Þjóðviljinn - 17.12.1964, Page 7
FimmUidagur 17. desember 1964
ÞI6ÐV1LIINN
SlÐA ^
UTG.: ÆSKULÝÐSFYLKINGIN — RITSTJÖRAR: HRAFN MAGNÚSSON,
ARNMUNDUR BACHMANN OG SVAVAR GESTSSON
ðrugg atvinna allt árið er eina leiðin
til ai halda í unga fólkið
★ Enn situr við sama á
Skagaströnd, að því cr
fréttir Þjóðv. herma.
Sérstök skýrsla hefur
verið samin um at-
vinnuleysisástandið á
Norðurlandi vestra, hún
er ófögur Iýsing á á-
standinu. 80% verka-
manna á Skagaströnd
flýja nú brott og enn
fleiri færu, ef þeir gætu.
Margir eru nefnilega
bundnir átthagaf jötrum,
hafa Iagt mikið fé í
húsbyggingar á staðn-
um og eiga því ekki
heimangengt.
★ Við héma á Suður- og
Vesturlandinu skiljum
ekki, hvað atvinnuleysi
er, aan.k. ekki þau okk-
ar, sem komumst ekki í
tölu vinnufærra manna
fyrr en eftir miðjan
síðasta áratug. Vinnu-
þrældómurinn þjakar
okkur hins vegar og
dregur úr félagslífi og
framfaralöngun.
★ Hvemig er að vera ung-
ur maður á þessum
stöðum? — Haukur
Brynjólfsson, rafvirkja-
nemi á Sauðárkróki
rakst inn til okkar um
daginn og áttum við
stutt viðtal við hann um
ástandið nyrðra og
fleira.
Haukur segir okkur, að hann
hafi komið til Sauðárkróks fyr-
ir tveim árum, frá Skagaströnd,
en þangað fluttist hann frá
Iteykjavík. — Hvers vegna
fluttirðu frá Skagaströnd. spyr
ég eins og fávís kqna.
— Ég vann ; frystihúsinu á
— sagði Haukur Brynjólfsson, rafvirkjanemi á Sauðárkróki
Skagaströnd hjá Hólanesj h/f,
en var rekinn þaðan fyrir að
krefjast launa minna ásamt
fjórum öðrum.
„Sökin“ var sú, að við ’höfð-
um gengið um með undir-
skriftalista, meðal starfsfólks-
ins, þar sem skorað var á
stjóm Verkalýðsfélags Skaga-
strandar að skerast í leikinn
til að fá út kaupið fyrir starfs-
fólkið. Við fengum raunar fáa
á listann en þegar við fórum
í miðdegiskaffið var okkur til-
kynnt að aðstoðar okkar væri
ekki óskað í frystihúsinu fram-
ar. Eftir það leigði ég mér
trillu og var á henni fram und-
ir vorið. Nú, svo flutti ég til
Sauðárkróks.
— Hvemig er atvinnuástand-
ið þar?
— Atvinnan er þar ójöfn og
óörúgg, mikil vinna hluta árs-
ins en sama og ekkert að gera
í janúar, febrúar og marz. Það
sem okkur vantar fyrst og
fremst er iðnaður, sem gefur
jafna og örugga atvinnumögu-
leika allt árið. T.d. hljóta að
vera miklir möguleikar á Sauð-
árkróki fyrir landbúnaðariðn-
að. Ég má segja að eitthvað
hafi verið rætt um gæruvinnslu,
en ekki hefur neitt bólað á
framkvæmdum í þeim dúr.
Síðastliðið sumar var sett
á fót á Króknum fyrirtæki,
sem framleiðir rafmagnsdósir,
gluggajám og þ.u.l. járnvör-
ur og veitir nú 10—12 manns
atvinnu. Það munar strax um
það.
Það eru tvö frystihús á
Sauðárkróki, annað eign kaup-
félagsins en hitt ríkisins, rek-
ið af rekstrarhlutafélagi, sem
einnig gerir út Skagfirðing.
Allir sjá hversu fáránlegt það
er að hafa tvö frystihús á
Sauðárkróki, en það er bara
eitt dæmið um skipulags- og
ráðaleysið í atvinnumálum þar
nyrðra.
Kaupfélagið er stærsti vinnu-
veitandinn á staðnum en svo
eru ýmis smærri fyrirtæki, sem
ekki er ástæða til að geta um,
flest á vegum iðnaðarmanna,
trésmíðaverkstæði o.þ.h.
— Er einhver áhugi á félags-
málum á Sauðárkróki?
— Ekki held ég nú að unnt
sé að telja hann mikinn. Dans-
leikir eru oft haldnir í sam-
komuhúsinu, Bifröst, á vegum
Haukur Brynjólfsson
ungmennafélagsins, sem er að
nokkru eigandi að húsinu.
Þetta er stórt og myndarlegt
samkomuhús en sorglega lítið
notað.
Þarna er verkalýðsfélag og
er það undir bræðingsstjórn
íhalds og krata. Eitt af þessum
gagnslitlu verkalýðsfélögum,
sem hirða samninga frá öðrum
félögum, standa aldrei í bar-
áttunni sjálf. Sem dæmi um
framtaksleysi forystumanna
verkalýðsins á Króknum má
nefna, að sjómenn eiga þar
enga samninga og hafa verið
notaðir samningar frá Skaga-
strönd og einu sinni Keflavik-
ursamningar!
— Hvemig er húsnæðismál-
um háttað hjá ykkur?
— Skortur á hentugu leigu-
húsnæði fvrir ungt fólk, sem
er að hefja búskap er gífur-
legur Flest þau hús, sem fyrir
hendi eru eru alltof stór til að
unnt sé fvrir efnalítið im?t fólk
að taka þau á leigu Af þess-
um orsökum hefur marfft fólk
flutt úr bænum, t.d. suður til
Reykiavfkur, en fólk kemur i
staðinn úr sveitunum.
— Hvemig er pólitískt líf á
staðnum?
— fhaldið er í meirihluta í
bæjarstiórn og líklega i bæn-
um líka fhaldsmeirihluti í
bæjarstióraum hefur aldrei
þótt líklegur til framfaravið-
leitni og svo er ekki heldur á
Sauðárkróki.
Alþýðubandalagið á einn full-
trúa í bæjarstjórninni.
Annars má segja að við sós-
ialistar i Norðurlandskjordæmi
vestra stöndum betur að vigi
en aðrir pólitiskir aðilar. Mál-
■sagnið okkar MJÖLNIR kemur
á meira en annað hvert heim-
ili 5 kjördæminu og er óhætt
að fuliyrða að það nýtur mik-
illa vinsælda og stöðugt vax-
andi álits.
— Að siðustu vil ég leggja
áherzlu á, segir Haukur, að ör-
uggari og jafnari atvinna verð-
ur að koma á Sauðárkróki. Það
er óheilbrigt að þræla dag og
nótt hluta ársins en verma ból-
in hinn hluta þess. Bærinn
liggur vel við iðnaði. heitt vatn
fyrir hendi, þjónustufyrirtæki
fyrir mjög stórt landbúnaðar-
hérað éru þar. svo að Sauðár-
krókur ætti að hafa mikla
vaxtarmöguleika ef rétt er á
málum haldið og stjómarvðld-
in sýndu meiri skilningsvott en
hingað til hefur verið.
Fáfræði eða kynþáttafordómar
Nú um sinn hefur verið held-.
ur hljótt um viðskipti ísiend-
inga við Suður-Afríku. Á með-
an hefur Verwoerd að vísu
látið framkvæma nokkrar af-
tökur og fangelsanir eftir hin-
um illræmdu „nítutfu daga lög-
um“, en það hcfur sjálfsagt
valdið fáum mönnum heiia-
brotum hér „norður á íslandi“.
Á mánudagskvöldið bar þó
heldur nýrra við, þegar við-
skiptabann á Suður-Afríku
var rætt í útvarpsþætti Sigurð-
ar Magnússonar. Það stóð svo
sem ekki á því að Dr. Ver-
woerd ætti sér forsvarsmenn
á íslandi, og er það að vissu
leyti fagnaðarefni að þeir skuli
hafa fengið tækifæri til að
vekja á sér athygli í útvarpi,
jafn ógeðfelldur og málflutn-
Eftir Rögnvald Hannesson:
ingur þeirra var og á köflum
byggður á röngum forsendum.
Yerwoerd vill ó-
jöfnuð
Porsvarsmenn áframhaldandi
viðskipta töluðu um það sem
!
Lángnætti á Kaldadal
*
Þorsteinn frá Hamri:
Lángnætti á Kaldadal.
Heimskringla.
Þetta er ftórða ljóðabók
Þorsteins á sex árum (áður
hafa birzt „í svörtum kufli“
1958, „Tannfé handa nýjum
heimi“ 1960 og „Lifandi
manna land“ 1962), 72 bls. að
stærð með 34 ljóðum.
Það hefur verið venja Þor-
steins að skipa ljóðum bóka
sinna saman í raðmerkta
flokka eftir nokkurri sam-
stöðu þeirra, með því hefur
hann viljað leggja áherzlu á
heildarsvip eða -stefnu hverr-
ar bókar. Þetta orkar sann-
færandi í Tannfé, síður í
næstu bók, sízt í þeirri nýj-
ustu. Þótt greina megi efnis-
legan stigmun ljóðkafla, er
hann varla nægilegur til þess
að réttlæta að fullu afdrátt-
arlausa sundurbútun. Megin-
stefna bókarinnar er óslitin,
útúrdúralaus, heild hennar
auðsén án tilvísandi tröppu-
gangs.
Hver er sú heild. sú stefna?
f megindráttum sem í hinum
fyrri bókum Þorsteins: tví-
skipting vonar oe ótta um
örlöff fslaods örlöff manns-
ins. Þorsteinn er sjaldan per-
sónulegur í þeim skilningi,
að honum sé tamt að bera
kenndir sínar á torg, hann er
lágvær um sjálfan sig. Hann
hefur trú á því, að jafnvel
ljóð megi sín ennþá nokkurs
í örlagabaráttunni, að flest
sé einkamálunum mikilvæg-
ara. Þegar þetta er haft í
huga, má telja það óvenju-
legt, hversu vel Þorsteini
hefur frá upphafi tekizt að
gæða ljóð sín mögnuðu lífi.
Hefur hann þar ekki hvað
sízt notið kunnáttu sinnar í
þjóðfræðum og sagnamáli,
sem hann hefur óspart beitt,
meðal annars í formi tilvís-
ana í sagnanúnni. Ármanns-
kvæði í þessari síðustu bók
hans er vafalítið kórónan í
hinum þjóðlífskynjaða kveð-
skap Þorsteins til þessa. Og
það er fljótséð hvers vegna:
kvæðið er p -V "• hsil-
steyptara, hlutbundnara en
almennt gerist um þessi ljóð
hans.
Annað mætti nefna í sam-
bandi við þessa nýju bók
Þorsteins, sem mér virðist
horfa í nýja átt:
Ég legg af stað:
laung nótt
og jörð örfoka
áhyggjur játa menn sem
fæstar.
Og sandkom er hér við mitt
hæfi:
sjá nóttin hefur átt það
og nú er það komið til mín
og fylgir mér
úr nótt í aðra.
(Félagi, bls. 14).
og enn:
.... vér styttum oss stundir
við að spá í arið
og leita að einhverju smálegu
sem ekki hefur bifazt
getur þá svo farið
að vér horfum lægra og innar
og rekum oss á
að innviðirnir eru aðrir
en vér hugðum:
grannar stoðir og lágreistar...
(Vökur, bls. 60).
Eitthvað er hér á ferðinni,
sem minnir ekki lítið á hug-
blæinn kringum hið ósegj-
anlega taó. Þetta horfir til
dýpkunar.
Ekki ber að lasta, þótt víða
kenni enduróms frá fyrri
I
bókum Þorsteins í þessum
nýju kvæðum. Að venju
standa þau fyrir sínu: mál-
kennd Þorsteins virðist ó- k
brigðul, orðvísin fágæt. ™
Minnisstætt verður kvæðið
„Bíðið meðan hann sýng- ^
ur“ (bls. 24), sem Þorsteinn j
mun hafa ort í minningu ,
Steins Steinars og eldra mun B
öðrum kvæðum bókarinnar; -
í svipinn minnist ég ekki
líkrar víxlmögnunar hljóms
og trega í kvæði.
,,Ljóð“ (bls. 12) er óvænt k
hugleiðing, nánast sú játning, J
sem við öll óskum að heyra
frá skáldi, sem er köllun
sinni trúr, hefur sannað hana
í lífvænu verki.
Ég hef tilhneigingu til að
líta á þessa nýju bók Þor-
steins frá Hamri sem nokk-
urn undanfara breytingar í
Ijóðagerð hans; að hann muni ^
um sinn geyma ónotaðar ekki
allfáar tilvísanir ágætar í N
bjóðsagnaminnin, en gefi B
okkur þeim mun meira af J
sjálfum sér, Ekki er ólíklegt, ■
að hann rati þá á möguleika .
á nýjum tengslum einstakl- B
ings og heildar, sem nýta k
mætti í skáldskap ekki siðri B
þeim, sem hann hefur hing- '
að til ortan.
!
Baldnr Ragnarsson.
fookmen
nærri sjálfsagðan hlut að harð-
stjórn rikti í Suður-Afríku og
töldu slíkt „innanríkismál“ sízt
fallið til að gera sér rellu út-
af „hér norður á íslandi.“ Nú
er ekki auðsætt hvernig harð-
stjómin ætti að hafa mildazt
á leiðinnj til fslands, en að
öðru leyti má vel taka undir þá
skoðun að „ólýðraaðislegir
stjórnarhættir á okkar mæli-
kvarða" er ekki út af fyrir
sig næg ástæða til pólitískra
refsiaðgerða á borð við við-
Skiptabann. þ>ess eru ýmis
dæmi, að ríki í örri þróun
hafi gripið til harkalegra
stjómarhátta til að stíga þau
skref á fáum árum, sem tekið
hafa auðugustu þjóðir heims
áratugi og jafnvel aldir, En það
er markmið hverrar ríkisstjórn-
ar og mat okkar á mannl. verð-
mætum sem sker úr um það,
hvort við eigum að hefjast
handa um pólitískar refsiað-
eerðir, ef við viljum vera hluti
af samvizku mannkynsins. f
Suður-Afríku er þeim hluta
mannkynsins, er það land bygg-
ir, skipt i tvo ójafna hópa eft-
ir hÖrundslit. Hinir svÖrfu
skulu vera brælar hinna hvítu.
Þeír skulu ekki njóta sama rétt-
ar. þeir skulu búa út af fyrir
sig og ekki saurga hreinleik
hinna hvítu. Þetta er tilgang-
ur stjórnar Verwoerds og er
hægt að tilfæra mýmörg um-
mæli hans og stuðningsmanna
hans þvi til staðfestingar, enda
hefur það verið gert og mun
hverju tækifæri til að halda
bví áfram verða innilega farni-
að.
Frjáls verzlun
Loksins átti fslenzkur al-
menningur þvi láni að fagna
að heyra skýrt og skorinort,
hverskonar siðfræði er fólgin í
hugtakinu „frjáls verzlun“ (og
þá væntanlega framtak líka)'.
Heildsalinn í þætti Sigurðar
Magnússonar er greinilega ekki
skólaður í sléttmælgi og öfug-
snúinni notkun hugtaka eins og
stjórnmálamenn borgaraflokk-
anna, sem eiga að tilreifta pist-
il dagsis handa almenningi. —
„Frjáls verzlun" er nefnilega
í því fólgin að taka jafnan
hagstæðasta tilboðinu án til-
lits til þess, hvernig það er
til komið. „Frjáls verzlun" læt-
ur sér fátt um finnast hvort
nota megi verzlunina sem tæki
í þágu mannsins til að efla eða
stuðla að varðveizlu mannlegra
verðmæta. Þegar spurt er um
það, hvort fslendingar eigi að
fara að beiðni forystumanna
þeldökkra í Suðúr-Afriku og
verzla ekki við það land til
að reyna að hnekkja verstu
ofbeldis- og óréttarstjórn í
heiminum, þá á „frjáls verzl-
un“ ekkert svar. Innan ramma
hugtaksins „frjáls verzlun" er
ekki pláss fyrir mannleg ver5-
mæti.
Þá er ekki síður fengur að
hafa fengið nokkra vísbend-
ingu um hversu langt alþjóða-
hyggja íslenzkra borgara nær.
Eftir málflutningi heildsalans
að dæma gegnir þar nokkuð
svipuðu máli og með , frjálsa
verzlun. Ef íslenzkir borgarar
græða á því að taka þétt í
krossferð gegn „harðstjóm og
órétti" er það sjálfsagt (ram-
anber þátttöku okkar í NATOY,
en ef það á að kosta slíkt smá-
ræði sem nokkrar apnelsínur
eða gallon af niðursoðnum á-
vöxtum, þá erum við aftur
orðin fámenn og vanmáttug
Móð á hjara veraldar og höf-
um engín efni a að dragast með
litig brot af samvizku heims-
ins.
Hvitur eða svartnr
Vonandi var það þekkingar-
Framhald £ 8. síðu.
i
i
)