Þjóðviljinn - 15.12.1964, Síða 6

Þjóðviljinn - 15.12.1964, Síða 6
g SÍÐA ÞI6ÐVXUINN Þriftjudagur 15. desember 1964 Austurlenzk sjóræningjadrottning enn ófundin Hvað kostar Ijósmynd af MADAME VONG? Portúgalska lögreglan í Mak- ao býður stórfé fyrir eina ljós- mynd. Stórfé aðeins fyrir eina skýra mynd af Madame Vong. Hver, sem hefur hendur i hári Madame Vong getur sjálfur sett upp launin, og yf- irvöld í Japan, Honkong, For- mósu, Fillipseyjum og Tailandi munu greiðlega reiða fram féð. Vegna þess að Mademe Vong er helzti ejóræningjaforingi á þessum slóðum. Á höfunum milli Indlands og Kyrrahafs hefur sjórán ver- ið hin blómlegasta atvinnu- grein um þúsundir ára. Það var aðeins í heimsstyrjöldinni síðari að það lagðist af, því þá voru herskip sevinlega í fylgd með öllum skipum. Samt var einn sjóræningi sem gat aukið „viðskipti” sín á stríðsárunum. Það var Vcmg Kungit, starfsmaður í þjónustu stjómar Sjangkæ Sék. 1940 sagði hann stöðu sinni lausri og sneri sér að sjóránum. Unga og fallega konan hans Sjan hafði verið dansmey í nætur- klúbbi í Kanton áður en þau giftust. Einhverju sinni að næturlagi í desember 1946 komst Vong að þvf að þrír drekkhlaðnir djúnkar væru á leið til Hong- kong. Hann hélt til hafs með mönnum sínum á stórum mót- orbátum og réðist til uppgöngu á djúnkana. Og hér var það sem Vong varð hissa í síðasta skipti á ævinni, því skipshafn- innar á djúnkunum voru her- menn með alvæpni. Dauði Vong voru mikil tíð- indi. Tveir helztu aðstoðar- menn hans ákváðu, að þeir væru sjálfsagðir eftirmenn for- ingjans, en ekki Madame Vong. Þeir fóru til hennar og ætl- uðu að reka hana á brott, en hún hafði fá orð um og skaut þá báða. Það voru ekki fleiri sem kærðu sig um að ræða þetta mál við Madame Vong. Höfuðstöðvar Madame Vong voru á eyjunum rétt hjá Hong- kong og þaðan fór hún að teygja net sín í allar áttir og auka starfsemi firmans. í marz 1951 stöðvuðu tveir tundurskeytabátar Madame Vong, sem lið hennar hafði rænt af Japönum, portúgalska fragtskipið Oporto, sem var 4000 tonn á stærð og var á leið til Makao. öll skipshöfnin, 22 menn var skotin á borðstokknum. Að eins einum tókst að bjarga lff- inu því sjóræntngjamir köst- uðu tómum kössum fyrir borð og þó sjómaðurinn væri illa særður tókst honum að halda sér á floti á einum kassanum, þar til annað skip átti þama leið um. Hásetinn dó skömmu síðar, en lýsipg hans er eina heimildin um Madame Vong fyrir utan gamla Ijósmynd síð- an 1939. 1 ágúst 1951 fékk skrifstofa brezk skipafélags bréf: „Flutningaskip yðar sem læt- ur úr höfn 25. ágúst verður rænt. Þó þér frestið brottför- inni verður árásin framkvæmd eigi að síður. En þér getið tryggt öryggi skipsins með þvf að greiða 20 þúsund hongkong- dollara .. ” Skipafélagið borgaði bað sem upp var sett. Ekki a,ðeins vegna þess, að öll brezk herskip á þessum slóðum voru upptekin í Kóreustríðinu, heldur var það NÝ SENDING Gólfteppi margir litir Teppadreglar 3 mtr. á breidd Teppafílt Gangadreglar alls konar margar breiddir tökum upp í dag og næstu daga stórt úrval. GEYSIR H.F Teppa- og dregladeildin. einfaldasta lausnin. önnur skipafélög í Hongkong, Kanton, Makao, Saigon og jafnvel Singapore hafa fengið sams- konar bréf. Brezka landhelgis- gæzlan í Hongkong telur, að á- góði sjóræningjanna sem þeir hafa unnið sér á þennan hátt skipti miljónum dollara árlega. Ljónsparturinn rennur til Madame Vong. Sagt er að Madame Vongfari oft í heimsóknir til Makao, Hongkong, Bingapore og Tokio ekki aðeins til að verða sér úti um upplýsingar og skipuleggja starfið heldur einnig til þess að spila fjárhættuspil, en það er hennar ástrfða. Lögreglan í Makao er viss um að hún sé oft þar á ferð til þess að spila í spilavítunum, en það er ekki hægt að þekkja hana. Það er einmitt þess vegna sem lögreglan bauð 10 þúsund pund fyrir ljósmynd af henni. Mánuði eftir að tilboðið var auglýst fékk lögreglan pakka og var skrifað á hann: „Þér munuð hafa áhuga á þessum myndum. Þær eru í sambandi við Madame Vong”. Lögreglustjórinn reif í flýti utan af pakkanum og þreif myndirnar fram. Á þeim var hægt að greina illa lekin lík tveggja manna. Og skýrt var frá því, að þeir hefðu verið gripnir ljóslifandi, þegár þeir reyndu að taka mynd af Madame. Ekki er langt síðan skipafé- laginu Kuangsi var boðin „vemd” fyrir 150 þúsund doll- ara á ári. Félagið afþakkaði og skömmu síðar skemmdist stærsta skip þess í sprengingu og 17 manns létu lífið. 1 júní 1962 hélt varaforseti Fillipseyja Emmanuel Pelaes veizlu í glæsilegum bústað sín- um í úthverfi Manila. Meðal tvö hundruð gesta var afburða vel klædd kona — Madame Senkaku, sem eyddi næstum þvf öllu kvöldinu við spila- borðið og lagði svimháar upp- hæðir undir. Pélaes undraðist dirfsku gests síns og sagði: „Þér spilið með svo köldu blóði og leggið svo mikið undir að ætla mætti að hér væri Madame Vong komin.” „Ég er Iíka Madame Vong,” svaraði konan rólega. „Senka- ku, það er bara dulnefni.” Þeir sem voru viðstaddir hlóu kurteislega. En viku seinna fékk varaforsetinn smá- bréf frá Makao. „Þakka yður fyrir ánægju- legt kvöld, Vong-Senkaku." Elkki er vitað hvað sjóræn- ingjahópur Vong er stór. Brezk vfirvöld f Hongkong telja, að það séu um þrjú þúsund manns. en Portúgalar halda því fram að þeir séu átta þúsund og þá ótaldir njósnarar. Jap- anir segja að floti hennar sé 150 skip og bátar. I maí 1963 var japanska lög- reglan alveg að komast á spor hennar, þar sem einn sam- starfsmaður hennar hafði sam- ið við lögregluna að hitta þá á ákveðnum stað f Kobe og gefa upplýsingar. Og hann var á umsömdum stað. eins og hann hafði lofað. þegar lög- reglufulltrúamir komu, en tungan hafði verið skorin úr honum og hendumar bögg'nar af. Hann lifði nokkrar vikur en gat ekki gefið neinar upp- lýsingar. Sagt er að Madame Vong hafi sumarið 1964 dvalið á frönsku riverunni og góðar heimildir eru fyrir þvf að nú búi hún nýgift í Monte Carlo. Hagsýn húsmóðir kaupir heimilistcekin í HEKLU KENWOOD er ailt ánnað og miklu melra en venjuleg hrærivél. Hún er fullkomnasta og bezta hjálp húsmóðurinnar í eldhúsinu. SERVIS ÞVOTTAVÉLIN er til í ýmsum stærðum og við allra hæfi. — Kynnist SERVIS og þér kaupið SERVIS. /■ ■ KELVINATOR KÆLISKÁPURINN hæfir hvers manns pyngju og þörfum fjöl- skyldunnar. Kynnist kostum KELVINATOR. BABY STRAUVÉLIN er hentug og hagkvæm heimllis- h jálp, sem > léttir af húsmóður- inni hinu ótrúlegasta erfiði. Við bjóðum yður fullkomna viðgerða og varahlutaþjónustu á ofan- greindum tækjum. Höfum nú þegar 27 ára reynslu í sölu heimilistækja. Sími 11687 Jfekla Lauqavedi >21240 170-172 . j

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.