Þjóðviljinn - 08.01.1965, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.01.1965, Blaðsíða 1
Föstudagur 8. janúar Áburðarfram- leiðslan 1964 20.853 tonn SAMKyÆMT upplýsingum Á- burðárverksmiðjunnar var framleiðsla hennar síðastlið- ið ár 20.853 tonn en salan á árinu 19.950 tonn. Árið 1963 var framleiðslumagn 20.334 tonn og salan 19.624 tonn. Lætur nærri að það áburð- armagn sem framleitt er í Á- burðarverksmiðjunni nemi 2/3 hlutum af köfnunarefnis- áburðarnotkun landsins. ALLMIKIÐ er því flutt inn af köfnunarefnisáburði árlega og var innflutningurinn heldur meiri síðastliðið ár en árið 1963 og kemur það af síauk- inni notkun köfnunarefnisá- burðar hérlendis. Sjómanns saknað / Vest- mannaeyjum Víðtæk leit igær Víðtæk leit fór fram í gær- dag að fertugum sjómanni í Vestmannaeyjum og hafði ekk- ert til þessa manns spurzt um miðnætti síðastliðna nótt. í leit- inni tóku þátt skátar og lög- regluþjónar og fjöldinn allur af sjálfboðaliðum og var meðal annarg leitað úti í hrauni og með ströndum fram og hefur leitin ekki borið árangur. Hér er um að ræða sjómann, sem lengi hefur verið búsettur í Eyjum og stundar sjó á eigin trillu. Hefur hann verið týndur síðan á þriðjudagskvöld og er þetta fjölskyldumaður. argangur tölublað Súkarnó Indónesíuforseti segir: Úrsögnin úr SÞ er endanleg og veriur ekki aftur tekin ■6. LOFTLEIÐIR 20% í FARÞEGA- ! I AUKNING ! : ★ Þjóðviljinn sneri sér í gær ■ j til Loftleiða og spurðist : fyrir um fjölda farþega : : sem fluttir hefðu verið ■ j með flugvclum félagsins á | síðasta ári. Fékk blaðið j ; þær upplýsingar að fulln- : j aðartölur væru ekki fyrir ■ ■ hendi þar sem skýrslur ■ * væru að berast þessa dag- : j ana frá skrifstofum félags- : j ins erlendis og ekki búið j að vinna úr þeim til fulln- I i ustu. Ljóst er þó að far- ■ j þegafjöldinn hefur farið 5 yfir 100 þúsund og er það j i um 20% aukning frá því ■ 5 árið 1963 en þá fluttu flug- j vélar félagsins alls um 84 : • þúsund farþega á öllum j fluglciðum. j ★ Ekki lágu heldur fyrir töl- j j ur um skiptingu farþega- i ■ fjöldans milli hinna nýju 5 i Rolls Rcyce flugvéla fé- i 5 lagsins og gömlu vélanna j j en að sjálfsögðu stafar j ■ þessi mikla aukning far- : i þegafjöldans að miklu leyti i j af tilkomu nýju vélanna. j ■ ■ •>■•>■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Var settur í Steininn sök- um ógreiddra barnsmeð/gga! Þjóðviljinn hafði fregnir af þvi í gær a2 fráskilinn maður hér í borg sem á ógreidd barns- meðlög, allháa upphæð, hefði í fyrradag verið tekinn á heimili Eldur í verzlun Um kl. 1,30 i fyrrinótt var slökkviliðið í Reykjavík kvatt að Ásbúð i Selási, áður Verzlun- inni Selás. Er slökkviliðið kom á vettvang var mikill eldur í benzínafgreiðsluskúr sem er á- fastur við verzlunina og einn- ig var eldurinn kominn í þak verzlunarhússins. Slökkviliðið varð að rifa nokk- um hluta af þaki hússins til þess að komast fyrir eldinn en að því búnu tókst því fljótt að slökkva hann. Talið er að eldur- inn hafi komið upp í salerni sem er á milli benzínafgreiðsluskúrs- ins og verzunarinnar. I skúm- um urðu miklar skemmdir á vörum þeim sem þar voru geymdar en litlar skemmdir urðu á verzluninni sjálfri nema þakinu. sínu og settur í Steininn þar sem hann á að bíða þess að ferð falli vestur að Kvíabryggju. Maður þessi hefur verið tauga- sjúklingur um langt skeið og einnig hefur hann verið berkla- veikur og 10 sinnum legið í lungnabólgu. Loks hefur hann verið magasjúklingur og er bú- ið að skera hann upp og taka úr honum hluta af maganum. Fór hann þess á leit er hann var tekinn að mega hafa sam- band við lækni sinn, en honum var synjað um það. Vel má vera að yfirvöldin h'afi heimild til þess afl taka menn og setja þá í Steininn, ef þeir skulda barnsmeðlög, þótt ekki sé það undir venjulegum kringumstæðum heimilt sam- kvæmt islenzkum lögum að setja menn í skuldafangelsi og Kvíabryggjuvist vanskilafeðra sé þar alger undantekning. Hins vegar virðist þetta óvenjulega harkalegar aðfarir og lítt skilj- anlegar, eða hvers vegna mátti maðurinn ekki bíða þess á heim- ili sínu að hann væri sendur vestur úr því að engin ferð lá fyrir þangað? Enn fjölgar fjársvikamálunum: Mikill fjárdráttur í pósthási Akraness □ Stórfelldur fjárdráttur hefur átt sér stað hjá einum starfsmanni pósthússins á Akranesi. Skiptir upphæðin hundruðum þúsunda króna og er þetta mál komið í rannsókn hjá bæjarfógeta- embættinu á Akranesi. □ Hefur umræddum star'fsmanni, Júlíusi Kol- beinssyni, verið vikið frá störfum meðan rannsókn stendur yfir. Póst- og símamálastjóri sagði í viðtali við Þjóðviljann í gær- dag, að grunur1 hefði kviknað um þetta misferli hjá umrædd- um starfsmanni rétt fyrir nóv- emberlok og hefði þá starfs- manninum verið vikið frá störf- um. Embættið hefði þá sent tvo endurskoðendur upp á Akranes til þess að rannsaka málið og völdust þeir til - þeirrar farar Sveinn Þórðarson, yfirendur- skoðandi og Engilbert Sigurðs- son og jafnframt hefði ríkisend7 urskoðunin sent Guðmund Magn- ússon, endurskoðanda, þangað. Þessir þrír endurskoðendur hefðu unnið að rannsókn máls- ins í desembér og að þeirri endurskoðun lokinni kærði emb- ættið þetta misferli fyrir bæj- arfógetaembættinu á Akranesi. Þjóðviljinn hafði svo tal af Þórhalli Sæmundssyni, bæjar- OSLÓ 7/1 — Sl. ár, jókst mjög farþegatalan hjá BRAATHENS SAFE, og reksturshagnaðurinn varð mikiU. Hvað innanlands- farþegum viðkemur varð aukn- ingin 32% eða 73.000 fárþegum meir en árið áður. Samanlögð velta félagsins varð 70 miljónir norskra króna, 18 miljónum meir en árið 1963. fógeta á Akranesi, og kvaðst hann hafa fengið málið í sinar hendur 22. desember, og hefði rannsókn hafizt í málinu milli jóla og nýárs og hefði Her- mann Jónsson fulltrúi unnið að málinu síðan. Bæjarfógeti sagðist ekki geta gefið upp að svo stöddu ná- kvæma upphæð á þessum fjár- drætti, en viðurkenndi að þessi upphæð skipti hundruðum þús- unda króna. Þá hefðu aðstandendur Július- ar bo.ðið fram fasteignaveð fyr- ir upphæðinni og væru þó erfið- leikar á því að snara fram reiðiifé á borðið fyrir áður- nefndri upphæð. SINGAPOERE 7/1 — Súkarnó Indónesíuforseti lýsti því yfir á fjöldafunndi í Djakarta í dag, að sú ákvörðun stjórnar hans að segja Indónesíu úr sam- tökum Sameinnuðu þjóðanna, væri endanleg og yrði ekki aftur tekin. Jafnframt lét hann .svo um mælt, að þessi ákvörð- un yröi ekki tckin íil endur- skoðunar. Þakkar tillitssemi Súkamó þakkaði O Þant og Quaison-Sackey, forseta Alls- herjarþings SÞ, fyrir þá tiUits- semi að biðja hann að breyta á- kvörðun sinni, en endurtók, að hún væri endanleg. Súkamó minntist aðeins í framhjáhlaupi á Malasíu, er hann nefndi ensku herstöðvarnar í Singapore og Malaya, og kvað þessar her- stöðvar hótun geggn Indónesíu. Fluttar úr Iandi Það kom og fram í ræðu for- setans, að allar þær stofnanir SÞ sem nú starfa í Indónesíu, verði látnar flytja starfsfólk sitt úr landi. Forsetinn lagði á- herzlu á það, að þær framfar- ir, sem orðið hefðu í landinu væru ekki SÞ að þakka heldur vinnnu landsmanna sjálfra. Hann bætti því við, að sú á- kvörðun sín að segja Indónesíu úr SÞ væri í samræmi við vilja þjóðarinnar allrar. . Sigur kommúnista Fréttamenn í Djakarta segja, að sú ákvörðun Súkamó að banna hinn litla Murbaflokk, sem er andkommúnistískur sósíal- istaflokkur, hafi vakið meiri at- Framhald á 9. sfðu. !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! Þau sæta áminningu „Eg skora á Braga Sigur- jónsson, settan útibússtjóra títvcgsbankans á Akureyri að hverfa þegar úr starfi eða heita minni maður clla,“ sagði Adolf Björnsson, for- maður Starfsmannafélags Út- vegsbankans í viðtali við Þjóðviljann vegna úrskurðar Sakaradómaraembættisins yfir starfsfólki Ctvegsbank- ans. Sjá nánari frétt á 12. síðu. ADOLF BJÖRNSSON Klettur ráðgerir ai kaupa norskt síldarflutningaskip n Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan h.f. á Kletti hefur nú í undirbúningi kaup á 3500 tonna tankskipi til síld- ar- og lýsisflutninga. Skipið sem verksmiðjan undirbýr kaup á, er 10 ára . gamaít norskt tankskip og lestar um 20 þúsund mál. Þetta norska tankskip, sem heitir Hertha er eins og fyrr segir þyggt fyrir 10 árum en var klassað á síðastliðnu ári. Skipið mun með öllum útbúnaði kosta um 24—.25 miljónir króna. íkkert ræðst við í sjómannadeilunni Ekkert hefur enn gerzt sem til samninga horfi í sjómannadeilunni. Var enginn sáttafundur haldinn né boðaður í gær. Ekki er kunnugt um- að til neinna tíðinda hafi dregið í framkvæmd verkfallsins. Sjómannaverkfallið nær til allra veiða bátaflotans í Reykjavík, Hafnarfirði, Akra- nesi, Keflavík og Grindavík. Á Akureyri er einnig bátaverkfall, en þar var síld- veiðisamningunum ekki sagt upp. Skipið sjálft kostar 14—14,5 milj. kr.. en gert er ráð fyrir að útbúnaður sem kaupa þarf til skipsjns kosti um 10 miljón- ir króna. Gert er ráð fyrir að erlent lán fáist að verulegu leyti til skipskaupanna en að öðru leyti verði þau gerð með aðstoð Seðlabankans og Landsbankans auk nokkurs eigin framlags Síldar- og fiskimjölsverksmiðj- unnar h.f Aðaleigendur Síldar- og fiski- mjölsverksmiðjunnar h.f. eru fsbjörninn h.f., Sænsk- íslenzka frystihúsið h.f., Hraðfrystistöðin í Reykjavík og Bæjarútgerð Reykjavíkur Þessir aðilar taka allir áb.vrgð á allt að 8 milión króna láni ssem Landsbanki ís- Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.