Þjóðviljinn - 08.01.1965, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.01.1965, Blaðsíða 3
Föstudagur 8. janúar 1965- ÞIÚÐVILJINN SÍÐA Góð kirkjusókn í Sovét um jólin MOSKVU 7/1 — Þúsundir kristinna Sovétborgara héldu í kirkju í gær til þess að hlýða jólaguðspjall- inu og í Moskvu hlýddu meir en tvö þúsund manns á Alexei patríarka, yfir- mann grísk-kaþðlsku kirkj- unnar í Ráðstjórnarríkj- unum. Grísk-kaþólska kirkjan heldur jóladaginn hátíðlegan 7. jan. samkv. júlíanska tímatalinu, en það var afnumið í Sovét- ríkjunum eftir byltinguna 1917. Öamerískir naz- istar WASHINGTON 7/1 — Ó- ameríska nefndin svokall- aða var á miðvikudag beð- in að rannsaka starfsemi bandaríska Nazistaflokks- ins, sem er undir forystu George Rockwell. Flokkur- inn er lögleyfður í Banda- ríkjunum og efndi síðast til útifundar er bandaríska þingið kom saman á mánu- dag. Morðingi tekinn HELSINKI 7/1 — 17 ára gamall piltur hefur nú ját- að að hafa myrt tvær kon- ur í bænum Kuopio oK kyrkt þær með nælonsokk. Pilturinn var handtekinn á miðvikudag og játaði á fimmtudag. Hið fyrra morð- ið var framið 6. des. sl. en hið síðara 3. jan. og tók þá skelfing að grípa um sig í bænum. Hér er um kynferðisglæpi að ræða. Ræða um Kongó LONDON 7/7 — Banda- ríski varautanríkisráðherr- ann Averell Harriman kom á miðvikudagskvöld til Lundúna frá París. Hann átti á fimmtudag klukku- stundarlangt samtal við Harold Wilson, og er talið sennilegt í London, að þeir hafi rætt Kongómálið. í París sat Harriman fund fastaráðs NATÓ þar sem m.a. var rætt um Kongó, þó án þess að samkomulag yrði um sameiginlega stefnu Atlanzhafsbanda- lagsins í þvi máli. Viðskiptamál WASHINGTON 7/1— Full- trúar verzlunarmanna | fyeirra. bandarískra, s©m fyrir nokkru heimsóttu Ráðstjórnarrikin til þess að kynna sér möguleika á auknum verzlunarviðskipt- um lancfanna, gengu í dag á fund Johnsdbs forseta og skýrðu honum frá gangi þessara mála. í Moskvu ræddu verzlunarmennirn- ir við Kosygin og aðra sovézka leiðtoga. Þeir voru um 90 að tölu og niður- staða þeirra eftir förina var sú, að Bandaríkin eigi af samkeppnisástæðum að létta á viðskiptahömlum við Sovétríkin og önnur sósíalistisk ríki. • Kanar vongóðir í Suður-Víetnam! SAIGON 7/1 — Það er haft eftir góðum heimildum í Saigon í dag, að áfram miði við lausn stjórnarkreppunnar, sem ríkt hefur í landinu síðasta hálfan mánuð. Lausnin felst sennilega í því, að meðlimir Þjóðarráðsins svonefnda, sem settir voru af og setið hafa í fangelsi frá því 20. des. sl., verði látnir lausir, einhverskonar borgaralegri stjórn verði komið á og kvödd verði saman ráðgjafasamkunda, sem komi í stað ráðsins. Það kemur fram i skýrslum Bandaríkjamanna í Saigon, að á siðastliðnu ári voru sjö þúsund hermenn stjórnarinnar felldir í bardögum við Víetkong, 16.000 særðir og 5.800 er saknað. 132 Bandaríkjamenn féllu en 1022 særðust, 11 er saknað og 3 voru teknir til fanga. Mannfall Víet- kong var hinsvegar minna 1964 en 1963, 21 þúsund á móti 25 þús. 4200 hermenn Víetkong voru teknir til fanga, samkvæmt þessum skýrslum. Það fylgir annars fregnum frá Suður-Víetnam, að bærinn Hue sem er um miðbik landsins, hafi verið nær lamaður af allsherj- arverkfalli á fimmtudag. Verkfallsmenn voru kvaddir í herinn ANTWERPEN 7/1 — Þúsundir | belgískra hafnarverkamanna í Antwerpen tóku aftur upp vinnu ! i dag eftir að ríkisstjórnin hafði kvatt verkfallsmenn til herþjón- ustu. Vinnustöðvunin, Sem staðif) hefur í um það bil viku, hefur | haft það í för með sér, að svo gott sem öll vinna við höfnina í Antwerpen hefur legið niðri. I Ekki hafa þó verkamenn með öllu látið undan. Hafnarverka- menn þeir, sem meðlimir eru í hinu kaþólska hafnarverka- mannasambandi, fengu þegar er frá herkvaðningunni var skýrt, fyrirskipun um það frá félaginu að fara sér hægt við vinnu, en slíkt jafngildir beinu verkfalli. Stríðsglæpamenn sleppa þ® BONN 7/1 — Vestur-þýzki dómsmálaráðherrann ...Ewald Bucher neitaði því í dag, að sérhver stríðsglæpamaður, sem áður hafi farið huldu höfði, geti birzt í Vestur-Þýzkalandi frjáls Sovétnjósnara náð í Bandaríkjunum WASHINGTON 7/1 — Maður nokkur hefur verið handtekinn í New York sakaður um njósn- ir í þágu Sovétríkjanna. Það er bandaríska ríkislögreglan ,FBI, sem frá þessu skýrir í dag. Bandarisk yfirvöld hafa vísað starfsmanni sovézka sendiráðs- ins i Bandaríkjunum úr landi fyrir ' að vera viðriðinn mál þetta. í höfuðvígi lýðræðisins á vesturlöndum: Forseti biður þing um ein- földustu almannatryggingar maður eftir að út rennur sá tími, er Stríðsglæpir fýrnást í Iandinu. 1 grein £ blaðinu „Industrie- Kurier“ ritar dómsmálaráðherr- ann, að Martin Bormann, stað- gengill Hitlers, Gestapóforinginn Heinrich Múller og aðrir stór- glæpamenn muni verða dregnir fyrir rétt, ef þeir stingi upp höfðinu í Vestur-Þýzkalandi. Hinsvegar snerist dómsmála- ráðherrann gegn þeirri kröfu, að framlengdur verði fymingartím- inn, en það eru einkum Israels- menn, sem haldið hafa þeirri kröfu fram. — I þeim málum, er þegar hefur verið hafin réttar- rannsókn í verður ekki tekið til- lit til þess, að þessir glæpir séu fyrndir, sagði dómsmálaráðherr- ann, og lýsti því yfir um leið, að yfirvöldin hefðu notfært sér þennan möguleika um alla kunna stríðsglæpamenn. WASHINGTON 7/1 — Lyndon B. Johnson Banda- ríkjaforseti hvatti bandaríska þingið til þess á fimmtudag að hefja sókn til þess að bæta heilsu- gæzlu bandarísku þjóðarinnar. — Helztu tillögur hans eru þær, að þingið samþykki lögin um sjúkra- tryggingu fyrir aldrað fólk og að þessi trygging verði á vegum almannatrygginganna. Fréttamenn telja víst, að þessar tillögur forsetans, sem eru svipaðs eðlis og þær sem felldar voru fyrir Kenn- edy forseta, muni hljóta harða mótspyrnu í þing- inu. Þá leggur forsetinn til, að komið verði á fót stofnunum til þess að reyna að vinna bug á hjartasjúkdómum, krabbameini og heilablóðfalli. í ávarpi sínu til þingsins minntist forsetinn ekki á það, hvað þessar nýju aðgerð- ir í heilbrigðis- og almanna- tryggingum mundi kosta banda- rfska ríkið, en talið er, að það muni nema 12.000 miljónum dala næstu fimm árin. KNÝJANDI VERKEFNI Johnson leggur mikla áherzlu á það, að komið verði á aukinni sjúkratryggingu fyrir aldrað fólk, en eins og kunnugt er neitaði þingið í fyrra að fallast á nokkuð slíkt. Porsetinn segir þetta vera knýjandi verkefni og biður jafnframt þingið að ræða mæðrastyrk og barnalífeyri, læknishjálp handa vangefnum og það, að heilbrigðisþjónustan í landinu yfirleitt sé færð i nú- tímahorf, eins og það er orðað i frétt frá NTB. Lyndon B. Johnson MIKIÐ ÓUNNIÐi Þá leggur forsetinn mikla á- herzlu á menntun lækna og tann- lækna. Hann biður þingið herða eftirlit með róandi lyfjum, svo- nefndum, og öðrum eiturefnum, sem nú séu í umferð. Hann bætir því við, að enn sé mikið óunnið í því að frasða fólk um heilbrigðismál yfirleitt, og hvet- ur til þess, að vísindalegar lækn- isfræðirannsóknir séu stóraukn- ar. v LJÓTAR TÖLUR í tilkynningu forsetans segir ennfremur: Enginn getur sætt sig við það, að 48 miljónir manns fái krabba, 15 miljónir þjáist af hjartasjúk- dómum og 126.000 bandarískir borgarar reynist vangefnir. Hér getur ekkert kraftaverk hjálpað okkur, segir Johnson forseti, við vcrðum að gera kraftaverkið sjálfir. Ný stjórn í Nígeríu LAGOS 7/1 — Forsætisráðherr- ann í Nígeríu, Sir Abnkar Tafawa Laewa Laewa, tilkynnti það á fimmtudag að hann hefði. myndað nýja 17 manna stjóm og er þá leyst stjómarkreppa i sú, sem ríkt hefur í landinu : eftir kosningamar síðustu viku. : Framsóknarsambandið, sem er stærsti andstöðuflokkurinn í landinu, neitaði að taka þátt í kosningunum, forseti landsins, Azikiwe, tók undir gagnrýnina en fól þó Abukar að mynda stjórn. >■■■■■«(» ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■• miHm,, JÖN L0FTSS0N H.F. \ Kynnir og sýnir hinn óviðjafnanlega RAMBLER '65 Mikil snjóþyngsli eru nú í Moskvu MOSKVU 7/1 — Moskvuborg er nú hulin snjó, og eftir fjög- urra daga samfellda hríð er öll umferð borgarinnar lömuð. Göt- urnar eru þaktar bílum og al- menningsvögnum, sem snjóað hefur £ kaf eða þá að þeir hafa ekki komizt leiðar sinnar. Yfir- völdin skýra svo frá, að ein miljón lesta af snjó hafi hlaðizt á götur borgaripnar, og það muni taka að minnsta kosti tíu daga að ryðja göturnar. Ástæðan fyr- ir þessum snjóþyngslum eru tvær lægðir yfir hinum evrópska hluta Ráðstjórnarríkjanna, en þær hafa í för með sér þíðviðri og mikla úrkomu. AMBASSADOR „880“ C „990“ glæsilegustu amerísku bílarnir fyrir íslenzka staðhætti. CLASSIC „770“ frá A.M.C. í Belgíu. Beztu amerísku bílakaupin í dag. Englendingar ræða við EBE BRtlSSEL 7/1 — Það var til- kynnt í Brússel í dag, að næsta fimmtudag muni enska Verka- mannaflokksstjómin taka upp viðræður við Efnahagsbandalag Evrópu. Það er verzlunarmála- ráðherrann, Douglas Jay, sem verður fulltrúi ensku stjórnar- innar. Hann mun ræða við Walt- her Hallstein, formann í Fram- kvæmdanefnd EBE, og þá vara- formennina Robert Marjolin og Jean Rey. Svo er frá skýrt í Brússel, að ræddd verði „sameiginleg áhuga- mál“ eins og það er orðað, en ekki sé búizt við neinum mikil- vægum ákvörðunum. Ekki búast fréttamenn í Brússel við þvf, að þessar viðræður leiði til auk- ins samstarfs með Englendingum og EBE og minna í því samþ. á, að Verkamannaflokksstjórnin enska hafi enn ekki fastmótað endanlega stefnu sína gagnvart Efnahagsbandalaginu. AMERICAN „220“, „320“ og „440” mest selda ameríska bílategundin á íslandi í dag. RAMBLER: Verksíæðið RAMBLER: Umboðið RAMBLER: Varahlutir JÓN LOFTSSON HF. Hringbraut 121 — Sími 10600. illlllllBIIUHHIIIIIBaaHUHIIIIIIIVMIIIRRIIIIIllllllliiiiii, !■■■■■■■■■■■■■■■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.