti hverju sinni heildarlánveiting- arfjárhæð í hvert lánaumdæmi (sem mættu vera nokkur í landinu) og síðan úthlutaði sérstök nefnd í hverju um- dæmi lánunum þar, á milli um- sækjenda í umdæminu. SLÁANDI DÆMI Nú er öll yfirstjóm vegagerð- ar ríkisins staðsett í Reykjavík. í Reykjavík eru allar brýr, ,sem ráðgert er að byggja, teiknaðar, og hið sama er að segja um önnur mannvirki, sem vega- gerðin sér um. Allir, sem ræða vilja við yfirvöldin um fram- kvæmdir í vegamálum, verða að leggja leið sína til Reykja- víkur. Auðvitað væri hægt að hafa undirbúnings- og ifram- kvæmdaskrifstofur vegagerðar- innar á nokkmm stöðum á landinu. Hvers vegna ætti t.d. ekki að vera hægt að hafa sér- staka vegagerðarskrifstofu stað- setta á Norður- eða Austur- landi fyTir þau verkefni, sem þessum landshlutum tilheyra? Þar ætti að teikna þær brýr, sém þar eiga að byggjast, og undirbúa á verkfræðilegan hátt þau verk, sem þar eiga að vinn- ast. Aðalskrifstofa vegamála- stjóra gæti eftir sem áður ver- ið í Reykjavík. Hið sama er að segjá um skipulag vitamálaskrifstofunn- ar. Hún gæti einnig verið í Framhald á 9. síðu. Stjórnarvöldin athugi á ætlunarráhið í tæka tíð I fyrradag var m.a. til u«n- ræðu á Alþingi frumvarp Ein- ars Olgeirssonar, um áætlunar- ráð ríkisins. Þjóðviljinn hefur áður birt þetta frumvarp og verður þvf aðcins rakið hér hið helzta úr ræðu Einars, er hann talaði fyrir frumvarpinu. Einar sagði, að nú hefði komið f ljós, að hinir ýmsu aðilar hefðu gert áætlanir t.d. f raforkumálum, um áburðar-. framleiðslu o.fl. Þessar áætl- anir væm góðra gjalda verð- ar, hver um sig, en þegar bet- ur væri að gáð kæml í ljós að þær væm sundurlausar og út í hött, þar sem aldrei væri t þeim tekið tillit til þjóðar- búskaparins f heild. Þá ræddi Einar nokkur dæmi þessu til sönnunar en vék sfðan að þetrri vinnuhagræðingu, sem nú væri mikið státað af. Hann sagði að þetta vær aðens skipulagn- ing á vinnuþrældómi, reynt að gera verkafólkinu kleift að flýta sér sem allra mest. Það sem þyrfti til að spara fram- leiðslukostnað og vinnuafl við framleiðsluna væri fyrst og fremst hagræðing á atvinnulíf- inu sjálfu. 22 frystihús Ræðumaður sagði, að hver atvinnurekandi hér vildi ólm- ur starfa einn út af fyrir sig. Þarna störfuðu fáeinar hræður hver ofaní annarri en þó mætti ekki sameina það í eitt stórt fyrirtæki. Gott dærni um óráðsíuna væri er 22 frystihúsum hafi verið dritað niður á leiðinni frá Keflavik til Reykjavíkur. Þá hefðu árið 1960 veriö starfandf hér 9 skóverksrr.iðjur o.fl. o.fl. Með þessum smáatvinnu- rekstri gætum við aldrei stað- ist samkeppnina við erlendar vömr. Til þess þyrftum við^að setja upp miðstöð fyrir fram- leiðslugreinarnar og framleiða með heill þjóðarbúsins fyrir augum en ekki einstakra at- vinnurekenda. „Þunn“ atvinnurek- endastétt Þá minntist Einar á auð- mannastéttina erlendis, sem væri vön að sjá skipulagn- ingarþörfina sjálf. Hérna væri öðm máli að gegna. Hver smá- atvinnurekandinn kúldraðist f sínu horni og kennir svo höft- um og kröfuhörðum verkalýð um, ef fyrirtækið fer á haus- inn hjá honum. Áaétlunarráð ríkisins ætti að ráðleggja iðnrekendum hvernig ætti með tilliti til rekstrar- hagkvæmni að reka iðnaðinn. Með því að skipuleggja framleiðslufyrirtækin gætum við t.d. tekið tillit til stað- setningar þeirra, það skipti ekki svo miklu fyrir þjóðar- heildina hvar þau væm sett niður, en það skipti hins veg- ar meginmáli fyrir smáþorp út á landi, ef þar yrði sett upp stórt iðnfyrirtæki. Þá sagði Einar, að e.t.v. mundu nú einhverjir fara að tala um frjálsa samheppni, en það væri tómt mál, frjáls sam- keppni væri ekki til nema f hugskotum ritstjóra Morgun- blaðsins og Vísis. Þá minntist Einar á molbúa- háttinn, sem einkennir okkar meðhöndlun á miðilsverðasta hráefni okkar flskinum. Með- an við væmm að draga hann væmm við meðal hinna fremstu hvað snerti tækni en þegar hann er kominn í land væri hann meðhöndlaður á sama hátt og fyrir aldamót. .Verkalýðurinn hætti að borga Þá sagði Einar, að íslenzk- ur verkalýður mundi ekki lengur borga fyrir sukkið í atvinnurekstrinum. Alltaf, þeg- ar launþegar gerðu kröfur sín- ar væri borið við erfiðri relcstrarafkomu og síðan sníkt úr ríkissjóði. Þjóðfélagið yrði að s.kapa aðhald að þessum ó- prúttnu smáatvinnurekendum. Nú væri einmitt rétti tím- inn til að lagfæra ástand- ið, þegar samið hefði verið við verkalýðinn um vopnahlé í kaupgjaldsbaráttunni. Það væri of seint að fara að kvarta og berja sér í júní að vori. Það yrði að hugsa um þjóðarheild- ina og hag hennar og einmitt þetta frumvarp fæli í sér til- lögur til úrbóta, sem nauðsyn- lega þyrfti að taka til athug- unar. Að lokum sagði Einar, að þó betta fmmvarp yrði svæft yrðu kröfur verkafólks aldrei svæfðar, til þess skyldu at- vinnrekendur hafa augnagotu ásamt ríkisstjórninni. Vestfjarðaskip Þá skal hér getið annars máls frá þessum fundi þ.e. um Vestfjarðaskip, tillögu frá Hannibal Valdemarssyni og Sigurvini Einarssyni mælti Sig- urvin fyrir frumvarpinu en sfðan var þvf vísað til 2. um- ræðu og samgöngumálanefndar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.