Þjóðviljinn - 17.12.1964, Side 10
10 StoA
ÞT6ÐVILIINN
Frmmtudag'ur 17. desember 1964
Jonathan
Goodman
GLÆPA
HNEIGÐIR
allt annað afbrot, viðurkenndi að
hafa gert þet.ta. Þessi manneskja
var með ljóst, afturkembt hár,
lýtalaust hörund og náði naum-
ast fimm fetum á hæð — og
var auk þess alls ekki karl-
maður, heldur ung stúlka, ný-
komin af uppeldisstofnun.
— Er þetta satt, herra minn?
— Alveg dagsatt.
— Maður hugsar margt.
— Hvað á ég oft að brýna
þetta fyrir yður, lögregluþjórm?
Ekkert á að koma lögregluþjóni
til að hugsa. Ekki neitt. Góður
lögregluþjónn er sá sem getur
lagt saman tvo og tvo og heppn-
in fylgir af og til.
— Ég skil. herra minn.
— Ég efa það. Hlaupið nú nið-
trri kaffistofuna og saekið handa
mér teketil og tvær ostakökur.
Svo skulum við hóa í þennan
súkkulaðidreng og láta hann
standa fyrir máli sínu. Jæja þá,
standið ekki þarna eins og auli.
Hún vissi ekkert um þetta
fyrr en móðir hennar minntist
á fréttina á forsíðunni í Evening
News.
— Er þetta ekki einhvers stað-
ar nálægt Alex, vina mín?
Hún las frásögnina af ráninu
og hugur hennar var svo upp-
fullur af hugsunum — hugsun-
«m sem hún gat ekki losað sig
•við — að aðrar komust varla að.
Það hlýtur að hafa gerzt rétt
jeftir að ég fór frá Alex í gær-
kvöldi .... ef við værum enn
vinir, þá væri ég nú á leiðinni
til hans til þess að tala tim
þetta ....
Kvöldið dragnaðist áfram —
klukkan varð sjö, átta, hálfnfu
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslu og snyrtistofu
STEINU og DÓDÓ Laugavegi 18
m hæð flvfta) SÍMl 2 4616
P E R M A Garðsenda 21 —
SÍMI: 33 9 68 Hárgreiðslu og
snyrtistofa
D 0 M 0 R I
Hárgreiðsla við aOra hæfl -
TJAPNARSTOFAN - Tlamar
götu 10 - Vonarstrætismegin -
SlMI: 14 6 62
HARGREIÐSLUSTOFA AUST
URB/F.TAR - Maria Guðmunds
dóttir Latiaavegi 13 — SlMl
14 6 56 - NITDDSTOFAN EE A
SAMA STAÐ.
— og enn beið hún þess að sím-
inn hringdi, óskaði þess af öllu
hjarta að hann hringdi. Hann
rauf þögn kvöldsins aðeins einu
sinni og hún hljóp þangað með
ákafan hjartslátt og gleðitár í
augunum.
En það var þá einhver sem
vildi tala við móður hennar.
Hún hljóp upp í herbergið sitt
og fleygði sér á grúfu í rúmið,
tárin runnu stjómlaust og glitr-
uðu á hvítri rekkjuvoðinni.
Og nú voru augu hennar þurr.
og hún sat í setustofunni og
fletti tímariti. Skrjáfið í blöðun-
um .... glamrið í prjónum
móður hennar .... klukkan á
23
arinhillunni, sem taldi hvem
stundarfjórðung. Ekkert annað
hljóð í stofunni.
Enn sló klukkan.
Hún var níu.
Klukkan heima hjá önnu var
svo sem mínútu of fljót. Um leið
og hún heyrði fyrstu slögin, var
dagskráratriðinu í sjónvarpinu
að ljúka í herberginu hjá Alex.
Hvað eftir annað hafði hann
gengið að símanum, staðráðinn
í að hringja til Önnu.
En hann hafði alltaf snúið
frá. En hvað allt fylgdist með
tímanum, hugsaði hann; í gamla
daga var ástvinurinn alltaf van-
ur að skrifa elskunni sinni bréf
og rífa það í tætlur á síðustu
stundu.
Hamingjan góða, ef ég gæti
aðeins fengið að heyra röddina
hennar ....
En það er ekki hægt að segja
stúlku að fara til fjandans eitt
kvöldið, og hringja svo í hana
næsta kvöld og segja að þér hafi
ekki verið alvara. Mundu eftir
fyrirmælum Bemards um að
haga þér eðlilega. Að hringja í
önnu núna væri frámunalega
heimskulegt. Það myndi gera
hana tortryggna út af hegðun
minni í gærkvöld. Ef hún er
það ekki nú þegar.
Auglýsingamar liðu um sjón-
varpstjaldið. Lítil stúlka sleikti
rjómaís .... lítil stúlka borðaði
morgunverð .... lítil stúlka
spurði móður sína af hverju föt-
in hennar væru alltaf svo miklu
hvítari en föt annarrar lítillar
stúlku. Það er furðulegt að aug-
lýsingamennimir skulu ekki vera
orðnir uppiskroppa með litlar
telpur, hugsaði Alex; kannski
hafa þeir einhvers staðar út-
ungunarstöð sem framleiðir litl-
ar stúlkur eftir vísindalegu kerfi.
Ég er leiður á litlum stúlkum.
Litlum drengjum líka. Leiður á
öllum. ÖIlu. Ef ég verð svo ó-
lánssamur að endurholdgast eftir
trilljón ár, þá vona ég að ég
komi til baka sem ein af þessum
flugum sem lifa aðeins daginn.
Ljúka því af í skndi og svo er
sæla og tóm í önnur trilljón ár.
Dagurinn hafði dragnazt á-
fram. Hann hafði óskað þess að
hann liði hratt. en um leið kveið
hann komu næturinnar. I hvert
skipti sem dyrabjallan hafði
hringt, hafði hann búizt við að
úti stæðu lögregluþjónar — ekki
þakklátir og kurteisir lögreglu-
þjónar, heldur lögregluþjónar
með heimjld til að leita í íbúð-
inni Einu sinni hafði hann opn-
að svefnherbergisdymar og
staðið drykklanga stund fyrir
framan skápinn sem neningamir
voru faldir í.
Svona niklir paftincap^ hwgsaðd
hann; peningar hreyfa sig ekki,
gera ekki hávaða eða óþef, en
hver sem kæmi inn í íbúðina
hlyti að verða var við svona
mikla peninga. Það hlaut að
vera einhver tilfinning, einhver
ára — hamingjan góða, hvemig
| á ég að orða — eitthvert and-
rúmsloft allsnægtanna. Maður
j þarf ekki að sjá peninga til að
vita af þeim.
Auglýsingarnár búnar; frétt-
imar byrja. Sýnt inn í bragga-
þyrpingu, menn í einkennisbún-
ingum — hermenn og lögreglu-
þjónar — bfll sem stendur milli
tveggja bragga. Þulurinn var bú-
inn að tala í nokkrar mínútur
áður en Alex áttaði sig á því að
aðalfréttin var um ránið, kom
honum við. Þessi bfll — bað var
bíllinn sem hann hafði lýst fyrir
fulltrúanum. Hann var ekkert
líkur því sem hann hafði gert sér
í hugarlund.
— .. hvítir hanzkar sem lög-
reglan álítur að einhver ræningj-
anna hafi notað. Fréttamaður
okkar í austur Anglia fékk þær
upplýsingar hjá háttsettum
starfsmanni lögreglunnar, að
umfangsmikil leit fari nú fram
í Harwich og næstu hafnarbæi-
um. Það virðist augljóst að ætl-
un ræningjanna sé að komast
sjóleiðina yfir til meginlandsins
— Skýrsla um líðan hinna
tveggja var gefin út í kvöid. I
henni stóð að þeim liði báðum
efHr atvikum.
Önnur mynd leið yfir tjaldið.
mynd af ringluðum svertingja
milli tveggja leynilögreglu-
manna.
— Hverfum aftur til London:
Klukkan sex í kvöld var bel-
dökkur maður tekinn til vfír-
heyrslu hjá Scotland Yard. Þótt
lögreglan vilji ekki —
Síminn hjá Alex hringdi.
Hann flýtti sér þangað, lyfti
heymartólinu og sagði halló.
Rödd Bernards; Ert það þú,
gamli vinur? Ætlaði bara að slá
á þráðinn til að athuga hvemig
þér liði.
Alex vætti skrælnaðar varirn-
ar með túngunni. Heldurðu að
það sé viturlegt, Bemard? Að
hringja til mín, á ég við.
— Hvað áttu við, gamíi vin-
ur? Þú heldur þó ekki .... ó,
nei .... þú heldur þó ekki að
það sé legið á línunni hjá þér,
ha? Hann rak upp tröllahlátur.
— Hvað er svona voðálega
fyndið við það?
Hláturinn í Bemard hljóðnaði.
Hann varð grafalvarlegur.
Heyrðu mig nú, Alex. Svaraðu
bara þessu: Þú ert ekki grunað-
ur, er það?
— Ég ætla að vona ekki.
— Auðvitað ekki. Þú ert síð-
asti maðurinn í öllum heiminum
sem þeir myndu gruna. Sá allra
síðasti. Og því skyldi þá vera
hlustað á samtölin þín? Ég spyr.
— Vissirðu að þeir eru búnir
að finna bílinn?
— Jæja, er það? Nú, það er
prýðilegt. Mér datt í hug að þeir
yrðu fljótir að því. Nú tæta þeir
allt í sundur í Harwich, er það
ekki?
— Já, þeir —
— Þetta gengur aTlt eins og
smurt, Alex, gamli vinur. Gefum
þeim nokkra daga í viðbót, og
þeir ganga að því sem vísu að
peningamir séu komnir úr landi.
Gefur auga leið, er það ekki.
— En, Bemaard „ ..
— Hvað þá?
— Þeir eru búnir að taka ein-
hvern svertingja til yfirheyrslu.
— Jæja.
— Ekki getur lögreglan —
— Heyrðu mig, Alex — vertu
ekki að hafa áhyggjur útaf svona
smámunum. Einbeittu þér bara
að því sem kemur þér beint við
og láttu mig um hitt. Skilurðu.
Staður fyrir hvem hlut og hver
hlutur á sínum stað — þannig
viljum við hafa það — er það
ekki? — og þinn staður er heima,
rólegur og æðrulaus í nágrenni
við aurana og allt það. Skilurðu?
— En það væri hræðilegt,
Berna-d, ef —
— Ég er dálítið að flýta mér,
gamli vinur. Ef þér liggur ekkert
mikilvægt á hjarta, þá bið ég
ac heilsa þér.
— Það er auðvelt að —
— Vertu nú siilltur og góður.
Gerðu ekkert sem ég myndi ekki
gera. Bless.
Bemard fleygði tólinu á. Hann
sló hnefanum í simann.
Bölvaður aulinn hann Alex,
hugsaði hann reiðilega; nú er
hann byrjaður á Bretlandi fyrir
bölvaða niggarana. Það mátti
svo sem búast við þvi fyrr eða
síðar. Það liggur við að maður
fari að spyrja til hvers maður
hafi staðið í þessu stríði. Þessi
litfa eyja okkar — þessi dýrgrip-
ur — umluktur silfursævi —
verður nú fyrir innrás í fyrsta
skipti síðan 1066 og það er eins
og enginn taki eftir því. Næst
fáum við sjálfsagt niggara fyrir
forsætisráðherra. Nú er talað um
kínverjahverfi og gyðingahverfi
og negrahverfi eftir nokkur ár
verðum við að byrja að hugsa
um Bretahverfi. Hræðilegt.
Aftur barði hann krepptum
hnefanum í símann. Um leið
byrjaði hann að hringja.
Hver skyldi þetta nú vera? Ein-
hver gömul elska að bjóða mér
þátttöku í negravemdarfélaginu.
Það kæmi mér ekki á óvart.
Bifreiiaeigendur
Nýtt bifreiðaverkstæði. — Önnumst allar
viðgerðir á bifreiðum.
Maður vanur Volkswagenviðgerðum.
Fagmenn vinna verkið.
SKEMMAN
Auðbrekku 38, — KópavogL
Sími 40360.
CONSUL CORTINA
bflaleiga
magnúsar
sklpholti 21
símar: 21190-21185
^laukur Gju&mundóóon
HEIMASÍMI 21037
Auglýsið í Þjóðviljanum
SKOTTA
/t'fe
© King Features Syndicate, Inc.,-1963.
— Burt með þetta blað, Bjössi. Við erum bara saman; ekki gift.
Kartöflumús * Kókómalt * Kaffi * Kakó.
KR0JN - BÚÐIRNAR.
SKIPATRYGGINGAR
Tryggingar
á vöpum í flutnlngl
á eigum skipverja
Heimistryggíng hentar yður
Aflatryggingar
TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR"
4 *
*