Þjóðviljinn - 08.01.1965, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 08.01.1965, Blaðsíða 8
< 3 SlÐA til minnis ■ — ★ I dag er föstudagur 8. jan. Erhardus. Árdegisháflæði kl. | 8.42. ★ Næturvörzlu í Reykjavík vikuna 2.—9. janúar annast í Vesturbæjarapótek. Sunnu- dag Apótek Austurbæjar. ★ Næturvörzlu í Hafnarfirði í nótt annast Bragi Guð- mundsson læknir, sími 50523. ★ Slysavarðstofan t Heilsu- ; verndarstöðinn) er opin allar " sólarhringinn. Næturlæknir á sama stað klukkan 18 til 8 j SIMI: 2 12 30 ★ Slökkvistöðin og sjúkrabif- reiðin SlMI: 11100 ★ Næturlæknir á vakt alla : daga nema laugardaga klukk- 5 an 12—17 — SlMI: 11610 útvarpið 13.00 Við vinnuna. 14.40 Við, sem heima sitjum: Hildur Kalman les söguna Katarine. 15,00 Síðdegisútvarp; Sigurð- ur Skagfield, María Mark- an og Guðmundur Jónsson syngja. Zino Francescatti og Fílharmoníusveitin i NY leika fiðlukonsert op 64 eftir Mehdelssohn; Mitro- poulos stj. Margarete Klose syngur aríu eftir Wagner, Kjell Bækkelund leikur Brúðkaupsdag á Trölla- haugi, eftir Grieg. Kon- unglega fílharmoniusveitin í Lundúnum leikur dans úr Don Quixote, eftir Minkus; Irving stj. 16.00 Síðdegisútvarp: Emil Stem og hljómsveit hans, Patsy Cline, Jo Basile og harmonikuhljómsveit hans, Erla Þorsteinsdóttir, hljóm- sveit Hcnrys Haagenrud, Russ Conway o.fl. leika og syngja. - 17.00 Endurtekiö tónlistarefni 17.40 Framburðarkennsla í : esperanto og spænsku. 18.00 Sögur frá ýmsum lönd- um. Sverrir Hólmarsson flytur sögu í eigin þýðingu; Fyrstu þrúgurnar, Indiána- saga frá Ameríku. 18.30 Harmonikulög. 20.00 Efst á baugi. 20.30 Siðir og samtíð: Jó- hann Hannesson prófessor talar um nauðsyn siðrænnar þekkingar. 21.10 Raddir lækna: Hjalti Þórarinsson • talar um krabbamein. 21.10 Rögnvaldur Sigurjóns- son leikur tilbrigði eftir Pál Isólfsson um stef eftir Isólf Pálsson. 21.30 Útvarpssagan: Elsk- endur. 22.10 Miðillinn. smásaga eftir Solveigu Christov. Ragn- hildur Jónsdóttir þýðir og les. 22.30 Sinfóníuhljómsveit Islands leikur í Háskóiabíói: síðari hhiti efnisskrárinnar frá kvöldinu áður. Stjórn- andi: Buketoff. Einleikari á pxanó: Nadia Stankovitcb frá Mexikó. Píanókonsert nr. 1 op. 11 eftir Chopir 23.10 Dagskrárlok. skipin ★ Skipadeild SÍS. Arnarfell fer í dag frá Malmö til Ant- werpen. Jökulfell lestar á Norðurlandshöfnum. Dísarfeli losar á Austfjörðum. Litla- ÞJdÐVILIINN fell er í olíuflutningum á Faxaflóa. Helgafell er í Hels- ingfors. Hamrafell fer vænt- anlega í dag frá Trinidad til Avonmouth. Stapafell losar á Norðurlandshöfnum. MælifeTl fer í dag frá Akureyri til Húsavíkur og Reyðarfjarðar. ★ Eimskip. Bakkafoss fór frá Gdansk 2. þ.m. til Reykja- víkur. Brúarfoss kom til Reykjavíkur 29 f.m. frá NY. Dettifoss kom til Reykjavík- ur í gær írá HuTl. Fjallfoss fór frá Hvalfirði í gær til Grundarfjarðar, Akureyrar, Siglufjarðar, Ólafsfjarðar og Austfjarðahafna. Goðafoss fór frá Eskifirði 4. þ.m. til Ham- borgar og Hull. Gullfoss fer frá Gautaborg í dag til Kaup- mannahafnar. Lagarfoss fór frá Seyðisfirði 5. þ.m. til Hull og Grimsby Mánafoss er í Gufunesi. Reykjafoss fór frá Eskifirði 31. f.m. til Klaipeda. Selfoss fer frá Cambridge í dag til N.Y. Tungufoss fór frá Rotterdam 6. þ.m. til Reykjavíkur. félagslíf ★ Frá Guðspekifélaginu: Fundur verður í St. Mörk kl. 8.3o í kvöld í Guðspeki- félagshúsinu að Ingólfsstræti 22. Erindi flytur Grétar Fells: Garður drottins. Fiðluleikur: Guðný Guðmundsdóttir með undirleik Skúla Halidórsson- ar. Kaffiveitingar í fundar- lok. Allir velkomnir. ★ Jólafundur verður haldinn hiá bræðrafélagi Óháða safn- aðarins sunnudaginn 10 þ.m. kl. 3 e.h. í Kirkjubæ. — Fjöl- mennig og takið með ykkur 'gesti. Stjórnin. söfpin ★ Eins og venjulega er Listasafn Einars Jónssonar lokað frá miðjum desember fram f miðjan apríl. Mjallhvít í næstsíðasta sinn Barnaleikritift Mjallhvít verður sýnt í næst síðasta sinn n.k. sunnudag og er það 39. sýningin á leiknum. Aðsókn að leikn- um hefur verið mjög góð. Um næstu mánaðamót hefjast sýn- ingar á Kardemommubænum 'í Þjóðleikhúsinu, en sá Ieikur var frumsýndur þar fyrir fimm árum og var sýndur alls 75 sinnum og var húsfylli á flest öllum sýningunum. Hlutverka- skipan verður að mestu leyti óbreytt. Ræningjarnir Kaspcr, Jesper og Jónatan verða t.d. aftur leiknir af sömu leikurum, þ?ipi Bessa Bjarnasyni, Baldvin Halldórssyni og Ævari Kvar- an. Ámi Tryggvason, Arnar Jónsson og Valdimar Lárusson fara nú i fyrsta sinn með hlutvcrk í lciknum. — Myndin er af Baldvin Halldórssyni, Brynju Benediktsdóttur og Bryndísi Schram í hlutverkum sínum í Mjallhvíti. ★ Asgrímssafn. Bergstaða- stræti 64 er opið sunnudaga þriðjudaga og fimmtudaga kl. 1.30—4.00 •k Arbæjarsafn er lokað yf- ir vetrarmánuðina. ★ Þjóðskjalasafnið er opið laugardaga klukkan 13—19 og alla virka daga kL 10—15 og 14—19 ★ Borgarbókasafn Rviknr. Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a sími 12308. Crtlánadeild opin alla virka daga kl 2—10- laugardaga l—7 og á sunnu- dögum kl. 5—7 Lesstofa op- in alla virka daga kL 10—10 laugardaga 10—7 og sunnu- daga l—7 ★Bókasafn Seltjarnarness er opið sem hér segir; Mánud.: kl. 17,15-19 og 20-22. Miðvikudaga: kl. 17,15-19. Föstud.: kJ. 17.15-19 og 20-22. ★ Bókasafn Kópavogs I Fé- lagsheimilinu opið á þriðjud. miðvikud. fimmtud. og föstu- dögum. Fjrrir böm klukkan 4.30 tál 6 og fyrir fullorðna klukkan 8.15 til 10. Bama- tímar 1 Kársnesskóla auglýst- Ir bar. 'i ' ■ '■ ■ ■ ■ 'wwffl&y/Mí SILVO gerir silfriö spegil fagurt Föstudagur 8. janúar 1965 Hjónavígsla með hraði Framhald af 7. síðu. værw ótæmandi og gorða sín- ar framtíðarráðstafanÍT í sam- ræmi við það. En skriðan fór af stað 1947. Fjöldi hjónaskiln- aða lækkaði niður í 350.000 og skilnaðarmiðlaramir í Nevada komust að raun um að dregið hafði úr atvinnn þeirra um 40 af humdraði. Annars er misskilningurinn margskonar í sambandi við hjónaskilnaði í Bandaríkjun- um. Tölumar sem nefndar voru hér að framan, sýna að hjónaskilnaðir eru miklu fá- tíðari en menn eru vanir að álíta, þar sem 6 af hverjum 7 hjónaböndum leysast ekki upp fyrr en dauðinn kveður dyra. Þar við má bæta að 9 af hverj- sum 10 körlum og verulegur hluti kvenna taka þá fyrst á- kvörðun um skilnað, er þau hafa komizt í kynnj við nýj- an væntanlegan maka — svo að hin háa skilnaðartala sýnir, þó að fjarstæðukennt kunni að virðast, aðeins styrk hjúskap- arins sem slíks og tiltrú en ekki veikleika. Margir félags- fræðingar hafa látið þá skoðun í ljós, að Ameríkumönnum sem kæmust úr jafnvægi eða létu tilfinningamar hlaupa með sig í gönur væri sæmst að Iáta eftir sér að eiga svolítið sk.yndiævintýri, líkt og Evrópu- búar gera, í stað þess að vera einlægt að slíta hjónaböndum og stofna til nýrra. En fram- hjáhald — sem Ameríkumenn hafa um franska orðið „affa- ire“ — er litið óhýru auga í Bandaríkjunum. Sá sem telur sig hafa fellt hug til annars en maka síns á ekki annarra kosta völ en giftast aftur og ganga fyrst af þeim sökum niðurlútur til skilnaðarins. Ekki kemur þetta þó í veg fyrir að Nevadamönnum falli miður að hafa um hálsinn hangandí spjald með áletrun- inni „skilnaðarríki“. Efnahags- mála- og menningarstofnanir ríkisins gerg kröfu -til þess að þeési gróðavænlegi en um léxið lítillækkandi atvinnuvegur sé ekki auglýstur um of.' Þessar stofnanir vilja heldur að. á- herzla sé lögð á andstæðu skilnaðarins, sem líka er sér- stæð fyrir Nevada, hjónavígsl- una, sem þar í ríki gengur enn fljótar' fyrir sig, en skilnaður- inn. „Reno frelsar“ var gamalt kjörorð, en hin nýju einkunn- arorð eru „Reno sameinar". Háborg hjóna§kilnaðanna er orðin að hjónavígslumiðstöð. Á hverju ári eru framkvæmdar þar 28.000 vígslur (á móti 12.090 skilnuðum), með öðrum orðum'þar eru gefin saman fleiri karlar og konur en þorgarþú- arnir eru allir til samans. Hlutfallið er hið sama í Las Vegas, og til viðbótar verður að geta annarra borga, svo sem höfuðborgarinnar Carson City (3000 íbúar) og hinna smærri bæj'a, Ely og Elko. f Nevada eru sem sagt fram- kvæmdar um 70—80.000 hjon^- vígslur árlega. Það er ekki svo lítið í riki, sem telur 250 þúsund íþúa. Menn leggja leið sína til Nevada og ganga þar í hjóna- band af sömu ástæðum og þeir koma þangað til að fá skiln- að, þ.e. vegna þess að það er auðvelt. Hér er ekki krafizt neinna formsatriða og gagh- stætt því sem um skilnaðinn gildir er búsetuskylda engin. Hér er þess ekki krafizt að lýst sé með hjónaefnuniim og blóðrannsókn er óþörf — tvö hjónavígsluskilyrði sem í gildi eru í flestum ríkjum. Hjóna- vígsluumsóknin er rituð með blýanti á prentað eyðublað og viðkomandi fær afhentan lista yfir dómara og presta kaþólskr- ar trúar og mótmælenda, sém reiðubúnir eru að hlýða á það hjúskaparheit, sem aldrei er talið binda til æviloka m&k- ana í Reno og Las Vegas f skrifstofum í þessu frjálslynda ríki eru sjálfsalar sem selja „brjóstvendi“, það er brúðar- vendi. In« um rifu á sjálfsal- anum er stungið 5 „quart€Ts“ og þá fæst orkídea til að prýða barm hinnar hamingjusömu. Eins og ætla mætti, liggur hættan samfará þessari snögg- soðnu hjónavígslu ekki í tví- kvæni eða fjölveri. Um leið og hjónavígsluumsóknin er undir- rituð lýsa báðir umsækjenduT því yfir, að viðlögðum dreng- skap, að þau séu laus frá öll- um fyrri skuldbindingum, en meinsæri er mjög alvarlegt afbrot í Ameríku og hefur um- svifalaust í för með sér fang- elsisrefsingu. En Nevada-vígsl- an getur mjög auðveldlega orð- ið hjúskapargildra! Það getur verið auðvelt að grípa til henn- ar fyrir manneskjur sem láta hentisemina lönd og leið, svo og fyrir barnungt fólk, sem grípur tækifærið fegins hendi. Stundum getur að Iíta æðis- génginn kappakstur á auðnun- um milli sonar, sem geysist allt hvað af tekur með stúlk- una sjna upp að altarinu f Reno, og foreldra, sem frétt hafa af þessu tiltæki á síðustu stundu. Ef fóreldrarnir ná flóttafól'kinu er þeim ekki ann- að ráð tiltækt en dugnaður þeirra við að tala um fyrir ungmennunum, þar eð hjú- skaparlög'gjöf Nevada hefur aldrei haft að geyma svo gan>- aldags ákvæði, er gera ráð fyr- ir samþykki föður og móður. Til þess að allur sannleik- urinn sé sagður verður að bæta því við, að Neváda er ekki eina ríkið sem leyfir framan- greinda hjónabandsháttu. Það er ekki sjaldgæft einnig í öðr- um ríkjum að rekast á upp- Ijómuð auglýsingaskilti, þar sem á er letrað eitthvað á þessa leið: „Haldið til hægri, hjónavígsluleyfi útgefin í skrif- stofunni sem opin er allan sól- arhringinn“. Hættan sem leyn- ist mönnum va'kir alltaf í Ame- riku. * * Berklavörn í Reykjavík heldur FÉLAGSVIST í Skátaheimilinu við Snorrabraut laugardaginn 9. janúar kl. 8.30. Góð verðlaun. — Mætið vel og stundvíslega. STJÓRNIN. Maðurinn minn ANDRÉS KRISTINN SIGURÐSSON verkstjóri. Rauðalæk 6, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, laugardaginn 9. þ.m. kl. 10,30 f.h. Sigríður Halldórsdóttir. t l i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.