Þjóðviljinn - 15.12.1964, Page 7

Þjóðviljinn - 15.12.1964, Page 7
Þriðjudagur 15. desember 1364 ÞIÖÐVILIINN SÍÐA 7 bokmenntir AUÐNUSTUNDIR BIRGIS KJARAN Birgir Kjaran: Auðnustundir. Bókfellsútgáfan 1964. Birgir Kjaran leggur gjörva hönd á margt. Hann hefur ver- ið alþingismaður og bæjarfull- trúi, en um leið rekið um- fangsmikið verzlunarfyrirtæki og bókaútgáfu. Þetta hefur honum þó ekki reynzt nægi- legt viðfangsefni. Sumarleyfi sín og aðrar næðisstundir, vafalaust fremur strjálar, not- ar hann til ferðalaga um land- ið, byggðir og óbyggðir, og til að rita niður hugleiðingar sínar um allt það, sem fyrir augu hans bar á leiðum hans, og um þá menn, sem hann kynntist á ferðalögum. Landið sjálft, náttúra þess og mann- líf er hvarvetna uppi- staðan, en ívafið er sagan, fortíð lands og þjóðar, og virðist hvorttveggja eiga djúpar rætur í huga höfundar. Fyrir nokkrum árum kom út bók eftir Birgi, sem nefnist Fagra land. Nú hefur hann sent frá sér nýja bók, Auðnu- stundir. Ef til vill er nafnið táknrænt fyrir viðhorf höfund- arins, og að efni bókarinnar eigi dýpstar rætur í huga hans. önnur viðfangsefni séu fremur aukageta og óumflýj- anleg skyldukvöð. „Stundum finnst mér við lifa svo hratt, að við fótum okkur varla á malbiki framfaranna — meg- um varla vera að því að vera manneskjur — einstaklingar. Þá sækif á mig að staldra við og leita athvarfs f náttúrunni, landinu sjálfu“. í formála kemst hann svo að orði um tilgang sinn með bókinni, að hún sé „óvöxtur af óbrotinni upplifan innisetumanns, útilffi hans og löngun til að miðla öðrum af lífsnautn sinni“. Þrátt fyrir þessi ummæli, sem að sjálfsögðu ber ekki að draga í efa, grunar mig, að sjálfráður mundi hann nú fremur kjósa sér annað að ævistarfi en viðsklpti og stjórn- mál. Bók sinni slkiptir Birgir f ellefu þætti, sem hver um sig greinast f nokkra kafla. Fjórir þáttanna: Eldgos í öskju, Skáld Iitanna, Gróður á gömlum akri og Litli víxlarinn af Skaga fjalla um samfellt efni, en í öðrum er komið víðar við. Birgir er glöggur náttúru- skoðari með næmt auga fyrir náttúru landsins. ekki aðeins því stórbrotna og hrikalega eins og ö.skjueldum og Horn- /Evidfssar — ævi- sava Jóns H. bjargi, heldur einnig og ef til vill fremur því smágerða eins og ópalnum rauða f aust- | urbrúnum Vatnajökuls og brot- I um úr bláskel og hörpudiski, sem velkjast í fjörusandinum og fara fram hjá augum flestra.1 Hann ann byggðinni og því' fólki, sem þar dvelur, og gremst að horfa yfir eyði-1 byggðir, þar sem húsin, at- j hvarf kynslóðanna, standa auð Eln af myndunum f bókinni Brotsjór og bylgjurót. Sjóhrakningasögur a iJxamyri Jón H. Þorbergsson bóndi á Laxamýri hefur ritað ævisögu sína og nefnir ÆVIDAGA. Segir þar af uppvexti hans í Þingeyjarsýslu, dvöl í Nor- egi og Skotlandi þar sem hann kynnti sér sauðfjárrækt, störf- um hans að umbótum í fjár- búskap um Island þvert og endilangt og búskap hans f átthögum sínum. 1 bókarlok eru nokkur sýn ■ ishorn af vaðli þelm um trú- mál sem .Tón hefur haft upP' öðru hvoru 1 Ríkisútvarpinn OS MorFrunblaðinu. Fjöldi mynda er í bókinni, sem er 356 bls. Bókaforl. Odo. Björnssonar gefur út. Birgir Kjaran. eða eru aðeins vallgrónar rúst- ir, sum jafnvel að segja má í örskotslengd frá Reykjavík. En kannski eiga þessir staðir „eftir að kalla til sín fólkið úr landinu með einhverjum hætti”. Og svo er það örninn. Á það að verða hlutverk okk- ar kynslóðar að tortfma hon- um fleiru af fágæti nátt- úrunnar, sem við virðumst vera á góðum vegi með að eyðileggja? Sérkennilegir menn verða á vegi höfundar, eins og Jochum Eggertsson, sem ræktar skóg vestur í Þorskafirði og leitar þar að áhöldum steinaldar- manna og minjum Ira á Is- landi, og Sigurður Berndsen, hinn kunni fjármálamaður. Þeir eru furðu ólíkar mann- gerðir, en báðir einfarar. Þátt- ; urinn af Sigurði er beinlínis bráðskemmtilegur og ágæt mannlýsing, enda ekki um hversdagsmann að tefla. I Kynlcgur kvistur segir frá Bertel Högna Gunnlögsen, lær- dómsmanni miklum og tungu- málagarpi, sem lauk ævi sinni f örbirgð og einstæðingsskap vestur f Ameríku fyrir 46 ár- um. Maður sem vafalaust mis- skildi samtíð sína og samtíðin hann, svo að þau gátu aldrei orðið samstiga til lengdar. Þátturinn um Kjarval er líka j ágætur. En Birgir kemur vfðar við. Leið hans liggur um götur bæjarins og umhverfi hans. Þar hittir hann yngstu kyn- slóðina, þá sem á að erfa landið, og horfir með samúð og skilningi á leik hennar og hvers konar bjástur. Ekki er ástæða til að rekja frekar efni bókarinnar. Þætt- irnir eru áð sjálfsögðu nokk- uð misjafnir að gæðum. Sam- eiginleg þeim öllum er lipur framsetning, alúð og nærfærni. Frásögnin er víðast með ágæt- um, en stundum mætti taum- i haldið vera nokkru fastara og meðferð efnisins hnitmiðaðri. Á stöku stað bregður fyrir ó- i barfri tilfinningasemi, en allt j eru þetta þó smámunir í sam- j anburði við kosti bókarinnar. | Auðnustundir er fallega út- sefin með mörgum myndum, i sumum prentuðum i litum, i flestar eftir höfundinn sjálfan. Atli Már hefur teiknað smá- myndir við upphöf þátta og margra kafla. Haraldur Sigurðsson. Jónas St. Lúðvíksson. BROTSJÓR OG BYLGJURÓT. Ægisútgáfan 1964. Ægisútgáfan hefur nú gefið út bók er nefnist Brotsjór og bylgjurót, er Jónas St. Lúð- víksson hefur sett saman. Eru það fjórar sögur um sjóhrakn- inga; auk þess frásögn um á- rás Japana á Pearl Harbour. árið 1941. I upphafi hverrar sjóhrakn- ingarsögu lýsir höfundurinn skipum þeim, sem frá er sagt, gerir grein fyrir stærð þeirra og tegund, hvar og hvenær þau séu byggð. Fyrsta sagan „Dapurleg leiðarlok” er um ófarir þýzka skólaskipsins „Niobe”, er fórst í Norðursjó árið 1932, hin næsta, „Upp- reisn um borð” um uppreisn á kanadísku skipi árið 1903. Því næst kemur frásögnin um árás Japana á Pearl Harbour 1941. Tvær síðustu sögurnar nefnast „Fárviðri á Atlanz- hafi” og „Ægibruni á hafinu”. Segir hin fyrri frá hrakning- um brezka flutningaskipsins Helga Bolten árið 1957, hin siðari frá bandarísku farþega- skipi, er brann á hafi úti ár- ið 1934. Sögur þessar hefur Jónas þýtt og endursagt. Þær eru að efni til sannar, en höfundur hefur fært þær í stílinn. Heim- ildir hans virðast vera mjög traustar, þar eð hann rekur nákvæmlega atburðarásina og tímaröð atburðanna. Lengst og merkust er frásögnin um árás Japana á Pearl Harbour, þar sem hún fjallar um einn af merkustu og einstæðustu styrjaldaratburðum í sögu síð- ari tíma bæði vegna þess hve ævintýralegur hann var og þó fyrst og fremst vegna þess hversu mikil áhrif hann hafði á gang veraldarsögunnar. Svo ýtarleg frásögn af þessum at- burði hefur ekki verið skráð á íslenzku fyrr. Er hún því gimileg til fróðleiks. Bók þessi er fróðleg þar sem hún segir frá sönnum átburð- um. Hún vekur athygli les- enda á hinu erfiða lífi sjó- manna og hættum þeim sem stöðugt vofa yfir þeim, hve góður sem farkosturinn er. Hún er og góður skemmtilest- ur, einkum þeim er njóta þess að lesa um vofeiflega atburði. I fyrra kom út hjá Ægisút- gáfunnj bók um svipað efni eftir sama höfund. Hún nefnd- ist „Brimgnýr og boðaföll”. Bækur þessar eru báðar vel úr garði gerðar af hendi út- gefanda. Skúli Þórðarson. Sextíu-manna þuia Veit ég eina sögu um sextíu menn. Sumt fellur í gleymsku, en hún lifir enn. Alla prýddi mannvitið og menntunin slyng. Margir höfðu setið hin göfugustu þing. Fóru þeir að heiman með nesti og nýja skó. Napurt var á fjallvegum, þegar ofar dró. f klettagjótu skoffín og skuggabaldur hló. Þá skokkaði einn til baka og hafði fengið nóg. Einum sýndist Grýla vera að gægjast út úr hól. Greip hann þá til fótanna og skreiddist heim í ból. Einn hrökk við og missti úr aski sínum spón. Óðar tók hann sprettinn og bætti sér það tjón. Einn hafði séð úr fjarska, hvar haugaeldur brann, hljóp þá af sér tæmar og rauðagullið fann. Einn var frekar huglaust og heimaalið skinn. Hann sneri til bæjar og spurði pabba sinn. Einn hafði lengi grunað, hvar lá girnilegt bein. Garpurinn sneri aftur og braut það niður við stein. Hitti einn á leið sinni litum prýdda snót. Þau leiddust undan brekkunni og hlupu oft við fót. Einn var bara latur og lagðist undir stein. Og leiðin undan brattanum var greiðfær og bein. Einn leit um öxl og sér þá, að sumir fara heim. Þá sá hann eftir öllu og hljóp á eftir þeim. Þeir gengu heim og hvíldust. Þeim gerði enginn mein. Á götuslóðann dólgslegur urðarmáni skein. Sorglegt er að heyra um þá sextíu menn. Og sagan vekur ófögnuð í mannsaldur enn- N. N. FRÁ NESI. NOKKRAR A THUGASEMD■ IR VIÐ ÍSLANDSSÖGUNA Sigiir&ur Ólason; Yfir alda haf. Grelnar nm söguleg og þjóðleg fræði. — Bókaútgáfan Hildur. Útgáfuár ckkert. Stundum heyrist þess getið, að við fslendingar eigum okk- ur dálítinn, foman bókmennta- arf. Hins vegar erum við svo hógvær þjóð og af hjarta lít- illát, að við forðumst að minn- ast á það, að við áttum okk- ur engu ósnjallari löggjafa og samningamenn að fornu en rithöfunda, og veit ég þó ekki, hvers lögfræðin á að gjalda. Rithöfunda eig- um við enn þá fullgilda og e.t.v. bráðsnjalla löggjafa, en það fer tvennum sögum af samningasnilld forystumanna okkar á síðustu áratugum. Lög- fræðin er elzt fræðigreina hér á landi, og frá henni er vís- indaleg sagnfræði runnin. Við löggjafarstörf og málsóknir á alþingi og heima í héruðum þjálfuðust forfeður okkar f vitnaleiðslum, heimildakönnun og staðreyndamati. Ari fróði. faðir íslenzkrar sagnfræði, var lögfræðingur fyrst og síðast, þótt það sé einkum haft á orði i heimildum, að hann hafi ver- ið prestur. Hann er margfræg- ur fyrir raunsætt heimildamat. en öll vitnaleiðsla hans í fs- lendingabók er lögfræðileg og ættuð úr sakadómi Visindaleg sagnfræði hér á landi mun vera fósturdóttir lögfræðinnar, Og raunsæi 'sfenzkra fombók- mennta mun aA r-.estu frá lög- spekinni runnið. Þessar fomu staðreyndir rifjuðust upp fyrir mér, þegar mér barst bók Sigurðar Óla- sonar i hendur. Allt frá dögum Ara og Snorra og til jóla 1964 hafa íslenzkir lögfræðingar verið furðuliðtækir við sagn- fræðilegar rannsóknir. Bókin er ritgerðasafn, og á kápu hennar segir, að greinar Sig- urðar hafi jafnan vakið at- hygli, „þvf að kveikja þeirra er tiðum ný hugmynd, nýtt mat eða viðhorf til þess, sem um er skrifað”. Margur útgefandi hefur logið meiru á rithöfund slnn. Bókin sú arna er tæpar 200 bls„ en þar er þó rótað við furðu mörgnjm hefðbundnum skoðunum á atburðum íslenzkr- ar sögu. Það hefur verið haft fyrir satt, að Gissur Þorvalds- son hafi einn borið jarlsnafn yfir fslendingum. f heimildum segir annað. Þar segir, að norskur aðalsmaður, Auðunn Hugleiksson hestakom, varð iarl yfir íslandi 1286, en jari- dómí hans lauk með hengingu 1302. Um þær mundir er nýr iarl settur yfir fsland, Kolbeinn Biamason Auðkýlingur. Árið 1308 leggur Hákon háleggur dauðarefsingu við því að bera iarlsnafn i norska ríkinu utan Orkneyja, og árið eftir var Kolbeinn drepinn. Ég rek þess ar staðreyndir að nokkru i fs- lenzka skattlandinu, en fáir hafa mér vitanlega tekið söns- um í iarlamálimi síðan Menn eru svo eáfaðir hérlendis á 20. öld, að þeir trúa oft betur hugarórum sjálfra sín um forna atburði en samtíma heim- ildum. Sigurður Ólason rekur það helzta, sem kunnugt er um sögu Auðuns fslandsjarls, og óhrjáleg afdrif hans. Hann var fangaður eftir konungaskipti 1299, en 1301 var „brennd í Björgvin kona sú, er sagðist dóttir Eiríks konungs". Árið eftir var Auðunn festur upp. Hafliði Steinsson á Breiðaból- stað í Vesturhópi var hirðprest- ur Eiríks konungs prestahat- ara. Margrét hét dóttir Eiríks. og var hún föstnuð enskum konungssyni. Barn að aldri var hún send til Bretlands, en and- aðist í hafi að sögn Konan, sem brennd var 1301, taldi sig vera Margréti Eiríksdóttur, og er framburður hennar staðfest- ur í Lögmannsannál a Hafliða Steinssyni. Að baki b^ssara at- burða liggur pólitísk refskák, sjó- og mannrán. Þar er ekki einungis teflt um líf og dauða einstakra manna, heldur einn- ig örlög heilla þjóða. Sigurður rekur þessa atburði f.vrstur ís- lenzkra manna eftir að Einar Hafliðason leið árið 1393. Væntanlega verður þeirra hér eftir að einhverju getið í fs- landssögunni. Ýmsir hafa velt to1 'ert fyr- ir sér. hvernig Jón Arason hafi verið í hátt, en engum hefur komið til hugar, að mynd hans eða sona hans hafi varð- veitzt til vorra daga. Sigurð- ur er á öðru máli. Tveir fom- ir stólar eru varðvelttir og taldir komnir úr eigu Þóninn- ar á Grund, dóttur Jóns bisk- ups. Þeir eru alsettir útskurði og hin mestu listaverk. Annar stóllinn er í Kaupmannahöfn og er m.a. skreyttur nokkrum mannamyndum. Sigurður leiðir líkur að þvi, að þar geti að líta svipmót Jóns og sona hans. Þetta er mjög skemmtileg til- ffáta. Stólamir eru slíkir kjör- gripir, að einhver listfróður maður verður að helga þeim nánari rannsóknir Erfðahyllingin i Kópavogi hefur um nokkurt skeið talizt einhver skuggalegasti atburður fslandssögunnar. Þar á Hinrik Bjálki að hafa kúgað fslend- inga með hervaldi til þess að skrifa undir einvaldsskuld- bindinguna Ekki fær sú full- yrðing staðizt gagnrýni Sig- urðar. Hann bendir réttilega á að heimildimar um ofbeldi Biálka séu býsna hæpnar, og samkvæmt hans skilningi var skuldbindingin í Kópavogi ekki „annað en pro forma (mála- myndarj-gemingur eða í mesta lagi staðfesting á því ástandi, sem begar var ríkjandi í land- lnu tvr.ir" Ga»nr.ýni Sigurðar á frásögn fslandssögunnar af Kóoavorseiðnum er skarpleg Og réttmæt. Þeir atburðir barfnast nánari rannsókna eing og fjölmargt annað í sögu okk- ar. Myndhöggvarinn Albert Thor- valdsen var sonur Gottskálks Þorvaldssonar frá Miklabæ í Skagafirði. Hann lét þess á vmsan hátt getið, að ha-n væri tslendingur. Árið 1827 gerði hann skímarfont suður í Róm úr hvítum marmara og „gaf ættjörð sinni Islandi af góðum hug“. Svo letraði hann sjálf- ur á Iatinu á listaverkið. Við höfum trúað bví, að frummynd Thorvaldsens stæði í dómkirkj- unni í Reykjavík, en svo er ekki. Sigurður sýnir með ðyggj- Pramhaid á 9. sfðu. t É

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.