Þjóðviljinn - 17.12.1964, Side 4
4 SIÐA
HósvnnNN
Fimmtudagur 17. desember 1964
Otgelandi: Samemlngarflolclcui alþýöu — Sósíalistaflofck-
urinn —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Kitstjóri Sunnudags: Jón Bjamason.
Fréttaritstjóri: Sigurðui V Friöþjófsson.
Ritstjóm, afgreiösla, auglýsingar, prentsmiöja, Skólavörðust. 19.
SunJ 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kl 90,00 á mánuðl
Samkomulagið svikið
^lkunn er forn skemmtisaga um bónda einn sem
vildi hvíla hest sinn á ferðalagi. Hann leysti af
honum baggana, batt þá upp á sjálfan sig, settist
síðan á bak og reið áfram allshugar feginn vegna
umhyggju sinnar. Og þegar menn mættu honum
og undruðust þetta hátterni svaraði hann af yfir-
læti: „Hesturinn ber ekki það sem ég ber“.
*
jþessi gamansaga er onðin að alvöruspeki hjá ís-
lenzkum stjórnarvöldum. Að minnsta kosti
saekja ráðherrarnir þangað röksemdirnar fyrir
þeirri ofboðslegu hækkun á söluskatti sem á að
koma til framkvæmda um næstu áramót. Þannig
segir Morgunblaðið í gær í fyrirsögnum á forsíðu:
„Söluskatturinn hækkar í 8% vegna niðurgreiðslna
í samræmi við júnísamkomulagið við verkalýðsfé-
lögin“, Ríkisstjórnin segist þannig vera að hækka
allt vöruverð í landinu til þess að geta greitt vöru-
verðið niður, og niðurgreiðslurnar úr ríkissjóði
segisÞhún sjálf bera til þess að hlífa almenningi.
„Hesturinn ber ekki það sem ég ber“.
*
jyjálflutningur af svo skoplegu tagi sýnir bezt
hversu ráðþrota ríkisstjómin er í málsvöm fyr-
ir stefnu sína. Þegar samkomulagið var gerí við
verklýðshreyfinguna í vor var aðalatriðið ekki
nein fyrirkomulagsatriði á samningunum, heldur
var kjarni þeirra sá að nú skyldi gera sameigin-
legar ráðstafanir til þess að kveða niður óðaverð-
bólguna. Verklýðshreyfingin beitti afli samtaka
sinna til þess að neyða ríkisstjórnina til þess að
falla frá hinni skipulögðu verðbólgustefnu, og svo
almennan stuðning hlaut frumkvæði verklýðs-
hreyfingarinnar að ráðherrarnir sáu þann kost
vænstan að lýsa í orði ánægju sinni. En reynsl-
an hefur sannað að ánægjan var einber hræsni.
Þegar er drápsklyfjar skatta og útsvara lögðust á
almenning í sumar varð Ijóst að ekki fvlgdi neinn
hugur máli hjá stjórnarvöldunum. Síðan hefur
ríkisstiórnin gersamlega látið undir höfuð leggj-
ast að gera nokkrar þær ráðsfafanir í efnahags-
málum sem óhjákvæmilegar voru til þess að stöðva
verðbólguþróunina til frambúðar. Og nú ákveður
ríkisstiórnin að svíkia samkomulagið endanlega og
hrinda nýrri skriðu af stað með bví að hækka á-
lögur sínar um á fiórða hundrað miliónir króna,
iafnframt bví sem meiribluti Siálfstæðisflokksins
í Reykiavík ætlar að hækka útsvörin um nær 50
miliónir króna á næsta ári. Það er misskilningur
að í bessu birtist dugleysi ríkisstiórnarinnar. Hún
er aðeins að framkv^ma bá stefnu sem kemur at-
vinnurekendum og fiárplógsmönnum bezt, verð-
bólgubróun sem sí og æ flvfur fiármuni þióðfé-
lagsins frá almenningi tii forréttindastéttanna.
Þess vegna er samkomnlacfið við verklvðssamtökin
svikið me^ keim afleiðingum sem engum geta
dulizt. — m.
Stemma verður stigu við eyðiEegg-
ingu gamla miðbæjarins í Reykjavík
□ Einar Olgeirsson hefur endurflutt frum-
varp sitt um heildarskipulag miðborgarinnar í
Reykjavík og fer efni þess hér á eftir ásamt
greinargerð.
ÞINCSIA Þ|ÓÐVIL|ANS
1. gr. „Ákveða skal heildar-
skipulag miðbœjarins í
Reykjavík og gerð þeirra höf-
uðbygginga, sem ákveðið verð-
ur að reisa þar, ,með þeim
hætti, er segir í lögum þess-
um.
Gera skal uppdrátt af heild-
arskipulaginu, svo og teikn-
ingu af öllum höfuðbygging-
um, er þar skulu vera. Skal
uppdráttur sá gerður með
hvort tveggja fyrir augum að
varðveita gamlar, sögulegar
byggingar miðbæjarins og svip
hans, eftir því sem við á, og
að tryggja fegurð og samræmi
í þeim byggingum, sem reistar
verða. Sérstaklega þó hinum
opinberu byggingum.
Heildarskipulag þetta skal
miðast við svaeði, sem tak-
markast af Hringbraut að
sunnan, af Suðurgötu og Garða-
stræti að vestan, af Tryggva-
götu að norðan og gf Sóleyi-
argötu, Skothúsvegi, Þingholts-
stræti og (frá Bankastræti)
Ingólfsstræti og Sölfhólsgötu
að austan.
2. gr. Ákvörðun þessa heild-
arskipuiags skal sérstök nefnd
annast: s.kipulagsnefnd mið-
bæiarins. Skal hún skipuð
með hætti, er hér segir:
1. 4 menn skulu skipaðir af
Alþingi, einn tilnefndur
af hverjum þingflokki.
2. 4 menn tilnefndir af rík-
isstjórn.
3. 4 menn tilnefndir áf borg-
arstjóm Reykjavíkur, einn
frá hverjum flokki.
4. 4 menn tilnefndir af
Árkitektáfélagi íslands.
Þá skulu og eftirfarandi
menn eiga sæti í nefndinni án
tilnefningar: skipuiagsnefndar-
menn ríkisins, borgarstjóri
Reýkjavíkur, þjóðminjavörður
og skipulagsstjóri ríkisins.
Þes.si nefnd skal kjósa sér
framkvæmdanefnd. Heimilt er
skipulagsnefnd miðbæjarins að
ráða í þjónustu sína sérfræð-
inga og aðra starfsmenn, láta
gera teikningar og líkön og
gangast fyrir hugmyndasam-
keppni, einnig með þátttöku er-
lendra manna. Félagsmálaráðh.
setur með regiugerð nánari
ákvæði um starf nefndarinnar.
Hafa skal hún aðgang að öll-
um þeim teikningum, uppdrátt-
um og öðru. sem unnið hef-
\tr verið að áður á bessu sviði.
Kostnaður við nefndarstðrf
greiðist úr ríkissjóði.
3. gr. Skipulagsnefnd mið-
bæjarins skal alveg sérstaklega
vinna að staðsetningu og teikn-
ingu albingishúss — til við-
bótar eða í stað hins núver-
andi. stjórnarráðshúss og ráð-
húss Reykiavíkur, ef ráðlegt
þykir, að allar þessar stórbygg-
ingar verði innan þessa svæð-
is. Þá skal hún og ákveða.
hvort ráðlegt sé að listasafn
rfkisins og aðrar oninberar
bygeingar verði innan bessa
svæðis. Það er og ( hennar
verkahring að ákveða um,
hverjar einkabyggingar verði á
bessu svæði, og að móta í að-
alatriðum gerð beirra. sem 02
torga þeirra og oninberra
garða. er þar skal hafa.
Bannað er að rífa eða breyta
hið vtra menntaskólahúsinu
alþingishúsinu, dómkirkjunpj
og stiórnarráðshúsinu. -é
nokkru bví inni í þessum hús-
um, er raskar sögulegum
minjum tenadum. bei'm.
Nefndin skal ákveða. hvaða
aðrar gamlar bvggingar skuli
standa «« *'«nnað sé að fjar-
lægja eða rffa.
4. gr. Þar til skipulagsnefnd
miðbæjarins hefur lokið störf-
um og heildarskipulag miðbæj-
arins verið endanlega ákveðið,
er bannað að reisa varanlegar
býggingar innan þessa svæðis.
Ljúka má þó byggingum þeim,
sem byrjað var á fyrir 31. des.
1963.
Engar bráðabirgðabyggingar
má reisa á þessu svæði, nema
með einróma samþykki skipu-
lagsnefndar miðbæjarins.
5. gr. Þegar starfi nefndar-
innar er lokið og endanlegar
tillögur gerðar um allt heild-
arskipulag miðbæjarins og höf-
uðbygginga hans, skal nefndin
lesgja tillögur sínar fyrir Al-
þingi, ríkisstjórn og borgar-
stjóm Reykjavíkur. Fallist all-
ir þessir aðilar á sömu tillögu,
er heildarskipulagið þar meö
ákveðið. Verði ágreiningur milli
þeirra, tekur ríkisstjórn end-
anlega ákvörðun. Félagsmála-
ráðuneytið setur með reglu-
gerð ströng skipulagsákvæði til
þess að tryggja, að fram-
kvæmd skipuiagsuppdráttarins
verði í föstum skorðum.
6. gr. Lög þessi öðlast þegar
gildi“.
I greinargerð segir svo:
„Sem stendur er um - það
rætt að byggja allar helztu
opinberar byggingar ríkis- og
höfuðborgar, þær er venjulega
þykja svipmestar í höfuðborg-
urn, á einum og sama stað:
í „kvosinni", hinum gamla
miðbæ Reykjavíkur. Er hér
um að ræða stjómarráðshús,.
alþingishús og ráðhús Reykja-
vfkur. Eru starfandi sérstakar
nefndir í öllum þessum bygg-
ingarmálum, ein í hverju. Hins
vegar er enn ekkert heildar-
skipulag ákveðið.
Samtímis er það svo, að enn
standa á þessu sama svæði
sögulegar byggingar, sem hver
menningarþjóð mundi setja
stolt sitt í að varðveita sem
bezt til síðari tíma án þess
að breyta þeim. Er hér um
að ræða hús eins og mennta-
skólahúsið, alþingishúsið, dóm-
kirkjuna og stjórnarráðshúsið,
eða af yngri byggingum Iðnó
og gamla Búnaðarfélagshúsið,
— sérkennilega fulltrúa horf-
ins byggingarstíls, geymandi
einnig sögulegar minjar. öll
þessi hús og ótal fleiri á þess-
um stað og víðar f Reykjavílc,
ekki sízt í Vesturbænum,
mundu aðrar þjóðir reyna að
varðveita sem lengst á þeim
stað, þar sem þau eru. Kom-
andi kynslóðir verða ekki í
neinum vandræðum með að
byggja hús, þær munu búa
við allsnægtir í þeim efnum,
sem við vart gerum okkur
grein fyrir. En eitt geta þær
ekki gert: þær geta ekki byggt
gömul hús. Þau sögulegu húSj
sem nú verða rifin, verða
aldrei byggð aftur. Núverandi
kynslóð er stundum orðhvöss
gagnvart fátækum forfeðrum,
er glatað hafi dýrmætum skrif-
uðum söguminjum, en hún má
gæta þess, að komandi kyn-
slóðir dæmi hana ekki harðar
fyrir að hafa' vísvitandi eyði-
lagt í bráðræði, sögulegar
minjar, sem eigi verða end-
urheimtar.
Flottræfilsháttur
Það þarf að vanda það vel,
hvernig miðbærinn gamli í
Reykjavík verður, hvernig hið
gamla, sem á að haldast, og
hið nýja, sem á að rísa, fari
bezt saman, án þess að eyði-
leggja öll hlutföll og skemma
heildarmynd. Það er algerlega
ófært að ákveða skipulag hvers
húss út af fyrir sig án 'þess
að hafa þegar ákveðið heild-
armyndina. Þess vegna er höf-
uðtilgangur þessa frv. að gera
ráðstafanir til þess, að slíkt
heildarskipulag sé ákveðið fyr-
ir miðbik höfuðborgarinnar,
áður en farið er að géra ó-
afturkallanlegar ráðstafanir
um einstök hús. Er því m.a.
lagt til að banna að reisa
varanlegar byggingar í mið-
bænum, unz heildarskipulag
hefur verið ákveðið.
Það er þegar búið að spilla
mikið .útliti Reykjavfkur sök-
um skorts á yfirsýn, og mið-
bærinn hefur ekki heldur far-
Framhald á 9. síðu.
■' ■'■■■■• -.b-ib riWIM tRbllebíósfirrWisRtsi ' po
KVENINNISKÓR
1. .. jfniríus .laqqöiimon oiv t>ai
(töfflur) sérlega fallegir. — Ný sending tekin upp í dag.
SKÓVAL, Austurstræti 18
Eymundssonarkjallara.
SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR
Laugavegi 100.
KARLMANNAINNISKÓR
úr leðri, fallegir, vandaðir. — Ný sending tekin upp í dag.
SKÓVAL, Austurstræti 18
Eymundssonarkjallara.
SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR
Laugavegi 100.
INNKAUPAVAGNAR
Höfum fengið sendingu af hinum vinsælu
SÆNSKU INNKAUPAVÖGNUM
fyrir húsmæður.
■ Slíkir vagnar eru í tízku um alla Evrópu, enda
■ mjög hentugir og létta húsmæðrum og börnum
■ erfiði hinna daglegu matarinnkaupa.
Verð kr. 520,00.
EIGINMENN!
Þetta er jólagjöfin í ár handa
eiginkonunni.
KAUPFÉLAG HAFNFIRfúNGA
Strandgötu 28 — Símar 50159 — 50224 — 50759.