Þjóðviljinn - 11.11.1964, Blaðsíða 2
2 SlÐA
ÞJÓDVIUfflN
Mlðvíkudagoir 11. nóvombor lff54
herraföt
jakkar
buxur
peysur
frakkar
skyrtur $ék
einungis úrvalsvörur
VEGNA ÚTFARAR
hjónanna Lovísu og Lárusar Fjeldsted,
verða skrifstofur vorar lokaðar frá kl. 12
til 2. ,30 e.h. í dag.
SjóvátryggifÍiÉJag íslands
Herrafrakkar með spœl
Stakir jakkar
Klæðaverzlunin
Klapparstíg 40 — Sími 14415
Húsmæður athugið
Hreinsum teppi og húsgögn i heimahúsum.
Vanir menn — vönduð vinna.
Teppa- og húsgagnahreinsunin.
Sími 18283.
ENN FRÁ HÖFÐAKAUPSTÁÐ
Höfðakaupstaður er fallegur
staður, hvort heldur er í fann-
skrúða vetrar eða sólskini og
sumarblíðu, og hefur sín sér-
kenni sem eru í aðaldráttum
þessi: Höfðinn, sem kauptúnið
dregur nafn af, er berghryggur
sjávarmeginn, bæði til skjóls
og skrauts. Hann hefur án efa
sína aldagömlu sögu að segja.
Á árabátaöldinni, þegar íbú-
ar Höfðakaupstaðar sóttu sjó
á litlum árabátum, 2—4 og 6
manna förum, þá komust þeir
oft í krappan dans við Ægi
konung.
Gamlar sagnir greina frá
því, að þá hafi íbúar Höfða-
kaupstaðar, sem í landi voru,
ungir og gamlir, gengið upp á
Höfða til að huga að bátum á
hættunnar stund. 1 þeim hóp
hafi verið konur sjómanna, oft
með börn við hlið, sem spurðu
hvort pabbi færi ekki að koma
f land. Lífsbaráttan hefur
verið hörð á þessum árum og
er það enn í dag, þó með ó-
líkum hætti sé á margan hátt,
en það má háttvirt Alþingi
vita, og þingmenn festa í
huga, að þegar íbúar Höfða-
kaupstaðar leita eftir aðstoð
þess opinbera, að þá er verið
að styrkja dugandi menn til
starfa, en ekki fjármagni á
glæ kastað. — Já, ég var að
skrifa um Höfðann. — Ferða-
fólk kemur árlega hingað og
nýtur útsýnis og veðurblíðu
af Höfðanum. — Ennfremur
má geta þess að á liðnum
tímum hafa án efa elskendur
leiðst upp á Höfðann, hvílzt
þar í grösugri sléttu, skipu-
lagt framtíðarvonir sínar, og
loks séð sólina hverfa f sæ
norður við Bjarg. 1 öðru lagi
má geta þess að „Einbúinn”,
klettur sérkennilegur, skammt
frá höfninni, hefur boðið
tímans tönn byrginn, þótt
huldufólkssögur um hann séu
nokkuð orðnar fyrntar. Fyrir
ofan kauptúnið gnæfir Spá-
konufellsborgin, sérstæð og
tignarier* sem ávallt vekur
athygli, hvort heldur hún er
klædd vetrarbúningi og hríð-
arkólga umlykur „Borgar-
hausinn” eða geislar sumar-
sólar dansa um hana í græn-
um klæðnaði sumarsins.
Ibúar Höfðakaupstaðar eru
um 630. Meira en 7. hver
maður eða um 100 mannr,
varð að fara frá heimilum
sínum í atvinnuleit síðast-
liðinn vetur. Má með sanni
segja að leitun sé á svo miklu
atvinnuleysi í litlu sjávar-
plássi á landi voru. — Flest-
ir fengu atvinnu ,,suður með
sjó”, eins og komizt er að
orði. — Birti eitt dagblað á
síðastliðnum vetri viðtal við
Skagstrendinga sem voi*u
langflestir í Grindavík. — Er
viðtalið að mörgu leyti lær-
dómsríkt, þar sem tilsvörum
er óneitanlega stiTlt í hóf, en
lýsa þó háði blandinni
gremju og vonsvikum, sem
beinist til ráðandi manna,
ríkisins og þingmanna, en
einmitt þá stóð yfir háttvirt
Alþingi. Þangað hafa vonir
okkar í Höfðakaupstað beinzt
um fyrirgreiðslu sem hefðu
atvinnubætur í för með sér.
Við íbúar Höfðakaupstaðar
munum vel nýsköpunartíma-
bilið. Þá mátti segja að kaup-
staðurinn væri „óskabam”
valdhafanna. Þá skildi skipu-
leggja nýtízku bæ, landi og
þjóð til fyrirmyndar. Meira
að segja var gengið svo langt
í hugmynd þá ráðandi manna
að gerður var uppdráttur af
kaupstaðnum, eins og hann
skyldi verða, með um þrjú
þúsund íbúa, og að sögn sýnd-
ur erlendis. En svo datt botn-
inn úr hugsmíðinni, og nú
síðustu árin má með sanni
segja, að Höfðakaupstaður sé
ekki óskabarn valdhafanna
lengur, heldur „olnbogabarn”
— því að í útvarpi, ræðum og
ritum hefur verið reynt að
vekja Alþingi til fyrirgreiðslu
og lýsa atvinnuástandi með
sem gleggstum myndum og á-
bendingum, fyrir þingmenn
að starfa eftir, en ekki komið
að neinu gagni.
Hvað eftir annað hafa
kviknað vonir hjá íbúum
staðarins, að Alþingi mundi
láta til skarar skríða með
framkvæmdir tll atvinnubóta,
t.d. myndi frumvarp um 'að
byggð væri hér tunnuverk-
smiðja koma fram, flutt af
mönnum úr þeim stjórnmála-
flokkum, en sem hjaðnaði. \
Loks var skipuð nefnd sem
skyldi koma á þá staði sem
-<S>
MINNINGAR0RÐ
liárus Fjeldsted hæstaréttar-
lögmaður andaðist á heimili
sonar síns, Ágústs hæstarétt-
arlögmanns, að kvöldi síðast-
liðins laugardags, rúmlega 85
ára að aldri. Sama dag, eða
nokkrum klukkustundum fyrir
andlát hans, lézt kona hans,
frú Lovísa Fjeldsted, í sjúkra-
húsi í Reykjavik eftir langa
sjúkdómslegu. Með þeim hjón-
um eru gengnir mætir og góð-
ir menn, sem enga gátu átt ó-
vildarmenn, slfkt var líf þeirra.
Lárus Fjeldsted var fæddur
á Hvítárbakka 7. september
1879, sonur Andrésar óðals-
bónda Andréssonar Fjeldsted
og konu hans Sesselju Krist-
jánsdóttur frá Geiteyjum. Lár-
us lauk stúdentsprófi við
Lærðaskólann 1900 og sigldi
um haustið til Kaupmanna-
hafnar. Hann nam fyrst við-
skiptafræði við Brochs skóla,
en sneri síðan að laganámi og
lauk embættisprófi frá Hafnar-
háskóla 1908. Nokkru eftir
heimkomuna var hann settur
bæjarfógeti í Hafnarfirði og
sýslumaður i’ Gullbringu- og
Kjósarsýslu um nokkurra mán-
aða skeið, en gerðist síðan
málafærslumaður við Landsyf-
irréttinn. Hann varð hæstarétt-
arlögmaður snemma á árinu
1922 og stundaði það starf svo
að segja fram á síðasta aldurs-
ár. Auk þess gegndi hann
margvíslegum trúnaðarstörfum,
sem ekki verða rakin hér, enda
ætlun mfn ein að lýsa þessum
látna heiðursmanni af þeim
kynnum, sem ég sjálfur hafði.
af honum.
Arið 1922 vorum við félagar,
Ólafur Friðriksson, Markús
Jónsson, Reimar Eyjólfsson,
Jónas Magnússon og ég dæmd-
ir til fangelsisvistar fyrir of-
beldi og mótþróa við lögregl-
una í svókölluðu „drengsmáli"
Valdstjóminni þótti ekki nógu
harður dómurinn og áfrýjaði
honuf til Hæstarréttar. Sækj-
andi var skipaður bráðsnjali
lögfræðingur, Jón Ásbjörnsson,
síðar dómari í Hæstarétti, en
verjandi Lárus Fjelsted. Af
bamaskap einum og ofstæki
mínu neitaði ég að ræða við
verjandann. Hann lét það samt
ekki á sig fá, en flutti málið
fyrir Hæstarétti. í bók, sem út
kom fyrir fáum' árum lýstl ég
Lárusi Fjeldsted á þennan
hátt, enda þá haft tækifæri til
að kynnast honum betur: „Lár-
us Fjeldsted er áreiðanlega
einn hinna beztu og sann-
menntuðustu manna, sem uppi
hafa verið í lögmannastétt hér-
lendis. Ég hefi eitt sinn lýst
honum á þann hátt fyrir kunn-
ingja mínum, að hann sé einn
af fáum lslendingum, sem ég
hefi vitað eiga alla þá kosti,
sem felast í enska orðinu
„gentleman”. Nú, 40 árum eftir
þessa atburði, las ég vöm
hans. Má með sanni segja, að
hann hafi ekki látið neina
smugu óreynda til þess að
draga úr sekt okkar. Málið
flutti hann vitaskuld fyrst og
fremst á grúndvelU mannlegra
tilfinninga. Um lagabrotið var
fátt eitt að segja. Það lá
skýrt fyrir”. —
Mörgum árum seinna lágu
leiðir okkar Lárusar Fjeldsted
aftur saman, en þá varð hann
verjandi i skaðabótamáli, sem
atvinnurekandi höfðaði gegn
konu minni. Því miður leyfir
tími minn mér ekki að lýsa
dugnaði hans í málinu og val-
mennsku, er því var lokið með
dómi Hæstaréttar. Mimum við
hvorugt gleyma því ævina
alla.
1 þriðja sinn reyndi ég
drengskap Lárusar, er hann
átti sæti í nefnd þeirri, sem
skipuð var á stríðsárunum til
að gera um kröfur Islendinga
á hendur brezka herliðinu. Var
hann fulltrúi Islendinga. Þar
sýndi sig bezt hve réttsýnn
maður Lárus var og fylginn
sér, er hann sat í nefnd þess-
ari sem fulltrúi Islendinga með
brezkum liðsforingjum. Ég átti
nokkum þátt í athugun á kröf-
um þessum. Lárus Fjeldsted lét
aldrei hlut sinn, ef kröfur voru
réttar og sanngjamar, en hann
fékkst aldrei til að styðja kröf-
ur — en þær voru margar —
sem enginn grundvöllur var
fvrir. Alla tíð gátu brezkir for-
ingjar hans með virðingu, enda
bótt þeir ættu stundum í brös-
um við hann.
Þau frú Lovísa gengu í
hjónatand hinn 20. september
Lovisa Fjelsted.
1912. Hún var dóttir Ágústs
Þorsteinssonar (Thorsteinsson)
kaupmanns, sem í æsku minni
verzlaði í Vesturbænum, en
seinna í Þingholtum. Þau frú
Lovisa og Lárus Fjeldsted
eignuðust 4 börn. Hið elzta,
drengur Andrés að nafni, lézt
aðeins 14 ára gamall, en á lífi
eru Ágúst hæstaréttarlögmað-
ur, Lárus stórkaupmaður og
Katrín, búsett erlendiu.
Rúm 52 ár voru liðin frá
giptingardegi þeirra, er bæði
hölluðu höfði í síðasta sinn.
Það ihefur sagt mér vinur
þeirra, að ástrfki þeirra hafi
haldizt frá hinum fyrsta degi
til hins hinnsta.
Það er gott hverjum manni,
að minnast góðra manna og
drenglundaðra. í huga mínum
mun ininningin um Lárus
Fjeldsted vera slík,að þar ráða
orð spekingsins mikla, Erasmi
Rotterodami: — OPTIME VIX-
’IT VIR, QUI SEMPER OP-
TIMÚM VOLUIT (Bezt hefur
lífað sá maður, sem alltaf vildi
hið bezta).
Slíkur vildi Lárus Fjeldsted
vera og þannig minnist ég
hans.
HcndrLk Ottósson.
bágast ættu með atvinnUj
ræða við framámenn þeirra
staða og leitast við að leggja
grundvöll til aukinnar at-
vinnu. — Kom sú nefnd hér
á staðinn og hélt fund, hlýddi
á framámenn hér, sem enn
á ný útskýrðu hversu brýn
þörf væri fyrir bætt viðhorf
til atvinnu. Var rætt um að
byggð yrði hér sútunarverk-
smiðja. En reynslan varð sú
að slíkur fundur og umræður
virðast engan árangur bera.
Undanfarin ár hefur at-
vinnuleysið spennt greipar
sfnar aðallega yfir vetrar-
mánuðina og það langt fram
á sumar, en nú í ár er eink-
um athyglisvert að atvinnu-
leysi hefði einnig orðið yfir
sumarmánuðina, ef að heppn-
in hefði sniðgengið Höfða-
kaupstað, sem er sú, að nokk-
uð hefur veiðst undanfarið af
kola, og þvf nokkur vinna f
frystihúsunum. — Það er því
án efa eftirtektarvert fyrir þá
sem starfa vilja að bættu
viðhorfi hér, að engar líkur
eru fyrir minnkandi atvinnia-
leysi hérj því að eigi er hægt
að reikna með óvissri heppni!
Aftur á móti er full ástæða
til að hugleiða, að óbreytt at-
vinnuviðhorf á komandi vetri
— ef fjöldi vinnandi manna
þarf að yfirgefa heimili sfn,
veki gremju f hugum manna
til þeirra valdhafa sem virð-
ast ekki vilja skilja hvað hér
um ræðir, því að auðvitað
verða þeir öðrum fremur fyr-
ir gagnrýni. Unga fólkið leit-
ar héðanj sem á rætur sínar
hér og vill helga þessum
stað krafta sína, dugnaðar-
fólk til sjós og lands flytur
burtu og jafnvpl skilur eftir
hús sfn auð og verðlaus. Sun>-
ir menn vilja kenna ráða-
mönnum kauptúnsins hvemig
komið er atvinnulifi þorpsinSj
en því fer fjarri að slfkt sé
mér hugleikið, enda með slfku
' ekki fundnar úrbætur. Miklu
fremur get ég glaðst yfir því
að ráðamönnum er fylIQega
ljóst hvert stefnir, og kann
að vera að bæði mín skrif
og annarra hafi þar nokkað
um ráðið.
Ég tek það fram hérj að
kauptúnsbúum kom það leið-
inlega fyrir sjónir, að þing-
menn þeirra töldu flestir sig
ekki geta mætt á almennum
fundi um atvinnumál staðar-
ins sem hreppsnefnd og
verkalýðsfélag okkar hugðust
boða til sameiginlega, þaim
18. september s. Lj ef þing-
menn kjördæmisins væru fús-
ir að mæta þar. — En þess
í stað boðaði einn stjóm-
málaflokkur til fundar hér
þann sama dag, þar sem einn
þingmanna okkarf Ragnar
Arnalds, ásamt Einari Ol-
geirssynf; tóku atvinnumál
okkar til umræðu og þó að-
allega rceddu þeir um að
koma hér upp niðurlagning-
arverksmiðju fyrir síld,
Ég hef ekki farið dult með
að álit mitt er að heppilegt
sé að geta haldið s,pólitík” ut-
an þessa máls. Æskilegt værú
ef við sjálfstæðismer*. i hefð-
um þá augljósu yfirburði, að
kunna hverju sinni að dæma
með réttsýni skoðanir aún-
arra stjórnmálaflokkas en svo
virðist við fljótlega athugun
að þingmenn kjördæmisins
hafi haft meiri áhugn fyrir
að taka þátt í fundi Siglfirð-
inga um alvinnumál. Skal ég
sízt hér ámæla Siglfirðingum
eða öðrum, sem hafa áhuga
fyrir að bæta sin atvinnumáL
„Það skarar hver eld að sinni
köku”, er gamalt orðtækis
sem er réttmætt innan allra
mannúðlegra takmarka. — Nú
er Alþingi sett að nýju.
— Verðið þið, háttvirtir al-
þingismenn kjördæmis okkars
og aðrir þjóðar’eiðtogar jafn
framkvæmdalausir gagnvart
Höfðakaupstað og verið hefur?
Herðubreið í Höfðakaupstað f
október 1964.
Lárus H. Guðmundsson.