Þjóðviljinn - 22.12.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.12.1964, Blaðsíða 4
I 4 SlÐA ÞIÖÐVILIINN Þriðjudagur 22. desember 1964 Ctgelandi: Sameiningaxflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — ftitstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartensson, Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjarnason. Préttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19, Siml 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kl. 90,00 á mánuði Enginn misskilningur J^Jorgunblaðið segir í forustugrein í fyrradag að í sambandi við afgreiðslu söluskattsfrumvarps- ins hafi komið fram „misskilningur“ af hálfu verklýðssamtakanna um efni samninga þeirra sem gerðir voru í vor. Hafi Bjarni Benediktsson nú rutt þeim misskilningi úr vegi með sanngirni sinni og sáttfýsi með því að gefa eftir V2%, eða fimmta hluta af því nýja ráni sem á að koma til framkvæmda um áramót. Stefán Ögmundsson hitti naglann á höfuðið á borgarafundi Sósíalista- félags Reykjavíkur í fyrradag þegar hann spurði hvort þess væri ef til vill að væn'ta, að þetta at- ferli ráðherrans yrði til þess að refsilögum í land- inu yrði breytt, þannig að ósaknæmt væri að ræna menn, ef skilað væri aftur einum fimmta af þýf- inu, og hlytu þeir sem fyrir slíkum örlögum yrðu að bera missi sinn bótalaust. * Jgnginn misskilningur getur komið til greina um efni þeirra samninga sem gerðir voru 1 vor. Verklýðsfélögin sneru sér til ríkisstjórnarinnar og kröfðust þess að gerðar yrðu ráðstafanir til þess áð binda endi á óðaverðbólguna. Buðu álþýðusam- fökin fulla samvinnu um það mál og reyndust fú's til þess að fresta augljósum réttlætiskröfum til þess að ná marki sínu. Samningarnir í vor voru sáttmáli um stöðvun verðbólgunnar á íslandi og einmitt þess vegna var þeim fagnað af yfirgnæf- andi meirihluta þjóðarinnar. Af- hálfu verklýðs- hreyfingarinnar hefur verið staðið við samning- inn í einu og öllu, frá þeirra hlið hefur ekkert gerzt sem gefið gæti minnsta tilefni 'til aukinnar skattheimtu og verðbólgu í þjóðfélaginu. Engu að síður byrjuðu stjórnarvöldin að svíkja samning- ana um leið og þeir höfðu verið undirritaðir. Þeg- ar í sumar var kjörum fjölmargra launþega breytt verulega með drápsklyfjum skatta og útsvara sem menn hafa verið að sligast uridan allan síðari hluta ársins. Fyrir skömmu samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur að hækka útsvörin enn um 50 miljón- ir króna á næsta ári. Hvort tveggja þetta var al- varlegt brot á anda samkomulagsins, en nú hefur því einnig verið rift formlega og á blygðunarlaus- an hátt með þeirri stórfelldu hækkun á söluskatti sem kemur til framkvæmda um áramótin og hækkar í verði hverja einustu vörutegund í land- inu. * j sambandi við þessa atburðarás getur ekki orðið um neinn „misskilning“ að ræða; hins vegar ættu ýmsir þeir sem trúað hafa áróðri stjórnar- flokkanna að geta öðlazt nýjan skilning. Ástæðan til þess að ríkisstjórnin he'fur svikið samningana frá því í vor er sú og sú ein að hún vill veriðbólgu- þróun í landinu, af þeirri einföldu ástæðu að verð- bólgan er sjálf gróðamyndunaraðferðin í íslenzku þjóðfélagi, hagsmunamál þeirra atvinnurekenda og fjárplógsmanna sem ríkisstjómin hefur að bak- hjarli sínum. — m. TUNGLM YRK VINN Igærkvöld, þeg’ar von var á tunglmyrkvanum, var milt veöur og mikil for á götum. .af völdum blotans,. og hratt, skýjafar í hálofti, bar sem tunglið skein fullt og logabjart,. og hærra á lofti en ég hef séð áður svo ég muni. Ýmist dró frá eða fyrir og við kviðum því að. tunglið yrði horfið fyrir ský áður en myrkvinn hæfist, en svo varð ekki, heldur sveip- aði öllum skýjum frá. um leið og vinstri eða eystri rönd tunglsins sortnaði og voru <§, markalínur myrkvans óglögg- ar, líkt og sópazt hefði á rönd- ina sót eða eldfjallaaska. Síð- an færðist skugginn yfir kringl- una hægt og hægt og var klukkutíma að því, en skýin hófu aftur sinn hraða feyki- dans kring um tunglið, huldu það sjaldan, en skýin drógu ■yfir það léttar slæður og voru svo á burt. Þegar tunglmyrkvi er á jörðu er sólmyrkvi á tungli en jörðin ósýnileg þar, því hún snýr dimmu hliðinni að. Þar. skín .þá ekki annað l.iós en stjömuljós, ög er að vfsu miklu bjartara hér, því tunglið er bert og ó- hjúpað f geimnum, Þegar kvartélasfdpti eru á tungli héðán áð sjá, má gloggt greina þann hluta tunglslns, sem sól skín ekki á, og hef ég gizk- að á, að það sé jarðljós, sem þannig endurvarpast hingað. En nú var sól sortnuð á mikl- um hluta tunglsins, en jörðin almyrkva, eins og tungl er milli tpngla. Samt glórði hinn myrkvaði hluti þess í föskvuð- um rauð-myrkum bjarma, draugalegum, sem skýrðist þvi meir sem meira myrkvaðist. HVaða ljós var það? Ég gizk- aði á stjöfnuljós, en þessu geta fróðari menn svarað betur. Þegár eftir var örmjó skín- andi rönd til hægri, þustu ský- in að, röndin myrkvaðist, skein svo aftur snöggvast, huldist að fullu, en síþykknandi skýjakaf huldi háloftið, og fengum við ekki að sjá meira. Ég gat því ekki skorið úr því, hvort tungl- ið hefði orðið ósýnilegt meðan það var almyrkvað. Myrkvinn mun hafa staðið í tyo tima. Hann byrjaði klukkan tólf á miðnætti, eða um það bil, stóð hæst h.u.b. tvær mínútur yfir eitt, mundi hafa verið lokið kl. tvö. Bandarískur stjömu- fræðingur sagði þetta hafa verið einn fegursta tungl- myrkva sem sézt hefði. M. E. 19/12. Styrkir tíl Noregs og USA ^ Eins og mörg undanfarin ár hefur Islenzk-ameríska félagið milligöngu um útvegun náms- styrkja fyrir íslenzka stúdenta til náms við bandaríska há- skóla, á vegum Institute of Int- ernational Education. Styrkir þessir eru veittir af ýmsum há- skólum í Bandaríkjunum, og eru mismunandi. Nema þeir skólagjöldum og 7 eða húsnæði og fæði o.s. frv. Styrkimir eru eingöngu ætlaðir námsmönnum, er Ijúka stúdentsprófi á vori komanda og hyggjast hefja háskólanám næsta haust er heimilt að sækja um þessa styrki, en hámarksaldur um- sækjenda er 22 ár. Norsk stjómarvöld hafa á- kyeðið að veita íslerizkum stúdent styrk til háskólanáms í Noregi næsta skólaár, þ. e. tímabilið 1. september 1965 til 1. júní 1966. Styrkurinn nemur 700 norskum krónum á mánuði og er ætlazt til, að sú fjárhæð nægi fyrir fæði og húsnæði en auk þess greiðast 400 norskar krónur vegna bókakaupa o.fl. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 20—30 ára og hafa stundað nám a.m.k. tvö ár við Háskóla íslands eða annan há- skóla utan Noregs. Þá ganga þeir fyrir um styrkveitingu, sem ætla að leggja stund á námsgreinar, er einkum varða Noreg, svo sem norska tungu, bókmenntir, réttarfar, sögu Noregs, norska þjóðmenningar- og . þjóðminjafræði, dýra-, grasa- og jarðfrseði Noregs, kynna sér norskt atvinnulíf o. s. frv. Gerið þvottadaginn að hvíidardegi Veljið Q OMEGA Seamaster Þetta er úrið, sem þolir bókstaflega hvaða meðferð sem er — þetta er úrið handa íþróttamanninum, fjallagarpinum og sjósókn- aranum. Þetta er i'irið, sem karlmenni geta treyst. SEAMASTER er sterkt, fallegt og nákvæmt — sama á hverju gengur. Gjöf, sem karlmaSur gleymir ekki SÍS VÉLADEILD NOKKRARÚRVALS UNGLINGABÆKUR LOTTA leikur sér. SIGGA á fljúgandi ferð. KALLI flugmaður. • UPPREISNIN Á CAPELLU TARZAN og gullna borgin. • TARZAJJ og gimsteinar Opar. Á FLÓTTA Indíánasaga. Saumavélaviðp-erðir * iðcr»v.rniriavéla- rt’ð<rerðir FLJÖT APGREIÐSLA SYLCJA Laufasvegi 1W (bakhús) simi 12656

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.