Þjóðviljinn - 29.12.1964, Page 8
jg SÍÐA
HÓÐVILIINN
Þriðjudagur 29. desem'ber 1964
Jonathan f|h Goodman ;læpa
HNI EIGÐIR
„Það stendur alveg heima,
Henry“.
Heyrnartólinu hinum megin
var skellt á. Suð' ómaði í eyr-
unum á Alex. Allt í einu varð
honum ofsaheitt, honum fannst
herbergið loftlaust, hann vissi að
sergentinn starði á hann, hann
Ikveið fyrir því að leggja tólið
frá sér og neyðast til að svara
fleiri spurningum.
Aðeins veggur milli okkar og
svefnherbergisins. . . nokkrir
metrar. . . peningarnir, fjórir
sekkir, tvö hundruð þúsund
pund. . . hann veit það. . . hann
hlýtur að vita það. . . hann
myndi ekki spyrja allra þess-
ara spurninga ef hann vissi það
ekki. . .
„Ég held það hafi verið lagt
á hinum megin“, sagði sergent-
inn hljóðlega.
Alex lagði tólið á aftur. Rakt
farið eftir hönd hans sat eftir
á plastinu. Ég . . ég held það
hafi verið slitið hjá okkur",
tautaði hann.
„Þetta er alltaf að koma fyrir,
herra minn. Kannski hringir
hann aftur. Eða þá að þér getið
hringt í hann? Vitið þér núm-
erið hjá honum?“
Alex hristi höfuðið.
„Það er í skránni, er það
ekki?“ Sergentinn gekk til Alex.
„A ég að leita fyrir yður? Ég
er sérfræðingur í slíku — þori
að veðja að ég get fundið núm-
erið á þrjátíu sejcúndum slétt-
um .
„Nei, það skiptir engu máli“
„Það er engin fyrirhöfn“.
„Hann hringdi úr símaklefa'*.
„Nú, ég skil. Jæja. . . ég læt
yður þá í friði. Þakka yður fyrir
hvað þér hafið verið þolinmóð-
ur“.
„Það er ekkert að þákka“.
Alex fylgdi sergentinum útúr
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslu og snyrtistofu
STEINU og DÓDO Laugavegi 18
III hasð flvfta) SlMl 2 46 16
P E R M A Garðsenda 21 —
SIMI: 33 9 68 Hárgreiðslu og
snyrtistcfa
D 0 M 0 R !
Hárgreiðsla við allra hæfi —
TJARNARSTOF^N — Tjamar
götu 10 — Vonarstrætismegin —
SlMI: 14 6 62.
HARGÉEIÐSLUSTOPA AUST-
URBÆJAR — María Guðmunds-
d5ttiT Laugavegí 13. — SlMI:
146 56 — NUDDSTOFAN ER A
SAMA STAÐ.
setustofunni. Sergentinn stanz-
aði á pallinum fyrir framan
svefnherbergisdyrnar. „Aðeins
ein beiðni, herra minn. . .“
„Hvað er það?“
„Okkur kæmi það vel ef þér
létuð okkur vita þegar þér fær-
uð eitthvað út. Við kynnum að
þurfa að spyrja fleiri spuminga.
Aðeins formsatriði, skiljið þér
Ef þér vilduð gera svo vel að
hringjá1' til okkar áður en þér
farið að heiman. . . .“
„Mér dettur það ekki I hug,“
sagði Cliff. „Ég lifi mínu lífi
eins og mér sýnist. Ef ég ætla
eitthvað út, þá spyr ég ekki
um leyfi — þarf ekki að spyrja
neinn um leyfi til þess“.
„Það væri skynsamlegra af
yður að sýna samvinnulipurð,
herra minn“.
„Þér haldið það, ha?“
„Ég er alveg sannfærður um
það“. Lögreglufulltrúinn fór út
úr herberginu án þess að líta
við.
Cliff æddi út að glugganum.
Hann heyrði útidyrnar lokast,
sá fulltrúann ganga að bíl sín-
um, stíga inn í hann og aka
burt.
Móðir Cliffs rak höfuðið inn
um gættina. „Hvaða maður var
þetta, Clifford?
Hann snéri sér snöggt við.
Stundarkom sagði hann á hann,
reyndi að berjast við óttann
sem kom honum til að skjálfa
og nötra. „Farðu út héðan", taut-
aði hann. „láttu mig í friði,‘
gerðu það.”
Móðir háns kom nær. „Hvem-
ig vogarðu þér, að , j.,ala svotja,
víð mig.‘ Ef nann . 'faðir ' þinh:
sálugi gæti heyrt til þín, myndi
hann segja sitt af hverju við
þig. Jæja, ég er að bíða, Clif-
ford. Hvaða maður var þetta?“
Cliff ýtti henni frá sér um
leið og hann æddi til dyra.
„Þetta var erkiengillinn Gabri-
el“, æpti hann. „Það var mað-
urinn. Kom með skilaboð frá
pabba um að hann væri al-
sæll, maturinn væri góður þama
uppi og mesta lán sem hann
hefði orðið fyrir um dagana
hefði verið að detta niður dauð-
ur, til þess að þurfa ekki leng-
ur að umbera gamla belju eins
og þig“.
Cliff þaut útúr húsinu. Næsti
símaklefi var spölkorn burtu.
Hann varð að segja Bernard
frá heimsókn lögreglufulltrúans.
Bernard myndi vita hvemig ætti
að bregðast við undir þessum
kringumstæðum.
Bernard kveikti í sigarettu
með stúfnum af annarri. Fyrir
örfáum mínútum hafði hann
verið í sjöunda himni. En ekki
lengur. Hið óljósa samtal við
Alex hafði umsnúið tilfinning-
um hans. Nú var hann áhyggju-
fullur; hann reyndi að viður-
kenna það ekki fyrir sjálfum
sér, en hann var mjög áhyggju-
fullur.
Hvað vill lögreglan með að
tala aftur við Alex? Er þá far-
ið að gruna eitthvað? Ekkert
rósamál. . . Gruna hvað, til
dæmis? Þeir hafa ekki getað
fundið neitt, sem bendir á hann,
af þeirri einföldu ástæðu að
slíkt er ekki fyrir hendi. Áætl-
unin — áætlun mín — var
hundrað prósent örugg, útreikn-
uð í smæstu atriðum. Og það
gefur auga leið að þeir hafa
ekki neitt, hreint ekki rokkurn
skapaðan hlut, að byggja á. Og
hvers vegna í fjandanum eru
þeir þá að tala vlð Alex?
Hvers vegna?
Bernard hrökk ”ið þegar sím-
inn byrjaði að hringja. Harni
gat gert sér í hugarksnd bvsr
var að hringja í hann, og ef
svo var, þá hafði hann ástæðu
til að óttast. Það þýddi ekki
annað en horfast í augu við
það.
Hann drap í nýrri sígarett-
unni, lyfti heyrnartólinu og
og sagði halló.
Dauðaþögn.
„Halló“, sagði Bernard aftur,
hærra að þessu sinni.
Ekkert hljóð.
„Ef þú ert í símaklefa“, hróp-
aði Bemard, „þá ýtu á hnapp-
inn sem merktur er A, bölvaður
aulinn þinn“.
Það heyrðist glamur í pening-
um, síðan másandi rödd Cliffs:
„Bernard ert þetta þú? Heyrðu,
það kom til mín gestur — Ein-
hver fjandans lögreglufull-
trúi. . .“
„Og hvað um það? Á ég að
falla í stafi eða hvað?“
„Hann spurði mig spjörunum
úr. Ég býst við að hann gruni
eitthvað ‘—“
„Svo sem eins og hvað?“ ,
„Hvað áttu við?“
30
„Hvað getur hann grunað?
Stilltu þig nú bara. Það er allt
í lagi ’ með okkur, meðan þú
steinheldur kjafti“.
„Hafðu engar áhyggjur af
mér. Ég tók hann í gegn. . .“
„Hvað þá?“
„Ég sagði honum að éta skít,
það gerði ég. Ég sagði það ekki
berum orðum, en hann skildi
hvað ég átti við, það geturðu
reitt þig á“.
Sem snöggvast var Bernard
alveg orðlaus. „Þú. . . þú. . .
bölvað ótætis örverpið þitt.
Hvað var ég búinn að segja þér
um skipti við lögregluna? —
Hvað sagði ég við þig? Ef þú
ert méð hundshaus við lögreglu-
þjón, þá reynir hann allt sem
hann getur til að ná sér niðri
á þér. Maður á að vera sam-
vinnulipur, kjaftagleiður — var
ég ekki búinn að segja þér
það? Ha?“
„Það er allt í lagi með það,
en þggsi ,fugl, hann kom mér
í uKpnám. Bölvaður dólgur,
leyfði sér að gefa í skyn —“
„Þegiðu", öskraði Bernard.
„Steinhaltu kjafti. . .“
„En, Bernard —“
„Þegiðu. . . Þú. . . þú hefur
ekki meira vit í kollinum en
kakkalakki, svei mér þá — veizt
ekki meira en fluga. Vildi óska
að ég hefði aldrei tekið þig
með í þetta. . . hef aldrei gert
annað eins glappaskot. O, svei
mér þá — ég á ekki til orð í
eigu minni —“
„Hlustaðu, Bernard. . . “
„Hlusta — á þig? Á ' þig?
Hvað heldurðu að eyrun á mér
séu — ruslafötur eða hvað?“
„Góði, Bemard, gerðu það. . “
Cliff var hálf-volandi, „Vertu
ekki að þessu. Þetta er ekki
mér að kenna. Hvernig stóð á
því að lögreglan fór að spyrja
okkur útúr? Ég get sagt þér það.
Það var þessi Alex — það hlýt-
ur að vera — hann hefur glopr-
að einhverju útúr sér, Ég var
búinn að segja þér að það væri
ekki hægt að treysta honum".
„Alex? Vogaðu þér ekki að
tala þannig um Alex, Alex?
Svei mér þá, hann er svo marg-
falt meira virði en þú. Það er
ekki hægt að bera það saman.
Að mVinsta kosti getur hann
haldið sönsum þegar á móti
blæs“.
„Þú sagðir að það yrðu eng-
in vandræði. Þú varst búinn að
segja —“
„Það var meðan ég hélt að
þú hefðir einhverja glóru í koll-
inum. Drottinn minn dýri. . .
þú ert sjálfur vandræðin upp-
máluð á tveimur löppum —“
„Af hverju læturðu þetta
bitna á mér? Það er Alex
,sem“ —
Það heyrðist urg í eyra Cliffs
þégar Bernard skellti tólinu á.
Hann lagði sálfur tólið frá sér
með hægð. Honum fannst hann
vera svikinn, svikinn og ein-
mana; hann var líka hræddur,
jafnvel hræddari en kvöldið
áður.
Loftið í símaklefanum var
kæfandi. Cliff opnaði dyrnar og
fór út á götuna. Loftið úti var
kæfandi líka. Hann rölti niður
götuna í áttina að vínbúðinni,
þar sem hann hafði keypt
whiskýflöskuna kvöldið áður.
Hann ætlaði að kaupa sér aðra
flösku — hálfflösku í þetta
skipti, það ætti að duga. Nú
jæja, kannski voru eftirhreyt-
urnar eftir whiskýið siæmar, en
það væri langt þangað til að
þær segðu til sín, og það var
nútíminn — þessi skelfilega
líðandi stund — sem hann yrði
fyrst að sigrast á. Framtíðin
yrði að ráðast.
BRUNATRYGGINGAR
á húsum i smíðum,
vélum og áhöldum,
effni og lagerum ó.ffi.
Heímístrygging hentar yöur
Heimilisfryggingar
Innbús
Vafnsffóns
Innbrots
Glertryggingar
n
©
I
TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR?
LINDARGATA 9, REYKJAVlK SlMI 2 1 260 SlMNEFNl : SURETY
5KOTTA
VÖRUR
Kartöflumús * Kókómalt * Kaffi * Kakó.
IÍR01N ‘ bÚÐIRNAR.
— Þetta svar er rangt. Aðal-útflutningsvara Bandaríkjanna er
ekki PENINGAR.
FERDiZT
MEÐ
LANDSÝN
• Seljum farseðla með flugvéíum og
skipum
Greiðsluskilmálar Loftleiða:
• FLOGIÐ STRAX — FARGJALD
GREITT SÍÐAR
• Skipuleggjum hópferðir og ein-
staklingsferðir
© King Features Syndicate, Inc.,
REYNIÐ VIÐSKIPTIN
FERÐASKRIFSTOFAN
LAND SVN *~k
TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK.
UMBOÐ LOFTLEIÐA.
CONSUL CORTINA
bflalelga
magnúsap
sklpholtl 21
símap: 21190-21185
^Caukur <§u&mundóóon
HEIMASÍMI 21037