Þjóðviljinn - 08.01.1965, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.01.1965, Blaðsíða 6
6 SÍÐA ÞIÖÐVILIINN Föstudagur 8. janúar 1963 ® Raymond Cartier, víðkunnur franskur blaðamaður og rithöfundur, hefur sent, frá sér allmargar bækur á undanförnum árum um ýmis lönd Evrópu og Ameríku, m.a. mikið rit um Bandaríki Norður-Ameríku. I þeim kafla Bandaríkjabókarinnar, sem f jallar um Nevada-ríki, segir hann m.a. frá sérstæðum reglum og siðum sem þar gilda Hjónavígsla með hraði og skrugguskilnaður Hjónaskilnaður er frægasti atvinnuvegurinn í Nevada og á rætur sínar að rekja til þess að löggjöf hvers hinna 50 ríkja er mismunandi. í einu; 'þeirra. Suður-Karólínu, var skilnaður hjóna ekki leyfður fyrr en banninu var aflétt við þjóðar- atkvæðagreiðslu 2. nóvember 1948. f New York-ríki, þar sem íhaldssemi gætir á þessu sviði sem ýmsum öðrum, er skilnað- ur því aðeins leyfður að um hjúskaparbrot sé að ræða, f öðrum ríkjum er að finna nær ótærnandi fjölbreytni reglna um þessi efni. Kynferðislegt getu- leysi karlmannsins er gild skilnaðarástæða í Pennsylvan- íu, en ógild í nágrannaríkinu New Jersey Það er skilnaðar- sök í Maryland, ef eiginkonan reynist þunguð af völdum annars manns, er hún gengur í hjónaband, en ekki í Dela- ware. Ótryggð í tilhugalífinu getur haft áhrif síðar meir samkvæmt lögum í Arizona. Mississippi og Wyoming, en þekkist ekki annarstaðar. Smit- ist annar makinn af kynsjúk- dómi, veldur það samstundis slitum hjúskapar i Illinois, en hefur enear lögfylgjur í Virg- iníu o.s.frv. Skilnaðarfresturinn er ekki síður en skilnaðarástæðumar á ýmsa lund. í Arizona er þess krafizt að ár líði frá því skiln- aðarbeiðni er fram lögð þar til dómsúrskur&ír er upp kveð- inn. Þessi tími er tvö ár í Massaehusetts og Utah. í Dou- isiana er biðtími karlmannsins 14 mánuðir og konunnar 22 mánuðjr. í mörgum af þeim ríkjum sem búa við hvað mest frjálsræði í þessum efnum er miðað við að 6 mánuðir fari í málaþras og umþóttunartíma makanna. f Nevada er einskis biðtíma krafizt. Þar eru allar skilnað- arástæður teknar til greina. f ríkinu hefur meira að segja verið ' viðurkennd skilnaðar- átylla,‘sem hvergi þekkist ann- arstaðar — „andleg grimmd“. Möguleikamir á að tiita þess- ari málsástæðu eru takmarka- lausir. Meðal skilnaðardóma, sem upp hafa verið kveðnir í Reno, má nefna einn sem reist- ur var á þeirri forsendu að eiginkonan var fótköld — and- leg grimmd — öðru máli tap- aði eiginmaður vegna þess að hann hafði étið fiskistöngla í hjónarúminu — andleg grimmd. Á þann grundvöll hjónaskilnaðar þarf ekki að minnast, sem byggist á lestri Stef frá þakklétum vistmönnum Hrafnistu Þið sem vinnið vegleg „Mörtu“_störf, vel sé yður, sitjið heil og djörf. Lækna og hjúkrá, laga matinn góða, lipurð. tækni og göfgi viljið bjóða. Hér eiga sumir ákaflega bágt, því ellin hefur bugað þeirra mátt. Nokkrir hafa troðið tregans h'jam og tvisvar verður gamall maður þam. Á mildi og göfgi þurfa þeir að halda ef þunga slíkum eiga þeir að valda. I En enginn getur gjört svo öllum liki, því glópskan veldur ýmsum hugar sýki. Við þökkum allt, sem vel er okkur veitt. því varminn getur þlessun af sér leitt. Gleðiiegt ár i Guðdóms kærleiks nafni göfgin sanna þlómgist hér og dafni. Lilja Björnsdóttir blaða við matborðið — andleg grimmd — eða of áberandi á- huga á menningarmálum — andleg grimmd. Með öðrum orðum: Hver sá sem á í erfiðleikum með að fá lögskilnað við maka sinn í heimaríki sínu á þess kost að fara til Nevada. Þar getur hann verið viss um að öðlast frelsi. f reynd á hann um tvær borgir að velja, tvo keppinauta sem báðir eru jafn freistandi: Reno, höfuðborg norðurhlutans, og Las Vegas, vinin í suðrinu. Frægð Reno-borgar stendur á eldri merg og hún á sér skemmtileg einkunnarorð, sem skráð eru á einskonar sigur- boga þvert um Virginíustræti: Reno, stærsti smábær í heimi. En Las Vegas, sem löngum hvarf í skugga Reno, hefur nú afdráttarlaust vinninginn. Á áratugnum fyrir 1950 þrefald- aðist íbúatala borgarinnar frá 1940 (80>00) og áratuginn næst- an á eftir komst fjöldi íbúa fast að 60 þúsundum — og skaut þar með keppinautnum með sína 35.000 íbúa langt aft- urfyrir sig. Las Vegas er bet- ur í sveit sett, svo nálægt Los Angeles, og þetta vinnur Reno ekki upp með nálægð sinni við San Franciseo, þar sem íbúar eru miklu fleiri. Fyrrnefnda borgin er þurr, hörð og líf- leg, ófrjó jörðin allt um kring. htýindin ótrúlega mikil, en loftsrakinn þó svo lítill og svo vel séð fyrir loftræstingunni, að borgin ber þessa hlýju yfir- höfn eins og kona léttan kjól. f nágrenninu — varla 110 km í burtu — óma kjamorku- sprengingamar öðm hvoru og varpa grænum bjarma á vin- ina og hrista gluggarúðumar svo að þær brotna stundum. En Las Vegas kvartar ekki. Hún óttast ekki hávaðann. Það er öðru nær, hún lifir á hon- um. Hvort sem sá er hyggur á hjónaskilnað, leggur leið sina til Reno eða Las Vegas, er sömu þægilegu kjörin að íinna á báðum stöðum. Til þess að geta notið hinnar frjálslyndu löggjafar Nevada verður hann að hafa þar heimilisfesti — hann verður með góðri sam- vizku að geta lýst því yfir að hann sé heimilisfastur í Nev- ada. En ríkig sjálft setur nán- ar skilyrði. 6 vikna dvöl — indælis hreinsunareldur — er nægileg. Ef eiginmaðurinn sækist ekki eftir lengri dvöl þar flytur hann inn ’á eitt af hótelunum 57 eða f eitt hinna 1500 herbergja búntrm' hús- gögnum sem til afnota eru lyr- ir ferðamenn og „skilnaðar- fólk" f Reno, og þessl lala er nær tvöfalt hærri I Las Veg- as. Komutími mannsins er skráður sjálfkrafa og fyrir miðnætti hvert kvöld verður hann að gera vart við sig M&t Algeng sjón I hinum frægu borgum Reno og Las Vegas. og nýliði sem fengið hefur út- göngleyfi úr herbúðunum. Með þessum eina fyrirvara hefur hann ekki annað fyrir stafni í 42 daga en að matast, drekka, kaupa, spila og skemmta sér. Á öllu þessu hafa borgarbúarn-^ ir, þeir sem þar búa til fram- búðar, hinn bezta skilning og árlegar tekjur „stærsta smá- bæjar í heimi“ af þessu nema 10 miljónum dollara. Þár við bætist nærfellt sama upphæð í þóknun til lögmannanna. Auðnin mikla sem umgirðir Reno — og þetta á við um Las Vegas í enp ríkara mæli — mýndi tæplega gefa svo miklar fúlgur af sér. Eftir sex vikna dvöl er skiln- aðardómurinn kveðinn upp innan 6 mínútna. Hinn óbundni eiginmaður — í þrjú skipti af hverjum fjórum er það kon- an — labbar niður tröppur dómshússins og veífar lausn- arskjalinu. F.ylgi hann siðvenju á staðnum kyssir hann eina af súlum hússins í þakklætis- skyni fyrir „frelsunina“. Og strax og færi gefst. sezt þessi „Nevada-búi að viðlögðum drengskap" upp í flugvél og heldur heim til sín. En atvinnuvegur svo arðbær hlýtur óhjákvæmilega að mæta keppinautum. Önnur ríkj hafa komizt að því, að hjónaskiln- aður getur gefið vel í aðra hönd. Þar sem þau geta ekki gengið lengra en Nevada hafa þau fylgt fordæmi þess. Flor- ida, hinn óttalegi keppinautur, hefur fært biðtímann niður í 6 mánuði og framfylgir auk þess ekki ströngu eftirliti, en það kalla þeir í Nevada ólög- mæta samkeppni. Idaho er þrælbundið reglum fyrirmynd- arinnar og' fylgir sama tíma- fresti og Nevada, 6 vikum, og Wyoming er ekki fjarri með sína 60 daga, þannig að skiln- að geta menn öðlazt jafn- snemma eða því sem næst í Casper eða Potaœllo éins og Las Vegas. Vegna sjálfsstjðm- ar um framkvæmdamáleíni hafa Jómfrúeyjamar Jítið bandarískt yfirráðas<œði í Karabíu-hafi, blandað sér i samkeppnina, höfuðborgin þar Charlotte-Amalie, er á góðrí Ieið með að verða ein stærsta skilnaðarverksmiðjan í Vestur- heiml. Annars hefur þerrsi skilnað- aratvinnuvegur ekki fyllt / öll þau fyrirheit sem við hann voru bundin. Fyrir styrjöldina komst árlegur fjöldi hjóna- skilnaða upp í 265.000 á móti 1.700.000 hjónavígslum. Á styrjaldarárunum og fyrst eft- ir stríðslok reis kúrvan næst- um lóðrétt og náði hámarki 1946, þegar hjónaskilnaðir voru flestir eða 620.000 talsins. Lög- mennimir í Nevada töldu að þetta væri þjóðfélagslegt fyr- irbæri en í rauninni var það ekkert annað en tímabundin bóla, og þeir héldu að mögu- leikar þessa atvinnuvegar Framhald á 8. síðu. og japönsk nöfn TOKfÓ í desember — Eft- ir nokkur ár munu þau japönsk börn vafalaust skipta hundruðum, sem spyrja foreldra sína, hvern- ig á því standi að þau hafi verið skírð nöfnum eins og „Sigur“ eða „Olvmníueld- urinn“. Og pabbi og mamma munu svara því til, að nafngiftina megi rekja til þess að Olvmníu- leikirnir voru háðir í Tokíó á fæðingarári sonarins eða dótturinnar. Japanir búa við nafnahefð sem ekki á sinn líka annars- staðar í heimi og þeir bera meiri virðingu fyrir manna- nöfnum en nokkur þjóð önnur. Talið er að nú séu f notkun í Japan um 100 þúsund manna- nöfn, og 8 þúsund þeirra geta Varla Japanir sjálfir borið rétt fram. Meðal yngstu borgaranna í Japan er nú allstór hópur sem ber nöfn eins og Seiko, Seiji, Seigo, Seiichiro eða Kiyoshi — en öll eru þessi nöfn skyld hugtaki þvf á japönsku er merkir olympfueldinn. Rita nafnið á 26 vcgu. Það veldur vandræðum f sambandi við japönsku nöfnin. að þau eru rituð með tákn- myndum líkt og á kínversku og úr þessum táknum er hægt að lesa á nær óteljandi vegu. Þegar Japanir afhenda nafn- spjöld sín telst það þvf til kurteisi að skýra iafnframt frá réttum framburði á nafn- inu. Kfnverjar hafa leyst bennan vanda á þann hátt. að tiitaka 300 nöfn sem fólk getur valið úr, og Japanir hafa sett regl- ur um að aðeins 1942 nafna- tákn séu nothæf. Þrátt fyrir þessar reglur mun vera hægt að rita kvenmannsnafnið Yoshiko með 26 ólíkum tákn- myndum. Vinsælasta stúlkunafnið 1 Japan er þessa stundina sam- sett úr hugtökunum „samræmi” og „barn”, en úr tákninu má lesa á 13 mismunandi vegu — hver einasta samsetning endar á atkvæðinu „—kó”. Fyrir stríð Rússa og Japana 1904 — 1905 báru eingöngu konur í keisarafjölskyldunni og háaðlinum nöfn með þess- ari endingu. Ættamöfnin Nú velta menn því fyrir sér í Japan, hvort „Heishinku” eigi eftir að verða vinsælt drengjanafn að loknum olymp- fuleikjunum. Heishinku • er nefnilega sem næst japanskur framburður á Geesink, nafninu á Hollendingnum, sem vann gullverðlaun f þjóðaríþrótt Japana judo! Nafnavandamálið er ekki jafn erfitt úrlausnar, að því er snertir ættamöfnin. Þrjátfu af hundraði íbúanna bera eitt- hvert 20 algengustu ættamafn- anna. Má vera að hinn mikli fjöldi manna, sem ber sama ættarnafn eins og Satos, Suz- uki o. fl. hafi átt sök á öllum aragrúanum af skírnamöfn- unum. Vafalaust hefur þetta haft sitt að segja, en skýr- ingin er ekki öll fengin með því samt Fyrrum var sagt að langt nafn kæmi manninum/ sem þer það einum að gagni. Nýlega var skráð í opinberar bækur í Tokíó nafnið Tarok- izaemmonoshotokiyoshi. Það er trú manna austur þar að nafn sem þetta megi alls ekki á neinn hátt stytta: líf mannsins eigi að stvttast ( réttu hlutfalli við bað sem skorið sé aftan af nafni hans. (Endursagt úr Ny Dag) i i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.